Morgunblaðið - 13.06.1981, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.06.1981, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ1981 Menachem Bexrin forsæt- is- (>k landvarnaráðherra fsraels slær á létta strengi með Rafael Eitan hershöfðingja. forseta. herráðsins, við lok hlaðamannafundar for- sætisráðherrans í kjölfar árásarinnar á kjarnorku- verið í írak. Símamynd AP. Tel Aviv. 12. júní. AP. MENACIIEM BeRÍn, forsætis- ráðherra fsraels, ok flokkur hans, Likud-flokkurinn, hefur talsvert meira fyÍKÍ en Verka- mannaflokkurinn ok hefur unnið á að undanförnu. að því er fram kemur i úrsiitum tveKKja sk(>ðanakannana sem birt voru í ísrael í daK- Begin vinnur á í annarri könnuninái kemur það fram að flokkur Begins fái 46 þingsæti en Verkamanna- flokkurinn 40 í þingkosningun- um sem fram fara 30. júní nk. Alls sitja 120 á ísraelska þing- inu. í fyrri skoðanakönnunum skildu einungis 3 þingsæti flokk Begins og Verkamannaflokkinn að. Hin úrslitin sýna fram á að Begin fái 43 þingsæti en Verka- mannaflokkurinn 37. Kannanir þessar voru gerðar fyrir dagblöðin Jerusalem Post og Haaretz áður en ísraelar gerðu árásina í kjarnorkuverið í írak. Er gert ráð fyrir að næstu skoðanakannanir sýni að fylgi Begins hefur enn vaxið til muna. I maí sl. sýndu skoðanakann- anir í fyrsta sinn í tvö ár að meirihluti ísraela fylgdi Begin að málum. Á síðastliðnu ári sýndu skoðanakannanir mikið fylgishrun Likud-flokksins og var jafnvel búist við því að Verkamannaflokkurinn færi með sigur af hólmi í komandi kosningum, í fyrsta sinn í 33 ára sögu Israels. Danmörk: Osló. 12. júnl. AP. LEONII) Brezhnev, forseti Sov- étríkjanna hefur sent leiðtogum jafnaðarmannaflokka i Vestur- Evrópu bréf. Í bréfinu lýsir hann nauðsyn á slökun spennu í heim- inum (>k afvopnun, að þvi er haft er eftir Gro Harlem Brundtland. forsætisráðherra NoreKS og formanni norska Verkamanna- flokksins. Brundtland sagði i viðtali við Arbeiderbladet að hún hefði fengið slíkt bréf. „Ég veit ekki alveg hvað stendur í bréfinu þar sem það er skrifað á rússnesku en ég mun skoða það vandlega eftir að ég hef fengið það þýtt yfir á norsku,“ sagði hún. Hún lýsti því jafnframt yfir að Kosningalögum í A-Berlín mótmælt Konn. 12. júní. AP. KURT Becker talsmaður stjórn- arinnar i Bonn skýrði frá því í dag. að sendiherrar Bandaríkj- anna. Bretlands og Frakklands í Moskvu myndu í dag afhenda valdamönnum í Kreml mótmæia- bréf ríkisstjórna sinna. þar sem því væri haldið fram. að kosn- ingarnar í Austur-Berlin á sunnudag hrytu i bága við fjór- veldasamkomulagið um borgina. Kosningareglum hefur nýlega verið breytt í A-Þýzkalandi á þann veg, að íbúar Austur-Berlín- ar kjósa nú í fyrsta skipti beint til landsþingsins. Litið er á þetta sem tilraun yfirvalda í A-Þýzkalandi til að „upphefja" borgina. Fyrir breytingarnar á kosningalögunum valdi borgar- stjórnin í A-Berlín hvaða full- trúar borgarinnar sætu á lands- þinginu, en sami háttur er hafður á í Vestur-Berlín. Ibúum Vestur-Berlínar var á sínum tíma leyft að kjósa beint til þings Efnahagsbandalags Evr- ópu, og var það harðlega fordæmt í Austantjaldsríkjunum. Verkamannaflokkurinn áliti það nauðsynlegt að hafa sambönd við kommúnistaflokkana í Austur- Evrópu. Arbeiderbladet segir að bréf Brezhnevs sé næstum samhljóða því sem hann sendi til forsætis- ráðherra Vestur-Evrópulanda fyrr á þessu ári. Þá vitnar blaðið í Bengt Carl- son, ritara Alþjóðasambands jafn- aðarmanna sem segir að bréfið verði tekið fyrir á nefndarfundi samtakanna í næstu viku. Olof Palme, fyrrum forsætis- ráðherra í Svíþjóð, er nú í heim- sókn í Sovétríkjunum. Hann ræddi við Brezhnev í eina klukku- stund í dag. Palme sagði blaða- mönnum eftir fundinn að Brezh- nev hefði gagnrýnt Bandaríkin fyrir að vera treg til þess að hefja afvopnunarviðræður. Palme sagði að Brezhnev hefði sagt Sovétmenn tilbúna til viðræðna um takmörk- un vígbúnaðar og staðsetningu kjarnorkuvopna í Evrópu „eins fljótt og unnt væri“. Séð fyrir endann á kjaradeilu prent- ara og útgefenda Kaupmannahofn 12. júnl, frá frcttaritara Mhl. Ib. Bjornhak ok AP. DANSKIR prcntarar samþykktu i dag tillögu að nýjum kjarasamn- ingi sem Kildir til tveggja ára. ÚtKefendur hafa enn ekki sam- þykkt tillöKuna formlega en frétt- ir herma að öruKKt sé að þeir muni fallast á hana. 91,6% prent- ara Kreiddu atkvæði um tillöguna ok voru 52% henni meðfylgjandi. Kjaradeila prentara og útgef- enda hefur stöðvað útgáfu flestra blaða í Danmörku sl. 2‘/i mánuð. Brezhnev skrifar leið- togum iafnaðarmanna Veður víða um heim Akureyri 12 skýjaö Amsterdam 18 skýjaö Aþena vantar Barcelona 28 heiöskífr Berlin 20 skýjaó BrUssel 18 heióskírt Chicago 25 skýjaö Dyflinní 14 skýjaö Feneyjar 27 léttakýjaó Frankfurt 24 heiöskirt Færeyjar 10 léttskýjaö Genf 28 heióskírt Helsinki vantar Hong Kong 28 skýjaó Jerúsalem 27 heiöskírt Jóhannesarborg 14 heiöskíri Kaupmannahöfn 17 rigning Las Palmas 23 léttskýjaö Lissabon 32 heióskírt London 19 skýjaó Los Angeles 26 skýjaö Madrid 37 heióskírt Malaga vantar Mallorka 29 heiöskírt Mexicoborg 28 heiöskirt Miami 30 skýjaó Moskva 30 heiðskírt New York 29 rigning Nýja Delhi 42 skýjaö Osló 18 skýjaö Reykjavík 11 alskýjaö Rió de Janeiro 31 heiöskírt Rómaborg 33 heiöskírt San Francisco 18 heióskírt Stokkhólmur 18 heiöskírt Sydney 18 heíóskírt Tel Aviv 27 heiöskírt Tókýó 22 rigning Vancouver 17 skýjað Vínarborg 25 heiðskírt Búist er við að dagblöð komi út að nýju nk. þriðjudag og jafnvel að síðdegisblöðin komi út næsta mánudag. Níu dagblöð sem gefin eru út úti á landi koma þó ekki út vegna verkfalls blaðamanna. Starfsmenn þessara blaða hafa sagt upp störf- um vegna kjaradeilu blaðamanna og útgefenda og danska blaða- mannafélagið segir að útgáfa tveggja stærstu dagblaða Kaup- mannahafnar verði stöðvuð 1. júlí hafi samningar ekki tekist svo og starfsemi fréttastofunnar Ritzau. Engar viðræður eru nú í gangi milli samningsaðila. Spadolini vongóður RúmaburK. 12. júnl. AP. GIOVANNI Spadolini aðalritari Lýðveldisflokksins, er nú freistar ^88 að mynda starfhæfa stjórn á Uíu, sagðist í dag hafa fengið góðan hljómgrunn meðal kristi- leKra demókrata ok sósíalista við tilraunir sinar. Spadolini ræddi í morgun við fulltrúa beggja flokkanna. Sagðist hann vongóður um að stjórnar- myndunartilraunir sínar tækjust. Hann kvaðst hafa kynnt full- trúum flokkanna hugmyndir sínar að stefnuskrá og hvernig taka bæri á efnahagsvanda þjóðarinnar og hlotið stuðning fulltrúanna við þær. Spadolini gaf það einnig í skyn að hann gerði sér vonir um stuðning kommúnista á þingi, en lagði á það áherzlu að þeir fengju ekki ráðherrastóla í stjórn sinni. Blöð fá samkeppni ATLANTIC CITY: Lesendur munu fá daglegar fréttir og aðrar upplýsingar frá tölvu- væddum myndböndum í fyrir- sjánlegri framtíð, en nútíma- dagblöð verða eftir sem áður aðalupplýsinganáman, sagði blaðaútgefandi á ráðstefnu á fimmtudag. Annar ræðumað- ur varaði blöð við því að hundsa fyrirsjáanlega bylt- ingu í fjarskiptum. (AP) Biblían stytt COLUMBIA, South Carolina: Ritstjórar tímaritsins Read- er’s Digest hafa unnið að því í fimm ár að stytta Biblíuna í samþjappað form og nú er því starfi næstum lokið. Ritstjór- arnir segja að þeir sjái fram á mótmæli frá heittrúuðum og að þeir hafi fengið fyrirspurn- ir um hverju þeir ætli áð henda úr hinni helgu bók. (AP) Flóttamönnum hefur fækkað en erfiðleikar þeirra aukast New Yurk 12. júni. AP. FLÓTTAMÖNNUM í heiminum hefur fækkað frá þvi á sl. ári en ástandið meðal þeirra hefur verndað, að því er fram kemur I niðurstöðum athugana sem Sameinuðu þjóðirnar og handa- rísk flóttamannastofnun, USCR, hafa gert. USCR birti nýlega skýrslu um flóttamenn i ár. Segir þar að 12,6 milljónir flóttamanna séu nú í heiminum 3,4 milljónum færri en á sl. ári. Segir i skýrslunni að flóttamönnum hafi fakkað vegna þess að 5 milljónir flóttamanna frá Kam- hódíu og Laos hafi snúið heim á ný. En flóttamönnum í Afríku- löndum hefur fjölgað úr 4 millj- ónum í 6,3 milljónir og hefur ástandið þar versnað til muna. í skýrslunni segir að ef ekki dragi úr fólksfjölgun og efnahags- ástand og veðurfar batni muni ríkisstjórnum Afríku ganga erf- iðlega að ná tökum á flótta- mannavandamálinu. Samkvæmt skýrslu Sameinuðu þjóðanna er 1,7 milljónir flótta- manna í heiminum. George Gordon-Lennox, fulltrúi flótta- mannastofnunar SÞ segir að tala SÞ sé lægri en USCR vegna þess að flóttamannastofnunin telji ekki með 1,7 milljón palestínskra flóttamanna. Önnur stofnun inn- an SÞ fari með málefni þeirra. Gordon-Lennox segir að ástandið í flóttamannamálum hafi síst farið batnandi frá því á sl. ári. „Við erum nú að fá skýrslur um það að 2 milljónir Afgana séu nú flúnir til Pakistan og að ástandið í Sómalíu hafi versnað til muna. Miklir þurrkar í Afríku hafa gert ástandið þar enn verra en það var í Indókína á sl. ári,“ segir hann. „Við þurfum líklega að eyða meira fjármagni í flóttamannahjálp í ár en á sl. ári. Samkvæmt upplýsingum bandarísku stofnunarinnar eru 6,3 milljónir flóttamanna í Afr- íku, 3,6 milljónir í Mið-Austur- löndum, 2,3 milljónir í Asíu, 250 þúsund í Evrópu og 240 þúsund í Mið-Afríku. Samkvæmt upplýsingum USCR hafa Bandaríkjamenn sent mest fjármagn til aðstoðar flóttamönnum gegnum alþjóð- legar hjálparstofnanir. í öðru sæti eru Japanir og Vestur- Þjóðverjar í því þriðja. Ef miðaö er við ibúafjölda hafa Norðmenn og Svíar látið mest af hendi rakna og Bandaríkin koma þá í 12. sæti. Á eftir Svíum koma Sameinuðu furstadæmin, Dan- mörk, Ástralía, Japan og Vest- ur-Þýskaland. Á botninum eru Suður-Afríka, Suður-Kórea, Arg- entína, Chile, Singapore og Bras- ilía. Hvorki Sovétríkin né önnur kommúnistaríki eru á skrá yfir þau lönd sem sent hafa fjármagn til aðstoðar flóttamönnum. Wella Klein yfirmaður USCR segir að það sé vegna þess að þau hafi ekki sent fjármagn gegnum alþjóðlegar hjálparstofnanir heldur eftir eigin leiðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.