Morgunblaðið - 19.07.1981, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ1981
45
Úr Eyjafirði
Jakob Ó. Pétursson, Peli. orti á)?ætar
stökur og eru hér teknar nokkrar upp
úr Visnabálki hans.
Kveða óð af miklum móði
menn og fljóðin góð.
Andans gróður á í sjóði
okkar ljóða-þjóð.
Þetta er ein af mörgum ágætum
stökum sem Peli, Jakob Ó. Pétursson,
kastaði fram í Vísnabálki, sem hann
skrifaði um áratugi í íslending. Jakob
var einn af prúðustu blaðamönnum
landsins á sinni tíð, drengilegur í mál-
flutningi og jafnvígur í sókn og vörn.
Ekki man ég til þess, að honum hafi
verið brigzlað um að fara með rangt mál.
íslendingur var á ritstjóraárum hans
með þjóðlegu yfirbragði og ótaldar voru
þær greinar, þar sem hvatt var til
ræktarsemi við tunguna eða rifjaðir upp
fróðleiksmolar úr sögu lands og lýðs.
Jakob Ó. Pétursson átti mikið vísnasafn
og hafði náið samband við fjölmarga
hagyrðinga og skáld, enda ágætur hag-
yrðingur sjálfur og stökur hans lands-
fleygar margar hverjar.
I Vísnabálki rakst ég á þessa fallegu
braghendu:
Blessuð lóan syngur sætt og segir
„dýrðin".
Það var hennar þakkargjörðin
þegar hún kom í Eyjafjörðinn.
Bragi Jónsson frá Hoftúnum kallar
þessa stöku „Ferðalok til Eyjafjarðar":
Leið til norðurs lokið er
lyndi glatt því hlýt ég.
Alltaf birtir yfir mér
Eyjafjörð þá lít ég.
Þankabrot Jóns í Grófinni voru jafnan
skemmtileg í ritstjóratíð Jakobs. Þar
segir frá broti úr þulu, sem rifjaðist upp,
er vinstri stjórnin féll í upphafi jólaföstu
1958, — og þótti spásögn um þá atburði
og lýsa stjórnmálaástandinu:
Hver er kominn úti?
Björn á brotnu skipi.
Hvað vill hann Björn?
Biðja um nálar.
Hvað er um nálar?
Sauma að segli.
Hvað er að segli?
Slitið af veðri.
Hvað gerðirðu af nálunum
sem ég fékk þér í fyrragær?
Ég fékk Haka bróður.
Og hvað gerði Haki bróðir af?
Hann kastaði út á miðjar götur
og sagðist skyldi brenna
á baki þeim sem ætti.
í Þankabrotum Jóns í Grófinni var út
frá því gengið, að Haki bróðir væri
kommúnistarnir. Vel gætu hagir menn
enn í dag fundið líkingu með þessari
gömlu barnaþulu og ástandi þjóðmála.
Eitt sinn kom Peli í sumarleyfi sínu til
Vopnafjarðar í einstöku blíðviðri, „þar
sem ríkti sól yfir sundum og blámi
fjallanna blasti við, hvert sem litið var.
Á fellsbrúninni ofan við kauptúnið varð
honum þessi vísa af munni:
Yfir bæinn allan sést,
út um sæ og gjögur,
seiðir á daginn sumargest
sveitin ægifögur."
Það hefur legið vel á Pela, þegar hann
sagði:
Orka vaknar ei hjá mér
unga snót þótt finni.
Lítið var, — en lokið er
lífshamingju minni.
Hér er gamall húsgangur:
Handakuldi heimi í
hefur mig gert pína.
Virða mikils verð ég því
vettlingana mína.
Hannes Pétursson skáld orti um verð-
launahestinn Blesa á Sauðárkróki:
Þegar Blesi þýtur hjá
þyrlast mold og steinar bresta.
Allir vildu eiga ’ann þá
Orminn langa, — meðal hesta.
Um ríkisstjórnina orti Nói árið 1958:
Finnst mér vera af flestu sneitt
fornar dyggðir víkja
á nú stjórnin ekki neitt
eftir til að svíkja?
Engin kelda er svo breið
eða botnlaust díki
að hún hopi hót úr leið
og henni framhjá víki.
Sitt hún heldur sama strik
situr fast við stýri,
þar er ekki á horfi hik
hindrar ei fen né mýri.
Guttormur J. Guttormsson segir í
Kanadapistli:
Ég átti ekki stélfrakka í eigu til
en aðeins þelstakk og hettu,
að etja við helblakkan hríðarbyl
á heimsins Melrakkasléttu.
Hér eru svo þrjár Pelavísur:
Ég er orðinn ýmsu vanur,
alltaf get því sofið rótt,
þótt hvítur hrafn og svartur svanur
sitji um mig hverja nótt.
Annar hugsar helzt um það,
hvort ei mætti linna
því, sem hinn er alltaf að
ætla manni að vinna.
Enn hefur skálkur á þér níðzt,
er það gömul saga.
Mikið er, hve mörgum líðst
mannsins hrygg að naga.
Ekki verður meira kveðið að sinni.
Halldór Blöndal.
Nú, í byrjun áratug-P^
arins, er sívaxandiieftirspurn eftir
bílum með lífgandi og þó einfaldan svip, sem
eyða litlu án þess fórnað sé öryggi eða aksturs-
hæfni. Nýju ISUZU Gemini bílarnir fullnægja
þessum kröfum að öllu leyti. Þeireru stílhreinir og
nýtískulegir í útliti, loftmótstaða enlítil, og hægt er að velja um 1584 cm
eða 1817 cm vél með ofanáliggjandi knastás. Og þetta er ekki það eina
Nýju Geminibílarnir eru búnir ýmsum nýjlmgum, sem auðvelda
aksturinn og gera hann skemmtilegri. Að ekw'i sé minnst á fallega
innréttingu og frábært útsýni.
Komið og reynsluakið Gemini!
A rmúla 3 Reykiavík Sími38 900