Morgunblaðið - 16.04.1981, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.04.1981, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1981 53 I arfélaginu, að það var ekki um annað að ræða en selja þá. Síðan hafa menn ekki borið fram tillög- ur um bæjarútgerð á Akranesi. Þó togararnir hafi skapað mikla at- vinnu, þá geta lítil bæjarfélög eins og Akranes ekki til lengdar borgað stórfé með togaraútgerð. Það er líka ástæðulaust, þegar til eru menn sem kunna að gera út skip. Stjórnmál Alla mína ævi hef ég verið sjálfstæðismaður. Og með árunum hefur maður nú frekar magnast í því heldur en hitt. Þegar ég var ungur maður var sjálfstæðisstefn- an og Pétur Ottesen eitt. Hann var mikill sómakall, Pétur. Svo inni- lega velviljaður maður. Þó hann væri mikið á móti kommúnistum, þá varð ég aldrei var við það að hann bæri illan hug til nokkurs manns. Hann var aðeins harður á sinni stefnu. Foreldrar mínir studdu Pétur mjög ákveðið þegar hann bauð sig fyrst fram til þings árið 1916. Þó keppti hann þá við náfrænda Jósef Jósefsson, faðir Þorgeirs. Benedikt E. Guðmundsson, skipa- verkfræðingur. okkar, Bjarna Bjarnason, sem var heimastjórnarmaður. Og eftir 1916 mátti heita að Pétur Ottesen væri sjálfkjörinn fulltrúi Borg- firðinga á Alþingi. Það vildi eng- inn eiga við það, að bjóða sig fram á móti Pétri. Við vorum nú stundum að setja út á hann, gamla manninn, fyrir að velja sér ekki eftirmann, en það tók hann ekki í mál, sagði að það væri okkar. Hann var skynsamur maður, Pét- ur Ottesen. Árið 1936 var ég kosinn í hreppsnefnd og án þess ég hefði hugmynd um það. Þá voru ekki komnar listakosningar. Ég var strax gerður að formanni í veiga- mestu nefnd hreppsins og um leið þeirri óvinsælustu. Það var fram- færslunefndin. Þá voru nú engar tryggingar og enga aðstoð að fá nema sækja um hana til fram- færslunefndar. Þar vildi enginn vera ótilneyddur og auðvitað los- aði ég mig úr framfærslunefnd eins fljótt og ég mátti. Það var þó ekki fyrr en eftir átta ár. Mér þótti skrítið að standa í þessari pólitík. Alla daga ársins, nema einn, voru menn sammála um að það væri alltof lítið gert; menn töluðu ekki um að „draga úr“ nema daginn sem útsvarsskrá- in var lögð fram. Ég sat í bæjarstjórn til 1942. Þá ég treysti mér ekki útaf asmanum, og var Haraldur Böðvarsson kos- inn í minn stað. En Haraldur sótti aldrei neinn fund, og bað mig blessaðan að koma í staðinn fyrir sig. — Ég get ómögulega verið að standa upp og segja mönnum allar mínar hugs- anir, sagði hann við mig. Hann nennti ekki að standa í þvarginu, heldur gjörhugsaði hann það sem hann tók sér fyrir hendur og framkvæmdi svo. Og eftir á finnst manni nú að bæjarmál séu notuð til þess að þvarga. Það eru flestir sammála um það sem þarf að gera. Ég sat svo í bæjarstjórn til 1958, Jóreiður Jóhannesdóttir, móöir hans. Guójón Guómundsson, skrifstotu- stjóri. að ég nennti þessu ekki lengur. Þvældist svo í þetta aftur eftir fjögur ár, þegar allir voru hræddir við Daníel: Daníel Ágústínusarson er framsóknarmaður og hafði ver- ið ráðinn bæjarstjóri. Kratar og sjálfstæðismenn ráku hann sumarið 1961 og þá varð Daníel að hálfgerðum dýrlingi í bænum. Allir eru hræddir við dýrlinga og menn héldu það þyrfti mikið til að stoppa Daníel og Framsóknar- flokkinn í næstu kosningum, og lögðu fast að mér að bjóða mig fram. Ég held nú, það hafi verið óráð að fara að dusta rykið af gömlum skarfi, en hvað um það — við náðum okkar. En ég hef alltaf sagt við Daniel að ég hafi verið ráðinn til þess að rífast við hann. SJÁ NÆSTU SÍÐU Jón Oddgeir Guðmundsson er hér að lesa inn á segulband, sem tengt er simsvaranum, hugleið- ingar og ritningarvers. „Orð dagsins44 á Akureyri 10 ára ORÐ DAGSINS er nafn á nokk- uð sérstökum simsvara á Akur- eyri. Hefur þessi símsvari að geyma lestur á ritningarvers- um og stuttar hugleiðingar út frá þeim. Um þessar mundir eru liðin tíu ár frá því að Orð dagsins hóf göngu sina. Morgunblaðið ræddi stuttlega við Jón Oddgeir Guðmundsson, sem séð hefur um símsvarann þessi ár, en hugmyndinni hrinti hann í framkvæmd 17. apríl fyrir tíu árum. Hann er fyrst spurður hvort mikið sé hringt: — Það er sérstakur teljari á simsvaranum og eru að jafnaði um 20 hringingar á sólarhring. Ég skipti daglega um, en nota hins vegar sumar hugvekjurnar aftur og aftur. Þarna er fólki gefið tækifæri til að heyra ritn- ingarvers og hugvekjur, sem taka 2 til 3 mínútur og er yfirleitt fluttur einhver huggun- arríkur og uppbyggilegur boð- skapur. Ég get nú ekki tilgreint ná- kvæmlega hverjir ' hringja, margir gera það eflaust af for- vitni, en ég trúi því að hér sé um nauðsynlega þjónustu að ræða, að fólk þurfi oft á því að halda að heyra hvatningar- og huggun- arorð og þess vegna hef ég haldið þessu áfram. Hverjir annast hugvekjurnar? — Þeir eru orðnir nokkuð margir gegnum árin og hef ég í allt fengið milli 30 og 40 menn til að lesa inn hugvekjur sínar svo þetta er orðið allmikið safn. Ég hef fengið til liðs við mig leika og lærða, presta héðan úr ná- grenninu og lengra að, einnig leikmenn úr kristilegu starfi og sjálfur les ég stundum hugvekj- ur, sagði Jón Oddgeir að lokum. Orð dagsins svarar i síma 96- 21840 allan sólarhringinn. Sambyggt tæki með toppgæði SHARP SG-1H/HB: Klassa steríó sam- stæöa í „silfur“ eöa „brons“ útliti. Breidd 390 mm. Hæö 746 mm / 373 mm. Dýpt 330 mm. # □□ DOLBY fyrir betri upptökur. • Útgangsorka 2x27 Wött v/4 Ohm. Reimdrifinn hálfsjálfvirkur plötuspilari m. magnetic pickup. Rafeinda móttökumælir. • LM, MW og FM bylgjur. • Rafeinda ’Topp” styrkmælir. SG-1HB A1ETAL Stilling fyrir metal kassettur. SHARP CP-1H/HB: Hátalarar, bassa og diskant (2 way), 25 Watta í „silfur" eöa „brons“ útliti. Breidd 220 mm. Hæð 373 mm. Dýpt 18.3 mm. Ant settið, Verð 6.320.-. HLJOMTÆKJADEILD tVSSXKARNABÆR LAUGAVEGI 66 SIMI 2£ ^só 25999 Útsölustaðir: Karnabær Glæsibæ - Fataval Keflavík - Portið Akranesi - Eplið ísafirði - Álfhóll Siglufirði Cesar Akureyri - Hornabær Hornafirði - Eyjabær Vestmannaeyjum - M M. h/f. Selfossi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.