Morgunblaðið - 13.06.1981, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.06.1981, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ1981 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 70 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö. Hlutverk varnar- liðsins óbreytt Andstæðingar varna íslands í Alþýðubandalaginu hafa fundið upp á því síðustu misseri, að „eðli“ eða hlutverk varnarliðsins á íslandi hafi breyst. Þessi áróður fellur saman við boðskapinn frá Moskvu, þar sem menn eins og Belski ofursti „fréttaskýrandi" Rauðu stjörnunnar, málgagns sovéska hersins, leggja sig fram um að lýsa því hvernig „eðli“ varnarliðsins hafi breyst og rlota það síðan sem átyllu til að hóta íslendingum með kjarnorkusprengjum. Þessi blekkingariðja er kjarninn í hræðsluáróðrinum, sem Alþýðubandalagið ákvað að taka upp á landsfundi sínum sl. haust, helstu málsvarar hennar á þingi hafa verið Ólafur R. Grímsson og Svavar Gestsson. Hér í blaðinu hefur verið vakin athygli á því, hve mikill samhljómur er í málflutningi þessara talsmanna Alþýðu- bandalagsins og Belski ofursta í Moskvu. Á þriðjudaginn í þessari viku flutti Richard A. Martini aðmíráll, yfirmaður varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, ræðu á fundi Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs, þar sem hann lýsti starfsemi varnarliðsins og hvernig hún hefur þróast frá því það kom hingað fyrst, fyrir 30 árum. Sú lýsing var í litlu samræmi við áróðursskrif Belski ofursta og ræður þeirra alþýðubandalags- manna, enda láta bæði Belski og skoðanabræður hans hér á landi alveg hjá líða að geta um útþenslu sovéska flug- og sjóhersins á heimshöfunum, þegar þeir fjalla um öryggi íslands. Richard A. Martini sagði: „Frá því sögur hófust hafa menn tæplega séð jafn mikinn herflota á einum stað og stefnt hefur verið saman í Norðurflota Sovétmanna. Stærð þessa flota ein og staðarvalið fyrir bækistöð hans gefa til kynna, að á átakatímum eigi hann að halda frá höfunum á Murmansksvæðinu suður fram hjá íslandi og til þeirra starfa, sem Gorshkov aðmíráll lýsir svo: „mylja óvininn mélinu smærra, eyðileggja lífsafl hans og auðlindir“.“ Richard A. Martini greindi frá stóraukinni flugumferð sovéskra hervéla á loftvarnasvæði íslands undanfarin ár og gat þess jafnframt, að ferðum sovéskra kafbáta við Island hefði fjölgað um 63% á síðustu fimm árum, og þar af hefði ferðum kjarnorkuknúinna sovéskra kafbáta fjölgað um 120%. Þessar tölur segja sína sögu og það er engin furða, þótt Belski ofursti eða skoðanabræður hans hér á landi vilji sem minnst um þær ræða. Yfirmaður varnarliðsins sagði, að fyrir 30 árum, þegar liðið kom, hafi hugmyndir manna verið þær, að það kæmi í veg fyrir, að nokkur árásaraðili gæti hertekið Island í því skyni að kúga þjóðina undir alræðisstjórn og nýta aðstöðuna í landinu til frekari landvinninga. Áuðvitað er þetta enn í dag helsta hlutverk varnarliðsins á íslandi. Hlutverk liðsins hefur ekki breyst, „eðli“ starfseminnar á Keflavíkurflugvelli er hið sama og í upphafi. Richard A. Martini orðaði þetta svo í ræðu sinni: „Tækniframfarir Sovétmanna hafa krafist þess, að við bættum aðferðir okkar til að bregðast við þeim. Hlutverk okkar hefur ekki breyst. Aðeins þau tæki, sem við beitum til að gegna því.“ Útiíundur Sjálfsbjargar Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, heldur aukaþing um þessa helgi, þar sem fjallað verður um ýmis réttindamál félags- manna. I tilefni aukaþingsins ræðst Sjálfsbjörg í það stórvirki að efna til útifundar á Lækjartorgi í dag til að vekja athygli sem flestra á málefnum fatlaðra. Almennur skilningur er forsenda þess, að árangur náist í baráttunni fyrir fullri þátttöku fatlaðra í þjóðlífinu, ef þannig má að orði komast. Fatlaðir fara ekki fram á nein forréttindi, heldur það tillit, sem dugar til að gera þeim kleift að njóta sín jafnfætis hinum heilu. Orð eru til alls fyrst í þessu efni eins og öðrum. Á ári fatlaðra hafa heitstrengingar þegar verið gefnar og munu verða gefnar. Þeim ber vissulega að fagna, en þó er það á þessu sviði eins og svo mörgum öðrum, að framkvæmdin skiptir mestu. Með því að sýna Sjálfsbjörg samstöðu á fundi hennar í dag geta menn lagt sitt af mörkum til stuðnings góðum málstað. Fréttaskýring Einkaframtakinu vex fiskur um hrygg í Kína „Ix» að náttúran sé lamin með lurk, leitar hún út um síðir,“ segir gamall íslensk- ur málsháttur og segja má, að hann eigi vel við um einkaframtakið í Kína, sem kommúnistar þar i landi hafa löngum útmálað sem hinn argasta kapitalisma. í þeirri þíðu, sem að undan- förnu hefur rikt i kínversk- um þjóðmálum, hefur fram- takssemi einstaklinganna sem sé verið að vaxa fiskur um hrygg þrátt fyrir for- dóma og óvild margra emb- ættismanna. „Hlutirnir gætu verið miklu einfaldari en þeir eru,“ sagði nýlega í Dagblaði al- þýðunnar í Peking. „Fólki þannig að ekki þarf að óttast, að þeir verði að kapitalistum þegar tímar líða fram“: Þótt kommúnistar hafi alltaf amast við einkafram- takinu hvarf það aldrei með öllu í Kína, þó að nærri lægi í menningarbyltingunni, og að sögn tímarits, sem kemur út hálfsmánaðarlega, eru einka- fyrirtækin nú um það bil 80% af því, sem var fyrir menn- ingarbyltinguna, eða um ein milljón talsins. í tímaritinu segir, að einka- fyrirtæki væru nauðsynleg til að framleiða vörur og inna af hendi þjónustu, sem ríkisfyr- irtækin sinntu ekki; til að Margar aðrar sögur til lofs og dýrðar einkaframtakinu eru sagðar í Kína um þessar mundir, bæði um velgengni þess og hvernig reynt er að bregða fæti fyrir það. Þar á meðal er sagan um Zhang Zanying, 28 ára gamla for- ystukonu í samvinnufélagi, sem hefur tehúsarekstur á sinni könnu. í fyrstu voru þau aðeins 13, sem að rekstrinum stóðu, en nú eru þau 220 og umsvifin aukast dag frá degi. Zhang Zanying og félagar hennar höfðu einnig orðið fyrir barðinu á ríkisfyrir- tækjum, sem reynt höfðu að koma þeim á kné, en þá kom Wan Li, varaforsætisráð- „í fataframleiðslu ... gengur flest á afturfótunum.“ Nýjasta hattatískan skoðuð í búðarglugga í Peking. Af geispanum að dæma hefur ekki verið um ýkja róttækar breytingar að ræða. gengur illa að fá sjálfsagða þjónustu á veitingastöðum, í fataframleiðslu og viðgerðar- þjónustu gengur flest á aft- urfótunum og einföldustu flutningar eru erfiðleikum bundnir. Á sama tíma er fjöldi fólks atvinnulaus. Trúlega verður þó erfitt að koma atvinnuleysingjunum af stað í verki, sem enginn hefur unnið í langan tíma,“ bætti blaðið við. Á tímum menningarbylt- ingarinnar, þegar upptendr- aðir og óbilgjarnir „vinstri- sinnar" skipuðu fyrir verkum með kínversku þjóðinni, þótt enginn maður með mönnum nema hann ynni við „sósí- alska framleiðslu" hjá ein- hverju ríkisfyrirtæki en hvers konar þjónustustörf voru hins vegar talin fyrirlit- legur atvinnuvegur. Nú er öldin önnur og opin- berir fjölmiðlar keppast við að fullvissa hina vantrúuðu um, að einstaklingar, sem reki sín eigin fyrirtæki, „ráði yfir litlu fjármagni, raki ekki saman fé og arðræni engan, auka atvinnuna og auka skatttekjur ríkisins. í Dagblaði alþýðunnar í Peking var nýlega sagt frá manni nokkrum, sem bauð til sölu nýtt svínakjöt og kom sér upp dálítilli aðstöðu fyrir framan eina ríkisverslunina í borginni. Ríkisverslunin hafði einnig svínakjöt á boðstólum en það var bara allmiklu dýrara en það, sem falt var á gangstéttinni fyrir framan. Þegar ríkisstarfs- mennirnir sáu, að þeir voru engan veginn samkeppnis- færir, fóru þeir að undirbjóða einkaframtakið og hættu ekki fyrr en maðurinn varð að taka saman föggur sínar og fara. Dagblað alþýðunnar sagði, að þessi saga væri dæmigert fyrir yfirgang opinberra emb- ættismanna og bætti því við, að einkafyrirtæki væru nauð- synleg, því að þau ýttu undir samkeppni og hvettu ríkisfyr- irtæki til að veita betri þjón- ustu. herra, þeim til hjálpar. Hann skipaði Duan Junyi, aðalrit- ara kommúnistaflokksins í Peking, að sjá til þess hið snarasta, að samvinnufélagið fengi aukið athafnarými, ella yrði hann gagnrýndur fyrir vikið. Duan hét öllu góðu um það og viku síðar skýrði Xinhua- fréttastofan kínverska frá því, að í öllum afkimum hins kínverska stjórnkerfis hefði verið birt sú tilkynning stjórnvalda, að samvinnufé ■ lög og einkafyrirtæki skyldu aðstoðuð á alla lund og jafn- framt lagt til, að í því skyni yrði gripið til þess pláss, sem fyrir hendi væri í loftvarnar- byrgjum og á jarðhæð mikilla íbúðarbygginga. Ásýnd og eðli kínversks þjóðfélags á vafalaust eftir að breytast mikið á næstu árum og áratugum ef fram fer sem horfir, enda eru Kínverjar orðlagðir fyrir dugnað og hugvitssemi þegar þeir eru sjálfs síns ráðandi. - Sv.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.