Morgunblaðið - 17.05.1981, Side 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MAÍ1981
Moonistar í sviðsljósinu í Bretlandi
Mlkil umræða hef-
ur að undanförnu átt
sér stað í Bretlandi
um Sameiningar-
kirkjuna eða hina
svokölluðu Moonista.
Eru það áhangendur
Kóreumannsins
Sung Myung Moons.
Var sýndur um þá
sjónvarpsþáttur hér
á landi fyrir nokkru.
: THE DAILY MAIL
CAMPAIGN CONTINUES
THE CHURCH
THAT BREAKS
UP FAMILIES
Merki herferðar Daily Mail.
Susan Swatland með íoreldrum sinum eftir heimkomuna.
Töpuðu meiðyrðamáli og
þingmenn óska eftir að þeir
verði sviptir skattfrelsi
Breska dagbiaðið Daily Mail
hefur hafið herferð á hendur
kirkjunni undir heitinu „Kirkjan
sem sundrar fjölskyldum“. Hef-
ur blaðið birt ýmsar greinar og
viðtöl um málið og m.a. haldið
því fram að meðlimir kirkjunnar
séu heilaþvegnir og þeim bannað
að hafa samband við fjölskyldur
sínar.
Moonistarnir brugðust illa við
og kærðu blaðið fyrir meiðyrði
og fór málið fyrir dómstóla.
Þetta varð lengsta og kostnað-
armesta meiðyrðamál í sögu
breskra dómsmála og endaði
með því að kviðdómendur töldu
einróma að ásakanir Daily Mail
væru réttlætanlegar. Þeir
óskuðu eftir því að endurskoðuð
yrðu °þau réttindi Moonista i
Bretlandi sem veita þeim skatt-
frelsi. Eru það réttindi sem veitt
eru góðgerðarstofnunum, en
kviðdómendur kváðust líta svo á
að hreyfingin væri pólitísk.
Þingmenn neðri málstofunnar
bresku ákváðu einnig að láta
málið til sín taka og yfir 100
þeirra samþykktu frumvarp þar
sem fárið var fram á að Moonist-
ar yrðu sviptir skattfrelsi og
strikaðir út af skrá góðgerðar-
stofnana.
En nefnd sú sem sér um
málefni góðgerðarstofnana neit-
aði að verða við þessum beiðnum
kviðdómendanna og þingmann-
anna á þeim forsendum að
hreyfing sem tignaði og tilbæði
Guð hlyti að vera góðgerðar-
stofnun en ekki pólitísk hreyf-
ing.
En þingmennirnir voru ekki
ánægðir með þessi svör nefndar-
innar. Þingmaðurinn David
Mellor, sem lagði frumvarpið
fram, ritaði formanni nefndar-
innar, Terence Fitzgerald, og
krafðist þess að öll starfsemi
Moonista í Bretlandi yrði rann-
sökuð nákvæmlega. Hann benti
á að árið 1975 hefði þingnefnd
neðri málstofunnar gagnrýnt að
hreyfingar eins og Moonistar
hefðu réttindi góðgerðarstofn-
ana, á þeim forsendum að þær
virtust hafa skaðieg áhrif á
áhangendur sína.
En Mellor lét sér ekki nægja
að rita bréfið heldur gekk hann
ásamt nokkrum öðrum full-
trúum þingmanna á fund Fitz-
geralds og endaði sá fundur með
því að Fitzgerald lofaði því að
ræða málið við aðra nefndar-
menn og hafa náið samband við
þingmenn um framvindu þess.
Gaf
foreldrum kjark
Sigur Daily Mail í meiðyrða-
málinu virðist hafa haft mikil
áhrif í Bretlandi. Nokkur viðtöl
hafa birst við foreldra unglinga
sem gengið hafa tij liðs við
hreyfinguna og eru þeir allir á
einu máli um að sigurinn hafi
veitt þeim kjark til að biðja börn
sín um að yfirgefa Moonista.
„Áður vorum við hjálparvana.
En nú vitum við að blöðin,
stjórnmálamenn, kirkjan og þús-
undir almennra borgara eru
okkur hliðhollir," segir einn sem
á dóttur í Sameiningarkirkjunni.
„Ég ætla að tala við dóttur mína
um það sem skrifað hefur verið
og sýna henni viðtölin og grein-
arnar um þá sem hafa yfirgefið
hreyfinguna. Ég vona að það geti
sannfært hana um að hún sé hjá
vondu fólki," segir hann.
Ein móðirin segist hafa mikl-
ar áhyggjur af dóttur sinni sem
hafi gengið til liðs við Moonista.
„Það þýðir ekkert að tala við
hana. Við foreldrar hennar höf-
um ætíð á röngu að standa en
Moonistarnir hafa rétt fyrir sér.
Hún tekur peninga út af banka-
reikningi sínum oggefur í hreyf-
inguna og nú er hún farin að tala
um að gefa Moonistum hús sem
við gáfum henni. Við vonum að
við getum komið í veg fyrir það
einhvern veginn."
Fyrrum Moonisti lét frá sér
fara eftirfarandi sögu:
„Á einni viku seldum ég og 5
aðrar stúlkur úr hreyfingunni
litla gerviapa sem festa átti á
kragahorn. Við seldum fyrir tæp
3.000 pund. Aparnir voru búnir
til í Kóreu og kostuðu um 20
pens hver en við seldum þá á
rúmt pund. Það eru um 12 svona
söluhópar í London og þeir selja
t.d. póstkort og sælgæti, eitthvað
sem hægt er að græða mikið á.
Ég var ekki mjög dugleg við
sölumennskuna en sumir, sér-
staklega þeir sem voru nýliðar,
voru mjög duglegir. Ef maður
seldi blóm var hægt að ná í um
600 pund á dag en metið var 900
pund.
Það er um ár síðan ég yfirgaf
Moonistana en ennþá get ég ekki
gieymt sumum söngvunum og
kórunum og heyri þá alltaf innra
með mér. Mér finnst það skelfi-
legt. Ég er alltaf hrædd um að
einhvern daginn muni þeir koma
og lokka mig til sín á ný.“
Lítið er vitað um viðbrögð
Moonistana við úrskurði kvið-
dómendanna. Einn þeirra, David
Fraser Harris, var fenginn til að
ræða við blaðamenn. Hann sagði
að Moonistum hefði verið leyft
að lesa um málið í blöðunum.
Málskostnaðurinn, sem Moonist-
arnir þurfa að greiða, er 750.000
pund. Hann sagði að það væri
hreyfingunni ekki ofviða og með-
limirnir myndu nú leggja meira
á sig til að öðlast hylli almenn-
ings.
„Okkur getur einungis orðið
ágengt ef við erum ofsótt," sagði
hann.
„Rændu“ dóttur
sinni úr
höndum Moonista
Ein af þeim greinum sem
skrifaðar hafa verið í Daily Mail
og fleiri bresk blöð, segir frá
enskum hjónum sem létu „ræna“
dóttur sinni úr höndum Moon-
ista í Kaliforníu í Bandaríkjun-
um.
Dóttirin, Susan Swatland, sem
er 21 árs, var í sumarfríi í
Kaliforníu er hún kynntist
Moonistum og gekk í þeirra
raðir. Foreldrar hennar fengu að
heimsækja hana eitt sinn en
fengu aldrei að tala við hana
nema annar Moonisti væri
viðstaddur.
„Susan var eins og vélmenni.
Hún var alls ekki lík dóttur
okkar. Hún virtist vera dáleidd.
Ég vissi þá að ég varð að gera
eitthvað," segir faðir hennar,
Michael Swatland.
Foreldrar Susan fengu nokkra
menn sem helga sig líf sitt því að
bjarga mönnum frá Moonistum
til að „ræna“ Susan. Margir
þessara manna eru fyrrum
Moonistar.
Þeim tókst að koma Susan inn
í bíl fyrir utan höfuðstöðvar
Moonista í San Fransisco og aka
henni til felustaðar í öðru fylki.
Sama dag var annarri stúlku
„rænt“ á svipuðum slóðum. En
lögreglan í San Fransisco leit á
þessi mál sem venjuleg mannrán
og gerði árás á staðinn þar sem
stúlkan var falin og á meðan
slapp hún. Talið er að hún hafi
farið aftur til Moonista.
Ekki tókst lögreglunni að hafa
upp á felustað Susan en fjórir
menn voru handteknir, grunaðir
um að hafa verið viðriðnir „rán-
ið“.
„Lögreglan sagði að við yrðum
lögsótt en hún veit það eins vel
og við að það mun enginn vilja
taka málið upp fyrir dómstól-
um,“ segir faðir Susan.
Eftir að hafa verið í felum í
nokkra daga undirritaði Susan
yfirlýsingu um að hún vildi fara
úr landi af frjálsum vilja. Hún
er nú komin heim til sín á
sveitabæ nálægt Kent í Bret-
landi. „Það er dásamlegt að vera
komin heirn," sagði hún við
heimkomuna. „Nú er enginn
lengur inni í höfðinu á mér og
segir mér hvað ég á að gera.“
Um fyrstu kynni sín af Moon-
istum segir Susan:
„Ég hitti vingjarnlegan mann
á ströndinni og hann gaf mér
upp heimilisfang í San Fran-
sisco. Hann sagði að þar yrði ég
velkomin en sagði ekki að hann
væri Moonisti. Ég fór til San
Fransisco vegna þess hve vin-
gjarnlegur maðurinn var og
einnig vegna þess að hann sagði
mér að ég fengi að borða þar.
Fólkið sem þar var fyrir spurði
mig hvort mig langaði ekki til að
sjá bandarískan sveitabæ og
vegna þess að sjálf er ég úr sveit,
tók ég því boði. Þar hlustaði ég á
fyrirlestra í 21 dag. Þeir sögðu
mér að ef ég svæfi myndi það
hjálpa Satan að komast að svo
ég svaf ekki mikið. Þeir sögðu
mér að ég þyrfti ekki að sofa.
Ég saknaði oft foreldra minna
og bræðranna tveggja. En ef þú
ert Moonisti reynirðu að forðast
að hugsa um sjálfan þig. Það er
kallað sjálfselska að hugsa um
eitthvað annað en að bjarga
heiminum."
Susan segist hafa orðið mjög
reið er henni var rænt. „Ég
reyndi tvisvar að flýja úr felu-
staðnum," segir hún. Á þessum
felustað var Susan í höndum
fyrrum Moonista sem höfðu
hana í endurmeðferð, eins og
þeir kalla það.
„Þeir sem sáu um þessa með-
ferð voru góðir við mig. Fyrst
hélt ég að þeir væru útsendarar
Satans vegna þess að þannig var
mér kennt að hugsa. í Samein-
ingarkirkjunni hugsa allir eins
og enginn getur gagnrýnt. En
svo fór ég að skilja að það sem
þeir sögðu við mig var satt, ég
fór að skilja um hvað málið
snerist.
Nú langar mig einungis til að
hjálpa fólki sem lent hefur í
höndum Moonista, hjálpa því að
komast frá þeim og inn í lífið á
ný. Þó er ég tæplega tilbúin að
taka þátt í því að „ræna“ fólki
frá þeim.“ — rmn
Heimildir: Daily Mail, The New
Standard og Daily Telegraph.
Rússar fylgjast
með flotaæfingu
Tokyo. 13. maí. AP.
Hagnaður Alusuisse
jókst um 20% 1980
BANDARtSK og japon.sk herskip
hófu í dag 12 daga flotaæfingar á
Japanshafi og sovézk freigáta af
Petya-gerð fylgdist vandlega með
þeim úr nokkur hundruð metra
fjarlægð.
Fjórir bandarískir tundurspillar
úr Sjöunda flotanum og sjö jap-
anskir tundurspillar taka þátt í
flotaæfingunum, sem eru venju-
bundnar æfingar í aðgerðum gegn
kafbátum. Bandarískir og japanskir
kafbátar og flugvélar taka einnig
þátt í æfingunum.
I Moskvu sagði fréttastofan Tass
að hafið umhverfis Japan væri orðið
hættulegt kaupskipum og fiskiskip-
um vegna flotaæfinganna.
ASIMINN KR:
22480
jnerpunblahib
IIAGNAÐUR svissneska stórfyr-
irtækisins Alusuissc jókst um
nærri 20% i fyrra frá árinu á
undan og nam um 135,2 miiljón-
um svissneskra franka. eða nærri
150 milljónum íslenzkra króna.
Sala fyrirtækisins jókst um
19,4% milli ára og nam á siðasta
ári tæplega 7 milljörðum svissn-
eskra franka, eða sem næst 23
milljörðum islenzkra króna.
Formaður stjórnarfyrirtækisins
hefur hins vegar lýst því yfir, að
ekki sé útlit fyrir jafnhagstæða
útkomu fyrirtækisins á þessu ári.