Morgunblaðið - 16.04.1981, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.04.1981, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1981 73 óskalistanum. Það er líka til lítils að eiga bifreið ef menn vita ekkert hvert á að aka. Þá er gott að eiga sumarhús, jafnvel þótt það sé barasta hjólhýsi af ódýrustu teg- und. Og nú stendur túristaiðnaður- inn í blóma. Þessir þrjú þúsund sem búa á Fanö á veturna verða tífalt fleiri á sumrin. En að vetrarlagi er eyjan ósköp köld og eyðileg, sést varla maður á götun- um. Og þarna blæs vestanvindur- inn hrottalega flesta daga vetr- armánuðina. Furan og grenið bera þess sárust merki. Trén eru sveigð undan vindinum og mörg hver nakin þeim megin sem snýr upp í vindinn. Og þarna eru endalausar breið- ur af tómum kofunum, sem gera sitt til að ljá umhverfinu kaldan og hrollkenndan blæ. Eða þögul hjólhýsin sem standa í hundruð- um á þar til gerðum svæðum. Eins og þyrnirós sem bíður eftir verm- andi kossi vorprinsins. A vesturströndinni bak við melivaxna sandhólana, klitterne eins og Danir kalla þessa sjávar- kamba, trónir ennþá Hotel Kong- en af Danmark í hvítum búningi. Hotel Kongen af Danmark sýn- ist ekki hafa glatað tign sinni, þrátt fyrir að veldi þess sé ekki eins stórt og forðum. Það er glæsibragur yfir staðnum, en samt einhver þyngsli, minnir mest á einhverja sögu eftir Agötu Christie. Þarna er hátt til lofts og vítt til veggja. Að koma inn er eins og að stíga inn í minnismerki um glataða mektardaga. Fortíðin blasir við gestum, skráð með olíu á striga. Flenni- þrýstnar konur að hoppa og hía á ströndinni. Einbeittur golfari í uppsveiflu. Krásum hlaðið borð, málað af svo góðri lyst, að síldarn- ar sprikla og gegnumtært ákavítið titrar lokkandi í glerinu. Hotel Kongen af Danmark hef- ur oft skipt um eigendur um árin. Hver af öðrum hafa nýir eigendur tekið við rekstrinum, fullir fyrir- heita og glansandi bjartsýni, en hrökklast burtu, túskildingnum fátækari og með bölsýni í farangr- inum. Svo virðist sem tími og tilgangur hótelsins hafi horfið með gömlu nýlenduherrunum, en svo skemmtilega vill til að Kongen af Danmark er enn þann dag í dag, tengdur sögu þýskrar fyrrv. nýlendu. A vissan hátt má svo segja. Núverandi eigendur þessa glæsibákns eru sjálfboðaliðasam- tök um þróunarhjálp, UFF (U-landshjælp fra Folk til Folk). Samtök þessi sem standa fyrir víðtækri aðstoð við frelsishreyf- ingar, m.a. með fatasendingum o.fl. eins og sjúkrahúsgögnum og skólanauðsynjum, nota hótelið sem sumarbúðir fyrir félagsmenn sína. En félagsmenn eru nokkur þúsund talsins í Danmörku, á öllum aldri, úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Einnig er Hotel Kongen af Danmark brúkað sem fundarstaður fyrir landsþing sam- takanna, sem haldin eru ársfjórð- ungslega. Um þessar mundir hafa sam- tökin nýlokið við að senda SWAPO hreyfingunni í Namibiu, sem berst fyrir sjálfstæði lands síns, mörg hundruð tonn af alls lags nauðsynjum. Eru þær einkum ætlaðar þeim fjölmörgu sem flúið hafa ógnir stríðsins í Namibiu, yfir landamærin til Angóla. Má því staðhæfa að gamla Hotel Kongen af Danmark sé enn nítíu árum frá því að það var reist, tengt gömlu kóloníunni í Suð- vestur-Afríku sem svo var kölluð, núverandi Namibíu. Og ef hótelið hefur sál, sem það eflaust hefur samkvæmt þeirri reykvísku reglu að öll hús eldri en þrítug burðist með eina, þá hlýtur hótelinu að hlýna um hjartarætur. Því er ekki skemmtilegra að hýsa fólk sem er fúst til að hjálpa meðbræðrum sínum, eins og UFF fólkið, heldur en skjóta skjólhúsi yfir mergsjúg- andi nýlendukúgara? Jú, það getur ekki annað verið. Hotel Kongen af Danmark hlýtur að vera hamingjusamt hótel, loks- ins. Enda er ekki laust við að manni finnist fordyri hótelsins brosa, þegar gengið er burtu eftir að hafa skoðað það. Brosir mót öskrandi norðursjónum og tekur vestan- storminn í fangið. Öldurnar ber- ast upp sandinn, og hafa í fangi sínu enn meiri sand, sem smám saman mun hlaðast upp og verða klit, og seinna fá föt úr melgresi. En þennan sunnudag er ekkert um að vera, himininn er grár og illskulegur; þoku gærdagsins er, létt. Krákurnar æmta og mávarn- ir garga, skjóðurinn skrækir. Annað líf er vart á eynni, engir túristar á þessum árstíma. En samt er ein minjagripabúð opin. Þar fást dúkkur í þjóðbún- ingi og líka póstkort. Eigandinn sjálfur afgreiðir. Hann heitir Henning Sörensen, maður nokkuð við aldur, samt ern. Við tölum íslensku saman. Henning lærði hana hjá Sverri Guðmundssyni núverandi oddvita í Grenivík. Var hjá honum sem vinnumaður fyrir meir en þrjátíu árum. Henning lifnar allur við þegar hann fær tækifæri til að rifja upp íslenskuna sína, sem er alveg lýtalaus, þótt langt sé um liðið að hann lærði hana. Hann þarf mikils að spyrja, en hugstæðastur er honum svarti dauði, og hvort bílstjórarnir á Akureyri selji ennþá sprútt. Eftir huggulegar samræður kveð ég þennan bjartsýna mann, sem þolinmóður bíður sumars og nýrrar túristavertíðar. Hann fær mér póstkort sem ég skrifa á og sendi heim. Póstkort frá Fanö. Sæmundur Pálsson og Ásgerður Ásgeirsdóttir Það er mér og. fjölskyldu minni sönn ánægja að fó tækifæri til að mæla með ferð til Costa Bianca Benidorm, sem er á suðurströnd Spánar. Þar höfum við dvaliö sex sinnum, ýmist á hótelum eða í íbúð og hefur hver ferð verið annarri ánægjulegri. Sérstaklega vil ég mæla með Hótel Britanía, sem er á mörkum gamla og nýja hluta Benidorm. Við hó- telið er góð sundlaug. Herbergin eru góð, með svölum sem visa út að ströndinni, en þangað er aðeins 8 mín- útna gangur. Matur er mjög góður, þríréttað í mál og desert á eftir. Þar er hljómsveit þrisvar tll fjórum slnnum i viku og mikið fjör. Stór setustofa með sjónvarpi er á 1. hæð og billjardborð og fleiri spil þar fyrir framan fyrir gestina. Þarna höfum við dvalið þrisvar, síðast '79. Vilji fólk vera f ibúð þá mæli ég með Don Miguel, sem er við enda La Vents strandarinn- ar. Verslun er i næsta húsi. ibúðirnar eru mjög skemmtilegar með stórum svölum sem visa út að ströndinni. Strandgatan er þétt skipuð skemmti- stöðum, með alls konar skemmtlkröft- um og hljómsveitum. öllum er heimilt að koma, horfa á, dansa og skemmta sér frá kl. 20 til miðnættis gegn þvf að kaupa gos eða bjór á ca. 25 til 50 peseta á mann. Mjög mikið er um diskótek dansstaði, sem eru á næstu götu fyrir ofan, sem opin eru lengur fram eftir nóttu. Ljómandi skemmtilegt tívolí er þarna, minigolf, tennisvellir og því margt sem hægt er að gera sér til skemmtunar. Á ströndinní er mjög full- komin sjóskíðabraut, fyrir unga, sem aldna. Ofan við Poniente ströndina, ergamli bærinn, með öllum sínum sjarma og ráðlegg ég hverjum og einum að skoða hann. Það væri hægt að halda lengi áfram og lýsa þessum Ijómandi skemmtilega stað en sjón er sögu ríkari, sjáið sjálf og sannfærist. Farið til Benedorm i sumarfrí, góða skemmtun. Beint f lug í sólina og sjóinn Benidorm nýtur mikilla vinsælda hjá spánverjun- um sjálfum, því er verðlag miðað við þeirra greiðslugetu. Þess vegna er odyrara á Benidorm en sambærilegum strandstöðum á Spáni. Þessari staðreynd skaltu ekki gleyma ef þú ætlar til sólar- landa í sumar. Beint flug til Benidorm: 23. maí -9. júní- 30. júní—14. júlí-4. ágúst-25. ágúst. g FERÐA AÐALSTRÆTI9 r=lil MIÐSTOÐIIM sími 2813311255

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.