Morgunblaðið - 13.06.1981, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.06.1981, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1981 35 Ef menn vilja ekki stóriðju, er tómt mál að tala um slíkar framkvæmdir í virkjunarmálun- um sem hér um ræðir. Þá getum við farið okkur hægt í virkjunar- málunum og miðað framkvæmdir við áætlanir í orkuspá um aukn- ingu í almennri notkun, heimilis- notkun, húshitun og almennum iðnaði. Þetta er stefna út af fyrir sig. En þetta er röng stefna að mati okkar sjálfstæðismanna, vegna þess að þá hagnýtum við okkur ekki svo sem kostur er okkar miklu orkulindir til verð- mætasköpunar fyrir þjóðarbúið. En verst af öllu er sú stefna eða réttara sagt stefnuleysi, að ætla stórvirkjanir án stóriðju eða vilja sem stærstar virkjanir með sem minnstri stóriðju. Slíkt er mót- sögn í sjálfu sér, sem leiðir til sjálfheldu í framfarasókn þjóðar- innar til atvinnuöryggis og hag- sældar. Það bætir að sjálfsögðu ekki úr skák þótt slíkt ráðleysi sé skreytt nafngiftinni íslenzk at- vinnustefna. Tillögur Sjálfstæðisflokksins, sem ég hef hér vikið að, marka stærsta sporið, sem tekið hefur verið í virkjunarmálum lands- manna. Stefna þessi í framkvæmd þýðir þáttaskil í íslenzkri hagsögu. Hér er á ferð mál, hafið yfir hversdagsleik og dægurþras. Hér er mál til að sameinast um. En sú varð ekki raunin á Alþingi. Frum: varpið náði ekki fram að ganga. í afstöðunni til þess skilur á milli feigs og ófeigs í orkumálum þjóð- arinnar að mati okkar sjálfstæð- ismanna. Hér hef ég rætt um orkufram- kvæmdir, sem byggjast á orkunýt- ingarstefnu, sem tekur mið af stóriðju. En í orkunýtingarstefnu Sjálfstæðisflokksins hefur almenn notkun forgang, heimilisnotkun, almennur iðnaður og upphitun húsa forgang. Orkumál or húshitun Fyrir tveimur árum bar Sjálf- stæðisflokkurinn fram á Alþingi tillögu um að gerð yrði sérstök framkvæmdaáætlun til næstu fjögurra ára í orkumálum vegna húshitunar. Skyldi þá miðað að því í fyrsta lagi, að innlendir orkugjafar kæmu í stað olíu, í öðru lagi, að ódýrari innfluttur orkugjafi yrði nýttur í stað dýrari og í þriðja lagi, að orkunýting yrði bætt. Var þá gert ráð fyrir, að áætlunin tæki til jarðhitaleitar, framkvæmda við hitaveitur, lagn- ingar aðalháspennulína rafmagns, styrkingar rafdreifikerfis, sveita- rafvæðingar og orkusparandi að- gerða. Slikri framkvæmdaáætlun er ætlað að bæta úr því ástandi sem er hjá þeim hluta þjóðarinnar, sem notar olíu til upphitunar húsa. Upphitunarkostnaður þessa fólks er svo mikill, að óbærilegt er. Til að létta þessar byrðar þarf þegar í stað að auka niðurgreiðsl- ur á olíu. En ekki má þar við sitja. Þjóðhagslega varðar mestu að leysa hina dýru orkugjafa af hólmi svo sem verða má. Fram- kvæmdaáætlun þarf að gera til þess að unnið verði skipulega og markvisst að þeim framkvæmd- um, sem eru nauðsynlegar til þess að koma á sem fyrst frambúðar- lausn þess vanda, sem hér um ræðir. Til hagnýtingar á jarðvarma þarf umfangsmiklar aðgerðir. Kemur þar fyrst til sjálf jarðhita- leitin, rannsóknir og boranir. Þó að jarðhitarannsóknirnar sjálfar séu grundvöllurinn, eru vinnslu- boranir eftir heita vatninu fyrir- ferðarmestu framkvæmdirnar í jarðhitaleitinni. Nauðsynlegt er að hraða þessum framkvæmdum, svo að ekki verði óþarfa dráttur á því, að jarðvarmi verði hagnýttur hvar sem við verður komið. Með tilliti til þess er ljóst, hversu mikilvægt er að gera áætlun um framkvæmd þeirra verkefna, sem nú kalla að í jarðhitaleitinni, svo að að þeim verði unnið með sem markvissustum og skipulögðust- um hætti. Ekkert er mikilvægara en að hagnýtanlegur jarðvarmi verði tekinn í gagnið svo fljótt sem verða má til upphitunar húsa. Þjóðhagslega er ekkert brýnna en hitaveituframkvæmdir. Hitaveit- ur, sem stofnsettar hafa verið, eru nær allar í eigu sveitarfélaga. Koma þarf í veg fyrir, að erfiðleik- ar fjárhagslega veikra sveitarfé- laga hamli eða seinki hitaveitu- framkvæmdum. Á þéttbýlis- stöðum víðs vegar um land, þar sem jarðvarmi er ekki fyrir hendi, þarf einnig að gera gangskör að því að koma upp hitaveitum, sem hafa annan orkugjafa en jarð- varma. Samtenging raforkukerfisins Eitt meginverkefnið á undan- förnum árum hefur verið sam- tenging landsins i eitt raforku- kerfi. Af hagkvæmnis- og öryggis- ástæðum þarf að tengja saman orkuver landsins í eítt aðalorku- flutningskerfi og reka þau í full- komnum samrekstri með fyllstu nýtingu orkugjafa, mesta rekstr- aröryggi og lægsta vinnslu- og flutningskostnað fyrir augum. Mikið er enn ógert í þessum efnum. Sumar byggðir hafa ekki enn verið tengdar landskerfinu og raforku verður þess vegna að framleiða með dieselvélum. Ýmsar línur í aðalorkuflutningskerfinu eru enn ólagðar. Tryggja þarf innbyrðis samræmi í heildarflutn- ingskerfinu varðandi öryggi gegn línubilunum, þannig að einum hluta þess sé ekki að marki hættara við bilun en öðrum. Nauðsyn er brýn að framkvæma áætlun Orkuráðs frá marz 1979 um styrkingu rafdreifikerfis í strjálbýli hér á landi til þess að það geti flutt rafmagn, er nægi til almennra heimilisnota í sveitum, fullrar hitunar húsa með raf- magni og búnota hvers konar, svo og til hvers konar annarra nota í strjálbýli, svo sem þjónustu og minni háttar iðnaðar. Má með sanni segja, að sú styrking rafdreifikerfisins í strjálbýli, sem hér um ræðir, megi með nokkrum rétti kallast önnur rafvæðing sveitanna. En styrking rafdreifikerfis er ekki bundin við sveitirnar. Þar sem sérstakar að- stæður á þéttbýlisstöðum gera beina rafhitun hagkvæmari en óbeina, þarf að styrkja innanbæj- arkerfi viðkomandi staðar. Þetta er eitt hinna mikilvægu verkefna, sem gera verður ráð fyrir. Þá er nú kominn tími til þess að Ijúka hinni eiginlegu sveitaraf- væðingu, láta ekki lengur bíða framkvæmdir við hin 30 býli eða svo, sem eftir eru til þess að ljúka þessu verki. Enn er að taka fram, að nauð- syn er að vinna markvisst og skipulega að orkusparandi aðgerð- um. Ég hef hér vikið að stefnu Sjálfstæðisflokksins varðandi framkvæmdaáætlun í orkumálum vegna húshitunar. En ekki orkar tvímælis, að framkvæmdir á þessu sviði eru eitt hið þýðingarmesta, sem nú er um að ræða í orkumál- unum. Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur á tveim þingum borið fram tillögu um framkvæmdaáætlun þessa, sem ekki hefur fengið afgreiðslu. Hér er þó ekki einungis fjallað um framkvæmdir, sem varða húshitun, heldur raunar alhliða framkvæmdir til hagnýt- ingar þeirrar raforku, sem orku- verin framleiða til heimilisnota, húshitunar og almenns iðnaðar, auk hagnýtingar jarðvarmans, ekki eingöngu til húshitunar, heldur einnig til iðnaðar og yl- ræktar. Eins og ég sagði i upphafi, hefur Sjálfstæðisflokkurinn markað skýra og ákveðna stefnu í orku- málunum. Sú stefna er byggð á djörfung og stórhug og þeirri skoðun, að það borgi sig bezt að láta orkumálin hafa forgang. Kryddkaka Kryddkaka 50 gr. smjörlíki, 2 egg, 2 dl sykur, 1’/« dl mjólk, 3 dl hveiti, V/z tsk. lyftiduft, 1V4 tsk. kardemommur, 2'A tsk. kanill. Smjörlíkið brætt til hálfs og kælt. Egg og sykur þeytt vel saman, mjólk og smjörlíki bætt í og síðan þurrefnunum. Deigiö sett í form smurt með jurtaolíu og bakaö við meöalhita í 30—50 mín. Kryddkaka með karamellubráð 3 bollar hveiti, 1 matsk. negull, 1 matsk. kanill, 1 tsk. lyftiduft, 'h tsk. matarsódi, % tsk. salt, 1 bolli rúsínur, 1 bolli smjörlíki, 2'/« bolli sykur, 5 egg, 1 bolli súrmjólk. Þurrefnin eru sigtuö saman, örlítið tekiö til hliöar til aö velta rúsínunum upp úr. Eggin eru þeytt vel í litlu hrærivélarskálinni, smjörlfkiö hrært í stóru skálinni þar til þaö er vel mjúkt, sykrinum bætt út í smám saman, og haldið áfram aö hræra þar til þetta er Ijóst og létt. Síðan er eggjahrærunni hrært saman viö, síöan látiö þurrefni og súrmjólk út í til skiptis. Kakan bökuð í einu eöa tveimur formum, venjulegur formkökuhiti. Þegar kakan er oröin köld er hún þakin karamellubráö. Karamellubráð ’/s bolli sjmörlíki, 1 bolli Ijós púóursykur, % bolli kaffirjómi eöa rjómabland, 2 bollar flórsykur, 1 tsk. vanilla. Smjörlíkiö brætt, tekið af plöt- unni og púöursykrinum hrært saman viö ásamt rjómanum, suö- an látin koma upp og hrært stöóugt í á meöan. Þetta er síðan látið í hrærivélarskál og flórsykrin- um hrært saman viö, áferöin á að vera þykk og jöfn. Vanillu bætt í, hrært í kreminu á meðan þaö er að kólna og því síðan smurt á kökuna. Kryddkaka moð rúsínum <>K möndlum 180 gr smjörlíki, 180 gr. sykur, 4 matsk. dökkt síróp, 2 egg, 300 gr. hveiti, 2 tsk. lyftiduft, 2 tsk. engifer, V/i tsk. kanill, 1'A dl súrmjólk, 200 gr. rúsínur, 50 gr. saxaöar möndlur, 50 gr. súkkat ef vill. Smjör og sykur hrært vel sam- an, út í er bætt sírópl ásamt þeyttum eggjunum. Þurrefnunum blandaö saman og sett út í og súrmjólkin, sett til skiptis. Aö síöustu er rúsínum, möndlum og súkkati bætt út í. Bakaö í einu eóa tveimur formkökumótum viö meö- alhita í rúml. 1 klst. Borgljót Ingólfadóttir Ef til eru gamlar buxur Þaó er sannarlega til eftirbreytni aö nýta alla hluti, fatnað sem annað. Síöbuxur, sem farnar eru aó slitna á hnjánum og að neðan, geta komið að góðu gagni séu þær styttar. Myndirn- ar, sem hér fylgja meö, sýna greinilega hvað klippa má mikið af skálmunum, eftir þvi hvort buxurnar eiga að vera mjög stuttar (mynd 1), millisídd (mynd 2), eða alveg niður á hné (mynd 3). Að sjálfsögðu verður að gera ráð fyrir faldi eða uppbroti (eins og á mynd 2) þegar klippt er. Edik er til margra hluta gagnlegt Það er engum blöðum um það að fletta, edik kemur aö góöu gagni viö ótrúlegustu hluti. Svo minnst sé á einn, þá er Ijómandi gott að „pússa“ kopar og messinghluti úr upplausn af vatni og ediki, blandaðri í jöfnum hlutföll- um. Síðan er þurrkaö fast með þurrum klút og kem- ur þá fallegur gljái á. Krana og annað gljáandi í baðherberginu er gott að hreinsa með venjulegu boröediki, eða blöndu af því og vatni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.