Morgunblaðið - 13.06.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.06.1981, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ1981 testamentið og þeir hafa ætíð verið hafðir til viðmiðunar varðandi kristna túlkun á Guði. Hvers vegna Jesús Kristur? Hvers vegna ekki Búddha, Múhameð eða Maharishy Mahesh Yogi? Svar Nýja testamentisins er: Jesús stóð í sérstökum tengsl- um við Guð, ekki þannig, að honum hafi tekist að stilla sig inn á samband við Guð, er flestum mönnum er fjarlægur Dr. Einar Sigurbjörnsson er prófessor í trúfræði við guð- fræðideild Háskólans Heilög þrenning, það er vandamálið. Ég get trúað á Guð föður og Jesú bróður besta. En þessi heilagi andi, hvar getur hann komið inn í myndina hjá mér? Ég skil vel spurningu þína, spyrjandi g<iður. Hræddur er ég samt um. að svar mitt verði na-sta ófullkomið. þvi að Guð er ekki vandamál. Ilann er leyndardómur, alger leyndar- dómur. sem við fáum aldrei skilið. Kenning kirkjunnar um Guð. þrenningarkenning- in. er heldur ekki tilraun til að útskýra. hvernig Guð sé, heldur er hún lofgjörð til Guðs, sem hefur birst i sög- unni sem faðir og sonur og heilagur andi. öll þessi nöfn koma fyrir f Biblfunni sem tjáning á því, hvernig Guð hefur opiberast okkur. brenn- ingarkenningin ítrekar. að Guð sé eins og hann hcfur birst. Þess vegna er trúin full vonar og djörfungar. Orðið þrenning kemur ekki fyrir í Biblíunni. En nöfnin þrjú koma þar fyrir og sú hugsun, sem liggur að baki þrenningarkenningunni. Biblí- an kennir trú á einn Guð, sem hefur skapað allt, heldur öllu í hendi sér og er engum háður. Persónu- legur Guð En þessi alvaldi Guð er ekki skeytingarlaus, ekki duttl- ungafullur örlagavaldur eða ópersónulegur. Hann er per- sónulegur vilji og máttur. Verk hans eru öll í samræmi við innsta eðli hans, sem er kær- leikur. Kærleikur er þar með hið hinsta í tilverunni og þá er maðurinn sannur, er hann elskar bæði skapara sinn og allt, sem hann hefur skapað. Það er einmitt köllun manns- ins umfram allt annað skapað að vera sér meðvitandi um kærleika Guðs og veita honum andsvar í hugsunum, orðum og gjörðum. Varðandi þetta eru Gamla og Nýja testamentið sammála. I Gamla testamentinu er talað um Guð sem frelsara, hirði og föður. Reynsla ísraelsþjóðar- innar af Guði var þess konar, að hún nefndi hann þannig og sagði þar með nokkuð um sjálfa sig um leið: Út frá sambandinu við Guð var hún frelsingi, hjörð Guðs og barn. Viðmiðun við Krist í Nýja testamentinu kom ný reynsla til sögunnar, reynslan af Jesú Kristi. Nýja testament- ið er allt skrifað út frá lífi, dauða og upprisu Jesú Krists. Út frá þessum atburðum hafa kristnir menn túlkað Gamla veruleiki, heldur þannig, að hann er sonur Guðs föður, sem var sendur inn í þennan heim sem maður til að frelsa menn. Um leið og þetta er sagt um tengsl Jesú og Guðs föður (sbr. játningu Tómasar: Drottinn minn og Guð minn), er sagt um Guð, að hann sé samband föður og sonar (eða hugar og orðs). Sonur föðurins (eða orð- ið af huga Guðs) gerðist mað- ur, lifði og dó, en reis upp frá dauðum til marks um sigur Guðs og það frelsi, er hann vill veita okkur í kærleika sínum. Sonur Guðs, Jesús Kristur, lét ánetjast eyðingunni, til þess að við gætum frelsast undan ógn hennar. Þessi frelsun er það, sem kirkjunni er falið að boða og breiða út. Að öðlast frelsið Inntak boðskapar kirkjunn- ar, fagnaðarerindisins, er þetta: Okkur stendur til boöa frelsi til að lifa sem börn Guðs fyrir sakir Jesú Krists. Spurn- ingin er, hvernig við öðlumst þetta frelsi. Svar Nýja testamentisins er þetta: Frelsið öðlumst við fyrir heilagan anda. Andi er það, sem innst með okkur býr, það sem mótar okkur og hóp þann, sem við heyrum til. Andi verður ekki séður, á honum verður ekki þreifað. En hægt er að skynja hann samt. „Þarna ríkti góður andi,“ segjum við, er okkur hefur liðið vel, en ef okkur líður illa einhvers staðar, kennum við það slæmum anda. Andi er einnig það, sem innst með Guði býr. Andinn er eining föður og sonar, þeirra gagnkvæmi kærleikur. Þessum kærleika úthellir Guð, faðir og sonur, yfir okkur, svo að hann myndar einingu milli Guðs og okkar og milli okkar innbyrðis. Fyrirheitin Andi Guðs, heilagur andi, er víða nefndur í Biblíunni. í Gamla testamentinu er talað um hann sem kraft Guðs, sem hann sendi þeim mönnum, er hann kaliaði. Spámennirnir voru gæddir anda Guðs, en í boðskap þeirra kemur fram, að Guð muni úthella anda sínum yfir alla mepn, er hans tími komi. Jesús boðaði, að þetta tímabil væri að renna upp sem afleiðing af komu sinni til jarðar. Er hann sat með læri- sveinum sínum síðasta sinni, hét hann þeim huggara eða hjálpara, er hjá þeim mundi vera eilíflega. Og fyrirheit hans rættist á hvítasunnunni. Hlutverk heilags anda Af orðum Jesú og vitnisburði Nýja testamentisins í heild er ljóst, að hjálparinn, heilagur andi, er hvorki faðirinn né sonurinn, heldur sjálfstæð per- sóna, sem hefur ákveðnu hlut- verki að gegna. Hlutverk hans er að halda lærisveinum Krists í sannleikanum, efla einingu og eindrægni meðal þeirra, minna þá á, verja þá. Nærveru sína gefur heilagur andi til kynna með ýmsu móti. En skýrastir eru ávextir þeir er hann skapar og eru þessir: kærleikur, gleði, friður, langlyndi, gæska, góð- vild, trúmennska, hógværð, bindindi. Þessir ávextir eru andstæða þeirra verka, sem einkenna mannlífið eins og það er fallið frá Guði, en meðal slíkra verka eru: saurlífi, skurðgoðadýrkun, fjölkynngi, fjandskapur, deilur, metingur, reiði, eigingirni, öfund. Þessi verk einkenna mannlífið, en þau eiga ekki að gera það, því að maðurinn á sér háleitari köllun, sem er honum af Guði sett. Mannleg speki mælir: Tilvera mannsins er tilvera til dauða. En kristin trú segir: Tilvera manns er tilvera til dýrðar. Það er köllun manns- ins. Og Guð hefur sjálfur rutt okkur veg til köllunar okkar. Það er Jesús Kristur. Og hann veitir okkur líka kraftinn til að feta þann veg og er það heilagur andi. Því biðjum við Guð, að hann sendi anda sinn að efla ávöxt sinn: Ó Guð, mér anda gefðu þinn, er glæðir kærleik, von og trú og veit hann helgi vilja minn, að vilji ég það, sem elskar þú. (Sálmabók, nr. 330). Þá getum við og beðið heilagan anda sjálfan: Kom þú, andinn kærleikans, tak þú sæti í sálu minni, svala mér á blessun þinni, brunnur lífs í brjósti manns. Andinn kærleiks, helgi, hreini, hjálp mér svo ég deyi frá sjálfum mér og synda- meini. Sæll í Guði ég lifi þá. (Sálmab., nr. 334). Trú og skilningur Hvernig Guð getur samtímis verið faðir og sonur og heilag- ur andi og þó aðeins einn, getum við ekki skilið, meðan við lifum hér. En við trúum því og játum þá trú, í hvert sinn sem við signum okkur, börnin okkar og leiði látinna ástvina. Og játning okkar er lofgjörð, sem koma á fram í verkum, en orð hennar eru þessi: Dýrð sé Guði, föður og syni og heilög- um anda. Svo sem var í upphafi, er og verður um aldir alda. Amen. Barátta gegn kynþáttamisrétti Sigurður A. Magnússon benti á það á ráðstefnu Lífs og lands nýverið, hversu lítið menn vissu hérlendis um bar- áttu kirkjunnar á alþjóðleg- um vettvangi gegn kynþátta- fordómum og kúgun. Hvatti hann tii aukinnar upplýs- ingar um þessi mál. svo að fólk gæti séð starf kirkjunnar í sínu stóra samhengi. Nokkuð hefur komið fram í fjölmiðlum um baráttu kirkj- unnar í Suður-Ameríku gegn yfirvöldum, ekki sízt vegna píslarvættisdauða Romeros erkibiskups í EI Salvador. En barátta kirkjunnar gegn kúg- unaröflum fer fram í fleiri löndum þar þótt ekki fari alltaf hátt. Skýrslur Amnesty um samvizkufanga í löndum Suður-Ameríku sýna þó hversu margir af kirkjunnar mönnum sæta fangelsisvist fyrir þessa baráttu sína. Hjá Alkirkjuráð- inu (World Council of Church- es) hefur um árabil verið starfandi deild sem vinnur sérstaklega gegn kynþáttakúg- un (Programme to Combat Rascism). Hefur Alkirkjuráðið varið verulegum fjármunum til styrktar þeim hreyfingum í Afríku sem þar standa fremst- ar. Sérstaklega hefur skæru- liðahreyfingin SWAPO í Namibíu fengið umtalsverðan stuðning frá Alkirkjuráðinu, bæði siðferðislegan og fjár- hagslegan. Fjárstuðningurinn við SWAPO hefur að vísu sætt nokkurri gagnrýni á Vestur- löndum, þar sem skæruliðarnir beita að sjálfsögðu vopnavaldi gegn kúgunaröflunum sem þeir berjast gegn. Kirkjan í Namibíu styður hinsvegar SWAPO nokkuð ein- huga og að beiðni hennar hefur Alkirkjuráðið gengið til liðs. Það hefur aldrei afskipti af málum einstaks lands án milli- göngu heimakirkjunnar. Eru hjúkrunarnemar i Alriku ekki jafngildir þeim vestrænu? Kynningarstarf Á vegum Alkirkjuráðsins og Lúterska heimssambandsins fer fram mikið funda- og kynningarstarf til þess að vekja menn til umhugsunar um hið hrikalegu kynþáttamis- rétti og fordóma sem viðgang- ast vítt um heim. Ýmsar kirkjustofnanir beita nú stjórnvöld landa sinna miklum þrýstingi að láta af viðskiptum við Suður-Afríku vegna „Apartheit“-stefnu stjórnarinnar þar. Kynþáttafor- dómar á íslandi? Ýmsir kirkjulegir hópar hafa og tekið höndum saman og beitt viðskiptafyrirtæki svip- uðum þrýstingi. En kynþáttamisréttið er víð- ar en í Suður-Afríku, þótt það birtist í hvað grófgerðastri mynd þar. Alls fengu 22 hópar í öllum heimsálfum fjárstuðn- ing frá Alkirkjuráðinu á sl. ári. Þeir berjast allir gegn kyn- þáttamisrétti sem birtist í margvíslegri mynd. Á Vestur- löndum eru það minnihluta- hópar, svo sem indíánar eða erlendir farandverkamenn, flóttamenn eða innflytjendur sem búa við kúgun á einhvern hátt. Vandamálið fer ekki hátt hérlendis, en hvernig skyldum við bregðast við ef á reyndi?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.