Morgunblaðið - 13.06.1981, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.06.1981, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ1981 Skjóni sigraði nokkuð örugglega i 250 m skeiði og var hann rúmlega sekúndu á undan næsta hesti. Timi hans var 22,9 sek. og er greinilegt að hann er iiklegur til stórra afreka i sumar. Jónsson en knapi var Sigrún Valdimarsdóttir. í eldri flokknum sigraði Blesi frá Breiðabólstað með 8,39 í ein- kunn. Eigendur hans eru Guðjón og Hörður Jónssynir en knapi var Ester Harðardóttir. í öðru sæti varð Bjarki frá Vallarnesi með 8,37 í einkunn. Eigendur hans eru Ragnar Tómasson og Þorsteinn Steingrímsson en knapi var Tóm- as Ragnarsson og var hann eini pilturinn sem tókst að komast upp á milli stúlknanna. í þriðja sæti varð svo Blöndu-Blesa frá Hof- stöðum í Skagafirði. Hún hlaut í einkunn 8,22. Eigandi hennar er Ejrvindur Hreggviðsson en knapi Þórunn Eyvindsdóttir. Góður árangur _______í brokki________ í brokkinu náðist verulega góð- ur tími á fyrsta hest og þokka- Hvítasunnukappreiðar Fáks: Jöfn keppni gæð- inga - Góðir tímar í Öllum á óvart sigraði ungur og óþekktur hestur i A-flokki gæðinga. Hann heitir Glæsir og er frá Glæsibæ i Skagafirði. Glæsir hlaut i einkunn 8,68 og er það góður árangur hjá sex vetra hesti. Knapi á Glæsi er Gunnar Arnarson. kappreiðum Hið árlega Hvítasunnumót Fáks var haldið um síðustu helgi. Á laugardag voru gæðingar dæmdir, bæði hjá fullorðnum og unglingum. Mikil þátttaka var í gæðingakeppninni eða samtals 103 hestar, sem skiptust þannig milli flokka: í A-flokki gæðinga voru 37 keppendur. í B-flokki voru 39 keppendur, í unglingaflokki 10—12 ára voru keppendur 8 og í unglingaflokki 13—15 ára voru keppendur 19. Á mánudag annan í hvítasunnu voru svo tólf efstu gæðingar í A- og B-flokki sýndir og verðlaun afhent. Einnig voru unglingum afhent verðlaun þá. Að lokinni verðlaunaafhendingu gæðinga hófust kappreiðar. Til leiks voru skráð 111 hross og þar á meðal voru mörg af fremstu kappreiðahrossum landsins eins og venja er á hvítasunnukappreið- um. Veðurguðir voru hliðhollir á laugardag þegar gæðingadómar fóru fram, en eitthvað hefur þeim sigið í skap á mánudeginum, því að aflokinni verðlaunaafhendingu í gæðingakeppni byrjaði að rigna og samfara því var hálfgerð kuldanepja fram eftir degi og stytti ekki upp fyrr en langt var liðið á kappreiðarnar. Þrátt fyrir þetta náðist ágætur árangur í flestum greinum. Mikil breidd í gæðingakeppninni í A-flokki voru skráðir margir kunnir gæðingar, má þar nefna Frama, Ögra og Skugga. Einnig voru aðrir minna þekktir. í A-flokki urðu úrslit nokkuð óvænt, en þar sigraði ungur og svo til óþekktur hestur, Glæsir frá Glæsibæ í Skagafirði. Glæsir er aðeins 6 vetra og er þetta skjótur frami hjá svo ungum hesti, að sigra í gæðingakeppni þar sem teflt er fram mörgum af fremstu gæðingum landsins. Eigandi Glæsis er Jón Ingi Baldursson, en knapi var Gunnar Amarson. Glæsir hlaut í einkunn 8,68, sem er frábær árangur. í öðru sæti varð skeiðhesturinn kunni, Frami frá Kirkjubæ, með 8,56 í einkunn. Ekki er þörf á að fara mörgum orðum um Frama, hann er marg- búinn að sanna ágæti sitt bæði sem kappreiðahestur á skeiði og sem gæðingur og má segja að hann hafi undirstrikað gæði sín í þessari keppni. Eigandi Frama er Erling Sigurðsson og var hann einnig knapi. I þriðja sæti varð svo Hofstaða-Brúnn frá Hof- stöðum í Skagafirði með 8,55 í einkunn. Eigandi hans er Jóhann Friðriksson en knapi á honum var Eyjólfur ísólfsson. Hofstaða- Brúnn er eins og Glæsir óþekktur og hæfileikamikill. í B-flokki voru hestar jafnir að gæðum og til marks um það má geta þess að einkunnir tólf efstu hesta voru á bilinu 8,40 til 8,58, en þá einkunn hlaut Röðull frá Sauð- árkróki. Eigandi hans er Hörður G. Albertsson en knapi var Trausti Þór Guðmundsson. Fast á hæla hans kom svo Hljómur frá Vatnsleysu með 8,57 í einkunn. Eigandi Hljóms er Þórdís H. Albertsdóttir en knapi var Sigur- björn Bárðarson. í þriðja sæti varð svo gamla kempan Muggur frá Rauðalæk, eigandi hans er Fríða H. Steinarsdóttir og var hún einnig knapi. Muggur hlaut í einkunn 8,52. Eins og áður sagði voru tólf efstu hestar í hvorum flokki sýnd- ir á mánudeginum og voru þar samanljomnir gæðingar í háum gæðaflokki og er ekki ólíklegt að þetta sé ein besta gæðingasýning sem Fákur hefur boðið upp á. í unglingakeppninni virtust stúlkurnar hafa talsverða yfir- burði yfir piltana, því af sex verðlaunum sem veitt voru (þrjú í hvorum flokki) komst aðeins einn piltur í verðlaunasæti. En úrslit urðu annars sem hér segir: í yngri flokknum sigraði Glotti frá Kirkjubæ með einkunnina 8,20. Eigandi er Ellen Blömenstein en knapi var Dagný Ragnarsdóttir. í öðru sæti varð Dúnu-Blesi frá Bergvík með 8,05. Eigandi og knapi var Hanna Dóra Hjartar- dóttir. í þriðja sæti varð svo Krapi frá Uxahrygg með 8,01 í einkunn. Eigandi hans er Valdimar K. legur tími hjá þeim sem á eftir komu, þannig að menn ættu að geta gert sér góðar vonir með árangur í þessari grein í sumar. Bestum tíma náði að þessu sinni skeiðhesturinn Fengur, 1.39.0 mín. sem er mjög gott á hringvelli, og verður fróðlegt að fylgjast með þessum hesti á hlaupabrautinni í sumar. Eigandi Fengs er Hörður G. Albertsson en knapi var Sigur- björn Bárðarson. Á eftir Feng kom Bimba-Skjóni frá Stokkhólmi á 1.45.9 mín. Eigandi hans er Finnbogi Karlsson og var hann einnig knapi. Þriðji í röð var svo Tvistur frá Torfastöðum á 1.46.0 mín. Eigandi er Heiða Guðjóns- dóttir en knapi var Guðmundur Clausen. Hörð keppni í 800 m stökki í 800 m stökki var keppni geysihörð bæði í undanrásum og úrslitum. Til leiks voru skráðir þrír fyrrverandi methafar, þeir Reykur, Þróttur og Sesar, sem að vísu mætti ekki til leiks, ásamt núverandi methafa, Gnýfara. Einnig var Leó mættur en hann sigraði í þessari grein á vorkapp- reiðunum. Gnýfari virtist ekki í góðu formi og blandaði sér því ekkert í baráttu um verðlaunasæt- in. Það voru aftur á móti þeir Reykur, Þróttur og Leó sem háðu harða baráttu um fyrsta sætið. Reykur og Þróttur komu jafnir í mark á 59,4 sek. og var Reykur dæmdur sjónarmun á undan. Leó var ekki langt undan því hann hljóp á 59,5 sek. Eigandi Reyks er Hörður G. Albertsson en knapi var Hörður Þ. Harðarson. Eigandi Þróttar er Sigurbjörn Bárðarson en knapi á honum var Kristrún Sigurfinnsdóttir, og eigandi Leós er Baldur Baldursson en knapi var Jón ólafur Jóhannesson. Leiðinleg mistök áttu sér stað þegar raðað var í úrslitariðilinn, en þá gleymd- ist ein hryssa sem með réttu átti að vera i úrslitunum. Þessi hryssa sem ber nafnið Stóra-Dóra sýndi mjög góð tilþrif í undanrásum eftir að startið hafði misheppnast hjá henni og þegar ca. fimmtíu metrar voru í næsta hest tók hún heldur betur á honum stóra sínum og vann upp þetta forskot og gott betur því hún kom þriðja í mark á eftir þeim Þrótti og Leó. Verður fróðlegt að fylgja þessari hryssu á hlaupabrautinni í sumar. Þess má einnig geta að Reykur varð fyrir því óhappi að hestur sem á eftir honum hljóp greip með framfæti í annan afturfót hans og hlaut hann talsverðan áverka. Taldi umsjón- armaður Reyks, Sigurbjörn Bárð- arson, sennilegt að Reykur yrði eitthvað frá keppni vegna þessa. Keppni í 350 m stökki var með heldur daufara móti, að vísu náðust góðir tímar í undanrásum, en það virðist vanta þá spennu sem einkennt hefur þessa keppnis- grein undanfarin ár. Saknaði maður óneitanlega að fá ekki að sjá Storm sem var nær ósigrandi í fyrra, einnig Glóu en hún var skráð en mætti ekki. En það fór nú eins og á vorkappreiðunum að Gjálp sigraði nokkuð örugglega á 26,1 sek. Eigendur hennar eru þeir feðgar Gylfi Þorkelsson og Þorkell Bjarnason en knapi var Kristrún Sigurfinnsdóttir. Ánnar varð Don Harðar G Albertssonar á 26,8 sek. Knapi á Don var Hörður Þ. Harðarson. Bæði þessi hross gerðu garðinn frægan í 250 m ung- hrossahlaupi á sínum tíma og er Mansi kom sá og sigraði i 250 m stökki öllum á óvart, i sinu fyrsta hlaupi á kappreiðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.