Morgunblaðið - 16.04.1981, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.04.1981, Blaðsíða 10
58 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1981 fékk 18 eintök í jólagjöf. Skömmu fyrir jólin sagði svo Vísir, blað Þorsteins, frá því að bókin væri efst á sölulistum búðanna. Þor- steinn hringdi í mig og sagði mér fréttirnar og var glaður í bragði. Það gladdi mig auðvitað meira en lítið að bókin seldist, en mest var gleði mín að finna hversu vænt Þorsteini þótti um þessar fréttir. Um þetta leyti rak ég fyrirtækið ( kjallaraherbergi í íbúðinni okkar í Bogahlíðinni. A þessum árum, og æ siðan, mæddi ekki síður á konunni minni en mér, því hún tók við pöntununum uppi og gat nán- ast aldrei brugðið sér frá, en ég var niðri í kjallara þar sem allt var í einu herbergi; lager, pökkun og nótuskriftir, og svo keyrði ég allt til búðanna sjálfur. Ég hefi kynnst mörgu góðu fólki síðan ég hóf bókaútgáfuna og að öllum öðrum ólöstuðum langar mig að nefna tvo menn sem ég kynntist í gegnum Þorstein. Ann- ar þeirra er Steindór Steindórsson frá Hlöðum. Bók Þorsteins var um byggðir en bók um óbyggðir hlaut að koma. Þorsteinn gerði sér ljóst að hann myndi aldrei skrifa þá bók, hann yrði horfinn af vett- vangi. Hann hvatti mig til þess að leita til Steindórs með framhaldið og það gerði ég. Raunar hafði ég gert mér þær hugmyndir um Steindór að hann væri stífur og erfiður viðskiptis, en annað kom svo sannarlega á daginn. Hann er léttur og líflegur og einhver raun- besti maður sem ég hefi kynnst. í dag er hann sérstakur heimilis- vinur okkar hjónanna og ætíð aufúsugestur. Þekking hans á landi og þjóð og minni hans er einstakt. Það fara ekki margir í fötin hans hvað það snertir. Hinn maðurinn er Páll Jónsson, fyrrum borgarbókavörður, og landsþekktur ljósmyndari, sem nú er kominn að nokkru til starfa hjá mér. Páll er með allra bókfróðustu mönnum og ljúflingur að allri gerð, hann hefir verið mér til halds og trausts í mörgum útgáfu- málum, raunsannur vinur sem ég veit um ef á þarf að halda. Það væri freistandi að nefna ýmsar þær bækur sem ég hefi gefið út á sl. 15 árum, en það yrði alltof langt mál. Þó má ég til með að nefna bókaflokkinn Þrautgóðir á raunastund eftir Steinar J. Lúðvíksson, Ferðabók Eggerts og Bjarna og Ferðabók Stanleys, báð- ar í þýðingu Steindórs, Skútuöld- ina eftir Gils Guðmundsson, Hornstrendingabók eftir Þórleif Bjarnason, Dýraríki íslands eftir Gröndal. Nú hefur Steinar hafið ritun nýs bókaflokks, Árbókar íslands og kom fyrsta bókin út í fyrra og nefndist Hvað gerðist á íslandi 1979? Ég skal ekki telja upp fleiri þótt af nógu sé að taka. Eg hefi hagnast vel á mörgum þessara verka en stórtapað á öðrum — það hefur aldrei verið neitt aðalatriði í mínum augum. Mér hefur alltaf tekist að standa í skilum og það er fyrir mestu. Mér hefur tekist að búa vel að mínu starfsfólki, sem er mér mikils virði, því ég hefi ákaflega gott starfsfólk. Hér vinna nú um 10 manns í föstu starfi, en ef allir værii meðtaldir sem starfa fyrir útgáf- una úti í bæ, úti á landi og reyndar einnig erlendis, þá væri það all- stór hópur, held ég mér sé óhætt að segja. Fyrirtækið gefur út 50—60 bækur á ári og bak við þær allar liggur geysileg vinna. Sumar eru í undirbúningi um hálfan áratug eða lengur áður en þær sjá dagsins ljós. En hver eru viðhorf þín sem fyrrverandi samvinnustarfs- manns til einkareksturs eftir að hafa rekið svona fyrirtæki á annan áratug? Skoðanir mínar hafa breyst ákaflega mikið á þessum tíma. Ég þykist geta séð yfir sjónarsviðið af hærri og betri sjónarhól en áður. Einkarekstur og samvinnurekstur eiga hvorir tveggja rétt á sér og samkeppni er lífsnauðsyn. Úr atvinnuleysi í Ameríska sendiráðið Um haustið var atvinnuleysi í Reykjavík og ég fékk ekkert að gera. Svo var það að Ameríska sendiráðið auglýsti eftir bílstjóra. Ég var ekki sá fyrsti sem mætti á staðinn og um starfið hafa líklega sótt um 200 manns. Maðurinn sem sá um að ráða í starfið hét Robert Ode, ef ég man rétt. Hann var reyndar einn af gíslunum í Teher- an. Mig minnir að ég hafi verið sjötti eða sjöundi í röðinni og þegar Ode var búinn að tala við mig sagði hann aðstoðarmanni sínum að hinir mættu fara og þar með var ég ráðinn. Þetta starf og það sem því fylgdi var alveg nýr heimur fyrir mig. Ég var að hálfu starfsmaður sendiráðsins og að hálfu Upplýs- ingaþjónustunnar. Ég byrjaði sem bílstjóri en smáhækkaði í tign og var jafnframt gerður að aðstoðar- ar. Ég var ráðinn aðstoðarmaður hans á sviði útbreiðslumála. Skömmu síðar hóf Gísli Sigurðs- son, nú ritstjóri Lesbókar Morg- unblaðsins, blaðamannsstörf við Samvinnuna og kom ég þar dálítið við sögu. Þegar þetta gerðist hafði eldhuginn Baldvin Þ. Kristjánsson nýlega látið af störfum sem er- indreki SÍS og störf hans færðust yfir á mig að svo miklu leyti sem þau héldu áfram að vera til. Ég ferðaðist mikið um landið á næstu árum og efndi til ótal funda á vegum kaupfélaganna, kom í næstum hvert einasta kauptún landsins og kynntist þvi afar náið þeirri aðstöðu sem ferðamaður hafði á hverjum stað, en þessi þekking mín átti eftir að hafa úrslitaþýðingu fyrir mig síðar. Ég gegndi einnig ýmsum öðrum störfum í tengslum við útbreiðslu- og fræðslumál, var t.d. ritstjóri Hlyns og blaðamaður við Sam- ir menn lögðu mér til efni og þegar bókin kom út seldist hún upp á svipstundu. Árið eftir kom bókin út aftur, en af ýmsum orsökum seldist hún ekki sem skyldi og þá var útgáf- unni hætt. Þessu skaut upp í huga mér þegar ég var að moka síldinni hjá BtJR og ég ákvað að gefa bókina út á eigin spýtur. Hjörtur Hjartar, framkvæmdastjóri Skipadeildar SÍS, gaf mér leyfi til þess að yfirtaka útgáfuna, en hún hafði heyrt undir hans deild. Nú var teningnum kastað. Ég fékk alla vinnu og efni lánað hjá Prent- smiðjunni Eddu og stofnaði jafn- framt fyrirtækið Ferðahand- bækur sf. Þegar bókin kom út seldist hún nær strax upp. Þessi bók varð svo undirstaðan að þessu fyrirtæki, Erni og örlygi hf. Ferðahandbókina gaf ég svo út í mörg ár og arftaki hennar var Meðan á verkinu stóð kom í ljós að hann var haldinn illkynjuðum sjúkdómi en hann lét ekki deigan síga heldur skrifaði í kapphlaupi við dauðann. Þorsteini var af guði gefið mikið líkams- og sálarþrek, og aldrei sá ég hann æðrast meðan á þessu stóð. Minningin um Þorstein er mér mjög kær. Hann var drengur góður og einstakur maður. Landið þitt var fyrsta jólabókin sem ég sendi frá mér. A síðustu stundu rann það upp fyrir mér að líklega væri það ekki passandi að bjóða jólabók á nafni Ferðahand- bóka sf., það gæti valdið misskiln- ingi. Á þessum tíma sá fyrrum meðeigandi minn, örn Marinós- son, um bókhaldið í aukavinnu, en hann var ríkisstarfsmaður að að- alstarfi. Ég bjó til úr nöfnum okkar þetta fyrirtækisheiti, en tók síðan upp Hraundranga í öxnadal sem merki þess. þýðara í Upplýsingaþjónustunni. Þegar óttar Þorgilsson, sem var yfir íslenska starfsliðinu í Upplýs- ingaþjónustunni hætti árið 1952 bauðst hann til þess að mæla með mér í starf sitt. Mér fannst hugmyndin fráleit en óttar var annarrar skoðunar. Til Jónasar í Samvinnuskólann. En ég hafði ekki gefið frekari skólagöngu upp á bátinn — og nú var að hrökkva eða stökkva. Um þetta leyti kynntist ég konunni minni, Þóru Þorgeirsdóttur frá Gufunesi. Reyndar höfðum við þekkst frá því við vorum börn. Faðir hennar var eitt ár bóndi á Búinu í Viðey, þá var Þóra fimm ára, og þaðan fluttist hann að Gufunesi. Við ólumst því upp sín hvors vegar við Sundin og það var alla tíð nokkurt samband á milli fjölskyldnanna. Eftir mikil heilabrot ákvað ég að fara í Samvinnuskólann og segja starfi mínu hjá Upplýsinga- þjónustunni lausu.í Samvinnu- skólanum lenti ég undir handar- jaðri Jónasar Jónssonar frá Hriflu. Jónas var sérstæðasti og merkilegasti persónuleiki sem ég hefi kynnst um ævina — hefði ég ekki kynnst honum hefði ég trauðla orðið bókaútgefandi. Hann skildi eftir í manni ein- hverja kveikju — einhvern neista tilátaka. í Samvinnuskólanum var ég tvo vetur — fyrst í aðaldeild en síðan í framhaldsdeild sem fólst í bók- legu námi jafnframt störfum í hinum ýmsu deildum Sambands- ins. Ég var ekki í framhaldsdeild nema til jóla seinni veturinn en hóf þá störf hjá Samvinnutrygg- ingum. Síðar fluttist ég yfir í Fræðsludeildina sem var undir stjórn Benedikts Gröndal, en hann var einnig ritstjóri Samvinnunn- Örlygur á skrifstofu sinni. Á veggnum hangir teikning af Viöey frá 1912, gerö af Samúel Eggertssyni, en á skápnum eru nokkur af smæstu amboöun- um, sem hann hefur safnaö, svo og sérkennilegur brenni- vínskútur. Ljósm. Emilía vinnuna og sá um útgáfu hennar í nokkur ár og hafði daglega um- sjón með béfaskólanum, og fleira og fleira. Deildarstjóri yfir engu Haustið 1963 fór ég til Dan- merkur til þess að kynna mér dönsku Samvinnuna, þ.e.a.s. tíma- ritið. Þegar ég kom heim úr því ferðalagi höfðu verið gerðar þær breytingar á skipulagi fræðslu- mála Sambandsins að ég var orðinn deildarstjóri yfir engu. Þá tók ég pokann minn og fór. Þegar hér var komið sögu var ég í þeirri sérstæðu aðstöðu að vera orðinn sérhæfður í fræðslu- og útbreiðslumálum fyrir Sambandið og hafði eiginlega ekki leitt hug- ann að því að fást við neitt annað. Það leit heldur ekki svo vel út fyrir mig með atvinnu. Ég var nokkuð þekktur sem fræðslufull- trúi SÍS og var auk þess nokkuð pólitískur í þá daga og ekki laust við að atvinnurekendur litu mig hornauga. Endirinn var sá að ég fór að moka síld vestur í Bæjarút- gerð. Og þá kem ég loks að bókaútgáf- unni. Síðustu árin sem ég starfaði hjá Sambandinu var gefin út á vegum þess ferðahandbók. Mér var falið að annast útgáfu hennar, þótt ég hefði í fyrstunni enga hugmynd um hvernig slík bók ætti að vera, hafði t.d. aldrei séð slíka bók á erlendu máli og hafði ekkert við að styðjast nema eigin reynslu af ferðalögum um landið. Ýmsir góð- Páll Jónsson og Hálfdan Örlygsson í fundarherbergi fyrirtækisins. síðan Vegahandbókin. Ég fékk strax þá hugmynd að gefa út ítarlegt uppsláttarrit um landið, þar sem greint væri frá öllu því helsta sem varðaði sögu og sér- kenni hvers staðar. Þorsteinn Jós- epsson, blaðamaður og ljós- myndari, sem var sjóðfróður um sögu og sérkenni landsins, tók að sér að skrifa bókina. Fyrst var efni hennar mestmegnis miðað við þarfir ferðafólks, en fljótlega sáum við að þar var of þröngur stakkur skorinn. Hér yrði að vera um mun ítarlegra uppsláttarrit að ræða, sem dygði fólki jafnt heima sem heiman. Þorsteinn tók til óspilltra málanna og hafði allan veg og vanda af efni bókarinnar. Þegar bókin Landið þitt kom út var hún margfalt dýrari en aðrar bækur á jólamarkaði. Það fór óneitanlega um mig þegar ég sá hvert stefndi með verðið — ég varð að leggja allt mitt undir og átti á hættu að koma stórskuldug- ur út úr fyrirtækinu. Þetta var í fyrsta skipti sem ég lagði allt mitt undir í bókaútgáfu — síðan hefi ég gert það næstum á hverju ári, en aldrei gert mér eins miklar ábyggjur út af því og þá. Algjör metsölubók Landið þitt seldist upp á nokkr- um dögum og var algjör metsölu- bók. Sem dæmi um söluna minnist ég þess að bóndi norður í landi ;■ f1**' ,V/ '*$*'***'•

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.