Morgunblaðið - 06.08.1981, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.08.1981, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1981 Kýrnar njóta lífsins GóA tíó og hlíða heíur verið í uppsveitum Arnessýslu undanfarið, og hér sjást kýrnar á Illemmiskeiði njóta lífsins. þar sem þær ligKja jórtrandi í haKanum. Myndin er tekin með aðdráttarlinsu. og því virðist Brautarholt vera nær, en það í rauninni er. En á myndinni sjást skólinn og sundlaugin að Brautarholti. og nokkur íhúðarhúsanna sem þar hafa risið. skólastjórar Kynning á graf- iskri kvikmynda- list um helgina Settir EFTIRFARANDI einstaklinKar hafa verið scttir i skólastjóra- st(>ður af menntamálaráðherra skólaárið 1981 — 1982: Alexander Jóhannsson við grunnskólann í Öngulstaðahreppi. Bjarni Aðalsteinsson við Hér- aðsskólann að Reykjum. Grímur Bjarndal Jónsson við Barnaskóla Akraness. Guðbjartur Hannesson við grunnskóla Akraness (Grundaskóla). Guðlaug Snorra- dóttir við Heyrnleysingjaskólann. Haukur Ágústsson við Héraðs- skólann að Laugum. Ingólfur Rún- ar Björnsson við Héraðsskólann á Núpi. Jón Jónsson við grunnskól- ann í Reykdælahreppi. Ragnhild- ur Einarsdóttir við grunnskólann í Barðastrandahreppi. Sigurjón Ingi Hilaríusson við Þjálfunar- skóla ríkisins (Kópavogshæli). Sigþór Magnússon við grunnskól- ann í Höfn í Hornafirði (Hafnar- skóla). Stella Guðmundsdóttir við grunnskóla Kópavogs (Digra- nesskóla). Sturla Kristjánsson við Þelamerkurskóla. Þrúður Krist- jánsdóttir við grunnskólann í Búð- ardal. Grafískir kvikmyndadagar verða haldnir í Reykjavik dagana 8.-23. ágúst nk. Er það tslensk- ameríska félagið sem að þessu framtaki stendur, í samvinnu við Menningarstofnun Bandarikj- anna, að því er Sigurjón Sig- hvatsson tjáði hlaðamönnum á fundi sem boðað var til af þessu tilefni. Sigurjón stundar nám í kvik- myndagerð við Kaliforníuháskóla og var hann einn aðalhvatamaður- inn að Amerísku kvikmyndavik- unni sem haldin var í Regnbogan- um í fyrra, en þar voru sýndar heimildakvikmyndir. Grafísku kvikmyndadagarnir verða með þrennum hætti, þ.e. almennar sýningar, kynning á grafískri kvikmyndagerð og námskeið sem haldið verður í Myndlistarskólan- um dagana 8.—20. ágúst. Námskeiðið fer fram í samvinnu við þá aðila hér á landi, sem hvað mestan áhuga ættu að hafa á því að nýta sér þetta listform, Félag ísl. teiknara, Samband auglýs- ingastofa, en að sögn Sigurjóns hentar grafísk kvikmyndagerð af- ar vel til gerðar auglýsingamynda, Félag ísl. kvikmyndagerðarmanna og Kvikmyndasjóð. Væntanleg eru til landsins próf- essor Gene Koe yfirmaður hinnar grafísku kvikmyndadeildar Kalif- orníuháskóla og kona hans, Paul- ine Powers, grafíklista- og kvik- myndagerðarkona og munu þau hjón leiða námskeiðið og kvik- njyndakynninguna. Margir aðilar frá framan- greindum samtökum hafa lagt hönd á plóginn við undirbúning þessa námskeiðs, m.a. Tómas Jónsson, Jón Þór Hannesson og Ottó Ólafsson. Að sögn Sigurjóns Sighvatsson- ar eru það aðallega þrjár gerðir kvikmynda sem standa fyrir utan hið hefðbundna dreifingakerfi stóru kvikmyndafélaganna í Bandaríkjunum og eru það heim- ildamyndir, tilraunakvikmyndir af ýmsum gerðum og grafískar kvikmyndir. Kynningin á heim- ildamyndunum í Regnboganum í fyrra þótt takast vel og því var ráðist í að gefa fólki kost á að kynnast grafískri kvikmyndagerð í þetta sinn. „Ef vel tekst til,“ sagði Sigurjón, „þá stefnum við að því að halda kynningu á tilrauna- kvikmyndum næsta sumar." Sumar myndanna verða aðeins sýndar á námskeiðinu og því aðeins á færi þátttakenda að sjá þær, en áðrar á almennum sýning- um, m.a. á Kjarvalsstöðum og er aðgangur ókeypis. Vonir standa til að hægt verði, í lok grafísku kvikmyndadaganna, að sýna eitt- hvað af þeim verkum sem unnin hafa verið á námskeiðinu í Mynd- listarskólanum, en þátttakendur í því verða u.þ.b. 20 talsins. Fyrstu sýningar verða í Menn- ingarstofnun Bandaríkjanna, laugardaginn 8. águst kl. 17—20 og verður þar fjallað um skilgrein- ingu grafísku kvikmyndarinnar. Skákþing Norðurlanda: Svipmyndir frá lokabaráttunni Það var engu líkara en að keppnin í úrvalsflokki á Skákþingi Norðurlanda hæfist fyrst um helg- ina. Mótið hafði farið fremur frið- samlega fram, en skyndilega hófu næstum allir keppendur að herjast eins og ljón, því þegar fjórar umferðir voru eftir áttu þeir í raun allir moguleika á að hreppa efsta sætið. Í þessari stuttu grein er ætlunin að draga fram þau augna- blik i síðustu umferðunum sem skiptu sköpum í lokabaráttunni. Áttunda umferð: Ornstein — Heim 1—0 Hansen — Höi 'k — 'k Raaste — Rantanen 'k — '/2 Margeir — Schússler 'k — 'k Guðmunur — Kristiansen 'k — 'k Helgi — Helmers 'k — 'k Umferð hinna mörgu jafntefla, en það segir ekki hálfa söguna. I skák þeirra Guðmundar og Kristiansen var ekki samið fyrr en eftir 99 leiki, eftir að hinn fyrrnefndi hafði alltaf haft heldur betra. Hansen náði sínu fyrsta jafntefli, eftir að hafa fyrst haft vinningsstöðu og síðan tapað tafl. Finnarnir sömdu fljótlega jafn- tefli. Schússler virtist hafa betri stöðu framan af, en átti engan þvingaðan vinning. Skák Ornstein og Heim virtist lengi vel í jafnvægi, en í miðtaflinu kom Svíinn krók á Norðmanninn: Svart: Heim, Noregi Hvítt: Ornstein, Svíþjóð 21. Bhfi! (Bætir einu óbeinu valdi á riddar- ann á e6. Svartur er nú kominn í heldur óþægilega klemmu.) 24. - Dxa4?! 25. g4 - Rxe6? 26. i)xef>+! - Kh8 27. b3! (Nú getur svarta drottningin ekki lengur haldið valdi á hróknum.) 27. — Da2+ 28. Khl og svartur gafst upp. Helgi Óiafsson stóð allan tímann betur gegn forystusauðnum, Helm- ers frá Noregi. Biðstaðan virtist mjög vænleg, en Norðmaðurinn var fastur fyrir í vörninni: Svart Helmers, Noregi Hvítt: Helgi ólafsson Biskup hvíts er heldur betri en svarti riddarinn og svartur hefur stakt peð á d5 og bakstætt peð á a6. Það er þó hægara sagt en gert að nýta sér þessa yfirburði til vinnings fyrir hvítan. 41. — KÍ6 (Biðleikur Helmers.) 42. Hh3 - Ke5 43. hxg5 - hxg5 44. Hf3 - Rf4+ 45. Bxf4 - gxf4 46. Hh3 - g6! (Svartur mátti alls ekki leyfa 47. Hh5+ - Ke6 48. Hf5.) 47. Hh7 - Kf6 48. IId7 - Kg5! (Aðeins virk vörn getur bjargað svörtum.) 49. Hd6 - Kxg4 50. Hxg6+ - Kf3 eftir Margeir Pétursson 51. HÍ6 - He8 52. Kd4 - He2 53. Kxd5 - IIxí2 54. Hxa6 - Hb2 55. Hb6 - Ke3 56. Hxb5 - Hxb3. Hér fór skákin aftur í bið, en samið var jafntefli án frekari taflmennsku. Bezta framhaldið er 57. Kc4 — Hbl 58. He5+ - Kd2 59. Hf5 - Ke3 60. b5 - f3 61. Kc5 - f2 62. b6 -fl=D 63. Hxfl - Hxfl 64. c4 - Kd3 o.s.frv. Niunda umferð: Rantanen — Hansen 1—0 Heim — Margeir 0—1 Helmers — Ornstein 'k — 'k Schússler — Guðmundur 'k — 'k Höi — Helgi 0—1 Kristiansen — Raaste 1—0 Fljótlega var ljóst hvert stefndi í skákum Schússlers og Guðmundar og Helmers og Ornsteins. Aðrir þátttakendur börðust hins vegar hatrammri baráttu til að geta nálgast toppinn. Hansen stóð lengi í stórmeistar- anum, en eins og oft áður á mótinu lék hann af sér í endatafli. Raaste fékk þrengra tafl eftir byrjunin og lék síðan illa af sér og tapaði tveimur peðum. íslendingarnir áttu mjög góðan dag. Helgi tefldi mjög markvisst með svörtu gegn Höi og fékk sóknarfæri, sem hann nýtti sér mjög skemmtilega. í þessari stöðu er sóknin í burð- arliðnum: Svart: Ilelgi ólafsson Ilvitt: Höi, Danmörku 33. d6?! (Höi reynir að klóra í bakkann. Eftir 33. — Dxd6? 34. Hadl hefur hann gott mótspil. Svartur nýtir hins vegar tækifærið og opnar drottningu sinni leið í sóknina.) 33. - Dc6! 34. Db2 (Svartur hótar einfaldlega að tvö- falda hrókana á g-línunni, með þungri sókn. Enn reynir Höi því að grugga vatnið.) 34. - Rxf3 35. Rxf4 - exf4 36. Bxf6+ - Kh7 37. Hfl (Þetta lítur alls ekki illa út, en Helgi hefur séð lengra:) 37. - IIg3! 38. Bdl - Rxh2! 39. IIxf4 - IIh.3 40. Kg2 - Dg8+ 41. Bg7 — Dxg7+ 42. Dxg7 — Kxg7 og svartur vann auðveldlega. Staða Norömannsins Heim hrundi skyndilega, að því er virtist upp úr þurru, og hann sat uppi með gjörtapað tafl: Svart: Margeir Pétursson Ilvitt: Ileim, Noregi 13. Bg5?! - Bxf5 14. exf5 - h6 15. Bc3? (Skárra var 15. Bh4, en Heim hefur auðsjáanlega yfirsést áætlun svarts.) 15. - Rxb3 16. axb3 - Dd7 17. g4 - Bc7! (Hótunin er einföld, en sterk: Næst 18. — Dd6 og síðan 19. — e4 með óstöðvandi sókn. Hvítur er furðulega varnarlaus.) 18. Db4 - a5 19. Da3 - h5! 20. f3 - b5 21. Bg5 - b4 22. Da2 - Dd6 23. Bxf6 - gxf6 24. gxh5 - e4 25. f4 - exd3 26. cxd3 - Kh7 27. Dbl - He2 28. Ddl - De7 29. Khl - IIg8 30. Bf3 - IIxb2 31. Bg4 - IIe8 32. Hbl - Hxbl 33. Dxbl - De3 34. Ddl - Bxf4 35. Df3 - Dxf3 36. Hxf3 - Be5 37. Hfl - c5 38. Bf3 - IId8 39. Hcl - Bc3 40. Hc2 — c4! 41. dxc4 — dxc4 42. bxc4 - a4 43. Bc6 - a3 44. Ba4 - IId3 45. c5 — Bc5 46. c6 — b3 og hvítur gafst upp. Tiunda umferð: Hansen — Helgi 0—1 Guðmundur — Heim 'k — 'k Raaste — Schússler 'k — 'k Ornstein — Höi 0—1 Margeir — Helmers 'k—'k Rantanen — Kristiansen 'k — 'k Hansen tefldi byrjunina illa og Helgi gaf engin grið. Skákir Guð- mundar og Heim og Raaste og Schússlers voru átakalitlar. Ornstein lék af sér manni í tíma- hraki í verri stöðu. Rantanen stóð lengst af betur, en eins og gegn Guðmundi varðist Daninn vel og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.