Morgunblaðið - 06.08.1981, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.08.1981, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1981 Bragi Ásgeirsson: PUNKTAR UR DAGBOK — Ég hef aldrei fundið til hræðslu í flugi, enda er mér ennþá í fersku minni flugferð til ísafjarðar árið 1943. Þá kynntist ég landinu frá nýju sjónarhorni og veröldin hefur aldrei orðið söm eftir það. Máski var þar sáð fyrsta frjókorni þess, að ég hef seinna verið gagntekinn af áhuga fyrir því að uppgötva um- hverfið frá nýju og fersku sjónar- horni. Ég var þá nýorðinn tólf ára, er þetta gerðist, farkosturinn var lítiil, rauður flugbátur, er laut öruggri stjórn manns, er mér þótti einkennast af einbeitni og stálvilja og hét Alfreð Elíasson. Með mér í flugvélinni voru Lýður Jónsson, vegaverkstjóri, og sonur hans, Har- aldur, og vorum við á leið til Langadals við Ísafjarðardjúp. Þar skyldi hefjast undirbúningur að því að ryðja veg yfir Þorskafjarðar- heiði, eina erfiðustu þraut íslenzkr- ar vegagerðar á þeim árum, sem átti að leysa með hinum frumstæðu verkfærum þeirra tíma, hökum, skóflum, járnköllum svo og hestum, hestvögnum og mjög takmörkuðum bifreiðakosti. — Allt er einu sinni fyrst, og mér verður stundum á að hugsa aftur tii þeirra tíma, er ég nú sest upp í risastóra málmfugla, er selflytja fólk landa á milíi á örskammri stund miðað við það, sem áður var. Breytingarnar eru ótrúlegar og næsta útilokað í stuttu máli að lýsa þeim fyrir ókunnugum á þann veg, að upplifunin komi til skila. Fólk hefur einfaldlega ekki tíma til þess að doka við og hugsa svo djúpt, — allt um kring eru hlutir, sem trufla og erta skynfæri manna. Þrátt fyrir að ég hef flogið ótal sinnum innan lands, utan og á milli landa erlendis, fer jafnan um mig fiðringur eftirvæntingar, er flugvél- in hefur sig á loft og tekur stefnuna á fjarlægar slóðir. Þannig var það einnig fyrr í sumar, er ég flaug til K.hafnar. Ágætir sessunautar voru mér við hlið, þar sem voru þeir Árni Jörgensen, er hefur með uppsetn- ingu M.blaðsins að gera, og Guð- brandur Gíslason, ritstjóri sjó- mannablaðsins Víkings. Éitt andar- tak hvarflaði að mér að rekja upp fortíðina fyrir þeim og /„vegavinnu mætra manna/er minningar í huga geymi/, líkt og skáldið orðaði það. En á þá félaga sótti fljótlega blundur á brár eins og oft vill verða, er menn rísa eldsnemma úr rekkju eftir undirbúning ferðarinnar langt fram á nótt... — Það var ys og þys á Kastrup- flughöfninni er þangað kom á há- degi á laugardegi svo sem jafnan, en nú hitti ég óvenju margt kunnugra, er voru á leið út til íslands. Á barnum niðri sátu nokkrir, er biðu með að tékka sig inn fram á síðustu mínútur með glitrandi mjöð fyrir framan sig, — þeirra á meðal var Einar Baldvinsson, listmálari, hress og kátur eftir ánægjulega ferð. Tryggvi Ólafsson, listmálari, var og þar með Gerði konu sinni, þau voru að kveðja dóttur sína, Gígju, er var á leið heim í saltfiskvinnu og Ijómaði af tilhlökkun. Fólk getur ekki síður fengið nóg af heimsborg- inni en einangruninni á norðursióð- um, en ætli hvort tveggja sé ekki nauðsynlegt í nokkru jafnvægi. Þannig getur einnig verið munaður að segja: „Lífið er saltfiskur!“ Er fólkið var farið, drifum við Tryggvi og frú hans okkur upp í leigubíl og héldum áleiðis inn í miðborgina og til þeirra heima. Ég var tilbúinn að halda svo beint á Picasso-sýninguna á Lousiana, er átti að loka daginn eftir, en Tryggvi vildi heldur eiga með mér heiian dag þar. Tryggvi vissi um ferðaáætl- un mína tií Parísar, Kölnar og Diisseldorf og var fullur áhuga á því að koma með. Hann er einn af þeim islenzku myndlistarmönnum, er hafa lifandi áhuga á því að skoða söfn og sýningar og eru ekki of uppteknir af sjálfum sér. Það er ekki vansalaust, hve áhuga mynd- listarmanna virðist hafa hrakað mikið á þessu sviði á undanförnum árum, á sama tíma og aðstreymi á söfn hefur stóraukist víða um heim, og þá ekki síst í Evrópu. Og þrátt fyrir það fjölgar sýningum ótrúlega mikið á íslandi, einkum miðlungs- sýningum og þar fyrir neðan. Máski er það afleiðing fáfræði og sjálfs- linku. — Það er mikill misskilningur, að listaverkabækur, kvikmyndir og sjónvarpsþættir geti bætt það upp að standa augliti til auglitis við listaverkin sjálf og uppgötva þau og upplifa í návígi, ef svo má að orði komast. Þá eru söfnin orðiii stórum fullkomnari en á árum áður og Konan er framtíð heimsins. „I.a femme c’est l'avenir du Monde“. skemmtilegri heim að sækja, því að reynt hefur verið að gefa þeim manneskjulegra yfirbragð t.d. með því að hafa a.m.k. smáafdrep fyrir veitingar, þar sem gestir geta hvílt sig og rætt um það, sem þeir hafa þegar séð og/eða melt það. Hinum stóru söfnum nægir sumum hverj- um ekki minna en heilu veitingasal- irnir undir slíka þjónustu. Þeir sem reynt hafa, vita ofurvel, að það er á við erfiða fjallgöngu að skoða stór- söfn og sýningar, svo að vel sé, og því er þessi þjónusta mjög æskileg. I fyrstu hlaut hún að vísu harða andspyrnu og olli sums staðar fjaðrafoki og deilum í fjölmiðlum. Þær raddir eru löngu þagnaðar, enda hafa þeir, sem harðast mót- Hvort heldur komið er á Bellevue- eða Amagerstrond á sólardegi má sjá fjölda (ólks. er spókar sig nakið líkt og í árdaga. í almenningsgorð- um Kaupmannahafnar liggja hlómarósir berbrjósta í hundruða- tali. Ég hyggst ekki gerast svo djarfur að sinni að birta myndir af þeirri lifsflóru vegna þjóðlegs vei- sæmis. Vel heldur þann kostinn að gauka að ritglöðum lesendum þess- ari skemmtilegu mynd. er við gætum nefnt „skarpskyggni og víðsýni“. mæltu, uppgötvað kosti þess að geta slappað af yfir kaffibolla, öl- eða vínglasi og gera það engu síður en aðrir. — Það var nokkrum vandkvæð- um bundið hvort Tryggva tækist að koma með mér til Parísar, Kölnar og Diisseldorf, því að framundan hjá honum var sýning í „Politikens hus“, en sem betur fór var sýning- unni frestað vegna verkfalls starfs- manna blaðsins. Þetta verkfall hef- ur valdið því, að sýningu Tryggva hefur svo tvisvar verið framlengt, eftir að hún hófst og nú síðast til 23. ágúst. Úr vandamálum Tryggva greiddist svo smám saman og á mánudagskvöld var haldið til Paris- ar. Sunnudeginum höfðum við eytt á Picasso-sýningunni, þar sem að- streymi gesta þennan síðasta opnunardag var gífurlegt, en frá þeim degi segir væntanlega seinna í Lesbók ásamt með litmyndum. Í þessari för minni kom ég þrisvar til K.hafnar og var allan tímann upptekinn við að skoða söfn, sýn- ingar og úrvals kvikmyndir, svo sem nánar verður greint frá í næstu grein. Ég hlýt að viðurkenna, að þótt ég hafi dvalið í Höfn í þrjá vetur á námsárum mínum og seinna komið þangað ótal sinnum sem gestur, þá er jafnan hægt að uppgötva eitthvað nýtt, sem gerir mann forviða. Þeir einir verða leiðir á hlutunum, er einungis skoða hið sama aftur og aftur innan þröngs ramma áhugasviðs viðkomandi og þeir eru sannfærðir um, að allt, sem þeir hafa ekki áhuga á, sé harla lítils virði til nánari kynna, og því miður eru listamenn ekki síður undir þá sök seldir en aðrir nú á tímum. Áhugaleysið hefur gripið um sig og gjarnan er það sett undir einhvern nýjan lífsstíl og nýja liststefnu. Það er yndislegt að koma til Hafnar að sumri til, ef menn kunna að nýta það, sem borgin og umhverfi hennar hafa upp á að bjóða á þeim tíma. Stutt er á baðstrandir og fagrir almenningsgarðar eru þar margir og stórir. Vilji menn upp í sveit, er einnig stutt að fara þangað, og t.d. að koma á „Friluftsmuseet" í Sorgenfri í úthverfi borgarinnar er ekki einasta líkast því að vera kominn upp í sveit heldur og einnig að vera horfinn nokkrar aldir aftur í tímann. Ég hitti jafnan nokkuð af lista- mönnum, er ég á leið um Höfn, bæði dönskum og íslenzkum. Að vísu eru þeir íslenzku margir heima yfir sumartímann, séu þeir ekki á annað borð búsettir í Höfn. Þarna hitti ég þó Sjöfn Haraldsdóttur, er nemur veggmyndalist við Listaháskólann. Hún hafði fengið undanþágu til að vinna að myndum í júní og júlí þótt verkstæðunum eigi alla jafna að vera lokað á þeim tíma. Hún hefur Heimsókn iðnaðarráðherra Noregs: Kanna möguleika á auknu samstarfi á sviði iðnaðar og orkumála FINN Kristensen. iðnaðarráðherra Noregs. kom í opinhera heimsokn til íslands á mánudag i hoði Iljörleifs Guttormssonar iðnaðarráðherra, og á hlaðamannafundi með ráðherrun- um kom fram. að ráðherrarnir ætluðu að beita sér fyrir því að kannaðir yrðu möguleikar á auknu samstarfi milli landanna á sviði iðnaðar og orkumála. Auk ráðherr- anna og starfsliðs ráðuneyta tóku þátt i viðra.'ðunum formaður sam- starfsnefndar um iðnþróun, Vil- hjálmur Lúðviksson, og formaður orkustefnunefndar ríkisstþirnar- innar. Tryggvi Sigurbjarnarson. í viðræðunum kom fram gagn- kvæmur vilji hjá ráðherrunum um að greiða fyrir auknu samstarfi, bæði varðandi almennan iðnað þar á meðal rafiðnað og sérstaklega orkufrekan iðnað. í sambandi við hugsanlega samvinnu á sviði orku- freks iðnaðar, hafa ráðherrarnir m.a. í huga hráefni til iðnaðar, markaðs- mál, gagnkvæm skipti á upplýsingum um tæknileg málefni, svo og rann- sókna- og þróunarstarfsemi. Hjörleifur sagði, að samstarfið væri enn á umræðustigi, en nú yrði ráðist í að kanna nánar á hvaða sviðum grundvöllur væri fyrir sam- starfi. Hjörleifur sagði, að haft hefði verið samstarf við Norðmenn, þegar athugað var hvort stækka skyldi verksmiðjuna við Grundartanga, en síðan kom í Ijós, að það var ekki hagkvæmt, svo ekki varð af frekara Frá hlaðamannafundi sem iðnaðarráðherra hélt vegna opinberrar heimsóknar iðnaðarráðherra Noregs, Finn Kristensens. Ráðhcrrarnir sitja við endann, en tii beggja hliða eru samstarfsmenn. samstarfi. Nú er verið að athuga með samstarf við Norsk Hydro um mögu- leika magnesíumvinnslu hérlendis. í júní sl. fóru fulltrúar frá staðar- valsnefnd íslenska iðnaðarráðu- neytisins í ferð til Noregs til að kynna sér reynslu af félagslegum og umhverfislegum áhrifum stóriðju og nutu fyrirgreiðslu norska iðnaðar- ráðuneytisins. Kristensen var spurður að því, hvort möguleikar væru á því að Norðmenn seldu íslendingum olíu og tók hann vel í það, en sagði, að þetta hefði ekki verið rætt formlega milli landanna. Á næstu dögum mun norski iðnað- arráðherrann feröast um landið ásamt konu sinni, frú Bodil Kristen- sen, og heimsækja ýmis fyrirtæki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.