Morgunblaðið - 16.04.1981, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.04.1981, Blaðsíða 20
68 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1981 Magnús Erlendsson, bæjarfulltrúi: Eign til ævi- loka Þótt naprir vetrarvindar léku um mannfólkið dag einn í byrjun nóvember á liðnu ári, var mönnum Wýtt hið innra. Við sem átt höfum að hugsjón um margra ára skeið, að efla og styrkja málefni aldr- aðra, sáum merkan draum verða að veruleika. Þennan tiltekna dag var tekin fyrsta skóflustunga að vernduðum íbúðum fyrir aldraða í Seltjarnarnesbæ. Forsaga málsins er í stuttu máli sú, að árið 1974 ákvað þáverandi meirihluti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn, að heilbrigðismálin í víðustu merkingu orðsins skyldu gera að framtíðarverkefnum í bæjarfélaginu. Skipuð var'nefnd undir ötulli forystu Jóns Gunn- laugssonar læknis, og hefur nefndin starfað markvisst að þess- um málaflokki undanfarin ár. Glæsileg heilsugæslustöð er risin, og væntanlega fyrsti áfangi tek- inn í notkun seinnihluta þessa árs. Sú skoðun hefur verið landlæg lengstum, að þá er ellin færist yfir sé hlutverki einstaklinganna næstum lokið — framundan sé aðeins biðtími hins óumflýjanlega í lífi allra manna — og ýmiskonar stofnanir séu biðstofurnar, jafn- framt að þeir einstaklingar sem komnir eru á elliár, þeir einstakl- ingar, sem í sveita síns andlitis, með sparnaði og reglusemi hafa unnið hörðum höndum gegnum áratugaskeið, og með því eignast sitt eigið húsnæði, skuli helzt selja eigur sínar og borga sig inn á stofnanir. Hér hefur röng stefna ráðið ríkjum. Engin þjóðfélags- hópur á frekar skilið að honum sé rétt hjálparhönd og honum búin mannsæmandi og viðunandi lífskjör. Menn eiga rétt á eign til æviloka. Sjálfstæðismenn á Seltjarnar- nesi geta fagnað því að hafa brotið blað hvað þessum málum viðvíkur, og þótt öldur hafi risið nokkuð í bæjarstjórn í upphafi, vegna þessa máls, frá hendi þeirra sem lengst standa til vinstri, hafa þær öldur nú að mestu lægt, og er það vel. Menn læra af reynslunni. Jafn- framt má geta þess, að borgaryf- irvöld í Reykjavík hafa nú nýverið ákveðið svipað eignarform á íbúð- um aldraðra og vlð hér á Seltjarn- arnesi höfum haft forgöngu um. Ibúðir aldraðra við Melabraut verða 16 talsins í I. áfanga, auk íbúðar fyrlr húsvörð. Þessar íbúð- ir eru töluvert stærri en þær sem algengastar hafa verið til þessa, eða 56 fm, 70 fm og 95 fm. Hér verður bæði um sölu og Ieiguíbúðir að ræða. Það ráð var tekið að senda öllum íbúum bæj- arins 67 ára og eldri bréflega kynningu á málinu, og jafnframt leitað eftir umsóknum. Niðurstöður voru afar athyglis- verðar. Af 25 umsóknum reyndist 21 óska eftir að kaupa ibúð — aðeins 4 óskuðu eftir að leigja. Hér er um ígrundandi stað- reynd að ræða. Þótt sporin þyngist og gangan verði erfiðari, vill gamla fólkið eiga sína eigin eign gönguna á enda, og við sjálfstæð- ismenn í bæjarstjórn munum styðja gamla fólkið á þeirri göngu. Þvi mun bærinn algjörlega — með eigin fjármagni og lánum frá Húsnæðismálastjórn — fjár- magna þessar byggingar meðan á byggingartima stendur. Siðan mun notandi kaupa ibúðina á kostnaðarverði, án hlutdeildar í sameign sem ávallt verður í eigu bæjarfélagsins. Bærinn verður eini endurkaupaaðilinn og mun leysa til sín íbúðir hvenær sem óskað verður, á kostnaðarverði, auk áfaliinnar visitölu, og ráð- stafa til nýs notanda til kaups eða leigu eftir því sem óskað er. Byggingartími er áætlaður 2 ár. Ekki þarf að fara um það mörgum orðum hvað það gefur gömlu fólki mikið öryggi að geta leitað aðstoðar húsvarðar á öllum tímum sólarhringsins ef eitthvað bjátar á. Jafnframt er staðsetning húsanna mjög ákjósanleg. Heilsu- gæslustöð við næstu dyr, sundlaug og félagsheimili örstuttan spöl frá. í vaxandi bæjarfélagi sem okkar, eru fleiri eða færri ein- staklingar sem af ýmsum ástæð- um sjá sér ekki fært að kaupa íbúðir þær sem hér hafa verið gerðar að umtalsefni. Þessum hin- um sömu mun bærinn gera kleift að leigja ibúðir. Enginn sem óskar verður afskiptur. Kjarni þessa máls er, að við sjálfstæðismenn á Seltjarnarnesi viljum vera trúir þeirri stefnu sem við byggjum lífsskoðanir okkar á — þeirri stefnu, að styðja ein- staklinginn til sjálfsbjargar — og sjálfseignar — svo lengi sem lífsgangan varir. Húsnæðismál Föstudaginn 20. febrúar sl. hélt Landssamband iðnaðarmanna blaðamannafund um viðhorf í byggingariðnaði. Kynntar voru niðurstöður úr könnun Lands- sambandsins á ástandi og horfum í byggingariðnaði, sem Lands- samband iðnaðarmanna hefur gert á ástandi og horfum í bygg- ingariðnaði, sem Landssamband iðnaöarmanna hefur gert árs- fjórðungslega um nokkurra ára skeið, og jafnframt skýrð viðhorf Landssambandsins til stefnu- mörkunar hins opinbera í húsnæð- ismálum. Var fréttamönnum af- hent ítarleg greinargerð um hið síðarnefnda. Þjóðviljinn greindi stuttlega frá þessum blaðamanna- fundi í helgarblaði 21,—22. febrú- ar en þó með hálfgerðum útúr- snúningi. Ýmsir aðrir fjölmiðlar gerðu málinu betri skil og er svo að sjá sem það hafi farið mjög í taugarnar á ritstjóra Þjóðviljans því að á seinustu dögum hafa margsinnis birst skrif í Þjóðvilj- anum þar sem lagt er til atlögu gegn málflutningi Landssam- bands iðnaðarmanna um húsnæð- isstefnuna án þess þó að lesend- um blaðsins hafi verið gefin kostur á að kynnast honum. Fyrst birtist viStal við Ólaf Jóns- son formann húsnæðisstjórnar og framkv.stj. Alþýðubandalagsins þann 5. mars sl. og kallar hann skrif Landssambandsins ýkjur og áróður, en síðan hefur ritstjórinn í tvígang haft yfir ummæli hans nánast óbreytt og jafnframt kall- að til liðs við sig Alþýðubanda- lagsmenn úr röðum bygginga- manna og fengið þá til að lýsa því yfir að allt væri í himnalagi í byggingariðnaðinum. í þessum skrifum Þjóðviljans hefur mál- flutningur Landssambandsins bæði verið rangfærður og því eignaðar skoðanir sem það hefur aldrei látið í ljósi, auk þess sem á köflum er farið með hreinar rök- leysur. Landssamband iðnaðar- manna getur því ekki látið hjá líða að gera nokkrar athugasemdir við þessi skrif. Vegna þess að efni greinargerðar Landssambandsins hefur ekki birst óbrenglað í Þjóð- viljanum verðu þó ekki hjá því komist að greina stuttlega frá meginatriðum þess áður en ásök- unum blaðsins verður svarað. I Þjóðviljanum hefur verið dregin upp sú mynd af skoðunum Landssambandsins að það sé í grundvallaratriðum mótfallið um- bótum í húsnæðismálum til handa láglaunafólki. Þetta er alrangt. í greinargerð Landssambandsins var það skýrt tekið fram að það væri fylgjandi sérstakri fjár- magnsfyrirgreiðslu við láglauna- fólk til húsnæðiskaupa umfram það sem hinir efnameiri nytu. Hins vegar var á það bent að það væri alls engin forsenda fyrir slíkri aðstoð að byggingariðnaður- inn væri meira og minna í forsjá opinberra aðila eins og þó felst í þeirri félagslegu íbúðabygginga- stefnu sem nú er við lýði hér á landi. Þessi afskipti hins opinbera af byggingariðnaðinum hlyti því að helgast af því að ráðamenn húsnæðismála teldu að opinberir aðilar byggðu ódýrar heldur en einkaaðilar. í greinargerðinni var hins vegar sýnt fram á að lágt verðlag á íbúðum í verkamanna- bústöðum væri alls engin sönnun þess að stjórnir verkamannabú- staða byggðu hagkvæmar en aðrir. Skýringin væri fyrst og fremst sú að framkvæmdir þeirra hafa verið fjármagnaðar með framkvæmda- lánum á sérstökum vildarkjörum. Slík fjármagnsfyrirgreiðsla hefur ekki staðið öðrum byggingaraðil- um til boða. Ef gerð er sú sjálfsagða krafa að framkvæmda- fé stjórna verkamannabústaða rýrni ekki í höndum þeirra og verð Ýkjur og áróður hvers? íbúða þeirra umreiknuð með.tilliti til þessa kemur í ljós að þau eru síst lægri heldur en hinir almennu byggingaraðilar bjóða. Þetta er í sjálfu sér nokkurt undrunarefni þar sem fyrirfram hefði mátt ætla að hin mjög svo rýmilega fjár- magnsfyrirgreiðsla og forgangur á öðrum sviðum einnig, ekki síst við úthlutun lóða, hefði átt að stuðla að hagræðingu og hagkvæmni umfram það sem smærri aðilar er ekki njóta sömu fyrirgreiðslu fá við komið. í Þjóðviljanum hafa engin frambærileg rök komið fram sem mæla með að viðhalda þeim gífur- lega aðstöðumun sem er milli opinberra aðila og einkaaðila í byggingariðnaði, og raunar hefur nánast ekkert verið sagt þar um þennan kafla í greinargerð Lands- sambandsins sem þó var lang- stærstur. Landssamband iðnað- armanna er málsvari þess að öll atvinnustarfsemi, jafnt í bygg- ingariðnaði sem í öðrum atvinnu- greinum, búi við sem jöfnust starfsskilyrði án tillits til þess hver rekur hana. Það teiur því að hin opinbera forsjá í byggingar- iðnaði eigi að sanna yfirburði sína, ef nokkrir eru, án þess að njóta til þess forgangsfyrirgreiðslu. Stjórnarformaður Húsnæðisstofn- unarinnar túlkar þessi sjónarmið Landssambandsins þannig: „Þeir aðilar (þ.e. félagsmenn Lands- sambandsins) gera kröfu til þess að fá mikið og ódýrt fjármagn til þess að fjárfesta í steinsteypu án tillits til hagkvæmni samfélagsins eða þarfar í húsnæðismálum." í greinargerð Landssambandsins sagði hins vegar: „Byggingameist- arar fara ekki fram á að fá að njóta gjafafjár á borð við þetta (þ.e. framkvæmdafé stjórna verkamannabústaða). Það er hins vegar alveg óreynt hvaða hugsan- leg kraftaverk þeir gætu unnið í lækkun byggingarkostnaðar, væru þeir í sömu aðstöðu og stjórnir verkamannabústaða ...“. Stjórn- arformanninum og framkvæmda- stjóra Alþýðubandalagsins væri sæmst að taia sem minnst um ýkjur og póiitiskan áróður ann- arra. I greinargerð Landssambands- ins kom einnig fram að það telur að miðað við það hversu rajög takmarkað það lánsfé er sem til skipta er fyrir húsbyggjendur sé nú algjöra tvískipting í lánakerf- inu í almenn lán annars vegar og félagsleg lán hins vegar mjög hæpin. Hinn almenni húsbyggj- andi fær lán sem nemur 18—20% byggingarkostnaðar íbúðar af miðlungsstærð en þeir sem upp- fylla sett skilyrði um rétt til kaupa á ibúð í verkamannabú- stöðum fá að láni 90% kaupverðs íbúðanna og lán þeirra eru auk þess til iengri tíma og á lægri vöxtum en lán hins almenna húsbyggjanda. Skilyrðin eru þau að umsækjandi eigi ekki fasteign fyrir og að meðaltal tekna hans undanfarin þrjú ár hafi verið undir ákveðnu hámarki. Það sem m.ö.o. skilur á milli þess hvort þeir sem eru að eignast sína fyrstu íbúð fá til þess 90% lán eða 20% lán hjá Húsnæðisstofnun ríkisins er aðeins ein tala í tekjuskattstig- anum. Svona ósveigjanlegt kerfi væri ef til vill brúklegt í ímynduðu lénsríki þar sem aðeins eru tvær stéttir, hinar fátæku og hinir ríku. Svo er hins vegar ekki málum háttað á Islandi nú á tímum og kerfi þetta því hvorki heppilegt né réttlátt. Eða hvers eiga þau fjöl- mörgu ungmenni að gjalda sem eru rétt fyrir ofan sett tekjumörk? Liggur ekki beinast við hjá þeim að draga úr vinnu um tíma og reyna þannig að uppfylla skilyrð- in? Landssamband iðnaðarmanna hefði telið eðlilegt og raunar sjálfsagt að notaðar væru sveigj- anlegri reglur þar sem lánshlut- fall færi stighækkandi eftir því sem fólk hefði minni efni. Landssamband iðnaðarmanna telur ennfremur að ekki aðeins sé tvískipting varðandi lánshlutföll varasöm heldur einnig hin eigin- lega tvískipting í þjóðfélaginu, þ.e. að þeir sem hljóta lán úr Bygg- ingarsjóði verkamanna eigi ekki um annað að velja en kaupa íbúð í verkamannabústöðum. Því fólki er m.ö.o. safnað saman í eina blokk eða eitt hverfi og þar með stimpl- að þurfalingar. Eðlilegra væri að þetta fólk gæti, eins og aðrir fasteignakaupendur, ráðstafað lánum sínum að vild til kaupa á íbúð og hefðu þannig eitthvert valfrelsi um það hvers konar húsnæði það veldi sér, hvar stað- sett o.s.frv. Um þann þátt í málflutningi Landssambandsins sem lýtur að umræddri tvískiptingu hefur Þjóðviljinn ekkert haft að segja sem markvert getur talist. Stjórn- arformaður Húsnæðisstofnunar- innar gerir lítið úr fjármögnun- arvanda hins almenna húsbyggj- anda og telur Landssambandið ýkja hann eins og annað. Hann segir: „Það er mikil einföldun á staðreyndum og villandi þegar talað er um þau lán (þ.e. Húsnæð- isstofnunarinnar) sem einu fyrir- greiðsluna sem húsbyggjendur fái hér á lánamarkaðinum" og nefnir lífeyrissjóðslán og bankalán í því sambandi. Landssambandi iðnað- armanna hefur þó aldrei dottið í hug að halda því fram að lán Húsnæðisstofnunarinnar væru einu lánamöguleikar hins al- menna húsbyggjanda. Hér er því enn um tilbúning og ýkjur for- mannsins að ræða. Hins vegar má á það benda að þeir sem fá lán í Byggmgarsjóði verkamanna fyrir- gera ekki þar með rétti sínum til lífeyrissjóðslána þótt þeim geti reynst erfitt í fyrstu a.m.k. að útvega sér nauðsynlega verðtrygg- ingu fyrir þeim lánum. Stjórnarformaðurinn segir ennfremur: „Það eru ýkjur og pólitískur áróður að ástand og horfur í þeim málum (þ.e. lána- fyrirgreiðslu húsnæðismála- stjórnar) séu verri nú en oft áður.“ Þetta eru athyglisverðar upplýs- ingar fyrir hinn almenna hús- byggjanda en hætt er við að þær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.