Morgunblaðið - 13.06.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.06.1981, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ1981 ~7~ HLAÐVARPINN Lukkunornin vinsæla bær Auður Hermannsdóttir og Elsa Jónsdóttir ásamt nokkrum „afkvæma sinna" hangir i lampanum við hlið Auðar. HANDAVINNA Enginn ætti að gef a sér tíma til að leiðast MATVÆLI Akureyringar kartöflulausir? Hálfgcrt umferðaröngþveiti varð sl. þriðjudag í Kaupangsgili á Akureyri. Fjöldi bila og fólks safnaðist saman á slaginu klukkan sex síðdegis fyrir utan kartöflugeymslu Akureyrarbæjar, en geymslan er opin þriðjudaga og fimmtudaga frá klukkan sex til hálfátta. Umsjónarmaður jarðhýsisins mætti einnig á slaginu sex, en þá kom í ljós, að lykillinn að geymslunni var týndur eða réttara sagt hafði vörðurinn lánað vini sínum lyklana og fengið ranga lykla til baka. Fólkinu og bílunum fjölgaði stöðugt, enda fjölmargir Akureyringar sem geyma þarna kartöflur sínar. Er blaðam. Mbl. átti leið um gilið nokkru síðar beið fólkið enn. Við skulum þó vona að lykillinn sé fundinn, alla vega að Akureyringar þurfi ekki að láta sér nægja soðninguna án hinna gómsætu jarðepla, eða skyldi sá sem lykilinn fékk ætla að sitja einn að góðgætinu? - segja Auður Her- mannsdóttir og Elsa Jónsdóttir sem sauma dúkkur í fristundum sinum Tvær hafnfirskar húsmæður, Auður Ilermannsdóttir og Elsa Jónsdóttir. tóku fyrir skömmu upp á þeirri nýbreytni að sauma alls kyns dúkkur í frístundum sinum og til að fá útrás fyrir sköpunargleði sína. eins og þær segja sjálfar. Upphaflega byrjuðu þær á dúkku- saumnum fyrir jólin og gerðu þá aðallega skraut og gjafir fyrir sina nánustu. en siðan fréttu vinir og kunningjar af þessu og allir vildu fá dúkkur. Og nú sauma þar stöllur 10 til 12 tegundir, sem sjaldan hafa langa viðdvöl hjá foreldrum sinum eftir fæðinguna. Klaðamaður Mbl. brá sér i heim- „Hugmyndirnar höfum við fengið víða, hjá fólki sem er áhugasamt eins og við, og svo okkar eigin hugmyndir. Þegar fólk gerir svona dúkkur verða þær aldrei eins og hver gerð þróast smám saman i vissa átt hjá hverjum höfundi. Efnið sem við notum er margs konar, vatt og ull innan í dúkkurnar og alls konar efni, tau og litir koma svo til viðbótar. jkkurnar má að sjálfsögðu þvo því allir litir og efni eru ekta. Lukku- nornirnar riða um loftið á sleifum og það liggur við að við séum búnar að kaupa upp sleifalager hafnfirskra kaupmanna. Þeir skilja líklega ekk- ert í því hvað hafnfirskar húsmæður eru orðnar duglegar að hræra í pottunum og í Hagkaup ráku þeir upp stór augu þegar við keyptum 16 sleifar í einu.“ Hættum þessu vonandi aldrei Hvað hafið þið hugsað ykkur að halda lengi áfram við dúkkusaum- inn? „Vonandi hættum við þessu aldrei alveg, það er þó ekki þar með sagt að við höldum alltaf áfram með sömu gerðirnar, verðum við varar við, eða fáum nýjar hugmyndir, munum við að sjálfsögðu reyna þær. Við erum svo forvitnar að við verðum að sjá hvað kemur út úr hugmyndunum og hvernig þær þróast. Við munum því ábyggilega halda áfram við handa- vinnu og föndur í framtíðinni, sér- staklega þegar fer að hægjast um hjá okkur. Þetta er skemmtilegt og skapandi áhugamál og auðvitað ætl- um við alls ekki að fara að gefa okkur tíma til að leiðast," sögðu þær Auður og Elsa að lokum. Hluti hópsins sem beið vonglaður eftir að rétti lykillinn kæmi i leitirnar. Röð bifreiða náði alít upp að sundlauginni og langt niður i ífil. LJósm. Mbl. Frlóa Proppé. HELGARVIÐTALIÐ sókn til þeirra spjallaði við þær. á dögunum og Aðcins áhutfamál, ekki atvinnuvegur „Við byrjuðum á þessu fyrir síð- ustu jól og þá hugsuðum við þetta sem föndur og hugsanlegt jólaskraut og gjafir handa okkar nánustu, en síðan smáþróaðist þetta hjá okkur og nú erum við með 10 til 12 tegundir af alls konar dúkkum, böngsum og kanínum, en það vinsælasta hjá okkur er lukkunornin eins og við köllum hana. Hún „flýgur" um eldhús manna á sleif og á að færa eldhúsunum ánægju og hamingju. Þetta er nú samt sem áður aðeins áhugamál, átti aldrei að verða neinn atvinnuvegur og er það heldur ekki. Þó er hugsanlegt að gera þetta að almennum söluvarningi ef fleiri koma inn í spilið, en þá er hætt við að fjöldaframleiðslusvipur komi á dúkkurnar og þær missi höfundar- einkenni sín og það viljum við ekki. Það er talsverður efniskostnaður við þetta og það fara að meðaltali 4 til 6 klukkustundir í gerð hverrar dúkku hjá okkur báðum, svo þetta er að sjálfsögðu bara „hobby“. Það eru allt of margir sem gefa sér tíma til að leiðast, en af slíku erum við ekki hrifnar. Nú í dag eru möguleikar fólks á alls konar föndri nær ótak- markaðir, nú er ekki bara um að ræða krosssaumspúðana og útsaum- inn eins og var til skamms tíma. Það er bara sá galli við þetta að allt efni er talsvert dýrt og óeðlilega háir tollar eru á föndur- og íþróttavörum, sem hlýtur að skjóta skökku við, þar sem þessir þættir eru þroskandi og skapandi fyrir einstaklinginn og ættu því að koma þjóðinni til góða fremur en hitt.“ Sleifar í Hafnarfirði að verða uppseldar Hvernig fenguð þið hugmyndina að þessu? „Þjónustu Pósts og síma hefur hrakað verulega undanfarin ár“ Sumardaginn fyrsta 1941 hóf Reynir Ármannsson störf hjá Póststofunni í Reykjavík og átti hann því 40 ára starfsafmæli fyrir skömmu. Frá því aó hann hóf störf hefur hann unnió aó ýmsum félags- málum innan starfssviós síns og utan auk þess sem hann hefur sinnt fjölmörgum störfum innan póst- þjónustunnar. Meöal annars var hann formaður Póstmannafélags islands árin 1970 til 1978 og eftir það hefur hann verið formaður Neytendasamtakanna. Vegna þessa merka áfanga hafði Morgunblaöiö samband við Reyni og spjallaði lítillega við hann. Sjö daga vinnuvika og vinnutími ótakmarkaöur Við hvað vannstu fyrst við póst- þjónustuna? „Fyrsta áriö starfaöi ég sem bréf- beri, en þá var sjö daga vinnuvika hjá bréfberum í Reykjavík og yfirvinna mjög mikil án þess aó sérstök greiösla kæmi fyrir hana. Þá var póstur borinn út tvisvar á dag og bögglapósti ekiö heim til viötakenda. Ég fór þá þegar aö hafa afskipti af félagsmálum og beitti mér fyrir því aö sunnudagurinn yrði afnuminn sem, vinnudagur bréfbera. Það var þó ekki fyrr en nokkru síðar aö þaö réttlætismál náói fram aö ganga. Ég ræddi þetta mál viö þáverandi bisk- up, sem taldi þetta áhugavert mál og vart afsakanlegt aö menn væru aö opinberum störfum á messutíma. Þaö varö því úr aó ég hvatti alla bréfbera til aö ganga í kirkjukóra til þess aó ná þessu réttlætismáli fram, en meö því móti fengu menn frf. - segir Reynir Ármannsson póstfulltrúi Vinnutími bréfbera var geysilangur á þessum tímum og ég minnist þess aö 1941 hóf ég störf klukkan 8 fyrir hádegi á Þorláksmessu, unniö var alla aöfaranótt aöfangadags jóla og sleitulaust til klukkan 23.30 á að- fangadagskvöld. Fyrir alla þessa vinnu var aöeins fast kaup og ekkert tillit tekiö til yfirvinnunnar. Var klagaöur fyrir aö þéra ekki einn viöskiptavinanna Mér er ýmislegt minnisstætt frá þessum árum. Þá þótti sjálfsagt aö þéra yfirmenn hjá Póstinum, svo og vióskiptavini og einu sinni var ég klagaöur fyrir aö hafa þúaö einn viöskiptavinanna. Þaö var þekktur borgari á þeim árum, Páll Sveinsson, menntaskólakennari. Er ég var yfir- heyröur vegna málsins haröneitaöi ég aö biðjast afsökunar, ég sagöist þúa guó í bænum mfnum og sæi því enga ástæöu tii þess aó þéra sam- starfsmenn mína eöa viðskiptavini. Meö þaó var máliö látiö niöur falla. Voriö 1942 geröist ég póstbílstjóri, sá eini í Reykjavík á þessum árum. Þetta var ákaflega erfitt starf á þeim árum, langur vinnutími og þaö ár fékk ég ekki einn einasta frídag. Á þeim árum barst póstur mestmegnis til íslands meö enskum herflutn- ingaskipum, sem lágu á ytri höfninni. Ég varö oft aö fara um miöjar nætur nióur á höfn og taka þar lóösbát, sem ferjaöi póstinn síðan f land. Þetta voru oft 500 til 600 póstpokar, aóallega bögglapóstur og ég haföi því samband viö Guömund í Verka- mannaskýlinu, sem oftast gat útveg- aö mér aöstoöarmenn. Þetta var oft kaldranalegt starf á köldum vetrar- nóttum, því póstinum varö aö koma í land, hvernig sem viöraöi. 1943 hóf ég svo störf á bögglapóststofunni og vann þar þangaö til um voriö 1944, en þá hóf ég störf á aöalafgreiöslu Póststofunnar og vann viö frímerkja- sölu og afhendingu ábyrgóarbréfa þar til 1949. Annaóist póstþjónustu á Þingvöllum 17. júni 1944 í hripleku tjaldi Frá þessum árum eru mér einna minnisstæóust störf mín á Þingvöll- um 17. júni 1944 viö hinar verstu aöstæóur. Þá annaöist ég póstþjón- ustu í hripleku tjaldi, sem ekki var beinlínis heppilegt í þvf mlkla vot- viöri, sem þá var. Þar fór fram sala á þjóöhátföarfrímerkjum og stimplum og var þessi dagur mér bæöi eftlr- minnilegur og erfiöur. Þá eru mér stríösárin ákaflega eftirminnileg, þegar straumur amer- ískra hermanna var slfkur til aó fá skipt dollurum í íslenzkar krónur, þegar bankar voru iokaöir um helgar, aö viö uröum aó vísa þeim frá. Vlö höföum einfaldlega ekki nóg af peningum til aö skipta fyrir þá, og ýmsar verzlanir neituöu aö taka á móti dollurum, þrátt fyrir aö her- mennirnir vildu selja þá undir gengi. Var póst- og símstjóri, „félagsráögjafi“ og jafnvel „prestur“ á Keflavíkurflugvelli Um haustiö 1947 hóf ég starf sem póst- og símstjóri á Keflavíkurflug- velli. Bandaríski herinn haföl þá yfirgefið völlinn þá um voriö og American Overseas Airlines tekiö viö rekstri hans um tíma og sföan fyrirtæki, sem hét lceland Airport Corporation. Þaö má segja aö á þessum tíma hafi pósthúsiö á vellin- um gegnt sérstöku hlutverki, þaó var alhliöa upplýsingamiölun fyrir starfs- menn, bæöi innlenda sem erlenda, og á þessum tfmum var enginn prestur starfar.di á Vellinum og uröum viö póstmenn, sem þá vorum tveir og opiö var allan sólarhringinn, aö tilkynna starfsmönnum ýmsar válegar fréttir, svo sem um dauösföll ástvina og annaö í þeim dúr. Banda- ríkjamenn voru einnig ósparir á aö leita til okkar meö margvísleg per- sónuleg vandamál sín, sem viö reyndum aö leysa eftir beztu getu. öll kynni mín af Bandaríkja- mönnum frá þessum árum voru ánægjuleg og margir þeirra, sem störfuöu á Keflavíkurflugvelli á þess- um árum vegna flugsins yfir Noröur- Atlantshaf, eru áhrifamenn og braut- ryðjendur vestan hafs á sviöi flug- mála í dag. Fyrsti póstútibús- stjórinn í Reykjavík 1949 hóf óg aftur störf hjá aöal- pósthúsinu í Reykjavík og var þar til 1959 aó ég hóf störf sem fyrsti 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.