Morgunblaðið - 01.05.1981, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAI 1981 11
1. MAI VIÐA UM LAND
Reykjavík
í Reykjavík stendur fulltrúaráð
verkalýðsfélaganna í Reykjavík
ásamt BSRB að hátíðarhöldum á
alþjóðlegum baráttudegi verka-
lýðsins 1. maí. Dagskráin hefst við
Hlemm kl. 13.30 og er ætlunin að
ganga þaðan kl. 14 niður á Lækj-
artorg þar sem verður útifundur.
Á útifundinum halda ræður þau
Helgi Guðmundsson, formaður
Menningar- og fræðslusambands
alþýðu, og Elsa Eyjólfsdóttir frá
stjórn BSRB og Jóna Sveinsdóttir,
formaður Öryrkjabandalags Is-
lands, flytur ávarp. Fundarstjóri
verður Stella Stefánsdóttir frá
Verkakvennafélaginu Framsókn.
Á útifundinum mun Bergþóra
Árnadóttir syngja og Lúðrasveit
verkalýðsins og lúðrasveitin Svan-
ur munu leika á fundinum sem í
göngunni.
Að fundinum loknum verður
upplestur og harmoníkuleikur í
Listaskála alþýðu að Grensásvegi
16, 3ju hæð, og þar verða veitingar
á boðstólum.
í kvöld klukkan 21 hefst sam-
koma í veitingahúsinu Sigtúni.
Þar leikur Lúðrasveit verkalýðs-
ins, sýndur verður leikþátturinn
„Vals“ eftir Jón Hjartarson, Berg-
þóra Árnadóttir og Aðalsteinn
Sigurðsson syngja, Texastríóið
skemmtir, og hljómsveitin
Brimkló leikur fyrir dansi til
klukkan 3 eftir miðnætti. Rúllu-
gjald verður á samkomu þessari.
Þá mun borgarstjórn Reykja-
víkur bjóða þeim sem verða 70 ára
á þessu ári og eru enn starfandi í
Höfða, svo sem undanfarin ár.
Rauð verkalýðseining gengst
fyrir kröfugöngu og útifundi 1.
maí. Utifundur verður á Hlemmi
klukkan 13.15 og mun dagskrá
hans helguð „frelsisbaráttu al-
þýðu“ í E1 Salvador, og flutt
verður ávarp herstöðvaandstæð-
inga. Um tvöleytið verður haldið
niður Laugaveg og gengið að
Miðbæjarskóla þar sem Birna
Þórðardóttir flytur ræðu sína og
Hjördís Hjartardóttir ávarpar
fyrir hönd Rauðsokkahreyfingar-
innar. Þá mun fulltrúi Iðnnema-
sambandsins flytja ávarp á fund-
inum, sem Hildur Jónsdóttir
stjórnar.
Hafnarfjörður
í Hafnarfirði standa fulltrúaráð
verkalýðsfélaganna þar í bæ og
Starfsmannafélag Hafnarfjarðar
fyrir dagskrá lsta maí. Safnast
verður saman í kröfugöngu kl.
13.30 við fiskiðjuver BÚH, og
þaðan verða gengnar nokkrar göt-
ur bæjarins undir blæstri Lúðra-
sveitar Hafnarfjarðar. Þegar
kemur að Lækjarskóla verður
staðnæmst og settur útifundur af
Hermanni Guðmundssyni, for-
manni fulltrúaráðsins. Ræður
dagsins flytja þeir Grétar Þor-
leifsson, formaður félags Bygg-
ingariðnaðarmanna í Hafnarfirði,
og Ólafur Brandsson, fulltrúi
Starfsmannafélags bæjarins. Þá
verður merkjasala í bænum og
verða merki afhent sölubörnum
klukkan 10 árdegis á skrifstofu
Verkakvennafélagsins Framtiðar
að Strandgötu 11.
Akranes
Á Akranesi standa öll verka-
lýðsfélögin á staðnum fyrir hátíð-
arhöldunum, sem hefjast með
lúðrablæstri Lúðrasveitar Akra-
ness á Akratorgi klukkan 14 og
þar verður safnast saman í kröfu-
göngu. Kröfugöngunni lýkur við
BíóhöIIina, þar sem verður hátíð-
ardagskrá fram eftir degi. Ræðu
dagsins flytur Auður Guðbrands-
dóttir, þá verða flutt ávörp verka-
lýðsfélaganna, og ýmislegt verður
til skemmtunar, svo sem einsöng-
ur, hljóðfæraleikur, þáttur í ljóða-
og frásögustíl o.fl. Áætlað er að
dagskránni í Bíóhöllinni ljúki um
hálffimmleytið.
Ólafsvík
Ólafsvíkingar halda 1. maí há-
tíðlegan í kvöld kl. 20 í félags-
heimili Ólafsvíkur. Þar mun Jón
Baldvin Hannibalsson flytja ræðu,
og Sigurður Björnsson og Sieg-
linde Kahman syngja við undir-,
leik Agnesar Löve og loks munu
Ragnar Bjarnason og Bessi
Bjarnason skemmta.
Stykkis-
hólmur
í Stykkishólmi byrjuðu 1. maí
hátíðarhöldin í gærkveldi með
dansleik, en í dag hefur Lúðrasveit
Stykkishólms leik sinn í Félags-
heimilinu klukkan 15. Sturla
Böðvarsson flytur ræðu dagsins,
nokkur ávörp verða flutt, svo
verður rifjuð upp stofnun fyrsta
verkalýðsfélagsins, þá skemmtir
Leikfélagið Grímnir, og Daníel
Jónsson les frumsamda sögu, og
einnig verður söngur. Að loknum
hátíðarfundinum verður opnuð
sýning í Gagnfræðaskólanum á
ljósmyndum frá MFA og ber sú
sýning yfirskriftina „Öryggi og
hollusta á vinnustöðum". I gagn-
fræðaskólanum sýnir einnig Jón
Gunnarsson málverk sín.
ísafjörður
ísfirðingar minnast 1. maí í
Alþýðuhúsinu. Þar hefst dagskrá
kl. 14. Lúðrasveit tónlistarskólans
leikur, og Magnús Jónsson syngur
við undirleik Skúla Halldórssonar.
Ræður munu flytja Rannveig
Guðmundsdóttir, frá Félagi opin-
berra starfsmanna á Vestfjörðum,
Gunnar Þórðarson, formaður Sjó-
mannafélags ísafjarðar, og Elísa-
bet Þorgeirsdóttir, verkalýðsfélag-
inu Baldri. Ókeypis kvikmynda-
sýning verður fyrir börn kl. 17 í
Alþýðuhúsinu.
Siglufjörður
Á Siglufirði hefst 1. maí
dagskrá kl. 14 í Nýja bíói. Þar mun
Benedikt Sigurðsson flytja ávarp
og dixieland-sextett skemmta, kór
grunnskólans á Siglufirði syngur
undir stjórn Elíasar Þorvaldsson-
ar og upplestur verður í höndum
Önnu Magnúsdóttur. Guðmundur
Þór Kristjánsson flytur ávarp, og
karlakórinn Vísir mun syngja
undir stjórn Guðjóns Pálssonar.
Meðan á fundinum stendur verður
dansleikur fyrir börn í Alþýðuhús-
inu.
Akureyri
Hátíðardagskrá verkalýðsfélag-
anna á Akureyri á 1. maí hefst kl.
13.30. Þá verður safnast saman í
Þórunnarstræti við Dvalarheimil-
ið Hlíð og síðan gengið inn á
Ráðhústorg, þar sem verður úti-
fundur. 1. maí-ávarp verkalýðsfé-
laganna á Akureyri heldur Sigurð-
ur P. Randversson, en ræður
munu flytja Guðmundur Hjalta-
son, rennismiður, Rögnvaldur
Rögnvaldsson, húsvörður, og Guð-
mundur Sæmundsson, verkamað-
ur. Theodór Júlíusson leikari mun
kynna og Lúðrasveit Akureyrar
leikur í göngunni og á fundinum.
Að loknum útifundinum verður
kaffisala í Alþýðuhúsinu. Þá verð-
ur barnasamkoma klukkan 15.30 í
Sjálfstæðishúsinu, og fjölbreytt
skemmtiatriði þar.
Húsavík
Húsavík, 30.4.1980.
Svo sem fram kemur á öðrum
stað í blaðinu í dag er Verkalýðs-
félag Húsavíkur 70 ára um þessar
mundir, en hátíðarhöldin 1. maí
verða með hefðbundnum hætti.
Aðalræðu dagsins flytur Ásmund-
ur Stefánsson, forseti ASÍ. Lúðra-
sveit Húsavíkur mun leika og
Margrét Pálmadóttir og Helgi R.
Einarsson syngja einsöng. Auk
þessa fer Hákon Aðalsteinsson
með gamanefni og Leikfélag
Húsavíkur flytur leikþátt.
Fréttaritari
Eskifjörður
Eskfirðingar byrja daginn með
því að opna málverkasýningu í
félagsheimilinu Valhöll þar sem
sýnd verða verk úr Listasafni
alþýðu, en um miðjan dag verður
þar kvikmyndasýning fyrir börn.
Kvöldvaka verður í félagsheimil-
inu og þar flytja ræður Aðalheið-
ur Bjarnfreðsdóttir og Sigríður
Rósa Kristinsdóttir. Stella Hauks-
dóttir mun syngja og einnig verð-
ur upplestur. Að kvöldvöku lok-
inni verður slegið upp balli og
dansað fram eftir nóttu.
Neskaup-
staður
Á Neskaupstað hefst 1. maí
dagskráin kl. 16 með fundi í
Egilsbúð. Þar verður flutt 1. maí
ávarp verkalýðsfélaganna á Nes-
kaupstað, nokkrar verkakonur
munu syngja, Stella Hauksdóttir
fer með frumsamin lög og texta,
og Magnús Guðmundsson les upp.
Ræðumaður dagsins verður Arn-
mundur Bachmann.
Keflavík
og Njarðvík
I Keflavík og Njarðvíkum hefst
kröfuganga kl. 13.30 frá félags-
heimilinu Vík með blæstri Lúðra-
sveitar Tónlistarskólans í Njarð-
víkum. Kröfugöngunni lýkur við
Félagsbíó um kl. 14 og þá flytur
Jóhanna Sigurðardóttir ræðu
dagsins, og Ágúst Jóhannesson
ávarp. Einnig verða flutt nokkur
stutt ávörp, Karlakór Keflavíkur
mun syngja, sagðar verða sögur og
farið með gamanmál, Gunnar
Guðmundsson leikur á harmoníku
og Helgi Maronsson syngur ein-
söng, fluttir verða leikþættir og
karlakórinn stýrir loks fjöldasöng.
Klukkan 16 verður opið hús og
kaffiveitingar í hinu nýja félags-
heimili Verslunarmannafélags
Suðurnesja að Hafnargötu 28 og
um fimmleytið fá börn ókeypis
aðgang að kvikmyndasýningu í
Félagsbíói. Klukkan 20.30 mun
karlakórinn syngja þar og fluttur
verður kabarett, en klukkan 22
hefst dansleikur í Stapa, þar sem
hljómsveitin Pónik leikur.
Tilboö óskast í
M.S. Sigurbáru VE-249
í því ástandi sem skipið er nú í og þar sem þaö liggur í Elliðárvogi hjá
Björgun h/f.
Fyrir liggja tilboð í skrokkviögerð, sem hugsanlegur kaupandi getur
gengiö inn í.
Frekari upplýsingar gefur Björgun h/f. og þangað skulu tilboð hafa borizt
eigi síðar en kl. 10.00 f.h. þriðjudaginn 5. maí 1981.
Björgun h/f.