Morgunblaðið - 19.07.1981, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ1981
49
ira gömui mað Evangelíu,
Kvöldiö sem Onassis gekk
aö eiga Jackie var Maria í
Maximnæturklúbbnum í
París.
ifano óperusöngvaranum fræga.
ömmu eftir aö þau hittust fyrsta sinni. Maria og
Að sumu leyti var gott að hún hafði
enga samninga, því að hún þurfti
sannarlega á allri orku sinni að halda til
að geta staðið í ástarsambandi við
Onassis. Hún kynntist líka alveg nýjum
hóp af fólki. Aður hafði hún hrærzt
meðal listamanna, nú var hún umkringd
fólki sem hirti meira um frægð en
hæfileika. I augum margs þessa fólks var
það metnaðarmál að verða frægur,
frægðarinnar vegna. Og það varð ákveð-
inn gæðastimpill að vera boðið í siglingu
á snekkju Onassis. Og fáir auðjöfrar
gátu skákað Onassis hvað snerti gesta-
lista: Greta Garbo, Winston Churchill,
Marlene Dietrich, Farouk fyrrv. Egypta-
iandskonungur og svo mætti lengi telja.
Maria hreifst ekki aðeins af Onassis
sem karlmanni, heldur af einstökum
hæfileikum hans til að láta allt verða að
peningum, sem hann snerti við. og þar
sem hann aðskildi lítt viðskiptamál frá
einkamálum sínum, hóf hún að setja sig
inn í viðskiptamál hans af ákefð þeirri
sem einkenndi allt sem hún hreifst af.
„Hún er eina konan sem ég hef getað
rætt viðskiptamál við,“ sagði Onassis
vini sínum og þau gátu setið heilu
næturnar og rætt nýjustu áætlanir hans
í því að fjárfesta og græða peninga.
Saman fóru þau að leita að nýju
heimili. Hann hafði að vísu ekki fengið
lögskilnað en hún treysti án efa á það, að
þau myndu giftast þegar hans mál væru
til lykta leidd.
í byrjun marz fór Aristo til Gibraltar,
og þar stigu Winston og Clementine
Churchill um borð. Ætlunin var að sigla
yfir Atlantshaf. Þau höfðu komið sér
saman um — réttara er auðvitað að
segja, að Onassis hafði ákveðið, að hún
færi ekki með. Hann sagði það gæti orðið
óþægilegt fyrir Churchill-hjónin, sem
höfðu haft sérstakar mætur á Tinu. Og
þetta varð ekki í fyrsta skiptið sem hún
var skilin eftir. Hann fór í viðskiptaferð-
ir til Argentínu, Saudi-Arabíu, Banda-
ríkjanna, hvert á land sem var, og ef
honum sýndist svo varð Maria að láta að
vilja hans og fara hvergi. Þrátt fyrir að
hann bæri vafalaust til hennar ástarhug
lét hann ekkert raska áformum sínum í
sambandi við viðskipti og með þessa
dæmalausu skapsmuni Mariu í huga, er
furðulegt það langlundargeð sem hún
sýndi þegar í upphafi sambands þeirra.
Nokkru eftir að siglingunni með
Churchill-hjónum lauk, hélt Onassis eina
ferðina enn til Parísar að gera síðustu
tilraun til að fá Tinu til að koma aftur.
Hann hafði varla fyrr notað rök sem
voru í senn svo spaugileg og aumkunar-
verð: Það myndi gleðja gömlu Churchiil-
hjónin ef hún vildi koma aftur. Tina
þverneitaði og niðurstaða samræðna
þeirra varð á endanum sú að ákveðinn
var hraðskilnaður í Alabama. Skömmu
síðar fóru þau Maria að skoða frægan
franskan kastala. Mánuði síðar hafði
skilnaðurinn komizt í gegn, en kastalinn
var ekki keyptur, hvorki þá né síðar.
í júlí gerði Maria hrkandi tilraunir til
að syngja á ný. Hún fór til London og
söng nokkrar aríur eftir Verdi og Rossini
fyrir hljómplötufyrirtækið EMI. Það
gekk ekki bermilegar en svo, að hún
bannaði útgáfu plötunnar. Sjálfstraust
hennar var í molum og ekki varð þetta til
að bæta úr skák.
Samt hélt hún til Ostende, staðráðin í
því að standa við orð sín um að halda þar
hljómleika. Morguninn sem hljómleik-
arnir áttu að vera vaknaði hún radd-
laus... Hún söng ekki það kvöld. Fáein-
um klukkustundum síðar hélt hún á
braut, niðurbrotin, það virtist sem auð-
mýking hennar sem listamanns ætlaði
ekki að taka enda.
Hún hafði þá orðið við beiðni Onassis
að koma fram í hinu forna Epidaurus-
leikhúsi í Grikklandi tvívegis í ágúst.
Hún var miður sín af ótta, en hún vissi
hvað Onassis var þetta mikils virði og
hún gat ekki hugsað sér að bregðast
vonum hans. Framganga hennar skyldi
verða ein fjöðrin enn í hatti hans. Og þó
hafði hann ekkert vit á óperu — og það
sem meira er, hann hafði bara ekkert
gaman af óperumúsík — hann vildi
syngja búsúkí og brjóta diska að hætti
sannra Grikkja. En hann gerði sér grein
fyrir því að með því að ná í Mariu Callas
þokaðist hann upp nokkur skref í
mannfélagsstiga þeim sem honum fannst
svo eftirsóknarverður. Það dugði honum
unz hann fékk ágirnd á því sem hann
taldi að yrði sér enn meira til framdrátt-
ar: ekkju bandarísks forseta.
En víkjum að Epidaurus-tónleikunum.
Auk þess að Maria vildi gera Onassis til
geðs hafði hún beinlínis þörf fyrir að
nálgast ættland sitt, sem hún fann hún
átti rætur í, þótt hún hefði búið lengst af
utan þess. Og Grikkland og ást á öllu
sem var grískt tengdi þau saman: mikill
sigur hennar í Epidaurus hlyti að styrkja
enn þessi bönd.
Hún fékk frá honum ákveðinn styrk
þetta sumar. Þau voru mestallan mánuð-
inn í Monte Carlo og hún æfði sig
reglulega. Líklega hefur þetta verið
þeirra mesta hamingjusumar, þótt sam-
band þeirra héldist enn í mörg ár og skin
og skúrir skiptust á; öll sú tíð sem átti
eftir að koma var ekki nema endurkast
þeirrar hamingju sem þau nutu sumarið
1%0. Þó var það ekki án sviptinga og
Onassis vitjaði annarra kvenna líka. En
hann gerði allt slíkt af varfærni og
auðmýkti hana ekki í tali eða framkomu
eins og hann gerði eftir því sem árin
þeirra liðu. Onassis hafði aldrei lifað
reglubundnu lífi, en hann fann í Mariu
manneskju sem endalaust var tilbúin að
laga sig að duttlungum hans hvað þetta
snerti.
Hún hafði aldrei verið gefin fyrir að
sækja næturklúbba, hafði ekki gaman af
að dansa, smakkaði varla vín. Hún lét sig
hafa þetta og fleira til að geðjast honum.
Og flest benti til að hjónaband væri í
bígerð. Flestir vinir þeirra virðast og
hafa talið það víst. Þann 10. ágúst sagði
Maria við fréttamenn að þau hygðu á
giftingu. Daginn eftir vísaði Onassis
þessum orðum Mariu á bug og sagði að
hún hefði verið að grínast. Hún kyngdi
þessari fyrstu auðmýkingu, eins og
mörgum sem seinna komu. Löngu eftir
að Jackie Kennedy var orðin kona
Onassis sagði Maria full beizkju við
vinkonu sína að þolinmæðin borgaði sig
ekki alltaf. „Ég hefði átt að krefjast þess
að hann giftist mér 1960. Þá hefði hann
gert það.“
Fyrra kvöldið sem Epidaurus-hljóm-
leikarnir voru ákveðnir var úrhellisrign-
ing og varð að fresta þeim. Nokkrum
dögum síðar komu tuttugu þúsund
manns til þessa sögufræga leikhúss og
hlýddu á söng Mariu og hún var hyllt
lengur og innilegar en nokkur listamaður
samtímans sem hefur komið fram í
Epidaurus. Ef áhorfendur hefðu verið
spurðir að tónleikunum loknum hverju
þetta hefði verið líkt hefðu flestir svarað
því að þeir hefðu aldrei verið vitni að
jafn stórkostlegu ævintýri. Lárviðar-
krans var settur á höfuð hennar. Hún
var listamaður af guðs náð og hún var
loksins komin heim, að eigin dómi.
Eftir þennan mikla sigur baðaði Maria
sig um hríð í ljóma hans. Hún hafði með
réttu endurheimt sjálfstrú sína. Þeir sem
þekktu til röktu „upprisuna" til þeirrar
lífsfyllingar sem sambandið við Onassis
veitti henni.
Um haustið kom hún fram í Scala-
óperunni í fyrsta sinn í hartnær þrjú ár.
Síðast þegar hún kom þar fram varð hún
að gefast upp í miðri sýningu og
hrökklaðist út við mikla niðurlægingu.
Það þurfti því mikinn kjark til að reyna
á ný að endurheimta orðstír sinn.
Onassis lét skreyta óperuna hátt og lágt,
hann bauð gestum víðs vegar að, en
hvort hann gerði sér grein fyrir hvað
Mariu leið, er alveg óvíst. Því miður var
heldur enginn glans yfir frammistöðu
hennar þetta kvöld, en hún söng af gætni
og skynsemd, hún ætlaði sér ekki að taka
neina áhættu að þessu sinni. Áhorfendur
urðu þessa illilega varir og ákaft lófa-
klappið að lokinni sýningu hefur kannski
í og með verið sprottið af vorkunnsemi —
og það skildi hún sjálf og það bakaði
henni mikinn sársauka.
Eftir sumarið ’60 tóku samskipti
þeirra að breytast. Það gerðist ekki í
einu vetfangi, kannski nánast án þess
nokkur yrði þess var. Onassis var að vísu
ekki ósnortinn yfir því, að hin fræga
Maria Callas gæfi sér slíkan kærleika g
sýndi undirgefni í hvívetna, en honum
mislíkaði, ef hún skyggði á hann. Hann
féll ekki í stafi yfir list hennar eins og
aðrir karlmenn höfðu gert, — af þeim
ástæðum sem fyrr voru raktar, að hann
kærði sig kollóttan um óperusöng. Af
einhverjum ástæðum fór hann í ríkara
mæli að finna hjá sér hvöt til að
litillækka hana í viðurvist annarra og
gera hana hlægilega. Og þótt Maria þyldi
honum marga auðmýkingu átti þetta
sinn þátt í að sviptingarnar á milli
þeirra hin næstu ár voru með hreinum
ólíkindum. Tveir vinir þeirra, Panaghis
Vergottis og Maggie von Zuylen, urðu til
þess að bera boð á milli þeirra þegar
öldurnar risu sem hæst. Það var einnig
Maggie sem fékk löngu síðar talið Mariu
á að hitta Onassis aftur, eftir að
hjónaband hans og Jackie var farið að
rakna á saumunum.
En þessi ár voru þeim báðum svo mikil
reynsla að hvorugt var samt eftir.
Nokkru áður en Jackie kom alvarlega til
sögunnar, varð Maria þess vís að hún var
barnshafandi. í fyrsta skipti og hún var
43 ára gömul. Hún var himinlifandi.
Loksins átti þá sá draumur hennal- að
rætast að verða móðir. Þeir sem þekktu
hana segja að gleði hennar hafi verið
takmarkalaus. En ekki var sömu sögu að
segja um Onassis. Hann brást við hinn
versti og gaf henni umbúðalaust í skyn,
að sambandi þeirra væri lokið, ef hún
gerði ekki eitthvað í málinu og það
snarlega.
Samband þeirra hélt áfram enn um
hríð. Það byggðist ailt á því hvað Onassis
vildi: Hún elskaði hann svo takmarka-
laust að hún lagði allt í sölurnar fyrir
hann. Og þó varð hans heimur aldrei í
reynd hennar heimur.
Aðdragandi hjónabands Onassis og
Jackie var ekki ýkja langur. Þau höfðu
þó þekkzt um hríð og Kennedy-hjónin
höfðu verið gestir hans á árum áður um
borð í Christinu. Þau fóru í siglingu
langa og mikla vorið 1967. Maria var
skilin eftir. Það var að vísu ekkert nýtt,
en engu að síður vissi hún að eitthvað
meira en lítið var að gerast. Hún las
svosem blöðin og hún skildi þennan
mann flestum betur. Hún fann að aldrei
nokkurn tíma hafði hann fengið annað
eins við að berjast og að vinna ástir
ekkju sjálfs forseta Bandaríkjanna.
Hann léti það ekki sér úr greipum ganga.
Og þegar úr þessari siglingu kom er vitað
að Jackie hafði samband við mág sinn,
Robert Kennedy, og sagði honum að hún
væri að íhuga í fullri alvöru að giftast
Onassis. Kennedy var þá í miðri kosn-
ingabaráttu og það var ljóst að gifting
Jackie væri ekki heppileg. Nokkru síðar
féll Robert Kennedy fyrir morðingja-
hendi eins og alkunna er og þar með var
ekkert sem mælti gegn því að þau
giftust. Allt það sumar hélt Onassis
áfram uppteknum hætti, hann geystist á
milli Jackie og Mariu og hann lét Mariu
ekki vita um það fyrr en á síðustu stundu
hvað til stæði. Þótt merkilegt sé mun
ekki hafa komið til neinna mikils háttar
átaka milli þeirra. Bæði höfðu vitað lengi
hvað í vændum var, bæði voru kannski
að verða uppgefin á öllum þeim sveiflum
sem sambandi þeirra fylgdu og kannski
hefur Maria viljað reyna að halda í
örlítinn vott af sjálfsvirðingu sinni.
Kvöldið sem Onassis og Jackie giftu sig
var Maria á veitingastaðnum Maxim í
París, brosandi út að eyrum og lék á als
oddi. Sumir segja að það kvöld hafi hún
kannski leikið stærsta hlutverk lífs síns.
En seinna fór að halla undan fæti hjá
Onassis-hjónunum. Hvert ólánið af öðru
dundi yfir, Tina, fyrrv. kona hans, lézt
sviplega, sonur hans fórst í flugslysi,
dóttir hans giftist gegn vilja hans og
Jackie virtist í raun ekkert vilja hafa
með hann að gera, heldur eyddi bara
peningum hans — og það segja kunnugir
að mikið hafi þurft til að ganga fram af
Onassis í þeim efnum — þá leitaði hann
aftur til Mariu. Konunnar sem þrátt
fyrir allt hafði verið honum betri en
flestir, umbar hann endalaust og sýndi
honum þá þolinmæði að lengra Verður
ekki gengið.
Þrátt fyrir harm og erfiðleika urðu
síðustu æviár beggja þeim til nokkurrar
gleði, þótt bæði væru þá sjúk orðin og
sár.
Onassis lézt 1975 og Maria Calias 2
árum seinna. Umdeild alla tíð, sérstæð
söngkona og sérstæður persónuleiki.
Hún var ekki sá sjálfsöruggi hrokagikk-
ur sem margir sögðu hana vera. Hún var
þegar á reyndi fyrst og fremst kona sem
gaf allt af sjálfri sér manninum sem hún
elskaði svo heitt. Væri Maria Callas þess
umkomin að svara því nú hvort þján-
ingar hennar hefðu verið þess virði yrði
það svar án efa játandi. Þrátt fyrir allt
er ekki vafi á að hún var þeirrar
skoðunar, að þótt hún hefði gefið mikið
hafði henni og verið mikið gefið.
(Jóhanna Krjatjónadóttir ondur-
sagöi og þýddi laualega.)
Arianna Staaainopouloa:
Maria — Boyond tha Callaa Lagand
Útg. Waidanlald og Nicolaon, London