Morgunblaðið - 06.08.1981, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.08.1981, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1981 úr landi. Sagði hún að síðustu svör til hennar um vegabréfs- áritun hefðu verið að sækja um hana í maí 1982. Hún sagðist hafa símasamband við mann sinn u.þ.b. tvisvar í mánuði, en hún truflaði hann ekki þegar hann væri að tefla á stórmótum. Stuðningur ís- lenzkra skákmanna Forystugrein Mbl. 16. júní fjallar um þessa ákvörðun Friðriks Ólafssonar og segir hana vera rétta. „Friðrik Ólafsson og félag- ar hans hafa boðið Sovétvaldinu •byrginn með eftirminnilegum hætti, nú reynir meira á stuðn- ing íslenzkra skákmanna og þjóðarinnar allrar við Friðrik Ólafsson en nokkru sinni fyrr,“ segir í nefndri forystugrein. Einnig er þar rætt um þá þvermóðsku Sovétmanna að telja málið innanríkismál, þeir hafi neitað að taka við bæn- arskjali, sem Islendingar vildu afhenda sovézka sendiráðinu í Reykjavík, og íslenzkir þing- menn í heimsókn í Moskvu hafi ekki fengið að ræða málefni fjölskyldu Korchnois. „Að þessu leyti halla Sovétmenn réttu máli og kemur það í sjálfu sér ekki á óvart. Mannréttindamál eru ekki einkamál einstakra ríkisstjórna. Um þau hafa verið gerðir al- þjóðasamningar og 1975 undir- ritaði sjálfur Leonid Brezhnev við hátíðlega athöfn i Helsinki svonefnda lokasamþykkt ráð- stefnunnar um öryggi og sam- vinnu 'í Evrópu. I þessari loka- samþykkt eru skýr fyrirmæli um það, hvernig ríkisstjórnir skuli bregðast við í tilvikum eins og deilu Victor Korchnois við Moskvuvaldið. Samkvæmt Helsinki-samþykktinni á Sovét- stjórnin að virða vilja Korchnois _ og fjölskyldu hans.“ Ákvörðun Friðriks Ólafssonar um frestun einvígisins vakti mikla athygli víða um heim og sögðu blöð í Evrópu að hún hefði komið Sovétmönnum mjög á óvart, bæði skáksambandi þeirra og heimsmeistaranum. Talsmenn sovézka skáksambandsins létu þau orð falla, að þetta væri ekki íþróttamannsleg leið til að ná af þeim heimsmeistaratitlinum. Reglur FIDE brotnar? Morgunblaðið segir í frétt 23. júní frá viðbrögðum sovézka skák- sambandsins. í bréfi til FIDE segja þeir að Friðrik hafi með ákvörðun sinni brotið lög og reglur Alþjóðasambandsins og krefjast þeir sérstaks fundar ráðgjafar- og framkvæmda- nefndar FIDE til að fella úr- ÖRLAGATAFL Eftir tvo mánuði munu þeir skáksnillingar Victor Korchnoi og Anatoly Karpov hefja einvígi sitt um heimsmeistaratitilinn i skákíþrótt á Ítalíu. Vart þarf að minna á, að undirbúningur mótsins hefur tekið langan tíma, margir aðilar komið við sögu og skiptar skoðanir eru um hvort pólitík kemur þar við sögu eða ekki. Um langt skeið hefur Korchnoi barizt fyrir því að fjölskyldu sinni, þ.e. eiginkonu og syni, verði veitt fararleyfi frá Sovét- ríkjunum og verða hér á eftir rifjaðir upp nokkrir áfangar í þessari baráttu hans. Almenningsálitið hjálpar Þegar Korchnoi dvaldi á íslandi síðla aprílmánaðar á þessu ári lét hann þau orð falla á blaða- mannafundi að aðeins almenn- ingsálitið á Vesturlöndum gæti hjálpað honum og fjölskyldu hans og hingað væri hann kom- inn til að leita stuðnings, hér _ sem annars staðar. Áþessum blaðamannafundi rakti hann hvernig sovézk yfirvöld hefðu með ofsóknum á hendur konu hans og syni reynt að brjóta hann andlega niður allar götur síðan í Amsterdam í júlí- mánuði 1976, að hann „yfirgaf Sovétríkin til að lengja skákferil minn og komast hjá aðgerðum sovézkra yfirvalda í minn garð“. Sonur hans er í vinnubúðum í Síberíu fyrir að neita að gegna herþjónustu og kona hans býr í Leningrad, svipt öllum mögu- leikum til að vinna fyrir sér. Til þessa hafa yfirvöld hafnað öllum beiðnum um að veita fjölskyldu Korchnois fararleyfi og segja mál þetta innanríkis- mál, sem önnur ríki geti engin afskipti haft af. Korchnoi gagn- rýndi á fundi með fréttamönnum í Reykjavík Alþjóðaskáksam- bandið fyrir að hafa ekki viljað taka upp mál hans á þingum sínum, en það væri vilji margra skákmanna og skákunnenda. í viðtali við Mbl. 26. apríl í ár sagði Korchnoi m.a.: „Ég áfellist ekki Friðrik Ólafsson þótt hann hafi skort pólitíska þekkingu, þegar hann tók við starfi forseta Aiþjóðaskáksam- bandsins. Hann hefur gert ýmsa góða hluti, en mér dettur ekki í hug, þótt á íslandi sé, annað en að segja það eins og er, að mér finnst hann ekki hafa gengið nægilega röggsamlega fram í máli mínu og fjölskyldu minnar. Forseti FIDE getur talað mínu máli Forseti Alþjóðaskáksambandsins nýtur nefnilega talsverðrar virð- ingar í Sovétríkjunum, eiginlega meiri virðingar en ég held ann- ars staðar í heiminum, og þess vegna er honum alveg óhætt að ræða við æðri menn í Sovétríkj- unum en yfirmenn íþróttamála. Friðrik Ólafsson gæti því auð- veldlega talað mínu máli við miklu hærra setta menn en hann virðist hafa haft kjark til.“ Friðrik Ólafsson dvaldi í Moskvu nokkra daga í apríl og eftir ferð sína þangað sagði hann m.a. í samtali við Mbl.: „Ég vænti þess innan tíðar að fá að vita hvort fjölskyldumál Korchnois fái far- sæla lausn, en takist það ekki verður FIDE að grípa til sinna ráða og þar er um fastmótaðar hugmyndir að ræða, sem hafa verið fyrir hendi frá upphafi." Friðrik sagði það skyldu sína að fyllsta jafnræði ríkti í öllum atriðum milli keppenda og sagði hann fjölskyldumál Korchnois standa þar í vegi. „Það er grundvallaratriði að keppendur standi jafnt að vígi. Ég er og hef lengi verið í þeirri aðstöðu að hafa lítið getað sagt um fram- vindu þessa máls opinberlega, en Sovétmenn vita að ég er ekki ánægður með stöðuna og þeir vita að ef ekki rætist úr mun mikil ólga fylgja heimsmeistara- einvíginu þar sem samúðin yrði á einn veg ... Við í FIDE erum orðnir leiðir á því að vera stöðugt i eldlínunni milli Sovét- manna og Korchnois og ef þessi mál fá ekki farsæia lausn fyrir einvígið mun FIDE gera hreint fyrir sínum dyrum. Þarna er um grundvallaratriði að ræða og án lausnar er ekki aðstaða til þess að hafa taumhald á einvíginu." Einvíginu frestað Þetta var síðast í apríl og einvígið átti að hefjast 19. september. Um miðjan júní tók forseti Alþjóðaskáksambandsins þá ákvörðun að fresta einvíginu um einn mánuð. Mbl. segir 14. júní eftir Friðriki Ólafssyni: „Það er vilji FIDE, að þetta mál leysist og þess vegna setjum við þennan þrýsting á Sovétmenn. Ég tel það skyldu mína að sjá um, að aðstaða keppenda sé jöfn og ákvað því að gefa Rússunum aukinn tíma til að leysa rnálið." Ennfremur sagði Friðrik við tta tækifæri: hef engar upplýsingar um það hvort eitthvað hefur liðkazt til um þeirra hagi síðan ég var í Moskvu, og vegna þess hve tíminn var orðinn knappur fram að einvíginu ákvað ég að gefa Rússunum aukinn tíma til að leysa málið. Ég vil, að það komi skýrt og greinilega fram, að FIDE vill lausn á máli fjölskyldu Korchnois, sem hefur verið skákhreyfingunni erfitt. Afstaða FIDE hefur harðnað og það hefur ýmislegt verið gert að undanförnu, þó það hafi ekki verið í fjölmiðlum. Ég tók þessa ákvörðun um frestun að vel athuguðu máli í samráði við þá stjórnarmenn FIDE, sem talizt geta hlutlausir í málinu. Alban Brodbeck lögfræðingur Korchnois sagði í samtali við AP-fréttastofuna að Korchnoi væri þakklátur FIDE fyrir að beita sovézkum stjórnvöldum þessum nýja þrýstingi. Bella Korchnoi sagði í viðtali við AP-fréttastofuna, að ákvörðunin um frestun yrði vonandi drjúgt lóð á vogarskálunum til að hún og sonur hennar fengju að fara Karpov og Korchnoi tefla um heimsmeistaratitillnn i Manila. Friðrik ólafsson forseti FIDE.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.