Morgunblaðið - 06.08.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.08.1981, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1981 Þór Magnússon þjóðminjavörður: Ekki lögbrot við Bernhöftstorfu „IIÚSIN við Brrnhöftstorfu voru upphafleKa friöuö í A-flokki, en svo var farið fram á aö þessu yrði hreytt í B-flokk, o« genjfið hefur verið frá því að húsin eru friðuð samkvæmt þeim fIokki,“ sajfði I>ór Matcnússon þjóðminjavörður í samtali við MorKunhlaðið. en hann var inntur eftir því hvort verið Kæti að framkvæmdir við Bernhöftstorfu brytu i bága við Liggur þungt hald- inn eftir slysið á Suðurlandsbraut GANGANDI maöur sem varð fyrir bíl á Suðurlandshraut Iíkk- ur enn á KjörKæsludeild Bor«- arspítalans og er hann þungt haldinn. Ilann er meðvitundar- laus, en hann hlaut meiðsli á höfði í slysinu. Ökumaður Chevrolet-bifreiðar sem lenti í árekstri við Kögunar- hól á mánudagskvöld liggur á gjörgæsludeild Borgarspítalans og líður honum eftir atvikum, en barnið sem í bílnum var hefur verið flutt af deildinni og er á batavegi. lög. Hannes Kr. Daviðsson arki- tekt telur að svo sé og kom sú skoðun fram í grein sem hann skrifaöi i Morgunblaðið á dögun- um. „Bæði Stjórnarráðshúsið og Menntaskólinn eru friðuð í B-flokki og mönnum þótti stinga í stúf að húsin við Bernhöftstorfu væru friðuð í A-flokki, ekki síst þar sem augljóst var, að þeim hafði verið breytt talsvert og einnig þyrfti að breyta þeim á ýmsa lund til þess að færa þau til þess notagildis sem með þyrfti," sagði Þór. Þór sagði að munurinn á A-frið- un og B-friðun væri sá að A-friðun væri alger friðun en B-friðun merkti annað hvort friðun hússins á ytra borði, eða friðun einhverra ákveðinna húshluta. „Allar breytingar eru gerðar með samþykki húsafriðunar- nefndar og því löglegar og það segir í lögum, að samþykki hennar þurfi fyrir breytingum sem gera skal. Hins vegar hefur nefndinni verið mjög óljúft að gangast inn á ýmsar þær breytingar sem þurfti að gera á húsunum. En það er ekki um lögbrot að ræða,“ sagði þór Magnússon. Bruninn í Efstasundi: Maðurinn er látinn 37 ÁRA gamall maður, Sigurður Ben Sigurðsson, lést á gjörgæslu- deild Landspítalans í gær, en hann fannst meðvitundarlaus í brenn- andi íbúð í húsinu nr. 100 við Efstasund í Reykjavík síðastliðinn fimmtudag. Sigurður heitinn var fæddur 6. janúar 1944 og var ókvæntur og barnlaus. Sigurður Ben Sigurðsson Taflið gleypir Tjarnarbryggjur Ljóst er orðið að taflið. sem verið er að gera við Bernhöfts- torfuna. ásamt stéttum i kring og hloönum kanti, verður svo dýr framkvæmd að ekki verður I ár hægt að veita fé i fyrirhugaða trépalla við norðurenda Tjarnar- innar. Voru báðar fjárveitingarnar á sama lið til umhverfismála í fjárhagsáætlun, og lagði formaður umhverfismálaráðs til og fékk samþykkt á síðasta fundi að fram- kvæmdirnar við Tjarnarbakkann vikju í ár fyrir fjárframlagi til taflsins. Upphafleg kostnaðaráætlun vegna taflsins var gerð fyrir nær 2 árum, en síðan hefur bæði kostn- aður allur hækkað og umfang verksins aukist gífurlega, svo reikna má með að það fari nú hátt í 100 milljónir króna og duga þá varla til fjárveitingarnar til beggja verkefnanna. Frá framkvæmdum við sundlaugina i Laugardal. Af greiðslustúlkur lokuðu sundlauginni vegna hávaða „Það er ekki mönnum hjóðandi að vinna í þessum hávaða. Heil- brigðiseftirlitið hefur sent frá sér bréf um að þetta séu heilsu- spillandi vinnuaðstæður »g ef haldið verður áfram fram- kvæmdum munum við loka," sagði afgreiðslustúlka i sund- lauginni i Laugardal i samtali við Mhl. Mikill hávaði hefur stafað af horunum við sundlaugarbygg- inguna. en þar standa yfir fram- kvæmdir á vegum borgarinnar og hafa afgreiðslustúlkur ekki getað unnið i þessum hávaða. enda er það talið skaðlegt sam- kvæmt athugun Heilbrigðiseft- irlitsins. „Við höfum þurft að öskra til þess að geta talað við viðskipta- vini. Verktakarnir hættu fram- kvæmdum síðastliðinn fimmtu- dag eftir úrskurð Heilbrigðiseft- irlitsins en svo komu þeir aftur kl. 18 á þriðjudag. Þá neyddumst við til þess að loka,“ sagði afgreiðslu- stúlkan. „Á miðvikudag hófu verktakarnir framkvæmdir að nýju kl. 18 en notuðu að þessu sinni aðeins gröfur svo drunurnar voru ekki eins miklar. Ef borinn verður notaður aftur meðan við erum hér við vinnu sjáum við okkur ekki fært annað en að loka.“ Enn er deilt og því kem- ur Alþýðublaðið ekki út „ÞEGAR mér er falið að vera í forsvari fyrir Alþýðublaðið og ég geri samning við ritstjórn blaðs um að gefa blaðið út, — við hættum að gefa það út á miðvikudaginn, en tókum upp þráðinn á ný á laugardaginn —, þá er ég auðvitað að gera samning við þá ritstjórn um „Traustyfirlýsingin felst í því að ég geri samning við ritstjórnina um að gefa blaðið út,“ sagði Bjarni. „Mín afstaða er alveg kvitt og klár, ég gerði samkomulag við ritstjórnina um að hún hæfi útgáfu blaðsins á ný og í því samkomulagi fólst að málinu væri lokið. Þeir rifta þessu samkomu- lagi á þeirri forsendu að þá skorti traust hjá framkvæmdastjórn, en það er hún, sem er ný búin að gera samning við ritstjórnina um það, að henni sé treyst til þess að gefa blaðið út. Allt þetta er einn skollaleikur og miðar eingöngu að því að beina augum almennings frá miðvikudagsblaðinu, því þeir skammast sín fyrir það,“ sagði að hún haldi áfram að gefa blaðið út. Eg stend ekki i því að scmja við ritstjórnina frá degi til dags um það hvort henni sé treystandi,“ sagði Bjarni P. Magnússon formaöur framkvæmda- stjórnar Alþýðuflokksins og blaðstjórnar Al- þýðubiaðsins í samtali við Morgunblaðið. Bjarni P. Magnússon. Bjarni tók það fram, að blaða- mönnunum tveimur á Alþýðublað- inu hefði ekki verið sagt upp störfum, heldur hefði verið litið svo á, að með því að þeir neituðu að vinna, þá væru þeir að rifta vinnusamningi og væri það tekið sem uppsögn. „Þetta er ekki upp- sögn af okkar hálfu,“ sagði Bjarni. „Því miður kemur Alþýðublaðið ekki út á morgun, en ég vona að lausn finnist innan tíðar,“ sagði Vilmundur Gylfason ritstjóri Al- þýðublaðsins í gær, „og forysta flokksins mun hafa forgöngu um það. Við höfum beðið um traust og hefði það átt að vera sjálfgefið að Drápið á Stokkhólma-Rauði: Rannsókn haldið áfram „MÁLIÐ er i rannsókn, litið annaö get ég sagt um það á þessu stigi," sagði Jóhann Sal- berg Guðmundsson sýslumaður á Sauðárkróki i samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, er hann var spurður hvort eitt- hvað nýtt væri að frétta af rannsókninni á drápi stóðhests- ins Rauös 618 frá Kolkuósi. Jóhann Salberg sagði að lög- reglumenn hefðu farið á vett- vang og kannað verksummerki þar, og allar aðstæður, auk þess sem rætt hefði verið við ýmsa vegna þessa máls. Samstarf sagði Jóhann Salberg sýslumað- ur að yrði haft við Rannsókn- arlögreglu rikisins vegna þessa máls. Morgunblaðið hafði einnig samband við Þorkel Bjarnason á Laugarvatni, hrossaræktaráðu- naut Búnaðarfélags íslands vegna þessa máls, og spurði hann fyrst hvort hér væri um mikið tjón að ræða fyrir hrossa- ræktina í landinu. Þorkell sagði í sjálfu sér erfitt að segja um það, en víst væri að hér hefði ágætur hestur verið á ferðinni. Rauður 618 frá Kolkuósi, eða Stokk- hólma-Rauður, hefði þó engan veginn verið fulldæmdur fyrir afkvæmi, hann hefði aðeins einu sinni verið dæmdur fyrir af- kvæmi, og þá hlotið önnur verð- laun. Þó hesturinn hefði verið orðinn tuttugu vetra, og sagðist Þorkell hafa talið það skaða að hann skyldi ekki oftar hafa komið fyrir dóm. „Ég get þó sagt það,“ sagði Þorkell, „að ég hafði trú á hestinum og byggði ég það meðal annars á fjölmörgum af- kvæmum hans er ég kunni deili á. Ég hafði einnig rætt um það við eiganda hans, Halldór Sig- urðsson, að hann sýndi hestinn með afkvæmum á næsta lands- móti, sem fram á að fara á Vindheimamelum næsta sumar. Hafði ég trú á að af því yrði, en þá hefði gefist gott tækifæri til að dæma hestinn." Þorkell sagði á hinn' bóginn ekki rétt eftir sér haft, er sagt væri að hann hefði talið hestinn besta stóðhest landsins. Hann hefði á fundi hjá Fáki aðeins sagt að hann væri einn af bestu hestum landsins, og væri vissu- lega munur þar á. En er menn reyndu að meta skaðsemi dráps- ins fyrir hrossaræktina sagði Þorkell, að ekki mætti gleyma því að hesturinn hefði verið gamall orðinn, og sjaldgæft væri að stóðhestar nýttust langt fram á þritugsaldurinn. „En ég hafði trú á þessum hesti,“ sagði Þor- kell, „og tel vel líklegt að hann hefði fengið fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi. Dauði hestsins er mjög sérkennilegur, vægast sagt, og ég man ekki eftir að hafa heyrt dæmi um svipað áður.“ veita okkur það.“ Vilmundur kvaðst enga trú hafa á því að deilur þessar drægjust á langinn „og ég treysti því, að Kjartan Jóhannsson formaður Alþýðu- flokksins hafi forystu um að leysa þetta mál,“ sagði Vilmundur. Spurningu um hve lengi hann teldi sér fært að gegna ritstjóra- störfum á Alþýðublaðinu að óbreyttu ástandi, svaraði Vil- mundur þannig: „Ég er baráttu- umaður fyrir góðum málstað og góður málstaður þolir langar set- ur.“ „Mér finnst þetta mál allt ákaf- lega furðulegt og vil benda á það, að Vilmundur var rekinn fimm sinnum í síðustu viku og það er erfitt að átta sig á því hvað snýr upp og hvað niður í þessu máli og hver stendur að þessu bréfi,“ sagði Garðar Sverrisson blaðamaður á Alþýðublaðinu í gær. Garðar sagðist varla „geta tekið mark á þessu bréfi eftir það sem á undan er gengið og við munum halda áfram að mæta í vinnu. Einnig munum við afla okkur upplýsinga um hvernig þetta er til orðið, en það er að verða útilokað að taka þessa menn alvarlega," sagði Garðar. „Ég tek þessa uppsögn nátturu- lega alvarlega, en hins vegar er ýmislegt sem við þurfum að fá nánar skilgreint varðandi þetta,“ sagði Helgi Már Artúrsson blaða- maður á Alþýðublaðinu í gær. „Við þurfum t.d. að fá að vita hver tók þessa ákvörðun,“ sagði Helgi. Jón Baldvin Hannibalsson rit- stjóri Alþýðublaðsins vildi ekki tjá sig um þetta mál í gær, en hann hefur m.a. látið hafa eftir sér, að hann ætlaði sér ekki að taka fram fyrir hendurnar á Vilmundi í þessu máli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.