Morgunblaðið - 06.08.1981, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.08.1981, Blaðsíða 1
40 SÍÐUR 170. tbl. 68. árg. FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Sadat vill PLO í friðarviðræður W ashington. 5. ágúst. AP. ANWAR Sadat. Egyptlandsíorseti og Ronald Reagan. íorseti Bandaríkjanna áttu í dag viðræður og sagðist Sadat hafa lagt að Reagan. að veita frelsissamtökum Palestínu, PLO. aðild að friðarviðræðum fyrir botni Miðjarðarhafs. Sadat vildi ekki skýra frá viðbrögðum Reagans en embættismenn í Washington sögðu í kvöld, að Reagan hefði leitt tal hjá sér um aðild PLO. Á það var bent. að Rcagan hefði ekki hafnað aðild PLO. Bandaríkin hafa neitað að eiga viðræður við PLO vegna þess, að samtökin neita að viðurkenna tilverurétt ísraels. Þá stakk Sadat upp á leið- togafundi Egyptalands, ísraels og Bandaríkjanna. „Við erum nú á tímamótum," sagði Sadat og sagði að nota yrði tækifæri það, sem vopnahléð í Líbanon gæfi til frekari viðræðna. „Atburð- irnir í Líbanon staðfesta svo ekki verður um villst, að komast verður að alhliða friðarsam- komulagi í Mið-Austurlöndum,“ sagði Sadat. Hann hvatti Banda- ríkin til að taka að fullu þátt í friðarumleitunum. Reagan fullvissaði Sadat um að áfram yrði byggt á Camp David-samkomulaginu og að Bandaríkin myndu láta einskis ófreistað í friðarviðleitni sinni í Mið-Austurlöndum. Hann bar mikið lof á Sadat; sagði að Sadats yrði minnst sem eins helsta friðarpostula 20. aldar- innar. í september næstkom- andi mun Reagan eiga viðræður við Menachim Begin, forsætis- ráðherra ísraels og fyrir áramót mun hann hitta Hussein, Jórd- aníukonung og Fahd prins frá Saudi-Arabíu. Egypska sendiráðið í Vínar- borg tilkynnti í dag, að Sadat hefði hætt við fyrirhugaða ferð sína til Austurríkis á leið heim til Egyptalands. Sadat ætlaði að ræða við Bruno Kreisky, kansl- ara Austurríkis. Sendiráðið gaf engar skýringar á þessari ákvörðun. En á það hefur verið bent, að tveir Arabar voru handteknir á flugvellinum í Vín- arborg á miðvikudag. Þeir reyndu að smygla vélbyssum og handsprengjum inn í landið. Blöð í Austurríki hafa leitt getum að því, að samband sé milli vopnasmygls Arabanna og heimsóknar Sadats til Austur- ríkis. Vcl fór á með þeim Anwar Sadat og Ronald Reagan eins og símamynd AP ber glöggt með sér. Simamynd VP. V til merkis um sigur; þúsundir fögnuðu bilstjórunum sem hetjum eftir mótmælastöðuna í Varsjá. „Alger sigur Bílstjórum fagnað sem hetjum í lok mótmælaaðgerða í Varsjá Varsjá, 5. áKÚst. AP. HUNDRUÐ vörubifreiða- og strætisvagnastjóra afléttu mót- mælaaðgerðum sinum í miðborg Varsjár i dag og lýstu yfir „algjorum sigri“. Nær allar sam- Sendiherra Frakka rekinn frá Teheran Teheran. París, 5. ágúst. AP. ÍRÖNSK stjórnvöld kröfðust þess í dag, að franski sendiherrann i Teheran yrði á brott úr íran innan þriggja daga „vegna synj- unar Frakka á beiðni írana um framsal Bani Sadr, fyrrum for- seta“. Francois Mitterrand, forseti Frakklands, brá skjótt við og hvatti alla Frakka til að yfirgefa íran hið fyrsta þar sem þeim sé ekki lengur óhætt í landinu. Jafn- framt kallaði Mitterrand franska sendiherrann í Teheran til „við- ræðna" í París. Sjá frétt: Tilræði og aftök- ur i íran færast í aukana. bls. 19. göngur í Varsjá lágu niðri og Samstaða efndi til verkfalla i öllum greinum framleiðslustarf- semi. Aðeins var unnið við nauð- synlegustu þjónustustörf. Deild Samstöðu i borginni vildi þannig mótmæla matvælaskorti i land- inu og getuleysi stjórnvalda til að leysa hann og einræðisaðgerðum stjórnvalda. „Aðgerðir okkar heppnuðust fullkomnlega," sagði í yfirlýsingu bifreiðastjóranna, sem hafa verið í mótmælastöðu síðan á mánudag. Þeir þeyttu horn bíla sinna og þúsundir manna lustu upp fagnað- arópum og hylltu þá sem hetjur, þegar þeir óku frá aðaltorgi Varsjár, aðeins 500 metrum frá höfuðstöðvum pólska kommún- istaflokksins. Andrzej Gwiazda, næstæðsti maður Samstöðu, sagði við fréttamenn að viðræður Samstöðu og stjórnvalda hæfust á morgun. „Ef ekkert gerist, þá kannski verðum við hér aftur á mánudag," sagði Gwiazda. Lögregla stöðvaði bílstjórana þegar þeir hugðust aka að aðalstöðvum kommúnista- flokksins á mánudag. „Þeir sem stöðvuðu okkur áttu greinilega ekki von á, að það sem átti upphaflega að verða klukkustund- ar mótmæli snérist upp í 50 klukkustunda varðstöðu í þágu Póllands," sagði Gwiazda. „Aðgerðir okkar eru til að mót- mæla stefnu stjórnvalda. Sýna samstöðu og undirstrika hve djúp gjá er milli stjórnvalda og al- mennings," sagði í yfirlýsingu Samstöðu í Varsjá í dag. Með aðgerðunum í Varsjá þykir Samstaða hafa sannað svo ekki verði um villst, að stjórnvöld í landinu geta ekki gripið til ein- ræðisaðgerða eins og þeirra, að stöðva ferð bilstjóranna til aðal- stöðva flokksins. Ibúar höfuðborg- arinnar, svo og um allt Pólland, mótmæltu á áhrifaríkan hátt. Víðs vegar um Pólland kom til mótmælaaðgerða og verkfalla í dag, þó hvergi eins og í Varsjá. Verkfall flugum- ferðarstjóra: 5 settir bak við lás og slá WashinRton. 5. áKÚst. AP. Hafréttarráðstefnan: Bandaríkin fara fram á endurskoðun uppkastsins Genf. 5. ágúst. AP. Bandaríkin fóru fram á endur- skoðun uppkasts að hafréttar- sáttmála á Hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna i Genf i dag. James Malone, aðstoðarutanrik- isráðherra og formaður banda- rísku sendinefndarinnar, bað um endurskoðun ákvæða um námu- vinnslu af hafsbotni utan efna- hagslögsögu strandrikja. Hann gaf i skyn, að verði ekki gengið að kröfum um endurskoðun. muni Bandarikin hætta þáttöku i störfum Hafréttarráðstefnunnar. Heimildir í Genf segja, að verði gengið að kröfum Bandaríkjanna um endurskoðun ákvæða um námuvinnslu af hafsbotni, muni það lengja störf ráðstefnunnar um 2—3 ár. Bandaríkin hófu endur- skoðun uppkastsins að hafréttar- sáttmála í marz síðastliðnum. Uppkast að hafréttarsáttmála hefur legið fyrir um nokkurt skeið og var búist við, að undirskrift færi fram á þessu ári. Stefnu- breyting varð vestanhafs þegar Ronald Reagan, forseti Bandaríkj- anna, komst til valda. Það eru einkum ákvæðin um skipan og valdsvið ráðs, sem færi með yfirumsjón námuvinnslu á hafsbotni, sem bandarísk stjórn- völd eru andvíg. Samkvæmt nú- verandi uppdrætti að hafréttar- sáttmála er gert fyrir, að 36 þjóðir eigi sæti í ráðinu. Stjórnvöld vestanhafs eru andvíg klásúlu um, að fyrirtæki sem vinna málma af hafsbotni, verði að láta ráðinu í té tækniupplýsingar. Einnig eru bandarísk stjórnvöld andvíg ákvæðum um fjármögnun náma- vinnslu. Malone hélt því fram, að reglur þær sem eru í núverandi uppkasti, muni fæla einkafyrir- tæki frá námavinnslu af hafs- botni. Þá eru Bandaríkjamenn andvígir hámarksvinnslukvótum. FIMM leiðtogar flugumferðar- stjóra. sem nú eru i verkfalli, voru dæmdir i fangelsi og var stungið inn í dag. Dómari í Kansas dæmdi fjóra leiðtoga flugumferðarstjóra i fangelsi fyrir að virða að vettugi úrskurð dómstólsins um að snúa til vinnu. Þá var formanni flugumferðar- stjóra í Virginiu stungið inn fyrir aðild að verkfalli flugum- ferðarstjóra. Sá var dæmdur í 60 daga fangelsi fyrir að virða úrskurð dómstóisins að vettugi. Opinberir starfsmenn í Banda- ríkjunum hafa ekki verkfallsrétt. Verkfall flugumferðarstjóra er því ólöglegt. Stjórnvöld í Washington hófu í dag að senda þeim flugum- ferðarstjórum, sem ekki höfðu mætt til vinnu kl. 15. að íslenzkum tíma, uppsagnarbréf. Þrátt fyrir fangelsanir og uppsagnarhótanir, sögðu talsmenn samtaka flugum- ferðarstjóra, að aðeins 3% hefðu mætt til vinnu i dag. í samtökun- um eru 17 þúsund meðlimir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.