Morgunblaðið - 16.04.1981, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.04.1981, Blaðsíða 12
60 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. APRÍL 1981 Allra gæfa að vakna að vinna Rætt við athafnamanninn Jóakim Pálsson, skipstjóra í Hnífsdal Hrjúfur á yfirborðinu. Lætur flest flakka — hressileikinn uppmálaður. Gull af manni og hefur reynst fjölmörgum mjög vel.“ — Þetta eru algeng ummæli Vestfirðinga um at- / / hafnamanninn Jóakim Pálsson, fyrrum skip- stjóra í Hnífsdal, núverandi útgerðarmann og stjórnarformann Hraðfrystihúss Hnífsdals, en hann var einn af frumkvöðlunum að stofnun þess 1940. Hnífsdalur var í vetrarskrúða, þegar náð var leiðarenda til viðtals við Jóakim í heimabyggð hans. Þó fagurt væri í skini síðvetrarsólar minntu háir skaflar og þæfingsfærðin í gífurlegu fannfergi á kaldranaleik einangrunat \%stfirskra byggða. „Aldar á morgni, vöknum til vinnu.“ — Það eiga að vera upphafsorðin í viðtalinu. En þú færð nú ekkert út úr mér, eins og ég er margbúinn að segja þér. — Gakktu í bæinn. Jóakim var hress- ileikinn uppmálaður, eins og ein- hver hafði einmitt komist að orði. Hann er svipmikill og ákveðinn í fasi, en léttur í lund og einangrun verður samstundis fjarlægt hug- tak í návist hans. Jóakim er fæddur og uppalinn í Hnifsdal. Hann er af svonefndri Heimabæjarætt, fæddur og uppal- inn í gamla Heimabæjarhúsinu í Hnífsdal, sonur Páls Pálssonar útvegsbónda þar, sem var einn Brekkubræðra, og konu hans Guð- rúnar Guðleifsdóttur, sem ættuð var úr Hlöðuvík á Hornströndum og segir Jóakim sterk bönd tengja sig við Strandir, eins og títt er um þá sem þaðan eru ættaðir. Jóakim er ekkjumaður, eiginkona hans var Gabríela Jóhannesdóttir en hún andaðist árið 1975. Þau eign- uðust sex bðrn, þrjá drengi og þrjár stúlkur sem öll eru uppkom- in, barnabörnin eru orðin 14. Jóakim býr nú ásamt Sigríði Sigurgeirsdóttur að Bakkavegi 4 í Hnífsdal. „Gengur þú með framsóknar- menn á þér?“ spurði hann snögg- lega og þóttist eilítið hneykslaður, er við höfðum komið okkur þægi- lega fyrir með kaffibolla, en hann hafði gripið eldspýtnastokk til að kveikja í vindlingi. „Útbrunnar eldspýtur í stokk köllum við fram- sóknarmenn hér um slóðir,“ út- skýrði hann og hló við glaðhlakka- lega. Með athugasemd þessari hafði hann tekið stefnuna í viðtali okkar. „Stjórnmálamenn kjark- lausir í dag“ „Pólitík í dag er heldur sviplaus hjá því sem var,“ sagði hann aðspurður. „Ég er enginn pólitík- us, en það var gaman að þessu í gamla daga, fjörugir fundir og góðir menn. Ég var um daginn í London með Birni Guðmundssyni vini mínum frá Vestmannaeyjum og Gylfa Guðmundssyni hjá LÍÚ. Þá heimsóttum við Sigurð Bjarna- son, gamla höfðingjann okkar. Hann var bezti þingmaður Sjálf- stæðisflokksins á Vestfjörðum. Sá maður þoldi og kunni að bregðast við gagnrýni — aðeins þannig geta menn orðið góðir stjórnmála- menn. — Já, það er af sem áður var. Ég held að stjórnmálamenn séu heldur kjarklausir í dag, en það er breyttur tíðarandi, nú verða allir að taka tillit til fjöl- miðlanna — taka sig vel út, og svo framvegis.“ Jóakim sagðist hafa gifst inn í fjölskyldu „sem öll tilheyrði Hannibal, nema konan mín og einn bróðir hennar. Ég dáði alltaf Hannibal sem vitran verkalýðs- leiðtoga. Hann var mjög heiðar- legur. Hann kom því í gegn að allir fengu launin sín á réttum tíma, og ekkert múður. — Ég trúi þó á að maður komi í manns stað, Karvel hefur staðið sig ágætlega. Við víkjum um stund frá póli- tíkinni og forvitnumst um mann- inn sjálfan, Jóakim Pálsson. „Ég var sjómaður númer eitt, hef alltaf verið og tel mig vera. Það er illa farið með gömlu sjómennina okkar, það er til háborinnar skammar. Hvar eru gömlu kempurnar okkar í dag. — Þessir karlar sem drógu mest inn og stóðu undir þjóðarbúinu? Þeir hokra hver í sínu horni og hafa rétt í sig og á. Þarna þarf að breyta til. Þessir menn eiga að njóta síns ævistarfs og eiga skilið þakkir og heiður fyrir, en ekki þá meðferð sem þeir hljóta.“ Jóakim ásamt Hansinu Einarsdóttur, Steindórssonar, en hún hefur starfað um árabil á skrifstofu Hraðfrystihúss Hnifsdals. Einar faðir hennar var einn af stofnendum fyrirtækisins ásamt Jóakim og fleirum. 99 Hvernig á annað að vera þegar hið opinbera er með puttana ofan í öllu? 99 „Hlýtur að verða sárt“ — Hverju er um að kenna, að þínu mati? „Embættismennirnir, þeir hafa séð um sig sjálfir, en gleymt þeim sem hafa lagt hornsteininn að því að mennta þá. Ég viðurkenni, að mennt er máttur og að það sé af hinu góða að mennta sig, en mér finnst að ekki megi gleyma gömlu afreksmönnunum. Annars finnst mér sárt að sjá á eftir unga fólkinu hámenntuðu til útlanda. Gamlir sjómenn og verkafólk hafa unnið baki brotnu fyrir menntun- arkostnaði þessa fólks. Já, og sumir þurfa jafnvel að horfa upp á börnin sín verða að kommúnist- um. Það hlýtur að vera sárt.“ — Þú kýst að kalla þig skip- stjóra, þó þú sért fremur útgerð- armaður. Attu góðar minningar af sjónum? „Já, ég fór fyrst til sjós smá- strákur, eins og gengur með pabba mínum. En fyrstu sjóferðina fór ég á Múla sem er vestur af Ritnum. Þá var ég í fyrsta og eina skiptið sjóveikur á ævinni. Ég hugsaði með mér að ég myndi aldrei fara á sjó aftur. Ég fór síðan i fyrsta sinn á togara fyrir sunnan. Það var á Tryggva gamla hjá Snæbirni ólafssyni. Hann var góður maður og hjálpaði mörgum hér að vestan um skipspláss. Þá var ekki sjálfgefið að komast í skipspláss og talið að menn að sunnan ættu að ganga fyrir. Ég var sjómaður og skipstjóri í mörg ár. Ég geymi þaðan aðeins góðar minningar, minningar um gott og atorkusamt fólk, sjómennskan er gott starf." — Varstu lánsamur skipstjóri? „Já, það tel ég mig hafa verið. Ég missti aldrei mann, missti einn útbyrðis, en náði honum aftur. — Það eru áreiðanlega þyngstu spor skipstjórnarmanns að þurfa að tilkynna missi manns.“ — Þú ert einn af stofnendum Hraðfrystihússins hér í Hnífsdal 1940 og stjórnarmaður frá upp- hafi. Hvernig hefur gengið að baslast í frystihúsarekstri og út- gerð um dagana? Aldrei farið á hausinn „Þegar ég var að alast upp voru hér fjórir kaupmen,n, hvorki meira né minna. Þeir fóru allir héðan samtímis og þá var ekki um annað að ræða en stofna fyrirtæki. Aðalhvatamenn að stofnuninni voru Ingimar Finnbjörnsson, pabbi, Elías Ingimarsson, Hjörtur Guðmundsson og ég. Burtfluttir Hnífsdælingar, þeir Aðalsteinn HJÁLPARTÆKI PYLSUSTÚTUR SMÁKÖKUMÓT FYUGIHUUTIR: STÁLSKÁL HNOÐARI HRÆRARI ÞEYTARI- ^SRAFBÚÐ s&SAMBANÐSII MLINS Armula 3 ^Reykjavik Simi 38900 DOMUS Laugavegi Kaupfélögin um allt land Hestar Hjá okkur er ávallt úrval reiöhesta til sölu. Kaupum efnilega fola. HESTAMIDSTOD Hafravatnsleiö, (ekiö frá Geithálsi, sími 66885.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.