Morgunblaðið - 01.05.1981, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1981
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, slmi 10100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 70 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakið.
Baráttukveðja
r
Ahátíðisdejíi verkalýðsins hlýtur athyglin að beinast að
atvinnuKrundvellinum sjálfum, þeim skilyrðum, sem atvinnu-
fyrirtækin búa við ojí mestu ráða um afkomu launþega. I jafn
fámennu þjóðfélagi og okkar, sem á afkomu sína að langmestum
hluta undir sjávarútvegi, ætti ekki að vera mjög erfitt að átta sig á
því, hvers er að vænta í afkomu þjóðarbúsins. Setningin svipull er
sjávarafli er í jafn miklu gildi og áður. Hins vegar höfum við
íslendingar með útfærslu lögsögu okkar í 200 sjómílur á árinu 1975
treyst úrslitavald okkar sjálfra yfir dýrmætustu auðsuppsprettu
þjóðarbúsins. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Til dæmis
hefur þorskaflinn tvöfaldast, ef miðað er við árið 1972 og sömu sögu
er að segja um aflaverðmætið. Markaðir fyrir sjávarafurðir eru
góðir nú um stundir og á fyrstu mánuðum þessa árs hefur fiski verið
mokað á land í mörgum stærstu verstöðvum. Stefna ríkisstjórnar
Ronald Reagans í Bandaríkjunum hefur treyst stöðu dollarsins og
þar með einnig aukið raunverulegt verðmæti íslenskra sjávaraf-
urða. Sjávarútvegurinn býr við góðæri, engum blöðum er um það að
fletta, og þegar haft er í huga, að á síðasta ári komu 75%
útflutningstekna frá honum, ætti góðærisins að gæta um þjóðarbúið
allt.
Því miður dugar ekki að líta á þessa einföldu mynd, þegar hagur
íslenskra launþega er metinn. Þar kemur fleira til en flest er það á
valdsviði okkar sjálfra. Svartsýnin, sem setur svip sinn á viðhorf
manna til þjóðarhags, er ekki með öllu ástæðulaus. Þar ræður
mestu úrræðaleysi stjórnvalda. Síðustu áform þeirra í efnahags-
málum staðfesta, að ekki er fyrir hendi nein framtíðarstefna. Hið
eina, sem ráðherrar fást við, er að finna ráð til að leika á vísitöluna,
krukka í kaupið með einum eða öðrum hætti. Það er tímanna tákn
til dæmis, að verkalýðsfélögin í Hafnarfirði skuli setja fram
kröfuna um samningana í gildi í tilefni 1. maí 1981, þegar tæp þrjú
ár eru liðin frá því að þeir menn komust til valda, sem náðu
meirihluta með þessa kröfu á vörunum.
Vísitöluleikur stjórnvalda felst bæði í því að rýra kjör manna og
öryggi launþega með því að þrengja að atvinnufyrirtækjunum.
Viðureignin við verðbólguna byggist á því að setja fyrirtækjum
afarkosti með verðlagshöftum. Skuggalegasta afleiðing efnahags-
stefnu Margaretar Thatchers er hið mikla atvinnuleysi í Bretlandi.
Breska stjórnin hefur þrengt að atvinnurekstrinum með því að
takmarka peningaframboð. Samhliða atvinnuleysinu hefur dregið
úr verðbólgunni og þar er ekki um það deilt, að útrýming
verðbólgunnar sé varanleg. Fréttir frá Bretlandi benda til þess, að
ýmsir telji nú ljósglætu við sjónarrönd. Samkeppnishæfni fyrir-
tækja hafi batnað, framleiðsla muni aukast á heilbrigðum
grundvelli og þar með atvinnutækifæri. Um þessar spár skal ekkert
fullyrt hér, en því er þessi mynd dregin upp, að aðför ríkisstjórnar
dr. Gunnars Thoroddsens að atvinnufyrirtækjum með beitingu
verðlagsákvæða kann auðveldlega að hafa sömu áhrif og stefna
Margaretar Thatchers á atvinnustigið. Sá er þó hinn mikli munur,
að í Bretlandi er ekki verið að safna í neitt verðbólgulón, eins og
gert er með verðstöðvuninni hér. Öllum er ljóst, að hvorki með
lögregluvaldi né öðrum ráðum, sem núverandi stjórn lætur sér til
hugar koma, er unnt að mynda nægilega öflugan stíflugarð við
verðbólgulónið, fyrr en síðar kemur verðhækkanaskriðan af fullum
þunga og þá verða þeir verst úti, sem minnst mega sín.
Sé þjóðarbúinu skipt í þrennt: launþega, atvinnufyrirtæki og
ríkishítina, og metið hverjum þessara þremenninga hefur verið hlíft
í átökunum við verðbólguna, blasir ótvírætt við, að þar er hlutur
ríkishítarinnar bestur. Ríkisforsjármennirnir, sem landinu ráða, sjá
til þess, að aðgerðir þeirra bitni sem minnst á óskabarni þeirra,
ríkishítinni. Það er svo sannarlega tími til þess kominn, að
launþegar og atvinnufyrirtæki verði sett á gullstólinn. Um leið og
það yrði gert, myndi athyglin beinast frá misjafnlega haldlitlum
félagsmálapökkum til raunverulegra verðmæta, sem launþegar
sjálfir hefðu til eigin ráðstöfunar. Sjálfsbjargarviðleitnina má ekki
drepa niður með lamandi afskiptum ríkishítarinnar.
Fjöldi vinnufúsra handa eykst ár frá ári hér á landi. Mikilvægt er,
að hver hönd fái verkefni við sitt hæfi og bæti eigin hag og
þjóðarinnar í heild með starfi sínu. Góðærið í sjávarútveginum nú
um sfllndir á að vera okkur hvatning til að sækja fram á nýjum
sviðum. Orkuframkvæmdir og stóriðja í tengslum við þær, þar sem
mannshugurinn sigrast á náttúrunni til sveita eins og hann hefur
gert til sjávar, eru verðugustu verkefni stórhuga manna í íslenskri
samtíð. Það er tímanna tákn, að afturhaldssemi kommúnista ræður
þar ferðinni á æðstu stöðum.
Á síðum Morgunblaðsins í dag kynnast lesendur þess viðhorfum
fólksins, sem er bakhjarl átaksins í atvinnulífinu. Fátt er því og
þjóðinni í heild hættulegra en tilbúnir múrar, sem reistir eru af
atvinnumálsvörum, mönnum, sem hafa framfæri sitt af því að segja
til skiptis — eftir því hverjir sitja í ríkisstjórn — að nú sé allt gott
og blessað eða að fara fjandans til. Þegar úr þeim vef er greitt,
kemur í Ijós heilbrigt og skynsamlegt viðhorf borgara þessa lands,
sem vilja sækja fram í krafti eigin dugnaðar en ekki undir pilsfaldi
þeirra, sem taka ríkishítina fram yfir manngildið.
Byltingin í Póllandi mun
leiða til eins konar „Finn
landiseringar“ landsins
*
- segir tengiliður Samstöðu, sem staddur er á Islandi
Innrás Sovét-
ríkjanna þýddi
stríð og langt,
blóðugt hernám
Jakuh Swieciciki á fundi með
hlaðamönnum á Ilótel Borg i
gær.
staða Póllands yrði smám saman
svipuð stöðu Finnlands, það er
innanríkismál væru að mestu
eða öllu leyti í höndum Pólverja
sjálfra, en á alþjóðavettvangi
yrðu litlar breytingar. í Póllandi
sagðist hann búast við að yrði
einsflokks kerfi, þar sem í stað
núverandi kommúnistaflokks
kæmi lýðræðislega upp byggð
hreyfing eða flokkur. Fjölflokka-
kerfi sagði hann á hinn bóginn
ekki vera í augsýn í landinu, þó
ekki væri hægt að segja hvað
gerðist í framtíðinni í þeim
efnum, fremur en öðrum. Sagði
hann pólskan almenning og leið-
toga Samstöðu telja óraunhæft
að ætla að slíta sambandinu við
Sovétmenn. Slíkt myndu þeir
aldrei leyfa, enda væru slíkir
hagsmunir á ferðinni að Sovét-
ríkin stæðust ekki missi Pól-
lands. Benti Swieciciki meðal
annars á herflutninga um Pól
land til Austur-Þýskalands í
þessu efni, einnig á hina efna-
hagslegu heild sem Pólland væri
hluti af í Austur-Evrópu og
fleiri atriði. Lýðræðið í landinu
sagði hann þó ald>-ei geta þróast
í þá átt að kapítalískt þjóðskipu-
lag yrði í landinu. Ástæða þess
væri að engir kapítalistar væru
fyrir hendi, menn ættu ekki
þann auð til að geta rekið
fyrirtæki og hugtök á borð við
verkamenn sem andstæðu
vinnuveitenda gætu því ekki
komið upp í landinu.
„BYLTINGIN í Póllandi,
núverandi ástand er bylt-
ingarástand, mun að
okkar mati leiða til nokk-
urs konar „Finnlandiser-
ingar“ Póllands, þar sem
stjórnarfarið innanlands
mun færast í frjálsræðis-
átt, en staða landsins á
alþjóðavettvangi og af-
staðan til Sovétríkjanna
verður óbreytt,“ sagði
Jakub Swiecisiki, félagi í
KOR í Póllandi og tengi-
liður við Samstöðu á
Norðurlöndum, á blaða-
mannafundi í Reykjavík í
gær. Swieciciki mun
dvelja hér á landi í
nokkra daga, taka þátt í
fyrsta maí-hátíðahöldun-
um og hitta ýmsa aðila að
máli ok skýra þjóðfélags-
þróunina í Póllandi und-
anfarna mánuði.
Swieciciki hefur verið búsett-
ur í Svíþjóð síðan árið 1973, en á
blaðamannafundinum í gær
kvaðst hann hafa ferðast oft til
Póllands síðan. Ekki hefði verið
lagt bann eða hömlur á ferðir
hans fyrr en siðastliðið haust, en
þá var honum synjað um farar-
leyfi til heimalands síns vegna
ólgunnar sem þá var að koma
upp á yfirborðið í landinu. Swi-
eciciki kvaðst því ekki hafa verið
í heimalandi sínu síðan fyrir
verkföllin í fyrra, þó hann hefði
fylgst náið með því sem hefur
gerst. Swieciciki sagðist vilja
taka það fram að hann væri ekki
talsmaður hinna óháðu verka-
lýðsfélaga, þó þau hefðu veitt
honum heimild til að skýra
málstað þeirra á Vesturlöndum.
En yfirlýsingar gæfi hann ekki
fyrir hönd Samstöðu.
Swieciciki var á fundinum
spurður um álit á síðustu frétt-
um frá Póllandi, um breytingar
og brottvikningar á æðstu
stöðum í kommúnistaflokknum.
Sagði hann þessar breytingar
athyglisverðar og óvenjulegar í
stjórnkerfi Austur-Evrópu, en
hann kvaðst á hinn bóginn ekki
telja þær ýkja mikilvægar, eða
að mannaskiptin sem slík hefðu
mikil áhrif. Mun athyglisverðari
væri sú þróun sem nú yrði æ
greinilegri, að breytingar á
stjórnkerfinu kæmu neðan frá,
frá hinum almenna borgara.
Hann sagði kosningar þegar
hafnar til þings kommúnista-
flokksins í sumar, og krafa um
breytingar þar myndi koma „að
neðan", en ekki frá forystu-
mönnum í flokknum. Að þessu
leyti væru atburðirnir gjörólíkir
atburðunum í Tékkóslóvakíu
1968, er forysta kommúnista-
flokksins hafði forystu um
breytingar á stjórnarfarinu í
landinu.
Swieciciki var nánar spurður
út í fullyrðingu hans, um að
ástandið í Póllandi væri „bylt-
ing“. Sagði hann ekki hægt að
kalla atburðina þar öðru nafni,
nú væri verið að umbylta þjóð-
félaginu, ekkert yrði eins og
áður, á hvern hátt sem lyktir
yrðu. Innrás Sovétríkjanna, sem
vissuléga væri raunhæfur mögu-
leiki, gæti ekki einu sinni fært
ástandið til fyrra horfs. Því væri
sama hvað gerðist, ekki yrði um
sama þjóðféiag að ræða í Pól-
landi framvegis og var fyrir
verkföllin og myndun Samstöðu.
Byltinguna sagði hann vera án
ofbeldis, og sagði hann ekki
líklegt að það breyttist. Innrás
Sovétmanna myndi þó að sjálf-
sögðu breyta því í stríðsástand.
Swieciciki sagðist hafa trú á því
að pólski herinn snerist gegn
innrás Sovétmanna, pólskir her-
menn væru eins og annað fólk í
landinu, andvígt afskiptum Sov-
étríkjanna af innanlandsmálum.
I æðri stöðum innan hersins
sagði hann að vísu menn hlið-
holla Sovétmönnum, en það
dygði varla til að snúa hernum
gegn pólsku þjóðinni. Því yrði
stríð í landinu kæmi til innrásar,
ólíkt því sem varð í Tékkóslóv-
akíu 1968. Hernám Sovétríkj-
anna, sem fylgdi í kjölfar inn-
rásar, sagði hann einnig myndu
verða erfitt og blóðugt, og lík-
lega myndu Sovétmenn ekki
finna neina Quislinga til að taka
við stjórnartaumunum líkt og í
Ungverjalandi 1956 og Tékkó-
slóvakíu eftir innrásina 1968.
„Innrás Sovétríkjanna myndi
leiða til stríðs og síðan langrar,
blóðugrar hersetu," sagði Swiec-
iciki.
Þó hann segðist ekki hafa trú
á að Sovétríkin ryddust inn í
landið, ítrekaði hann að það væri
ekki útilokað. Vissulega væri
ljóst að Sovétríkin ættu mikið á
hættu ef þau gerðu innrás, en
jafnframt yrði að hafa í huga að
þau ættu einnig mikið á hættu ef
þau hefðust ekki að. Nú væri
vegið að því kerfi, sem byggt
hefði verið í Austur-Evrópu í
kjölfar byltingarinnar 1917, og
erfitt væri fyrir Rússa að sætta
sig við það. Sem fyrr segir
sagðist hann þó halda að þróun-
in héldi áfram án innrásar, og
Um þessar mundir sagði hann
miklar umræður fara fram í
Póllandi um á hvern hátt bæta
megi efnahagslífið, sem sé í
molum. Sagði hann þessar um-
ræður einkum beinast að auknu
lýðræði í stjórnun fyrirtækj-
anna, auk þess sem hver starfs-
maður beri aukna ábyrgð á
rekstri þeirra. Að sumu leyti
mætti líkja þessu við efnahags-
kerfið í Júgóslavíu og Ungverja-
landi, sem um margt væri á
annan veg skipulagt en annars
staðar í Austur-Evrópu. Þar
hefðu þó einnig komið fram
ýmsir gallar sem ekki dygði að
taka upp í Póllandi óbreytta.
Pólland sagði Swieciciki vera
gjaldþrota ríki, sem yrði að fá
aðstoð frá Vesturlöndum. Þaðan
yrðu lán að koma, af þeirri
einföldu ástæðu að Sovétríkin
ættu ekki fé aflögu handa
bandalagsþjóðum sínum.
Talið barst einnig að leiðtoga
Samstöðu, Lech Walesa. Swiecic-
iki sagði hann vera mann sem
hafist hefði af sjálfum sér, og að
hann hefði hvorki mikla reynslu
né skólamenntun. Hann væri
hins vegar fæddur leiðtogi, með
einstaka hæfileika, og dag frá
degi bætti hann við sig mikilli
reynslu er gerði hann hæfari til
þess að stjórna verkalýðsfélög-
unum. Ekki sagðist hann hafa
trú á því að Walesa yrði ríkis-
leiðtogi Póllands. Vald hans
væri þó um margt meira en
æðstu manna ríkisins, en jafn-
framt háð allmiklum takmörk-
unum.
Swieciciki sagði í lokin, að
þegar óigunnar varð fyrst vart í
Póllandi, og áður, hafi hann ekki
haft neina trú á því að núverandi
staða gæti komið upp. Slík hefði
þó orðið raunin, og ef til vill
ættu fjölmörg önnur atriði eftir
að breytast, svo sem varðandi
stjórnarfarið og stöðu Póllands
meðal þjóða heimsins. Ekki
hefði hann þó trú á því, og það
væri ekki það sem Samstaða
stefndi að.