Morgunblaðið - 16.04.1981, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.04.1981, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1981 63 eftir RAGNAR RORG í Biblíunni segir frá því í Mattheusarguðspjalli 26:15 er Júdas fór til æðstu prestanna og sagði: „Hvað viljið þið gefa mér til þess að ég framselji yður hann? En þeir greiddu honum þrjátíu silfurpeninga." Myntfræðingar hafa lengi velt því fyrir sér hvaða silfurpeninga Júdas hafi fengið. Á dögum Krists voru margskonar peningar í umferð í Gyðingalandi. Algeng- asta myntin var silfur shekel, eða tetradrakma sem slegin var í hinni gömlu fönísku borg, Tyros. Á framhlið myntarinnar var mynd af guði þeirra Fönikíu- Tetradrakma eða shekel frá Tyros. Stór silfurpeningur, rúm 14 grömm að þyngd. Þessir peningar voru í umferð í Júdeu á dögum Krists. Er það hald manna að svona peningar hafi verið meðal hinna 30 silfurpeninga, sem Júdas fékk. Á framhlið er mynd af guðinum Melkart (líka þekktur sem Herkúles). Á bakhliðinni er mynd af erni með pálmaviðargrein um hálsinn. Neðan við örninn, vinstra megin, er mynd af fönisku skipi. Svona peningur, í góðu ástandi, er seldur á um 350 sterlingspund í myntverslun Spink í London. Tetradrakma eru fjórar drökmur. 30 silfurpeningar Júdasar manna, Melkart. Meðal hinna þrjátíu silfurpeninga hafa líklega verið einnig tetradrökmur frá borginni Antíokkíu á Sýrlandi. Borgin Tyros var byggð af hinum gömlu Fönikíumönnum og var rammlega víggirt. Alexander mikli sat lengi — allt of lengi að honum fannst — um hana, en hann vann hana þó á endanum. Þessi borg er í fréttum enn þann dag í dag. Við heyrum við og við fréttir af því er ísraelsmenn gera strandhögg við eða í Tyros eða gera loftárásir á Tyros, því þar eru samankomnir óaldarmenn. Áður fyrr, og reyndar enn víðast hvar, var það algengt að margs konar mynt var í umferð. Hér á landi er að sjálfsögðu næstum eingöngu notuð okkar mynt, en með ferðamönnum berst auðvitað útlend mynt og menn fúlsa ekki við dollurum eða dönskum krónum. Um aldamótin síðustu gengu hér norrænir pen- ingar því við höfðum ekki okkar eigin mynt. Höfðum að vísu seðla. í Gyðingalandi hinu forna gengu alls konar silfurpeningar. Ef menn voru ekki vissir um gildi peninganna var silfrið einfald- lega vegið. Júdasi varð ekki af hinum þrjátíu silfurpeningum. Hann kom upp um hver Kristur var með að hann gekk til hans og kyssti hann og sagði: „Heill rabbí.“. Þetta var merki til sam- særismannanna um hver Kristur væri. Er Júdasi varð ljóst hvert óhæfuverk hann hafði unnið, seg- ir Biblían að hann hafi iðrast: „Ég hef drýgt synd, er ég sveik saklaust blóð.“ En þeir sögðu: „Hvað varðar oss um það? Þú verður að sjá fyrir því.“ „Og hann fleygði silfurpeningunum inn í musterið og hafði sig á braut; og hann fór burt og hengdi sig.“ Þessi Júdasarkoss og hinir þrjátíu silfurpeningar hafa orðið mörgu skáldinu að yrkisefni, bæði í bundnu máli og ljóðum. Prestar hafa líka lagt út af þessu í ræðum sínum öldum saman. Myntsafnarar eiga margir tetradrökmur frá Tyros eða Antí- okkíu í safni sínu til að minnast óhæfuverks Júdasar og vel má vera að enn séu í umferð einn eða fleiri af hinum upphaflegu þrjá- tíu silfurpeningum Júdasar. En þeir eru líka meðal vor Júdasarn- ir, sem þykjast kyssa oss, en eru jafnframt reiðubúnir að fram- selja okkur íslendinga sínum hjáguð. Hans kerfi hefir brugðist, en hann er enn nógu ríkur til að geta greitt af sér þrjátíu rúblur og meira en það í silfri eða gulli. Todor Zhivkov endurkjörinn Sofia. AP. TODOR Zhivkov var endurkjörinn leiðtogi Kommúnistaflokks Búlg- aríu i lok 12. þings flokksins nýlega. Litlar breytingar urðu á flokksforystunni. Zhivkov, sem er sjötugur, er jafnframt forseti landsins, en hann hefur verið leiðtogi búlgarska kommúnista- flokksins frá 1954. Meðal þeirra breytinga sem sam- þykktar voru á þinginu var að fækkað var í flokksstjórninni úr 14 mönnum í 12, en riturum í mið- stjórn var fjölgað úr níu í tíu. Þá var gerð sú breyting að Zhivkov verður héðan í frá aðalrit- ari flokksins, en ekki fyrsti ritari, eins og verið hefur. Aðalritaratitill- inn var felldur niður fyrir allmörg- um árum. Hin opinbera fréttastofa landsins, BTA, sagði að þessi breyt- ing ætti að undirstrika samstöðu flokksmanna og hugmyndaauðgi forystunnar. I opnunarræðu á þinginu lét Zhivkov þau orð falla, að ekki væri hægt að leiða augun hjá því að ýmsir vankantar og veikleikar væru innbyggðir í stjórnkerfi landsins. Hann hét því í ræðunni að vöru- framboð yrði aukið og bætt, en telja kunnugir að Búlgarir hafi vaxandi áhyggur af ástandinu í Póllandi. Laxeldisstöð BP við Rossland i nágrenni Björgvinjar í Noregi. BP reisir laxeldisstöð í sjó við Nýja Sjáland UTIBÚ BP-oliufyrirtækisins á Nýja-Sjálandi hefur i hyggju að hefja laxeldi i sjó á Stewart-eyju sunnan við Suðurey. Haft er eftir framkvæmdastjóra fyrirtækisins, að samstarfsfyrirtæki í Evrópu hafi nú þegar fengið mikla reynslu á sviði laxeldis í sjó. BP á Nýja-Sjálandi hefur í hyggju að rækta lax í stórum stíl. Verður reist klakstöð á landi, en ker og girðingar í sjó. BP-olíusamsteypan hefur látið að sér kveða á sviði laxeldis í Noregi, Portúgal, á Fíla- beinsströndinni og nú á Nýja-Sjá- landi. Jafnframt er BP stærsti framleiðandi fiskifóðurs í veröld- inni, að því er segir í Fishing News. MITSUBISHI Nýr 4hjóladrifinn torfæru „Pick-up“ með aksturseiginleika fólksbíls IhIhekla hf s Laucpvegi 170-172 Simi 21240 ♦ OMikið brattaþol OSjálfstæð snerilfjöðrun að framan O Veltistýri ÆTW MITSUBI5HI O Mjög hljóðiát og sparneytin vél OHIífðarpönnur undir vél OTvöfalt hemlakerfi með þrýstijafnara ■ vii ■ juuuni MOTORS með titringsdeyfum og gírkössum — stöðugur í hálku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.