Morgunblaðið - 16.04.1981, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1981
69
reynist haldlitlar þegar kemur að
gjalddögum á öllum verðtryggðu
skammtímalánunum sem hann
verður að notast við og að honum
verði jafnvel á að efast um
sannleiksgildi þeirra. það eru þó
ekki helber ósannindi formanns-
ins og ritstjórans að lánafyrir-
greiðsla húsnæðismálastjórnar
við hinn almenna húsbyggjanda
hafi áður verið jafn slök og á
undanförnum misserum. Þeim
láðist þó að geta þess að það þarf
að hverfa 20 ár aftur i 'timann til
að finna þau fordæmi. Það er hins
vegar ekki rétt, sem formaðurinn
virðist halda, að Landssamband
iðnaðarmanna sakist fyrst og
fremst við húsnæðismálastjórn
vegna þess sérstaka ófremdar-
ástands sem nú ríkir í lánamálum
húsbyggjenda. Að vísu hefur láns-
hlutfallið lækkað jafnt og þétt frá
því þegar það var hvað hæst á
síðari hluta sjöunda áratugsins en
haldist lítt breytt seinustu þrjú
árin á svipuðu stigi og það var
fyrir 20 árum síðan. Fyrir þessa
óheillaþróun verður húsnæðis-
málastjórn sem slík ekki sökuð
heldur fremur þeir stjórnmála-
menn sem skorið hafa niður tekju-
stofna Byggingarsjóðs ríkisins
þótt í sumum tilfellum séu náin
tengsl milli þessara aðila.
Fjárhagsvandi hins almenna
húsbyggjanda er nú meiri en
oftast áður vegna þess að saman
fer mjög lágt lánshlutfall húsnæð-
ismálastjórnar og það að lífeyris-
sjóðslán og bankalán, sem áður
brunnu upp í verðbólgunni, eru nú
orðin verðtryggð en jafnframt
hefur hægt miðað að lengja
bankalánin. Um þær mundir sem
verið var að koma verðtrygging-
unni á bundu menn miklar vonir
við það að jafnframt lengingu og
aukningu lífeyrissjóðs- og banka-
lána myndi endurskoðun húsnæð-
islaganna hafa í för með sér mikla
aukningu að raungildi á lánum
húsnæðismálastofnunar til hins
almenna húsbyggjanda. Eins og
fjáröflun til Byggingarsjóðs ríkis-
• ins er nú háttað eru engar horfur
á að þær vonir muni rætast.
Landssambandi iðnaðarmanna
þykir illt til þess að vita að
formaður húsnæðismálastjórnar
hafi ekki háleitari markmið um
fyrirgreiðslu Húsnæðisstofnun-
arinnar við almenna húsbyggj-
endur en svo að hann er harla
ánægður með það að „ástand og
horfur i þeim málum eru nú ekki
verri en oft áður“, þ.e. en fyrir 20
árum siðan.
Að seinustu skal vikið stuttlega
að því sem fram kom í greinargerð
Landssambandsins um fjárhag
byggingarsjóðanna. Þar var sér-
staklega bent á það að fjármögnun
Byggingarsjóðs ríkisins væri nú
ótryggari en hún var samkvæmt
eldri lögunum. Hann hafi nú verið
sviptur öllum föstum tekjustofn-
um, sem voru 2% — stig af
launaskatti, 1% álag á tekju- og
eignaskatt og xk% álag á aðflutn-
ingsgjöld. Fjárhagur hans muni
því í framtíðinni verða undir því
kominn hversu mikið fjárveitinga-
valdið skammtar honum hverju
sinni. Því er að vísu ekki að neita
að í fjárlögum undanfarinna ára
hafa hinir mörkuðu tekjustofnar
jafnan verið skertir nokkuð. Þann-
ig var t.a.m. ákveðið í fjárlögum
seinasta árs að tekjur sjóðsins af
þeim skyldi vera liðlega 7 millj-
arðar gkr. í stað tæplega 10,9, sem
þær hefðu orðið án skerðingar.
Þessi skerðing er þó smámunir hjá
þeirri sem nú verður vegna laga-
breytinganna. Miðað við eldri lög-
in hefðu skatttekjur sjóðsins í ár
orðið 11—17 milljarðar gkr., eftir
því hve mikilli skerðingu hefði
verið beitt. 1 fjárlögum þessa árs
eru sjóðnum hins vegar ætlaðar
4,3 milljarðar gkr. eða þriðjung-
ur til fjórðungur af því sem fyrri
tekjustofnar hefðu fært honum!
Þann stóraukna fjármögnunar-
vanda sem þessi tekjumissir skap-
ar á að leysa með gífurlegum
lántökum hjá lífeyrissjóðunum og
gerðu upphaflegar áætlanir hús-
næðismálastjórnar ráð fyrir 169%
aukningu þeirra. Landssamband
iðnaðarmanna benti á að á því er
auðvitað skilsmunur hvort starf-
semi sjóðsins er fjármögnuð með
óafturkræfum tekjum og framlög-
um eða með lánum á lakari
kjörum en hann lánar á sjálfur.
Sú staðreynd að síðarnefnda að-
ferðin hefur nú orðið ofan á kemur
til með að tefja stórlega fyrir
“PPbygging11 sjóðsins og er auk
þess hættuleg ef henni verður
fram haldið. Það eru hins vegar
ýkjur og áróður að Landssam-
bandið hafi haldið því fram að yfir
vofði gjaldþrot sjóðsins á næstu
misserum.
í Þjóðviljanum hefur verið mik-
ið gert úr því að með samþykkt
núgildandi fjárlaga var ákveðið að
auka útlánagetu byggingarsjóð-
anna úr 23 milljörðum gkr. í 40
milljarða gkr. eða um 74% og að
hún muni þannig aukast verulega
að raungildi miðað við verðbólgu-
forsendur frumvarpsins (42%).
Landssamband iðnaðarmanna
benti hins vegar á það að þrátt
fyrir að þessar tölur væri að finna
í fjárlögum væri alls ekki að
vænta aukinnar fyrirgreiðslu við
hinn almenna húsbyggjanda.
Ástæður fyrir því væru eftirfar-
andi:
1. Áformuð aukning útlánagetu
skiptist afar ójafnt á milli
sjóðanna. Útlánageta Bygg-
ingarsjóðs verkamanna mun
tifaldast og byggist sú aukning
á því að sjóðurinn fær sam-
kvæmt nýju lögunum fastan
tekjustofn og er það annað
þeirra tveggja prósentustiga af
launaskatti sem tekin voru af
Byggingarsjóði ríkisins. Áætlað
er að þessi tekjustofn muni
færa sjóðnum 7,5 milljarða gkr.
á þessu ári. Hjá Byggingarsjóði
ríkisins er hins vegar sam-
kvæmt fjárlögum aðeins fyrir-
huguð 30% aukning ráðstöfun-
arfjár sem þýðir minnkun að
raungildi. Það er því í raun
verið að efla annan sjóðinn á
kostnað hins og um leið verið að
taka upp lánakerfi sem er til
muna fjárfrekara en það sem
fyrir var.
Nokkrum af eldri verkefnum
Byggingarsjóðs ríkisins er með
lagabreytingum að vísu létt af
honum og færð yfir á Bygg-
ingarsjóð verkamanna. Þessi
nýja hlutverkaskipan er þó
aðeins að litlu leyti komin til
framkvæmda þannig að Bygg-
ingarsjóður ríkisins mun á
þessu ári þurfa að lána á
fimmta milljarð gkr. vegna
eldri verkefna. Auk þess hafa
verið stofnaðir nýir lánaflokkar
hjá sjóðnum sem auka munu
fjárþörf hans. Það er því engan
veginn tímabært að skerða
ráðstöfunarfé sjóðsins.
2. Alvarlegra er þó að áætlun
fjárlaga um útlánagetu Bygg-
ingarsjóðs ríkisins er byggð á
fölskum forsendum þannig að
allar líkur eru á því að ráðstöf-
unarfé sjóðsins muni ekki einu
sinni aukast um þau 30% sem
miðað er við í fjárlögum. í
fyrsta lagi er allendis óvíst að
takist að afla alls þess lánsfjár
hjá lífeyrissjóðunum sem ráð-
gert er og sennilegast að endan-
legar tölur verði 3—5 milljörð-
um gkr. lægri en áætlun fjár-
laga gerir ráð fyrir. Jafnvel
þótt sjóðnum tækist að afla
þessa fjár væri slík fjármögnun
neyðarúrræði þar sem lán líf-
eyrissjóðanna eru á hærri vöxt-
um og til skemmri tíma en þau
lán sem Byggingarsjóður ríkis-
ins lánar. I öðru lagi eru
lántökur sjóðsins hjá Atvinnu-
leysistryggingasjóði ofmetnar
um uþ.b. 350 milljónir gkr. og í
þriðja lagi er innstreymi
skyldusparnaðarfjár í sjóðinn
ofmetið sem nemur um 800
milljónum gkr.
Viðbrögð Þjóðviljans við aðvör-
unum Landssambands iðnaðar-
manna varðandi fjárhag Bygg-
■ ingarsjóðs • ríkisins hafa verið á
sömu lund og við öðru í umrædd-
um skrifum þess: Þær eru kallaðar
ýkjur og áróður en fátt lagt
efnislega til málanna. Ritstjórinn
reynir þó að klóra í bakkann og
segir ástæðuna fyrir því að Bygg-
ingarsjóður ríkisins var sviptur
föstum tekjustofnum sínum vera
þá að þeir sem fyrir því stóðu hafi
viljað „fækka mörkuðum tekju-
stofnum í skattheimtu ríkisins" til
einföldunar, rétt eins og hér se
aðeins um tæknilegt atriði að
ræða. Ef höfundar laganna töldu
Byggingarsjóði ríkisins engan akk
í því að hafa fasta tekjustofna
hvers vegna fengu þeir þá Bygg-
ingarsjóði verkamanna þann
þeirra sem mestar tekur gefur,
þ.e. launaskattinn? Þá má einnig
. minna á það að launaskatturinn
var upprunalega samningsatriði í
kjarasamningum og lagður á gegn
því að hann rynni í Byggingarsjóð
ríkisins og bætti þar með hag
húsbyggjenda. Nú þegar þau tvö
prósentustig sem áður runnu í
Byggingarsjóð ríkisins hafa verið
tekin af honum og aðeins annað
þeirra fært Byggingarsjóði verka-
manna liggur beinast við að
spyrja hvers vegna launaskattur
er ekki lækkaður úr 3.5% a.m.k.
niður í 2,5% og þannig skapað
svigrúm til launahækkana að
sama skapi.
Landssambandi iðnaðarmanna
er það algerlega hulin ráðgáta
hvers vegna formaður húsnæðis-
málastjórnar bregst ókvæða við
skrifum þess um bágan fjárhag
Byggingarsjóðs ríkisins og telur
þau árás á sig og sína stjórn.
Flestar upplýsingar Landssam-
bandsins hér að lútandi eru fengar
úr óbirtri áætlun húsnæöismála-
stjórnar til fjárveitinganefndar
Alþingis dags. 11. des. 1980. í
þeirri áætlun segir m.a.: „Nú
hefur húsnæðismálastjórn komið
sér saman um, að til þess að unnt
sé að veita lán til allra lánaflokka
skv. nýjum lögum, svo að viðun-
andi sé, til viðbótar þeim samn-
ingum og samþykktum um lán úr
Byggingarsjóði ríkisins til bygg-
ingar leigu- og söluíbúða sveitar-
félaga og verkamannabústaða,
þurfi sjóðurinn að hafa minnst
33.100 m.kr. (innsk.: þ.e. 33,1
milljarð gkr.) til ráðstöfunar í
útlán 1981.“ Nú hefur sem fyrr
segir verið ákveðið með fjárlögum
að stefnt skuli að því að Bygg-
ingarsjóður ríkisins hafi til ráð-
stöfunar 30 milljarðar gkr. en í
nýjustu áætlun húsnæðismála-
stjórnar er gert ráð fyrir heldur
hærri fjárhæð, eða 30,7 milljörð-
um gkr. Hér er því um að ræða
2,4—3,1 milljarða gkr. lægri fjár-
hæð en húsnæðismálastjórn taldi í
umræddri áætlun „viðunandi" og
allt byggist þetta á óskhyggju um
skuldabréfakaup lífeyrissjóðanna.
Engu að síður segir formaður
stjórnarinnar í undirfyrirsögn í
grein sinni í Þjóðviljanum: „Bygg-
ingarsjóður ríkisins á að geta
sinnt sínum verkefnum með líkum
hætti og verið hefur og tekið upp
nýja lánaflokka." Telur formaður
húsnæðismálastjórnar húsbyggj-
endur það vel setta að þá muni
ekki um þrjá milljarða gkr.?
í sömu áætlun segir einnig: „í
þessari áætlun eru skuldabréfa-
kaup lífeyrissjóðanna afgangs-
stærð. Skv. lánsfjáráætlun kaupa
þeir fyrir 7.300 m.kr. (þ.e. milljón-
ir gkr.) á árinu 1980, en fyrir
19.630 m.kr. á árinu 1981 skv.
þessari áætlun, hækkun tæp
169%, sem er vægast sagt mjög
ósennilegt að gerist. Ef gert er ráð
fyrir 50% hækkun á milli ára
næmu þessi skuldabréfakaup á
árinu 1981 10.950 m.kr. sem er öllu
líklegri tala en 19.630 m.kr.“
Engum getum skal að því leitt
hvað kann að hafa valdið sinna-
skiptum formannsins og fram-
kvæmdastjóra Alþýðubandalags-
ins. En svo mikið er víst að það er
fremur klaufalegt af honum að
kalla eigin áætlun „ýkjur og póli-
tískan áróður".
Dali:
Leikrit,
söngur og
sýningar
JÖRFAGLEÐI verður haldin í
Dölum dagana 22. til 25. april
nk. og verður gleðin með
svipuðum hætti og áður. Há-
tiðahöldin hefjast miðviku-
daginn 22. aprii kl. 20 með
setningarathöfn og að henni
lokinni verður sýnt leikritið
Ilöfuðbólið og hjáleigan, leik-
ið af Leikfélagi Saurbæinga.
Leikstjóri er Ragnhildur
Steingrimsdóttir. Héraðskór
Dalasýslu syngur og um
kvöldiö verður diskótek,
kynningu sér borgeir Ást-
valdsson um.
Fimmtudaginn 23. apríl sér
Skátafélagið Stígandi um
dagskrána. Hefst hún með
skrúðgöngu og messu kl. 10.30.
Skátadagskrá hefst kl. 14. Um
kvöldið frumsýnir Leikfélag
Laxdæla Dúfnaveizluna eftir
Halldór Kiljan Laxness, leik-
stjóri er Ragnhildur Stein-
grímsdóttir.
Föstudaginn 23. apríl verður
kvöldvaka i Dalabúð og hefst
hún kl. 20.30. Þar verður kynn-
ing á verkum Snorra Hjartar-
sonar, Einar Kristjánsson flyt-
ur. Söngfélagið Vorboðinn
syngur. í lokin verður sveita-
kynning, Einar Pétursson
kynnir Fellsstrandarhrepp.
Laugardaginn 25. apríl hefst
dagskrá í Laugaskóla kl. 15.
Söngleikurinn Litla ljót verður
sýndur, nemendur Laugaskóla
flytja. Sýndar verða kvik-
myndir teknar í Dölum úr
þjóðsagnaefni. Byggðasafn
Dalasýslu verður opið og kaffi-
sala á staðnum. Kl. 20.30 syng-
ur Karlakór Reykjavíkur í
Dalabúð. Kjartan Eggertsson
leikur á gítar, um kvöldið
verður dansleikur í Dalabúð.
Hljómsveitin Frost leikur fyrir
dansi.
I tengslum við Jörfagleðina
verður málverkasýning í
Barnaskólanum í Búðardal,
sýnd verða verk eftir Helga Þ.
Friðjónsson og Kristin G.
Harðarson. Einnig verða mál-
verk sýnd frá Listasafni ASÍ.
Þá verður sýning á verkum
skólabarna úr Búðardalsskóla.
Sýningarnar verða opnar frá
kl. 14—19 alla dagana.
— Kristjana
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLAÐASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTAR-
STÖÐINNI
Greinargerð frá Landssambandi iðnaðarmanna