Morgunblaðið - 13.06.1981, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.06.1981, Blaðsíða 1
48SÍÐUR OG LESBÓK 130. tbl. 68. árg. LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Fimm ráðherrum vikið Sandro Pertini mátti ekki standa einn og óstuddur þe^ar hann beið þess í gær milli vonar og ótta. að hjörgunarmönnum tækist að ná til sex ára gamals drenjfs, Alfredi Rampi. sem fast- ur hefur verið i djúpum hrunni í borKÍnni Frascati á ítaliu siðan á miðvikudagskvöld. Gerð höfðu verið göng niður með hrunnin- um skammt frá ok önnur lárétt að hrunninum sjálfum en þe^ar síðast fréttist hafði drenKurinn hrapað enn dýpra i brunninn. Hann er hjartveikur ok er orð- inn aðframkominn. AP-simamynd. Jarðskjálftarnir í íran: Óttast að um 5000 manns hafi farist Beirut. 12. júni. AP. HAFIST hefur verið handa um viðamikið hjálp- arstarf i kopar- og kola- námuhéraðinu Kerman í Suðaustur-íran. sem í gær varð illa úti i miklum jarðskjálftum. óttast er, að allt að fimm þúsund manns hafi farist. Rauði hálfmáninn, íranski Rauði krossinn, hefur sent miklar matvælabirgðir og önnur hjálpargögn til Gol Bagh, höfuðborgar Kerman- héraðs, en þar hrundu 80% allra húsa til grunna. Flest fóru þau í fyrstu skjálftunum og eru heilu fjölskyldurnar sagðar grafnar undir rústum borgarinnar. Pars-fréttastof- an íranska og Rauði hálfmán- inn segja, að 5.000 manna sé saknað og að 1.000 hafi slasast en aðrir vilja draga þær tölur í efa. Bani-Sadr forseti, sem sl. miðvikudag var settur af sem yfirmaður herráðsins, tjáði í dag fórnarlömbum jarð- skjálftanna samúð sína en notaði jafnframt tækifærið til að ráðast á andstæðinga sína meðal heittrúaðra. í þriggja mínútna yfirlýsingu, sem lesin var í Teheran-útvarpinu, sak- aði hann andstæðinga sína um að hafa meiri áhuga á öðru en Dyflinni. 12. júni. AP. ÞINGKOSNINGAR fóru fram i írska lýöveldinu í gær og var Ijóst af siöustu fréttum af talningunni i dag. aö stjórnarandstöðuflokkur- inn. Fine Gael, hefur unniA all- mjöK á <»k stjórnarflokkurinn, Fianna Fail. tapaA aA sama skapi. Ekki þótti útséA um. aA stjórnar- flokkurinn héldi meirihlutanum. Af atkvæAatölum mátti einnig ráAa. að norAur-irskir skæruliAar, sem buAu sig fram KCKn stjórn- inni, fengju umtalsvert fylKÍ. eink- um þó i landamærahéruAunum. Óstaðfestar kosningatölur úr nokkrum írskum kjördæmum, þar á meðal Dyflinni, benda til verulegr- ar fylgisaukningar stjórnarand- stöðunnar á kostnað stjórnarflokks Charles Haughey, forsætisráð- bættum kjörum alþýðunnar og mannsæmandi húsakosti enda væri sú ástæðan helst fyrir manntjóninu í jarðskjálft- unum. herra. Fullsnemmt þótti þó að gera ráð fyrir falli stjórnarinnar en Fianna Fail hefur næstum óslitið farið með völdin á írlandi síðustu hálfu öldina. Nokkrir skæruliðar IRA, sem hlotið hafa dóma á Norður-Irlandi en eru þó írskir borgarar, buðu sig fram gegn stjórn Haugheys og bendir flest til þess að þeir fái mikið fylgi, þar af einn talinn öruggur um að ná kjöri. Fjórir skæruliðanna eru í haldi í Maze- fangelsinu i Belfast þar sem þeir eru í hungurverkfalli. Kosningaþátttakan í gær var um 75—80% og var einkum tekist á um atvinnuleysið, sem er 11%, verð- bólguna, sem er 21%, og erlendar skuldir þjóðarinnar sem ekki hafa í annan tíma verið meiri. Tvísýn kosninga- úrslit á Irlandi Haig varar við íhlutun Rússa Ilong Kohk. 12. Júná. AP. ALEXANDER M. Ilaig, utan ríkisráðherra Kandaríkjanna. sagði i dag, að ástandið i Póllandi yrði nú alvarlegra með degi hverjum vegna hót- ana Rússa <>g ef til ihlutunar þeirra kæmi myndi hún hafa „gífurleg áhrif á öll samskipti austurs og vesturs". Haig er nú staddur i Hong Kong en um helgina heldur hann i þriggja daga ferð til Kína þar sem hann mun ræða við ráðamenn. Á blaðamannafundi, sem Haig efndi til í Hong Kong, sagðist hann vona, að árás ísraeia á kjarnorkuverið í írak byndi ekki enda á viðræðurnar um frið í Austurlöndum nær enda væri þar meira í húfi en svo, að árásin réttlætti þær málalyktir. Hann sagði, að í Kínaferðinni yrði ekki rætt um vopnasölu, hvorki til Formósu- manna né Kínverja. Kínverjum mislíkar hve Reaganstjórnin virðist höll undir Formósumenn og bera Bandaríkjamönnum jafnframt á brýn að hafa ekki staðið við samninga um útveg- un fullkomins tölvubúnaðar. Jaruzelski sagði frá breytingun- um á stjórninni á þingi í dag og kom þar fram, að meðal ráðherr- anna, sem vikið var frá, eéu Henryk Kisiel, varaforsætisráðherra, og Jerzy Bafia, dómsmálaráðherra. Kisiel, sem um langt árabil hefur haft mikil áhrif á stefnuna í pólskum efnahagsmálum, var sagð- ur hætta af „heilsufarsástæðum" en á það er bent, að efnahagsáætlanir hans hafa sætt sívaxandi gagnrýni að undanförnu. Brottvikning Jerzy Bafia dóms- málaráðherra er talin gerð í sátta- skyni við Samstöðu, sem mjög hefur gagnrýnt rannsókn hans á atburðunum í Bydgoszcz þar sem þrír félagar hennar sættu mis- þyrmingum lögreglunnar. í ræðu sinni fjallaði Jaruzelski einkum um ástand efnahagsmála, sem hann sagði, að væri mjög alvarlegt. Kolaframleiðslan hefði minnkað um 20% síðan fimm daga vinnuvika var tekin upp og iðnaðar- framleiðslan um 18% á sama tíma. Hann sagði, að kolin væru ekki „pólskt gull“ eins og stundum væri haft á orði, heldur jöfnuðust þau á við sjálft lífsloftið fyrir efnahag þjóðarinnar. Varsjár-útvarpið sagði í dag, að Lech Walesa hefði skorað á félaga sína í Samstöðu að reyna að forðast árekstra við stjórnvðld um stund og beina kröftunum að kjarabarátt- unni. Sagði hann að bætt kjör almennings væru meginverkefni Samstöðu en ekki stjórnarskipti. Mikill bensín- og olíuskortur er nú í Póllandi og langar biðraðir við bensínstöðvar. Yfirvöld segja þó, að nóg olía sé til í landinu og verði enn um hríð þrátt fyrir að olíusend- ingar frá OPEC-löndum hafi tafist vegna þess, að gjaldeyrissjóður Pólverja er þorrinn. Kannanir spá Mitterrand vel París. 12. iúní. AP. í DAG dró að lokum kosningabar- áttunnar fyrir fyrri umferð frönsku þingkosninganna, sem fram fer á sunnudag. Kostir franskra kjósenda virðast skýrir — annaðhvort að veita Francois Mitt- errand forseta fulltingi til að hrinda i framkvæmd markmiðum jafnaðarmanna eða að leggja lóðin á vogarskálar ihaldssams mótvægis við nýju stjórnina. Ef marka má skoðanakannanir munu vinstrimenn fara með sigur af hólmi í kosningunum og samkvæmt þeim ekki annað á huldu en hve stór sá sigur verður. 2.700 frambjóðendur eru í kjöri til þjóðþingsins, sem skipað er 491 manni. Vinstri- mönnum er spáð 52,5—54% atkvæða og er Mitterrand sagður þess full- viss, að meðbyrinn í forsetakosning- unum muni hrökkva til að tryggja tökin í þinginu aö lokinni síðari umferðinni, 21. júní nk. Þó að hægrimenn halli í skoðana- könnunum bera þeir sig karlmann- lega og binda vonir sínar við það, að í forsetakosningunum hafi það vak- að fyrir frönskum kjósendum að skipta um forseta en ekki þjóðfélags- gerð. Þeir segja sem svo, að borin von sé að sósíalistar nái meirihluta upp á eigin spýtur og Lacanuet, einn frammámanna hægrimanna, sagði, að „þeir færu villir vegar, sem kysu Mitterrand í þeirri trú, að honum tækist að halda kommúnistum utan stjórnar“. úr pólsku stjórninni Varsjá. 12. júni. AP. WOJCIECII Jaruzelski. forsætisráðherra Póllands, vék í daK fimm ráðherrum úr stjórn sinni <>k boðaði jafnframt enn frekari breytingar. sem hann sagði nauðsynlegar til að takast mætti að ráða bót á ömurleKU ástandi i pólsku efnahaKslífi. Ilann boðaði hertar aðKerðir KeKn þeim. sem gagnrýndu Sovétríkin i ræðu eða riti. ok krafðist þess af Samstöðu. að hún losaði sík við slika menn. Lech Walesa hvatti i dag félaga í Samstöðu til að forðast árekstra við stjórnvöld <>k einbeita sér að kjaraharáttunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.