Morgunblaðið - 13.06.1981, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.06.1981, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ1981 27 Samtök aldraðra: Byggingaframkvæmd- ir við Eyrarlandsveg AÐALFUNDUR Samtaka aldraðra var haldinn í húsi BSRB þriðjudatí- inn 28. april siðastliðinn. t skýrslu formanns, Hans Jor^onssonar kom fram. að félagið er að hefja bygK- innar á ibúðum fyrir aldraða við EyrarlandsveK. eða austan við IiorKarspítalann. betta verða tveKKja ok þrÍKKja herberKja íbúð- ir í eins ok tveKKja haAa raðhús- um. Verður féloKum samtakanna Kefinn kostur á að kaupa þessar ibúðir á kostnaðarverði. Gert er ráð fyrir að þjónustu- miðstöð komi síðar í tengslum við íbúðirnar, en fyrst verður að ráða mann til eftirlits ok þjónustustarfa fyrir íbúana meðan þjónustumið- stöðin er ekki komin í gagnið. Á fundinum var gengið frá lögum um Hans Jðrgensson »Bygg>ngasamvinnufélagið Samtök aldraðra“ og þau samþykkt. Fund- armenn skrifuðu síðan undir sam- þykkt og skuldbindingu sína við þau lög. Þeir félagsmenn, sem voru ekki á fundinum, eiga svo kost á að koma og staðfesta j>essi lög og þátttöku sína í þeim á skrifstofu félagsins. Á síðastliðnum vetri fékk félagið fjárveitingu til að starfrækja skrifstofu, sem reyndar er enn í bráðabirgðahúsnæði að Skólavörðu- stíg 12, 3. hæð, og verður þar a.m.k. enn um sinn. Þessi skrifstofa er starfrækt alla virka daga frá klukk- an 10 til 15 með matarhléi. Verkefni hennar eru m.a.: að veita upplýs- ingar á sviði réttindamála lífeyris- þega, sem þess óska, eftir því sem mögulegt er; og að koma á móti Hátíðahöld Sjómanna- dagsins í Reykjavík DAGSKRÁ sjómannadagsins verður með hefðbundnu sniði i Reykjavík. Fánar verða dregnir að hún á skipum I Reykjavikur- höfn kl. átta og Lúðrasveit Reykjavikur mun leika létt sjómannalöK við Hrafnistu i Reykjavík kl. 10. MinninKarKuðs- þjónusta verður i Dómkirkjunni kl. 11. Séra Ólafur Skúlason dómprófastur predikar ok minn- ist drukknaðra sjómanna, i fjar- veru séra SÍKurbjarnar Einars- sonar biskups. Dómkórinn syn^ur undir stjórn Marteins H. Frið- rikssonar ok SÍKUrður Björnsson synKur einsönK- Pétur Sigurðsson, formaður Sjó- mannadagsráðs, sagði á blaða- mannafundi m.a. að öllum ágóða af sölu merkja og Sjómannadagsblað- sins verði varið til byggingar hjúkrunarheimilisins við Hrafn- istu í Hafnarfirði en reiknað er með að það verði fokhelt í haust. Pétur sagði að heimilinu hefðu borist peningagjafir frá ýmsum aðilum, m.a. launþegasamtökum og von væri á frekari styrk frá verkalýðsfélögum. Einnig hefði fengist vilyrði frá Alþingi fyrir því að ríkissjóður greiddi 20 prósent byggingarkostnaðar. Pétur sagðist vonast til þess að íbúðarhæðir heimilisins yrðu tilbúnar seint á næsta ári en það réðist þó af því hvernig tækist að útvega nauðsyn- legt fjármagn. „Þar leggjum við okkar traust fyrst og fremst á almenning, sem alltaf hefur sýnt okkur velvilja og rausn," sagði Pétur. Útihátíðahöld í Nauthólsvík Útisamkoman í Nauthólsvík verður sett kl. 14 en Lúðrasveit Reykjavíkur mun leika frá kl. 13.30 undir stjórn Odds Björnssonar. Kynnir og þulur verður Guðmund- ur Hallvarðsson. Fulltrúi ríkisstjórnarinnar, Steingrímur Hermannsson sjávar- útvegsráðherra, mun flytja ávarp að lokinni setningu. Kristinn Pálsson, formaður útvegsbændafé- lags Vestmannaeyja, mun flytja ávarp fyrir hönd útgerðarmanna og Hannes Hafstein, framkvæmda- stjóri Slysavarnafélags Islands, flytur ávarp fyrir hönd sjómanna. Að ávörpunum loknum mun Pét- ur Sigurðsson, formaður Sjó- mannadagsráðs, heiðra aldraða sjómenn með heiðursmerki Sjó- mannadagsins og afhent verða af- reksbjörgunarverðlaun, sem veitt eru þeim sem lagt hafa líf sitt í hættu við björgun mannslífa. Kappsigling á seglbátum mun hefjast kl. 15. Það eru unglingar úr æskulýðsklúbbum Reykjavíkur og nágrannasveitarfélaganna ásamt félögum úr Siglingasambandi ís- lands sem keppa. Kappróður fer einnig fram í Nauthólsvík. Margar sveitir keppa og koddaslagur fer fram milli atriða. Merki sjómannadagsins og Sjó- mannadagsblað, verða seld ásamt veitingum á hátíðarsvæðinu. Strætisvagnaferðir verða frá Lækjargötu og Hlemmtorgi frá kl. 13.00 og verða á fimmtán mínútna fresti. í Hrafnistuheimilinu í Hafnar- firði verður handavinna vistfólks til sýnis og sölu frá kl. 14.30 til 17.00. Á sama tíma verður kaffisala og rennur allur ágóði í skemmti- og ferðasjóð vistmanna heimilisins. Sjómannaskemmtun á Hótel Sögu Á sunnudagskvöldið verður sjó- mannadagsskemmtun á Hótel Sögu sem hefst með borðhaldi kl. 19.30. Veislustjóri er Árni Johnsen. Ýmis skemmtiatriði verða undir borð- haldi. Sigurður Björnsson óperu- söngvari syngur og Ragnar og Bessi skemmta með gamanþáttum. Stjórn Sjómannadagsráðs: F.v. Pétur Sigurðsson (ormaður, Garðar Þorsteinsson ritari, Hilmar Jónsson og Tómas Guðjónsson meðstjórnendur. Að baki þeirra er Dvalarheimili aldraðra sjómanna I Hafnarfirði. Hjúkrunarheimilið (t.h.) verður væntaniega fokhelt i haust. Guðmundur H. Oddsson gjaldkeri var fjarverandi. atvinnurekendum, sem kynnu að óska eftir fullorðnu og reyndu fólki til .starfa. Einnig kemur þessi skrifstofa sér vel vegna komandi byggingaframkvæmda, bæði til upp- lýsinga og undirbúningsvinnu, svo og fyrir félaga, til að ræða félags- málin án fundarboðs. Sími skrif- stofunnar er 26410. Eins og hér hefur verið vikið að og áður hefur verið greint frá í bréfi til félagsmanna, ætlar skrifstofa Sam- taka aldraðra að greiða fyrir því að þeir lífeyrisfélagar, sem heilsu hafa og þess óska, geti fengið vinnu við sitt hæfi hluta úr degi. Þeir, sem kynnu að óska eftir þessari fyrir- greiðslu eru beðnir að hafa samband við skrifstofuna sem fyrst — segir í fréttatilkynningu frá samtökunum. Tveir fulltrúar félagsins sóttu Norðurlandaþing ellilífeyrisjæga sem haldið var í Danmörku í júní á síðastliðnu ári og voru sagðar frétt- ir af þinginu á fundinum. Þá voru á fundinum einnig rædd ýmis félags- mál og gerðar áætlanir um framtíð- ina. Stjórn félagsins skipa: Hans Jörgensson, formaður, og aðrir í stjórn eru: Lóa Þorkelsdóttir, Sig- urður Gunnarsson, Stefán Björns- son og Soffía Jónsdóttir. Varamenn eru: Guðrún Runólfsdóttir, Ólafur Pálsson og Hafsteinn Þorsteinsson. BLÓM /<o/ V • VIKUNMR V \v UMSJÓN: ÁB. ® • • FJOLÆRAR JURTIR Og þá er komið að lokaorðunum hans Ólafs Björns Guðmundssonar um fjölærar jurtir og enn um UMHIRÐU: Á haustin, þegar frost hafa sviðið jurtirnar, er best að klippa ofan af þeim 10—15 sm frá jörð og leggja toppana yfir til hiífðar, en stubbarnir sem eftir standa, varna því að skýlið fjúki út í veður og vind. Viðkvæmum jurtum í steinbeðinu má skýla með því að leggja yfir þær glerplötur yfir veturinn til að verja þær fyrir bleytu og krapi. Glerið má þó ekki liggja fast niður að jurtinni, heldur vera á lofti. Létt skýli úr lyngi eða laufi, eða jafnvel striga, er oft til mikilla bóta. Sérlega dýrmætar og viðkvæmar jurtir ætti að flytja í sólreit á haustin og geyma þær þar undir gleri yfir veturinn til að vera við öllu búinn. Þetta er sjálfsagt að gera við jurtir eins og t.d. urðargull, húslauka, sumar MJALLHÆRA — Luzula nivea — er eitt þeirra fjölæru skrautgrasa scm vel henta til ræktunar hér á landi. Axið er snjóhvítt ok sé það skorið hæfilega þroskað má þurrka það «k nota til skreytinga eða i vasa. Jurtin. sem er náskyld islensku vallhærunni er um það bil 50 sm á hæð. hnoðrategundir og ýmsar háfjallajurtir, sem vanar eru að blunda undir sinni fannsæng allan veturinn. Annars er hætta á að berfrostin leiki þær svo illa, að þær verði allt sumarið að jafna sig og nái alls ekki að blómstra, ef þær þá lifa af harðærin. Margar þessara jurta má sem best rækta í pottum og flytja þær á milli í þeim. Sú aðferð er víða notuð erlendis svo okkur ætti ekki að vera vandara um. Söfnun fræs af eigin jurtum (og annarra) er skemmtilegt viðfangsefni, sem flestir ættu að reyna. Enda er það oft eina leiðin til þess að komast yfir sjaldgæfar tegundir. Og þá er ekki annað eftir en að óska ykkur góðs ræktunarárangurs og margra ánægjustunda í garðin um. Ó.B.G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.