Morgunblaðið - 13.06.1981, Blaðsíða 31
HVAÐ ER AÐ GERAST UM HELGINA?
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 1981
31
*
Ferðafclag Islandsr
Safnahúsið á Selfossi:
Göngu-
dagur
á morgun
Á morgun verður „KönxudaK-
ur“ Ferðafélajrs íslands ok verð-
ur í þetta sinn farið um Reykja-
nesfólkvanK.
Ekið verður langleiðina að
Djúpavatni, þar sem gangan hefst.
Ferðir eru frá Umferðarmiðstöð-
inni kl. 10.30 og 13.00, en fólk
getur líka komið í einkabílum og
komið í hópinn við Lækjarvelli.
Leiðin er auðveld, svo að allir eiga
að geta gengið, ungir sem gamlir.
Stikur eru á leiðinni og fararstjóri
til leiðbeiningar.
Djúpavatn
Leikfélag Reykjavíkur:
Skornir skammtar: Fyrir miðju Jón Sigurðsson, vert á Fróni (Kjartan Ragnarsson). Auk hans eru á
myndinni Jóhann G. Jóhannsson og Gísli Halldórsson i kúrekagervum og smiðirnir tveir (Aðalsteinn
Bergdal og Jón Júlíusson).
Sýningu Kristins
lýkur um helgina
'Um helgina lýkur sýningu
Kristins Morthens sem staðið hef-
ur í Safnahúsinu á Selfossi.
Á sýningunni eru 40 olíu- og
vatnslitamyndir, aðallega myndir
frá sjávarsíðunni og landslags-
myndir. Þetta er 20. einkasýning
Kristins, en hann hefur sýnt víða
um land.
Sýningunni lýkur annað kvöld.
Kristinn Morthens með mynd sína. „Beitarhús“.
Gallerí Djúpið:
Björn Árdal og Gestur
Friðrik opna
í dag kl. 15.00 opna Björn Árdal
Jónsson og Gestur Friðrik Guð-
mundsson sýningu í Gallerí Djúpinu
við Hafnarstræti. Þar sýna þeir
u.þ.b. 20 verk og eru það olíumál-
verk, akríl- og vatnslitamyndir og
teikningar.
Björn Árdal stundaði nám við
Myndlista- og handíðaskóla íslands
1975—79 og lauk námi úr málara-
sýningu
deild. Gestur Friðrik nam við MKÍ
árin 1975—80 og lauk einnig námi úr
málaradeild. Björn hefur áður hald-
ið tvær einkasýningar á Egils-
stöðum, en Gestur tók þátt í samsýn-
ingu ungra listamanna á nýafstað-
inni menningarvöku í Hafnarfirði.
Myndirnar eru allar unnar á þessu
og siðasta ári.
Sýningin stendur til mánaðamóta.
Ofvitinn í siðasta sinn í kvöld
í kvöld verður Ofvitinn sýndur
í síðasta sinn hjá Leikfélagi
Reykjavikur og er það 162. sýn-
ing á þessu vinsæla leikriti —
meistaraverki Þórbergs i leik-
gerð og leikstjórn Kjartans
Ragnarssonar. sem nú hefur ver-
ið á fjölunum i Iðnó hátt á annað
ár og ævinlega fyrir fullu húsi.
Það eru þeir Jón Hjartarson og
Emil Gunnar Guðmundsson sem
túlka meistarann á sviðinu og
hafa þeir báðir hlotið einróma lof
fyrir frammistöðu sína.
Nokkrar sýninnar eft-
ir á Skornum skömmtum
Annað kvöld er það revían
Skornir skammtar sem er á fjöl-
unum hjá Leikfélaginu og hefur
verið uppseit á hverja einustu
sýningu til þessa. Nokkrar sýn-
ingar eru eftir á þessari gaman-
sömu ádeilu þeirra félaga, Jóns
Hjartarsonar og Þórarins Eld-
járns, en þessi helgi er hin næst-
síðasta á leikárinu hjá Leikfélagi
Reykjavíkur.
Gestur Friðrik Guðmundsson við eina mynda sinna i Djúpinu. T.v. eru
myndir eftir Björn Árdal Jónsson.
jxmmmammmf- a—ilf« mm ■m
JS2 h: 1' . . .1| * illll
I Æ-:^nl Jkii I| fi 11 i
ijm 1 4 1 Hll1
M
Tónleikar
í Háteigs-
kirkju
Á morgun heidur Elimkyrk-
ans Kör frá Eskilstuna í Svíþjóð
tónleika í Háteigskirkju og hefj-
ast þeir kl. 17.00. Á efnisskránni
verða verk frá ýmsum tímum.
Elimkyrkans Kör var stofnað-
ur árið 1868. í honum eru 40
kórfélagar á aldrinum 14 til 60
ára, en stjórnandi er Jarl Einar
Johansson. Kórinn dvelur hér í
nokkra daga á leið sinni til
Bandaríkjanna.
Elimkyrkans Kör trá
Eskilstuna í Sviþjóð ásamt
stjórnanda sínum. Jarl Einar .
Johansson.
Sigurður Þórir
opnar sýningu
Á morgun kl. 14.00 opnar Sigurður
Þórir Sigurðsson sýningu á olíumál-
verkum og grafíkmyndum í Bókasafni
Sandgerðis, og stendur hún til 21. þ.m.
Myndirnar fjalla allar um fólk við
hin ýmsu störf í þjóðfélaginu og er
uppistaða sýningarinnar myndir
tengdar fiskvinnslu.
Sigurður hefur eíki áður sýnt í
Sandgerði, en haldið fjölda sýninga í
Reykjavík og út um landið, auk sýninga
erlendis.
Sýningin er opin á opnunartíma
bókasafnsins.