Morgunblaðið - 16.04.1981, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.04.1981, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 16. apríl 1981 Jfltrjpwítltefoífo Bls. 49—80 Happafleytan Sigurfan — fyrsta skipið som Þorgeir smíðaðL Athafnamaðurinn, hinn sanni athafnamaður. Upp- risinn úr fortíðinni og markar stefnuna inn i framtiðina. Hann hefst af sjálfum sér úr fátækt til mikilla eifjna og umsvifa. Hann reisir sér ekki skýjaborgir, lætur sig ekki dreyma um auð og völd og frægð. Hann framkvæmir. Athöfnin er hans lífsfylling. Og þegar tekur að rökkva í lífi þessa manns lítur hann sáttur yfir dagsverkið sitt, sáttur við Guð, sáttur við lífið, sáttur við samferðamenn sína. Og það er bjart yfir honum þegar hann tekur að rif ja upp sögu sina. Þorgeir Jósefsson er mikill vexti og stórskorinn — en þó hægur og lítillátur. Skipasmiðastöð, trésmiðja, raf- magnsstofa, lagerhús og skrifstofa: næstum 6000 fermetr- ar og 150 manns í vinnu: Þaðan hafa komið 35 ný skip, hundruð gamalla úr viðgerð og 500 lærlingar í vélfrseði. í þessu er falið líf Þorgeirs Jósefssonar. Svo hefur hann „fiktað“ ýmislegt: setið í bæjarstjórn í 30 ár, gert út togara, rekið steypustöð, reist hús, lagt vegi og grafið fyrir hitaveitulögnum. Og nú á 79da aldursári stendur hann i þvi að klára smiði 50 metra skuttogara: „Annaðhvort fer fyrirtæki á hausinn," segir hann, „ellegar það er í stöðugum vexti. Það skiptir öllu að vera heppinn með fólk og haldast vel á góðu fólki. Og sú hefur verið min gæfa, að til mín hefur ráðist afbragðsfólk og það hefur unnið hjá mér áratugum saman.“ Þorgeirs þáttur Jósefssonar Orlygur Hálfdánarson 56 Jóakím Pálsson Snorri Halldórsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.