Morgunblaðið - 06.08.1981, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.08.1981, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1981 13 skurð hans úr gildi. í sömu frétt segir að í skeyti Tass-fréttastof- unnar um viðbrögð Sovétmanna, að ákvörðun Friðriks hafi á sér pólitískt yfirbragð, en komi skákkeppni ekkert við. Friðrik Ólafsson segir að ráðgjafar- og framkvæmdanefndin geti ekki breytt ákvörðun sinni og um viðbrögð Sovétmanna sagði Friðrik: „Úr því að ég er kominn út í þetta, mun ég ekkert gefa eftir. Þetta var engin augnabliksákvörðun sem ég tók. Það var að vel athuguðu máli og þess vegna stend ég eða fell með þessari ákvörðun. Ég hef alla tíð hagað mínum málflutningi með þeim hætti að taka þetta fyrst og fremst sem hagsmunamál skák- hreyfingarinnar í heild og aldrei komið inn á neitt sem getur talizt pólitískt að mínu mati, en auðvitað eru alltaf hliðar á öllum málum sem ýmsir geta talið pólitískar ef þeim sýnist svo. Ásakanir standast ekki Um ásakanirnar um að hafa brotið lög og reglur FIDE sagði hann: „Eg veit það mikið um þetta, að ásakanir þeirra um að ég fari ekki eftir reglum sem gilda og eins lögum FIDE og einnig að FIDE eigi ekki að blanda sér i innanbúðarmál ein- stakra skáksambanda, standast ekki. Aðalþing FIDE hefur æðsta vald í málefnum þess, en þá má einnig benda á að forset- inn fer með þetta vald milli þinga í öllum meiri háttar mál- um og eins er það í reglugerð- inni, að forseti FIDE — persónu- lega og opinberlega — ber fulla ábyrgð á þessu einvígi. Þegar þetta er virt er augljóst, að það er forsetans að reyna að koma því til leiðar að einvígið fari fram með sem mestum glæsi- brag og með sem skaplegustum hætti. Forystugrein Mbl. 24. júní nefnist Friðrik og Kremlverjar. Þar segir m.a.: „Deila Friðriks Ólafssonar við Kremlverja sýnir í hnotskurn frammi fyrir hverju menn standa þegar þeir segja við Sovétvaldið: hingað og ekki lengra. Sovétmenn hafa skákað í því skjóli í viðureign sinni við Kortsnoj, að enginn dirfðist að stugga við þeim, öflugustu skák- þjóð veraldar. Auðvitað verði forvígismenn í hinni alþjóðlegu skákhreyfingu að sitja og standa eins og henti ráðamönnum í Moskvu. Friðrik Ólafsson beygði sig hins vegar ekki í duftið og þess vegna ætla Sovétmenn nú að sýna honum í tvo heimana og bola honum frá völdum í FIDE.“ Mannréttindi þverbrotin Síðar í forystugreininni segir að staðhæfing Sovétstjórnarinnar, að meðferð hennar á fjölskyldu Korchnois sé sovézkt innanrik- ismál, sé alröng, þeir hafi undir- gengizt alþjóðasamninga um mannréttindi, sem þeir þver- brjóti. „í tilefni af árás sovéska skáksambandsins á Friðrik Ólafsson á íslenska utanríkis- ráðuneytið að kalla sovéska sendiherrann í Reykjavík fyrir og ítreka kröfuna um að kona og sonur Kortsnojs verði látin laus. Islenska ríkisstjórnin á einnig að beita sér fyrir því, að í vinveittum nágrannaríkjum verði sovéskum sendiráöum gerð ljós alvara þessa máls. Samhliða þessu þurfa forvígismenn ís- lenskra skákmanna að nota al- þjóðleg sambönd sín til að Bella Korchnoi styrkja stöðu Friðriks Ólafsson- ar innan FIDE í átökunum við Kremlverja." Ólafur Jóhannesson utanríkisráð- herra segir í samtali við Mbl. 26. júní, að ríkisstjórnin hafi gert ráðstafanir varðandi málefni fjölskyldu Korchnois gegnum sovézka sendiráðið og kvaðst hann ekki eiga von á að til frekari aðgerða verði gripið. Sagði hann að fjallað væri um málið á vettvangi skákhreyf- ingarinnar og því væri þess ekki að vænta að íslenzk stjórnvöld hefðu þar afskipti. Frestað aí stjórn- málaástæðum Anatoly Karpov gagnrýndi Frið- rik Ólafsson í viðtali við júgó- slavnesku fréttastofuna. Er greint frá því í Mbl. 30. júní og segir hann m.a. að Friðrik hafi brotið ríkjandi hefð, að heims- meistari réði keppnisstað, og valið þann stað er áskorandan- um líkaði betur. „Síðan kom þessi skyndilega ákvörðun for- seta FIDE að fresta einvíginu um mánuð í viðbót — af stjórn- málaástæðum að þessu sinni — ekki af neinum tæknilegum ástæðum," sagði Karpov. Hinn 17. júlí gengu þau boð út frá sovézkum yfirvöldum að þau myndu leyfa fjölskyldu Victor Korchnois að fara úr landi verði einvíginu flýtt á ný til 19. september, sem var upphaflegi dagurinn. Dagana á undan hafa staðið yfir samningaviðræður milli sovézkra stjórnvalda og FIDE og féllst Friðrik á þessa beiðni fyrir sitt leyti geti móts- haldarar í Merano á Ítalíu fallizt á það. Ferðafrelsi í sjónmáli Framkvæmdanefnd FIDE hittist á fundi í Atlanta í Bandaríkjun- um 21. júlí og voru næstu daga stöðugir fundir og reynt að leysa þessi mál með samningum. Lokaspretturinn í þriggja sól- arhringa samningalotu nefndar- innar og Sovétmanna lauk á fimmtudagskvöld 23. júlí. Þá var unnið að því að fá tryggingu fyrir ferðafrelsi fjölskyldu Korchnois, og í Mbl. laugardag- inn 25. júlí er haft eftir Friðrik Ólafssyni að hann telji sig hafa fulla tryggingu fyrir því að sonur og kona Victor Korchnois fái að fara frá Sovétríkjunum áður en skáksnillingarnir hitt- ast. Kvaðst Friðrik hafa fallizt á að flýta einvíginu til 19. sept- ember þótt það hæfist raunveru- lega ekki fyrr en 1. október með fyrstu skák þeirra. ísamtali við Mbl. sunnudaginn 26. júlí segir Friðrik Ólafsson m.a.: „Ég held að allir sem hlut eiga að máli hafi haft skilning á þvi að afgreiðsla fjölskyldumálsins og einvígisins um heimsmeist- aratitilinn í skák þyrfti að ganga skynsamlega fyrir sig svo menn gætu horft björtum augum til framtíðarinnar. Allir lögðust á eitt við að koma þessu máli út úr heiminum áður en upp úr syði og allt spryngi og það er mitt mat, að allir hafi teygt sig til sam- komulags úr hvaða heimshorni sem þeir komu og það er virð- ingarvert og sýnir að hægt er að brúa bil, sem maður telur ef til vill óbrúanlegt. Ef framhaldið gengur að óskum vona ég að við getum fylgzt með friðsælu og spennandi einvígi." Sannfærður um góða lausn Friðrik sagði ótal þætti hafa komið þarna inn í, m.a. að Karpov hefði ekki þolað kuldann á Italíu hefði einvíginu verið frestað. Friðrik sagðist sann- færður um góða lausn, enda þótt ekki væri dagsett hvenær fjöl- skylda Korchnois fengi farar- leyfið. „Ég gerði mig ánægðan með þær yfirlýsingar og upplýs- ingar, sem ég fékk um þann þátt málsins og kom því til móts við óskir sovézka skáksambandsins eins og unnt var með tilliti til mótshaldaranna," sagði Friðrik Ólafsson og með þeim orðum er botninn sleginn í þessa upprifj- un. j.t. —^andstraeg hljompío jakkar gallabuxur skyrtur flannelsbuxur háskólabolir sumarbolir hljomplötur verð frá krJ59.- <h C/R Hljómfleild V Laugavegi 37, Laugavegi 89 Laugavegi Komiö og fáið mikið fyrir lítiö

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.