Morgunblaðið - 19.07.1981, Síða 3

Morgunblaðið - 19.07.1981, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1981 35 Aðalfundur Samtaka psoriasis og exemsjúklinga: Þarf að f jölga ferð- um á heilsustöðvar AÐALFUNDUR Samtaka psori- asis- ok excmsjúklin«a á íslandi var haldinn 14. mai síðastliðinn. Segir meðal annars í fréttatil- kynningu af fundinum, að félagið hafi sent 20 manna hóp tvisvar á ári til heilsustöðvar á Lanzarote undanfarin tvö ár. Hafi þessi lækningaraðferð reynst mörgum mikil heilsulind, en fjölga þyrfti ferðum þangað, svo fleiri geti komist. Segir ennfremur, að sam- kvæmt samþykkt Tryggingaráðs séu þessar ferðir ókeypis fyrir sjúklinga, enda ákaflega mikil- vægur þáttur í baráttunni við að halda sjúkdómnum í skefjum. Stjórninni var falið að velja tvo menn í stjórn Rannsóknarsjóðs, sem stofnaður var á vegum sam- takanna árið 1975 og stuðlar að rannsóknum og menntun lækna varðandi psoriasis, og tilnefndi hún þá Pál Guðmundsson og Gísla Kristjánsson, en af hálfu gefenda Sléttuhreppsfé- lagið á ísafírði: Hópferð í Fljótavík Sléttuhreppsfélagið á ísafirði efnir til hópferðar i Fljótavík á Ströndum 24. tii 27. júli nk. Ölium er heimil þátttaka. Lagt verður af stað föstudaginn 24. júli kl. 10 árdegis með Fagra- nesinu frá höfninni á ísafirði. í förinni verða fararstjórar sem kunnugir eru á þessum slóðum. Farið verður í göngu- og kynnis- ferðir í umhverfi Fljótavíkur. Dvalið verður í tjöldum og verður fólk sjálft að hafa með sér útbún- að. Átak: Bréf send til velunnara samtakanna STJÓRN Átaks hefur sent öllum stofnfélögum og velunnurum samtakanna bréf með áskorun og hvatningu um að efla nýstofnaða Átaksdeild i Útvegsbankanum og stuðla þannig að framgangi þeirra áhugamála, sem samtökin berjast fyrir. Megintilgangur Átaks er: Að starfrækja sérstaka upplýs- ingaþjónustu og ráðgjöf fyrir þá sem erfiðlega gengur að ná áttum í fjármálakerfi nútíma þjóðfélags, aldraða og sjúkra. Að lána fé til hinna ýmsu aðila, er berjast við áfengisvandamálið. Að lána fé til einstaklinga, sem alkóhólismi og sjúkdómar hafa leikið illa, í því skyni að hraða þeim til sjálfsbjargar á ný. Að veita námslán þeim, er stunda nám og huga að störfum við áfengisvandamálið. Að veita lánafyrirgreiðslu í því skyni að fjölga atvinnutækifærum fyrir alkóhólista og aðra sjúkl- inga. var Eiríkur Ásgeirsson valinn í stjórn sjóðsins. Aðalfundurinn samþykkti til- lögu um styrk til Ellenar Mooney, læknis í Atlanta í Georgíu, vegna fyrirhugaðrar rannsóknarstarf- semi hennar hér á landi. Ellen hyggst kanna útbreiðslu á psorias- is meðal íslenskra barna. Ný stjórn var kosin á fundinum og fráfarandi formaður, Gísli Guðmundsson, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Núverandi stjórn skipa: Valdimar Ólafsson formað- ur, Gísli Kristjánsson varafor- maður, Páll Guðmundsson ritari, Örn Marinósson gjaldkeri, Ágústa Haraldsdóttir meðstjórnandi. Varamenn: Erna Arngrímsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. Endurskoð- endur: Ásgeir Ásgeirsson og Guð- jón Guðjónsson. Frá afhendingu sjónvarpstækisins. Frá vinstri: Gróa Sigurðardóttir og Björk Bjarkadóttir. Ásgeirsson, Jóna Gáfu sjónvarp fyrir kvenfanga Akureyri, 16. júli. FÉLAGASAMTÖKIN Vernd hafa gefið kvennafangelsinu á Akureyri iitsjónvarpstæki af Hitatchi-gerð og notið til þess fjárstuðnings nokkurra aðila i Reykjavik. Tvær konur úr stjórn Verndar, Jóna Gróa Sigurðardóttir og Björk Bjarkadóttir, afhentu tækið í gær í lögreglustöðinni á Akureyri, en Ólafur Ásgeirsson varayfirlögreglu- þjónn þakkaði fyrir hönd fangelsis- yfirvalda. Tækinu verður komið fyrir, þar sem kvenfangar geta notið þess, sér til fróðleiks og dægrastyttingar. —Sv.P. Náttúrulækninga- félag íslands: Sænskar mat- ráðskonur til starfa DAGANA 20. júlí til 3. ágúst verða hér á landi á vegum Náttúruiækningaféiags ís- iands, tvær matráðskonur, sem starfa á sænsku náttúrulækn- ingahæii er nefnist Föilingegár- den og er skammt frá Óster- sund í Svíþjóð. Matráðskonurnar munu starfa á matstofu Náttúrulækningafé- lags íslands vikuna 20.—27. júlí og m.a. halda kvöldnámskeið í matreiðslu jurtafæðis. Jafnframt er í ráði að starf- andi læknir á Föllingegárden komi til landsins í september og mun hann halda fyrirlestra fyrir almenning á meðan hann dvelst hér. Aflinn skiptirekld mestu máli. Ánægjan fylgir með í ferðinni! ÍSLANDSREISA íslandsreisur Flugleiða eru sumarleyíislerðir innanlands íyrir íslendinga. Nútíma ierða- mcrti. Flogið er til aðaláíangastaðar og ferða- mannaþjónusta notuð, rétt eins og þegar (arið er til útlanda. SJÓSTANGAVEIÐI Það þarf enginn að láta sér leiðast í íslands- reisu Flugleiða. Möguleikamir sem fást með Reisupassanum eru fjölmargir. Þú fœrð flug- ferð, gistingu og t.d. bflaleigrubíl á sérstöku verði. Svo geturðu íarið í skoðunar- og skemmtiferðir, hvort sem þú ferð til Húsavíkur, Homaf jarðar eða Reykjavíkur. Ein vinsœlasta afþreyingin er sjóstangaveiði. Á Húsavík, til dœmis. er haegt að fara til sjóstanga- veiða með skemmtilegum bátum, en aðeins 10 mínútna sigling er á fengsœl íiskimið. Þar er aflinn að visu ekki aðal- atriðið, heldur ánasgjan. Góð útivist við fjöruga sjóstangaveiði er holl fyrir unga sem aldna. REISUPASSINN Flugmiðinn í íslandsreisumar nefnist Reisu- passi. Hann veitir eiganda sinum aðgang að ýmis konar þjónustu á sérstöku verði. Reisu- passa er hœgt að kaupa til Akureyrar. Egils- staða, Homafjarðar. Húsavíkur, Ísaíjarðar, Sauðárkróks, Reykjavíkur og Vestmannaeyja. Ef millilenda þarf í Reykjavík er gefinn 50% afsláttur af fargjaldi þangað. DVALARTÍMI Lágmarksdvöl í íslandsreisu er 4 dagar, nema Reykjavík þar sem lágmarksdvöl er 6 dagar. Hámarksdvöl er aftur á móti 30 dagar í öllum tilfellum. gildistíminn er til l .október nœstkomandi. FLUGLEIÐIR AK.l.YSINHASIMINN KR: 22480 ÓSA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.