Morgunblaðið - 01.05.1981, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1981
17
Verðlaun Skákþings tslands voru afhent í hófi á Hótel Esju sl. miðvikudagskvöld. Hér má
sjá nýbakaóan íslandsmeistara, Helga ólafsson, með hinn veglega bikar. sem
sæmdarheitinu fylgir. Ljósm. Kristján.
Fundum Hafréttarráðstefnunnar lokið:
Bandaríkjamenn urðu
að láta í minni pokann
Sameiginlegur sigur Norðmanna og íslendinga
ef samkomulag næst um Jan Mayen-svæðið
isbaráttu okkar sé lokið,“ sagði
Eyjólfur Konráð Jónsson að lok-
um.
Levnisamningur Dana
og Þjóðverja um þorsk-
veiðar við A-Grænland?
HREZKIR sjómenn halda því
fram, að Danir og V-Þjóðverjar
hafi gert leynilegan samning um
þorskveiðar Þjóðverja við Aust-
ur-Gramland. Sjálfir vilja Bretar
fá að taka þátt i þessum veiðum.
en þeim hefur verið ráðlagt að
leggja ekkert til þessara mála að
sinni.
í viðtali við danska blaðið Jyl-
landsposten neitar Karl Hjort-
næs, sjávarútvegsráðherra Dan-
merkur, því að slíkur leyni-
samningur sé til og segir, að við
Austur-Grænland stundi Þjóð-
verjar alls ekki ólöglegar veiðar.
Þýzki togaraflotinn náði ekki að
veiða það magn af þorski, sem
hann hafði leyfi til, segir Hjört-
næs.
— Þegar þorskkvótinn var
ákveðinn var kveðið á um að
veiðunum skyldi ljúka tiltekinn
mánaðardag. Um slíka tímasetn-
ingu var hins vegar ekki að ræða
þegar þorskkvótinn var aukinn.
Nákvæmlega er fylgst með veiðum
Þjóðverja við Grænland og auk
þess hafa Grænlendingar gefið í
skyn, að þeir muni aðeins ná að
veiða um eitt þúsund tonn af þeim
þúsund tonnum, sem EBE heimil-
aði að veiða við A-Grænland,
þannig að þá eru 2 þúsund tonn
eftir, segir Hjörtnæs.
Bretar halda því fram, að Þjóð-
verjar stundi ólöglegar veiðar við
A-Grænland eins og þeir gerðu
fyrir réttu ári síðan. Þá veiddu
þeir grimmt á þessum slóðum og
seldu aflann til Bretlands, en
Bretar hafa ekki heimild til að
veiða á þessum miðum. í Fishing
News segir, að 14 dögum eftir að
Þjóðverjar áttu að vera horfnir af
Grænlandsmiðum, hafi verið þar
12 þýzkir togarar. Bretarnir vilja
fá leyfi til þorskveiða á Græn-
landsmiðum og hafa farið fram á
það við Peter Walker, sjávarút-
vegsráðherra, að hann beiti sér í
málinu. Walker telur hins vegar
ekki heppilegt að leggja fram slíka
kröfu meðan fiskveiðistefna EBE
hefur ekki verið mótuð.
Saumastofan
Höttur hættir
rekstri
SAUMASTOFAN Ilöttur í Borg-
arnesi. sem er eign Samhands
islenzkra samvinnulélaga. hefur
sagt upp öllum starfsmönnum
sinum. 13 að tölu. og ha'ttir
rekstri eftir tvo mánuði.
Að sögn Hjartar Eiríkssonar,
framkvæmdastjóra iðnaðardeild-
ar SIS hafa rekstrarerfiðleikar
fyrirtækisins verið miklir í tölu-
verðan tíma, en saumastofan hef-
ur sérhæft sig í saumun úr ofnum
dúk. Hjörtur sagði að yfir stæði
athugun á, hvort kaupfélagið í
Borgarnesi gæti yfirtekið sauma-
stofuna, en litlar líkur virtust á að
svo gæti orðið.
.A SÍÐASTA degi New York-
fundarins drógu Bandaríkja-
menn i land og féllust á, að
framhaldsfundur i Genf i ágúst
fengi þau vcrkefni, sem New
York-fundinum voru ætluð, en
áður höfðu þrir reynt að koma i
veg fyrir frekari fundarhöld fyrr
en á næsta ári. Standa því vonir
til að ráðstcfnunni geti lokið i
haust meö gerð hafréttarsátt-
mála.“ sagði Eyjólfur Konráð
Jónsson fulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins á ráðstefnunni, i viðtali
við Mhl. Hann sagðist telja það
sameiginlegan sigur íslendinga
og Norðmanna. ef samkomulag
na-ðist um sameiginlega nýtingu
hafsbotnsins á Jan Mayen-svæð-
inu. Sá samningur gæti líka orðið
fordæmi við lausn deilunnar um
Itockall-sva'ðið, þar sem íslend-
ingar, Færeyingar, Bretar og
írar þyrftu að semja sin á milli.
„Fulltrúar fjölmargra þjóða
réðust harkalega að Bandaríkja-
mönnum, er þeir reyndu að koma í
veg fyrir að störfum Hafréttar-
ráðstefnu S.Þ. lyki á þessu ári.
Þegar Bandaríkjamenn sáu að
þeir voru nánast einangraðir sam-
þykktu þeir, að framhaldsfundur
yrði haldinn í Genf í ágúst, þar
sem reynt yrði að ljúka ráðstefn-
unni, enda höfðu þeir áður sagt, að
stjórnvöld í Bandaríkjunum
þyrftu „nokkra mánuði" til að
skoða málin og marka sér stefnu.
Þrátt fyrir lélegan og leiöinlegan
fund ríkti því bjartsýni í lokin, en
allt til síðasta dags höfðu margir
óttast að ráðstefnan mundi
splundrast, því að mikill hiti var
undir niðri í mönnum.
Ekkert það gerðist á fundinum,
sem bent gæti til að íslenzkum
hagsmunum væri hætta búin,
enda er nú mest deilt um hafs-
botninn utan 200 mílna efnahags-
lögsögunnar. Þar eigum við auð-
vitað mikilla hagsmuna að gæta á
svæðinu vestur af Rokknum og a
Reykjaneshrygg, en til hans gera
þó engir aðrir tilkall en við. Aftur
á móti telja Færeyingar, Bretar og
írar rétt sinn mikinn á Rockall-
hásléttunni, þar sem við eigum
hagsmuna að gæta. Ef miðlína
réði mundum við t.d. fá allan
vestasta hlutann eða Hatton-
bankann. Ef sanngirnissjónarmið
mundu mestu ráða mætti e.t.v.
semja um sameign fjögurra svæða
að þessu svæði eða sameiginlega
hagnýtingu, og þá gæti samkomu-
lag við Norðmenn um hafsbotninn
á Jan Mayen-svæðinu orðið for-
dæmi, sem mikla þýðingu hefði og
stuðlað að því að tengja nágranna-
þjóðirnar traustari böndum, bæði
efnahags- og stjórnmálalega.
Nú verður því að einbeita kröft-
unum að lausn Rockall-málsins,
en bæði Færeyingar og Bretar
hafa fallist á viðræður um málið
og væntanlega myndu írar einnig
gera það, enda gætu hatrammar
deilur leitt til þess, að enginn
fengi neitt, heldur yrði um alþjóð-
legt svæði að ræða. Það er því
mesti misskilningur að landhelg-
Erlendir ökuþórar í heimsókn í júní:
Sýna akstur á tveimur hjólum
BRESKIR. bandarískir. sænskir
og hollenskir ökuþórar og ofur-
hugar munu í næsta mánuði sýna
listir sinar á Mclavellinum i
Reykjavík, en þar er um að ræða
sýningarflokkinn „Ilell Drivers".
Verður m.a. sýndur akstur á
tveimur hjólum á hílum. vélhjóla-
kappar stökkva langar leiðir og
einnig eru hilar látnir hendast
milli stökkbretta. Einnig munu
trúðar koma við sögu.
Steve Eriksson heitir breskur
forráðamaður sýningarflokksins
og var hann hér á ferð nýlega og
ræddi undirbúning og framkvæmd
sýningarinnar við Véladeild SÍS
og Kvartmíluklúbbinn, sem koma
við sögu. Steve Eriksson sagði
hópinn koma til landsins með
Smyrli í júní og sýna í Reykjavík
dagana 12. til 14. júní, en 16. og 17.
júní verður sýnt á Akureyri. Taka
15 manns þátt í sýningunum með
10 bílum og 2 vélhjólum. Flokkur-
inn kemur hingað eftir sýningar-
ferð um England, Skotland og
írland, en heldur síðan til Fær-
e^yja. í fyrravetur sýndi hópurinn í
Ástralíu og mun næsta vetur sýna
á Nýja-Sjálandi, en hér er um
atvinnumenn að ræða, þ.e. flokk-
urinn starfar að sýningum og
æfingum allt árið.
Deilurnar í Myndlista- og handíðaskólanum:
„Hefur ekki rétt til að gera slíkar
breytingar án samráðs við ráðherra“
- segir Ingvar Gíslason menntamálaráðherra
„MIG LANGAR ekki til að
standa i stórdeilum við Einar
Hákonarson. skólastjóra. en hins
vegar finnst mér, að ef það er
tilfcllið að hann ætli sér. án
nokkurs samráðs við mig, að
gera þessar róttæku breytingar á
stjórn skólans þá eru það stjórn-
araðferðir, sem ég tel ekki til
fyrirmyndar og ekki aðeins það,
heldur er þetta alveg andstætt
lögum og venjum. Hann hefur
ekki rétt til þess að gera slikar
breytingar án þess að samþykki
mcnntamálaráðhcrra liggi
fyrir,“ sagði Ingvar Gislason
menntamálaráðherra i viðtali við
Mbl. i gær, en hann var spurður
álits á deilum skólastjóra og
nemenda Myndlista- og handiða-
skóla tslands.
Þá sagði Ingvar að honum væri
alls ókunnugt um af hverju þessar
deilur hefðu komið upp og að sér
hefði ekki verið gerð grein fyrir
málinu. „Ég er ekkert að hafa á
móti því að Einar geri tiilögur um
það að breyta skólanum en ég vil
að það sé gert með réttum leið-
um,“ sagði Ingvar að lokum.
Þá hefur Mbl. borist fréttatil-
kynning frá nemendafélagi Mynd-
lista- og handiðaskólans og segir í
henni að hún sé tilkomin vegna
fréttar í Mbl. fimmtudaginn 30.
apríl. Fer fréttatilkynningin orð-
rétt hér á eftir:
„Við viljum hér með leiðrétta
nokkur atriði í viðtali við Einar
Hákonarson sem birtist í blaðinu
umræddan dag.
1. Þátttaka í verkfallinu var
algjör og er alltof vægt til orða
tekið að „nemendur MHÍ mættu
margir hverjir ekki til kennslu í
gær“, þátttaka nemenda var
100%, þannig að ekki var um
neina kennslu að ræða.
2. Þá lætur Einar Hákonarson
að því liggja að deildin hafi verið
stofnuð á vafasömum forsendum,
hið rétta er að deildin var á sínum
tíma stofnuð með fullu samþykki
skólastjóra og liggja fyrir því
skjalfestar heimildir, þ.e. fundar-
gerðir o.fl. E.H. hefur aftur á móti
ekki séð ástæðu til að fara eðlilega
leið í þessu máli, hann hefur
neitað að ræða þetta mál í skóla-
stjórn eða viljað gera almennum
nemendafundum nokkra grein
fyrir málinu, þrátt fyrir marg-
ítrekaðar tilraunir nemenda og
kennara. Þann 28. apríl síðastlið-
inn var haldinn almennur fundur
þar sem komu nemendur, skóla-
stjórn og kennarar. Á þessum
fundi átti að gera úrslitatilraun til
að fá E.H. til að ræða málið við
nemendur og skólastjórn. E.H.
neitaði alfarið að mæta á fundinn.
Skólastjórn er skipuð 8 kennur-
um, 2 nemendum og skólastjóra.
Af þeim sex kennurum sem tóku
til máls á fundinum var aðeins
einn sem studdi ákvörðun skóla-
stjóra.
Því má ljóst vera að mjög
víðtæk andstaða er meðal kennara
gegn skólastjóra í þessu máli.
Andstaðan er algjör meðal nem-
enda. Ennfremur hefur ráðherra
staðfest að E.H. hafi farið út fyrir
valdsvið sitt og starfsaðferðir
hans séu skólanum síst til fram-
dráttar."