Morgunblaðið - 13.06.1981, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.06.1981, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ1981 forðast tóbak og áfengi Kínversk stjórnvöld hafa um skeið neytt allra bragða til þess að koma á auknum hugmynda- fræðilegum aga meðal ungra menntamanna. Nýjasta vopnið í þeirri baráttu er heimildarkvik- mynd er nefnist „Sólundaðu ekki æsku þinni". Frá því að réttarhöldin yfir fjórmenningaklíkunni svoköll- uðu hófust í nóvember 1980 hafa kínverskir stjórnmálaleiðtogar lýst yfir áhyggjur af því að „glötuð kynslóð“ er ánetjast hafi slæmum stjórnmálaskoðunum og úrkynjuðum siðvenjum Vest- urlandabúa, hafi borið smit um háskóla landsins og ýmis lægri stig stjórnkerfisins. Upphafsorð kvikmyndarinnar eru á þessa lund: „Þetta er kynslóð, sem hefur orðið fyrir hnjaski, en hefur rankað við sér og velt vöngum af alvöru." Sýning myndarinnar tekur um klukkustund og snýst hún einkum um ungt fólk í Sjanghai, sem gleðst yfir endalokum Menningarbyltingarinnar. Til að mynda er þar píanóleikari, sem ekkert gat æft sig í 10 löng ár, en stundar nú nám við tónlistarháskóla. Einnig kemur við sögu vélfræðingur, sem varð fyrir ofsóknum í átta ár og hefur nú loks fengið tóm til þess að leggja síðustu hönd á teikn- ingu sólarorkuofns. En einnig getur að líta svip- myndir af ungum fjárhættuspil- urum, reykingamönnnum og öðrum, sem hafa lagt sér til ýmsa miður góða lifnaðarhætti Vesturlandabúa, enda segir hér í texta myndarinnar: — Ungu vinir: Mig nístir í hjartað ykkar vegna. Vaknið! Það er engin tilviljun, að myndin skuli verá tekin í Sjang- hai. Sú borg hefur löngum verið helzta lastabælið í Kína og þaðan hafa borizt út ýmsar misjafnar venjur. Borgin var einnig sterkasta vígi fjórmenn- ingaklíkunnar. í Peking er öldin önnur. Þar hafa helztu forvíg- ismenn stúdentasamtakanna lýst yfir ást og virðingu við Flokkinn, sósíalismann, þjóðina, erfiðisvinnu og lögin. Einnig sóru stúdentarnir að reykja hvorki né drekka og hvöttu alla félaga sína í Peking að fara að sínu fordæmi. VER@LD FORNAR ASTIRI Bílaborg l Schlumpf- í> bræðranna Sjanghai er mesta „lastabælið“ í borginni Tianjin í Norður- Kína, bar það við að háskóla- nemi festi upp veggspjald, þar sem stefna stjórnvalda var gagnrýnd. Piltur fékk orð í eyra hjá stjórnvöldum og brá svo við, að hann tók veggspjaldið niður sjálfur og lýsti yfir, að hann hefði „vaknað upp af draumi" í viðræðunum við framámenn Flokksins. í þessari frétt var einnig getið um aðra námsmenn í borginni, sem fóru villur vegar. Þeir gátu ekki gert greinarmun á réttu og röngu vegna slælegr- ar kunnáttu í marxískum fræð- um og ónógrar undirstöðu í mannkynssögu. Þeir eru aftur komnir á rétta braut. En þótt svona vel færi í Tianjin er ekki alls staðar sömu sögu að segja, og áhyggjur stjórnvalda af hugmyndafræði- legri fátækt menntamanna koma fram með ýmsum hætti. í blaðinu Rauða fánanum, sem er helzta málgagn flokksins í hug- myndafræði, var nýlega tekin upp barátta fyrir kennslu í stjórnmálum — jafnvel fyrir sérfræðinga. Eftir lát Maos og fall fjór- menningaklíkunnar setti þessi kennsla mjög ofan á þeirri forsendu, að flestir mennta- menn væru jafnframt sannir sósíalistar, þ.e. bæði rétttrúaðir og sérfræðingar. Nú segir Rauði fáninn hins vegar, að námsinenn sem hafa enga undirstöðu í marxískum fræðum einskorði sig við nám sitt og séu einskis virði í þjóðfélagslegu tilliti. - JONATHAN MIRSKY Fyrir nærri fimm ár- um varð spunaverk- smiðja nokkur í Frakk- landi gjaldþrota, sem ekki þykir í frásögur færandi nú á þessum síðustu og verstu tímum, en þegar gengið var um garða og hugað að eign- um fyrirtækisins var komið að allstóru vöru- húsi, rammlega lokuðu. Eftir nokkurt bjástur tókst að ljúka upp dyr- unum og þegar það hafðist loks af lá við að menn fengju ofbirtu í augun af öllum djásnun- um, sem við blöstu — rúmlega 400 gamlir bíl- ar, hinir dýrmætustu ins og kröfugerðar verkalýðsfélaga neyddu frönsk stjórnvöld þá í apríl sl. til að selja borgaryfirvöldunum í Mulhouse allt safnið fyrir aðeins 9 milljónir dollara, sem gerði litlu betur en að hrökkva fyrir skuldunum, sem þeir skildu eftir sig. Bræðurnir, sem báðir eru á áttræðisaldri, bera sig að vonum illa vegna þessara málaloka og halda því fram, að þeir hafi verið rændir en borgaryfirvöld í Mul- house láta slíkar yfirlýs- ingar sem vind um eyru þjóta. Þau hafa enda COLUMBIA: rafknúinn, 1904. Schlumpf-bræður gerðust snemma at- hafnasamir og um tíma voru þeir taldir sjöttu auðugustu menn í Frakklandi. Þeir höfðu því efni á að aka dýrum bílum, Bugatti-bílum, sem ítalinn Ettore Bug- atti smíðaði í Alsace, en söfnunina stunduðu þeir í kyrrþey og aðeins fyrir sig sjálfa. Þeir eyddu milljónum dollara í að kaupa upp allt það einn starfsmannanna var einu sinni staðinn að því að gægjast inn um glugga var hann sektað- ur um 100 dollara og rekinn frá vinnu í viku. Þegar bílasafn Schlumpf-bræðranna var skoðað kom í ljós, að þeir áttu meðal annars tvo Bugatti Royales. Þeir voru smíðaðir á Italíu og eru með glæsi- legustu bifreiðum sem FORD: T-gerðin, 1915. CHRYSLER: „Straumlína“, 1935. safngripir, í jafn góðu standi og þeir- hefðu verið að koma af færi- bandinu. Bílasöfnun hafði verið ástríða verksmiðjueig- endanna, bræðranna Hans og Josefs Schlumpf, sem flýðu til Sviss þegar gjaldþrotið nálgaðist og skildu eftir sig þetta ómetanlega safn, en að því höfðu þeir unnið sleitulaust í rúm 60 ár og fórnað öllu til. Sjálfir meta þeir bræðurnir bílasafnið sitt á 60 milljónir doll- ara en vegna gjaldþrots- hafið mikla auglýsinga- herferð víða um heim til að kynna þetta einstæða safn, sem rekið hefur á fjörur þeirra. Sú auglýsingastarf- semi er vissulega ekki í anda Schlumpf-bræðr- anna, sem voru ekkert gefnir fyrir það að deila djásnunum með öðrum mönnum. Móðir þeirra, sem var kona ráðrík og hlutdeildarsöm, gaf son- um sínum ungum lítinn, fótstiginn bíl og þar með var ljóst hvert hugur þeirra stefndi. Bílar og bílasöfnun urðu að ævi- langri ástríðu. besta, sem frá Bugatti hafði komið, og einnig fluttu þeir inn merki- lega bíla frá öllum heimshornum. Sérþjálfaðar sveitir manna frá bílaverk- smiðjum á borð við Rolls Royce og Mercedes voru leigðar til að koma gömlu bílunum í full- komið stand því að allt varð að vera eins gott og unnt var. Starfsmenn- irnir í spunaverksmiðju þeirra bræðra fengu hins vegar aldrei að líta bílana augum. Verðir gættu vöruhússins nótt sem nýtan dag og þegar nokkru sinni hafa verið smíðaðar. Heita má að þeir séu smíðaðir í höndunum, 30 feta lang- ir, og á sínum tíma var annar þeirra í eigu belg- ísku konungsfjölskyld- unnar. Þeir bræður áttu einnig allar gerðir Rolls Royce-bíla, sem fram- leiddar höfðu verið, og svo gott safn af fyrstu árgerðum Renault-bíl- anna, að það tók langt fram því, sem Ren- aults-verksmiðjurnar sjálfar áttu í sínum fór- um. - PAUL WEBSTER. BOKMENNTIRl í Bandaríkjunum eru nú mikl- ar deilur í uppsiglingu og er ástæðan sú, aö þar í landi hefur nú í fyrsta sinn veriö gefin út bók fyrir þá, sem haldnir eru ólaekn- andi sjúkdómum þar sem þeim er kennt hvernig auðveldast er aö svipta sig lífi. Aö þessari bók, sem gefin var út í Kaliforníu, standa Hemlock-samtökin svo- nefndu, en þau hafa þaö á sinni stefnuskrá, aö mönnum sé frjálst aö stytta sér aldur ef þeim finnst sem fokið sé í flest skjól í þessu jarðlífi. í bókinni eru upplýsíngar um banvæna lyfjaskammta og ýmsar aðferðir við að binda enda á líf sitt á „hreinlegan" hátt en það ber aö hafa í huga, að í Banda- ríkjunum eru mjög ströng viður- lög við því að auðvelda fólki Leiðsögn yfir landamærin sjálfsmorð eða hvetja til þess og í mörgum fylkjum er mönnum refsaö með lífstíðarfangelsi fyrir slíkan verknað. „Við eigum víssulega von á heilmiklu uppistandi," segir Der- ek Humpry, stofnandi og stjórn- andi Hemlock-samtakanna, „en það bíða margir óþreyjufullir eftir þessari bók, ekki bara þeir, sem eru dauövona, heldur einnig fólk, sem horft hefur upp á dauöastríð annarra og vill vera visst um, að það getur líka ráðið því hvernig þaö skilur við.“ Humpry, sem er breskur að ætt, rúmlega fimmtugur að aldri, gaf 1978 út bók, sem hann nefndi „Lausnin hennar Jean“, þar sem segir frá því, aö hann hafi gefið eiginkonu sinni, sem var haldin beinkrabba, banvænan eitur- skammt að hennar ósk, „svo aö hún gæti sjálf ráðið dauðdaga sínum en ekki sjúkdómurinn, sem herjaði á allan líkama henn- ar“. Breska lögreglan yfirheyröi Humpry eftir útkomu bókarinnar en bar enga kæru fram á hendur honum. Humpry fluttíst til Los Angeles í Bandaríkjunum og á síðasta ári stofnaöi hann Hem- lock-samtökin, „eina félagsskap- inn í Bandaríkjunum, sem berst fyrir því að fólk fái aö yfirgefa þennan heim af frjálsum vilja en sé ekki ofurselt oft á tíðum ömurlegum endalokum“. í bók sinni, „Leyfið mér að deyja áöur en ég vakna", sem er aðeins látin í té félögum í Hem- lock, segir Humpry sögur af fólki með ólæknandi sjúkdóma, sem ættingjar þess eða vinir hafa hjálpað yfir um. í bókinni eru nákvæmar lýsingar á áhrifum margra lyfja og eiturefna, allt frá aspiríni til strykníns, og leiöbein- ingar um hvernig best er að afla þeirra. „Um það bil 60.000 Bandaríkja- menn svipta sig lífi á ári hverju," segir Humpry. „Margt af þessu fólki er dauövona og sjálfs- morðsaðferðirnar eru oft óþarf- lega ömurlegar. Svo eru aðrir, sem limlesta sjálfa sig á hinn hryllilegasta hátt við sjálfs- morðstilraunina.“ Þess má geta, að opinberar tölur yfir sjálfsmorð í Bandaríkjunum eru 30.000 en yfirvöld telja aö í raun séu þau helmingi fleiri. Humpry nefnir ákveðinn at- burð máli sínu til stuönings.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.