Morgunblaðið - 13.06.1981, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 13.06.1981, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ1981 39 Guðmundur Jónatan Sigurösson - Minning Fæddur 18. desember 1965. Dáinn 10. júni 1981. Hann Guðmundur er dáinn. Eg taldi mig vera tilbúna að taka þeirrri frétt en samt var eins og jörðin opnaðist undir fótum mínum þegar hún kom og ég fann að ég hafði innst inni trúað á að kraftaverkið myndi ske — hann fengi að lifa lengur og vera styrka stoðin hennar mömmu sinnar sem þegar hafði misst svo mikið. Hann barðist svo hetjulega við dauðann, þessi brosmildi ljúfi piltur, og var svo sterkur að það var sem ekkert gæti yfirbugað hann, hvorki sorglegur missir ástvina eða veikindin. En enginn getur barist enda- laust og nú hefur Guð tekið hann til sín og komið í veg fyrir meiri þjáningar. Allir fá mismunandi erfiðar leiðir í þessu lífi. í erfiðustu leiðinni minni, kom Guðmundur eins og lítill ljósgeisli og lýsti upp drungalega tilveru mína með glað- legu brosi og frjálsmannlegu fasi. Þrátt fyrir þá miklu erfiðleika sem hann átti í þá, var hann svo gjafmildur á brosin sín og elsku- legt viðmót að ekki var hægt annað en líða vel í návist hans. Góður maður sagði við mig um daginn, að það væri ekki spurning um hve langt lífið manns væri, heldur hve mikið maður gæfi öðrum af gleði, hamingju, huggun o.s.frv., svo þó að Guðmundur hafi ekki orðið langlífur, væri hann búinn á sinni stuttu ævi að gefa öðrum meira en margur maðurinn gefur á 90 árum. Við, sem höfum verið samferða Guðmundi, höfum lært mikið. Við horfðum á ungan dreng, sem aldrei gafst upp, sem hélt höfðinu hátt hvað sem á dundi. Nú, þegar við horfum á eftir honum yfir móðuna miklu, vitum við, að í hjarta okkar eigum við fallega minningu um góðan dreng — og hana getur enginn frá okkur tekið. Ég bið góðan Guð að blessa Sigurður Einarsson, Hamrahlíð 2, Egilsstaðakauptúni andaðist á sjúkrahúsi á Akureyri 6. þ.m. Sigurður lét af störfum hjá Kaupfélagi Héraðsbúa fyrir rúm- um þremur árum vegna heilsu- brests, en þá var hann rétt við sjötugsaldur. Nú hafði hann feng- ið hjartaáfall, og var að læknis- ráði fluttur á sjúkrahús á Akur- eyri til meðhöndlunar sérfræð- inga. Þar lést hann á þriðja degi. Sigurður fæddist að Víðivöllum ytri í Fljótsdal 11. nóvember 1907. Foreldrar hans voru hjónin Einar Jónsson bóndi þar og kona hans, Þórunn Einarsdóttir. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum í stórum systkinahópi, 8 að tölu. Þegar faðir hans dó og móðir hans stóð ein uppi með þennan stóra barnahóp, fluttist Sigurður í fóstur til hjónanna Halldórs Stef- ánssonar og Bjargar Halldórs- dóttur að Hamborg í sömu sveit árið 1918, þá 10 ára. Árið 1921 flyst hann með fósturforeldrum sínum að Torfastöðum í Vopna- firði, og er þar til ársins 1931. En þá flytur Halldór Stefánsson til Reykjavíkur með fjölskyldu sinni. Það ár 1931 réðst Sigurður starfsmaður að búi okkar hjón- anna að Egilsstöðum og var þar samfleytt til 1943, eða nærfellt í 12 ár, að undanskildu einu ári, er hann bjó hjá tengdaforeldrum sínum í Skógargerði í Fellum. En Margrét, dóttir hjónanna Gísla bónda Helgasonar í Skógargerði og Dagnýjar Pátsdóttur, kom sem hann og varðveita alla tíð, svo og föður hans og bróður, sem nýlega eru á undan honum gengnir. Guð blessi einnig Vilborgu móð- ur hans, sem sér nú á eftir ástríkum syni, og gefi henni styrk til að ganga í gegnum þetta allt. Þóra Stefánsdóttir Á einu ári hefur hinn slyngi sláttumaður knúð dyra þrem sinn- um hjá sömu fjölskyldunni. Eldri sonurinn lést fyrir ári, eiginmað- urinn fyrir mánuði og nú Guð- mundur Jónatan, sem í vor lauk sínum fyrsta áfanga á mennta- brautinni, grunnskólaprófi. Sagt er: „Þeir deyja ungir sem guðirnir elska.“ Getum við trúað slíku þegar við sjáum sláttumann- inn á slíkri hraðferð? Móðirin stendur nú ein uppi. Allir farnir, ekkert eftir. Það er ekki að undra þótt maður spyrji sjálfan sig: Hver er tilgang- ur lífsins? Svar við þeirri spurningu hefur mannlegur skilningur ekki fundið enn, svo fullkomið sé. Hvers vegna hann? Og hvers vegna nú? Þegar loftið fyllist gróðurangan og blómin skjóta upp kolli sínum, eftir stormasaman vetur, þarf hann að hverfa. Hver fær skilið að ungir menn fullir af lífslöngun og viljastyrk til framtíðardrauma og starfa fái ekki að njóta sín? Það hlýtur að vera einhver dulinn kraftur sem heimtar þessa menn til sín, án okkar skilnings. Heimtar þá úr þessum storma- sama óblíða mannheimi til æðra og betra lífssviðs. Fyrir tæpum tíu árum, eða 1971, kom Guðmundur Jónatan í Álfta- mýrarskóla, þá tæpra sex ára, og þar hlaut hann sína skólagöngu. Guðmundur Jónatan var áhuga- samur og góður námsmaður og stóð við sitt nám meðan stætt var. Síðastliðinn vetur mátti oft sjá að það var viljinn en ekki getan sem kaupkona í Egilsstaði 1934. Þar kynntust þau Sigurður og dró sú kynning til hjónabands þeirra 1935. Búskapur okkar hér á Egils- stöðum var nokkuð frábrugðinn venjulegum sveitabúskap. Honum fylgdi óumflýjanlega mikil gesta- móttaka og fyrirgreiðsla, hér á krossgötum, þar sem öll umferð fór í gegn og ekki í annað hús að venda fyrir gesti og gangandi. Sú starfsemi var síst umsvifaminni en við hin hefðbundnu bústörf. Það var því ómetanlegt fyrir okkur að fá slíkan starfsmann sem Sigurð í öll þau umsvif, sem tilheyrðu þessu heimili. Hann var jafnvígur til að sinna öllum störf- um utan húss á heimilinu, hvort sem um var að ræða margvísleg störf við búreksturinn, eða fyrir- greiðslu við ferðamenn. Kom þá ekki síst í ljós dugur og þor það, sem Sigurður bjó yfir, en oft varð að aðstoða eða fylgja ferðamönn- um yfir fjallvegina hér, Fjarðar- heiði og Fagradal, í illviðrum og ófærð á vetrum. Þá var hann traustur og harður, þegar á þurfti að halda. Sigurður var sérstaklega glaðvær og geðþekkur maður á heimili og vinfastur. Þessi langi starfstími Sigurðar við heimili okkar var afgerandi þáttur við heimilishald okkar og búrekstur. Teljum við okkur í mikilli þakkarskuld við minningu hans. 1943 flytja þau hjónin, Margrét og Sigurður, til Reyðarfjarðar. réðu ferðinni. Metnaður og kjark- ur voru meðal hans kosta og frá þeim skyldi ekki vikið. Ég man sérstaklega eftir honum vegna þess að nafna hans, afann, þekkti ég mjög vel og af góðu einu, enda bar hann einstaka umönnun fyrir þessum nafna sinum. Guðmundur Jónatan kom í Álftamýrarskóla haustið 1971, eins og fyrr segir, og lauk í vor grunnskólaprófi. Árangur hans var það góður að honum voru allir vegir færir til framhaldsnáms, en þá kom kallið, kallið sem allir verða að svara og hlýða og Guð- mundi var svipt af sjónarsviði mannlegrar tilveru. Ég vona að með því sé einhver tilgangur, þó að ég fái hann ekki skilið og að Guðmundur fái að njóta sín og þroska hæfileika sína á mörgum sinnum glæstari braut en boðið er upp á hér í heimi. Ég bið fyrir mína hönd, sam- kennara og nemenda minna góðan Guð að styrkja og styðja móður hans og gefa henni trú og kraft til þess að trúa því að drengurinn hennar sé í höndum almættisins þar sem við eigum öll eftir að koma. Harmurinn er sár, en það eina sem hann getur sefað er minning- in um góðan dreng. Fari hann í friði. Ragnar Júliusson Við daKsins dýrAarljóma ók daKKarperlur sá í bikar unxra blóma, þá brosti líísins þrá, sem spe^lar mancar myndir á móti sólarbrá, hve djúpar lifsins lindir hinn íitli dropi á. (Ó.H.) Dauðinn mismunar engum en er misjafnlega tímabær að skilningi okkar, ófullkominnuamanna. Dauðinn er þjónn lifsins og getur komið í líki engils til að frelsa hinn sjúka og þjáða frá kvölum og pínu, stundum fyrirvaralaust. Það er sagt, að það séu aðals- menn, sem geti umgengist sorg og gleði. Hér stendur einn í dag, móðirin, yfir moldum 15 ára sonar síns. Alfaðir hefir sótt aleiguna hennar á einu ári, tvo syni og eiginmanninn. Sigurður gerist þá afgreiðslumað- ur hjá Kaupfélagi Héraðsbúa. 1948 flytjast þau aftur í Hérað og setjast að í Egilsstaðakauptúni og byggðu sér strax íbúðarhús, sem skrásett er Hamrahlíð 2, Egils- staðakauptúni. Þau Margrét og Sigurður eign- uðust þrjú börn, sem öll eru búsett hér: Gísli, verkstjóri hjá Raf- magnsveitum ríkisins, kona hans er Heiða Aðalsteinsdóttir, eiga þau 5 börn, Svavar, bifreiðastjóri, kona hans er Kolbrún Halldórs- dóttir, reka þau fyrirtæki, með vöruflutninga milli Reykjavíkur og Austurlands, þau eiga 5 börn, Dagný, talsímavörður við símstöð- ina á Egilsstöðum, maður hennar er Arnfinnur Jónsson, vélgæslu- maður hjá prjónastofunni Dyngju, eiga þau 5 börn. Með þessum línum og fátæklegu orðum viljum við hjónin minnast Sigurðar og votta konu hans og börnum og þeirra fjölskyldum innilega samúð. Sveinn Jónsson Við drjúpum höfði skilnings- laus, orðvana og hljóð. Guðmund- ur J. Sigurðsson lést á Borgarspít- alanum 10. júní eftir langa og stranga baráttu við erfiðan sjúk- dóm. Hann verður til moldar borinn frá Eyrarbakkakirkju í dag. Hann fæddist 18. desember 1965. Sonur hjónanna Vilborgar Sæmundsdóttur og Sigurðar J." Guðmundssonar (d. 17. maí síð- astliðinn). Hann átti einn bróður, Hafstein, (d. 25. maí 1980). Guðmundur var fallegur dreng- ur, laglegur, myndarlegur og mjög greindur. Nám í skóla gekk honum mjög vel. Hann las sér til um alla hluti og var óvenjulega fróður af svo ungum dreng. Skapið var stórt. „Ræktaðu garðinn þinn“ mun hafa verið einkunnarorð fjölskyld- unnar. Allt var gert til að búa fjölskyldunni fallegt og gott heim- ili. Hjónin voru mjög samhent í því að heimilið væri sem best úr garði gert, enda fjölskyldan heimakær. Heimilið stóð líka opið vinum og kunningjum drengj- anna, þeim var tekið opnum örm- um, svo og gestum og gangandi. Fyrir tveim árum byrjar óvenjuleg harmasaga þessarar fjögurra manna fjölskyldu, þegar Guðmundur litli kennir þessa hræðilega sjúkdóms, sem eftir þrotlausa baráttu verður að lokum banamein hans. Aðgerð var gerð á handlegg hans, sem tók 14 tíma, vonir voru bundnar við að aðgerð- in mundi takast, þó ekkert væri öruggt í baráttunni við þennan vágest. Hann fer í létta vinnu um sumarið, svo í skólann um haustið og gengur námið vel. Hann var glaðlegur og fallegur þegar hann sagðist vera farinn að skrifa með hendinni sinni. Foreldrarnir og bróðirinn studdu hann og styrktu af alúð og kærleika, en geta má nærri að ótti hefir búið undir niðri. TÍKna sofk — l*0K«r menn hoyra fótatak þitt nálRast konna þoir óstyrks ok vilja flostir flýja — en vita þo sjaldnast hvort flýja skal. (Grétar Folls.) Laugardaginn fyrir hvítasunnu situr fjölskyldan heima. Haf- steinn, eldri sonurinn, skreppur út, kemur að vörmu spori aftur, hafði hitt kunningja sina og kvaðst ætla að skreppa með þeim í bíltúr. Morguninn eftir er hann liöið lík, þeir fórust tveir í bílslysi um nóttina. Nokkru eftir jarðarför Haf- steins, sem var ljúfur og myndar- legur piltur, fer að bera á veikind- um hjá Guðmundi aftur. Hann stundar skólann fram að áramót- um, en er á spítalanum af og til og gengur í sprautur, tekur ágætt próf um nýár, en upp úr því fer heilsunni að hraka. Sigurður faðir þeirra hefir ekki heldur gengið heill til skógar, ef til vill lengur en vitað var. Þeir voru til skiptis á spítalanum og viku stundum úr rúmi hvor fyrir öðrum, faðir og sonur, annar fór heim. Sigurður lést úr sama sjúkdómi og drengur- inn. Móðirin og eiginkonan hljóp á milli. Frá því að móðirin vaggaði drengnum, var mjög náið sam- band milli þeirra mæðgina. Þau voru alla tíð mjög samrýnd, miklir félagar og trúnaðarvinir. Hann ræddi við hana um vandamál lífsins og það sem hann las. Svo þegar hann var orðinn helsjúkur eftir aðra aðgerð, þá á fæti, og faðirinn að dauða kominn, reyndi hann að hugga hana en jafnframt að undirbúa og sagði eitt sinn meðal annars: „Hann pabbi deyr nú ef til vill, mamma, en ég lifi áreiðanlega, því það hlýtur að vera einhver tilgangur með þess- um aðgerðum á mér.“ Ml>vi hvaó or ástar ok hróArar dís. »K hvaó or onKÍII úr Paradis. hjá K«óri ok kóÍukH moóur." (M.J.) Mikilli og óvenjulegri sorgar- sögu er lokið, en jafnframt ennþá stærri sigursögu — móðurinnar — sem að allra dómi, sem með fylgdust, gekk í gegnum allar þessar óvenjulegu raunir á svo auðdáunarverðan og yfirnáttúru- legan hátt, án þess að æðrast, álasa eða kvarta, að slíks eru fá dæmi. Það virtist, að því meira sem hún gaf af sjálfri sér því meiru væri af að taka. Mikil er trú þín, kona. Læknirinn sem gerði aðgerðirn- ar á drengnum lagði hér mikla líkn með þraut. Þar sem vísindin biðu lægri hlut, kom hann sjúkl- ingnum sínum til hjálpar með kærleikanum sem er vísindunum æðri. Hann vitjaði hans oft, þeir glettust og með þeim tókst góð vinátta, sem var hinum sjúka ómetanleg. Einn dag, þegar dreng- urinn hafði misst alla matarlyst, kom hann, lét dúka borð inni í sjúkrastofunni og þeir borðuðu saman. Þetta var heilög kvöld- máltíð. Þessi læknir er einn af þeim sem er sómi sinnar stéttar. Honum var þakkað af alhug svo og öðrum læknum og öllu starfsfólki á deild A 7 á Borgarspítala, sem allt sýndi einstaka umhyggju, alúð og fórnfýsi. Sof barn mitt, sof. Allir englar syngi þér lof. Guð blessi gengna og leiði Vil- borgu um ókomin ár. Ok seinna. þar sem enKÍnn telur ár ok aldrei falla nokkur harmatár. mun herra timans. hjartans faóir vor. úr hausti timans Kjóra eilift vor. (Ó.u.) Ágústa Júlíusdóttir t Innilegar þakkir til allra þelrra er auösýndu vináttu og samúö viö fráfall og jaröarför eiginmanns míns og fööur okkar. SIGUROAR GUOMUNDSSONAR, Hjaröarholti 8, Akranesi, Guölaug Ólafsdóttir og börn. t Innilegar þakkir til allra fyrir auösýnda samúö viö andlát og iaröarför systur minnar og frænku, JÓNÍNU GRÓU PÉTURSDÓTTUR frá Kjörseyri. Sérstakar þakkir til Matthíasar læknis og starfsfólks Sjúkrahúss Hvammstanga svo og allra sem hafa veitt okkur aöstoö, Halla Pétursdóttír, Sigríóur Halldórsdóttir og aörir aðstandendur. Sigurður Einarsr son - Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.