Morgunblaðið - 06.08.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.08.1981, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1981 Við erum mörg sem í dag kveðjum góðan félaga og vin, mann sem við dáðum og okkur þótti vænt um. Magnús Kjartans- son var maður mikilla og fjöl- breytilegra hæfileika og hann bar gæfu til að beita þeim við stór verkefni, verkefni sem áttu hug hans allan og voru unnin til þess að færa okkur íslendinga nær þjóðféiagi jafnréttis, öryggis og félagshyggju. Það var dæmigert um hæfileika Magnúsar að hann var jafnvígur á háskólanám í verkfræði og norrænu. Hann hafði rökvísi stærðfræðingsins til að bera og átti einnig heitar og ríkar tilfinningar, sem eru aflgjafi snilldar af allt öðrum toga. Það var viljinn til að veita sjálfstæði ísiands iið, sem öðru fremur gerði Magnús að baráttu- manni í röðum sósíaiista. Sú mikla niðurlæging að skríða undir hramm stórveldis örskömmu eftir að fuliveldi var fagnað á Þingvöll- um kaliaði margan góðan dreng til dáða, þar á meðal Magnús. Hann skýrir sjálfur svo frá í viðtali í Þjóðviljanum á fertugs afmæli blaðsins. „Þá gerðust þau tíðindi haustið 1945 að Banda- ríkjamenn báru fram kröfur sínar um þrjár herstöðvar á Islandi í 99 ár. Ég held að enginn atburður hafi haft eins mikil áhrif á mig um dagana, og ég einsetti mér að beita því afli sem ég kynni að eiga til að koma í veg fyrir erlend yfirráð." Við vitum, hvernig þessi barátta var háð með snjöllum og hvössum greinum og ræðum, og störfum í Samtökum hernámsandstæðinga. Hún var háð á síðum Þjóðviljans, á Alþingi við Austurvöll og á alþingi götunnar. Það yljaði og gaf aukinn þrótt að vera á mannfund- um þar sem Magnús talaði og að iesa pistlana hans. Magnús hafði sósíalismann að veganesti úr foreldrahúsum og það var honum jafn sjálfsagt mál að vinna fyrir þá hugsjón eins og að vinna gegn skerðingu á sjálf- stæði íslands. „Við skulum ekki gleyma því að fullt sjálfstæði er forsenda þess að við komum á sósíalisma sem miðast við hefðir og viðhorf þessarar litlu þjóðar" sagði hann í því Þjóðviljaviðtali sem ég vitnaði áðan í. Það eru býsna ólík verkefni að berjast af hörku með orðsins brandi og að sinna störfum ráð- herra, en hvorutveggja gerði Magnús með snilldarbrag. í blaða- mennskunni var málfar hans og stíll með þeim ágætum að jafnvel afturhaldssöm stjórn móður- málssjóðs blaðamanna komst að lokum ekki hjá að veita honum verðlaun. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að verða náinn samverka- maður Magnúsar þau ár sem hann gegndi störfum heilbrigðis- og iðnaðarráðherra. Jafnvel mér, sem þekkti hann þó allvel áður, kom á óvart hve lipur og laginn hann var við stjórnvölinn á þeim vettvangi. Hann hlustaði af gaumgæfni á öll rök í hverju máli og leitaði að sanngjörnum lausnum. En hann hafði einnig ákveðin erindi að reka. Hann vildi fyrst og fremst færa kjör aldraðra og öryrkja af stigi örbirgðar og veita þeim lífeyri, sem stæði undir nafni. Og það varð ekkert hik á framkvæmd þeirrar stefnu. Það fyrsta sem skráð er í stjórnartiðindi eftir að vinstri stjórnin settist í valdastól- ana fyrir réttum 10 árum eru bráðabirgðalög Magnúsar um hækkun bóta almannatrygginga. Síðan var unnið áfram að rétt- indamálum þessara hópa og m.a. tryggt að hækkanir til þeirra kæmu um leið og hækkanir til verkamanna, en áður áttu bóta- þegar það undir náð rikisstjórna, hvenær dýrtíðarbætur náðu til þeirra. Hér verða að sjálfsögðu ekki rakin störf ráðherrans Magn- úsar Kjartanssonar. Ég nefndi aðeins tryggingamálin af því að ég tel mig vita að af öllu því, sem á þeim árum var unnið, þótti honum vænst um það sem hann gat gert fyrir aldraða og öryrkja, sem ekki eiga annan fjárhagslegan bak- hjarl en bætur almannatrygginga. Sem dæmi um verk sem eftir standa á öðrum sviðum sakar ekki að nefna byggðalínurnar sem eng- inn vill nú án vera, samstarfs- nefndir í ríkisverksmiðjum og heilbrigðislöggjöf landsins. Vinnuþrek og hugkvæmni Magn úsar var öllum sem með honum unnu hvatning til að leggja sig alla fram í starfi og það var alltaf glatt á hjalla í návist hans í ráðuneytunum. Samt var hann aldrei heill heilsu á ráðherraárun- um. Haustið 1971 gerði illkynja sjúkdómur vart við sig, því fylgdi sjúkrahúsvist og síðar áframhald- andi læknisaðgerðir, sem miðuðu að því að stemma stigu við framrás sjúkdómsins. Haustið 1974 varð heilsa Magnúsar aftur fyrir alvarlegu áfalii. Eftir það sjáum við hann styðjast við tvo stafi eða sitja í hjólastól. Nú var hann sjálfur kominn í hóp öryrkj- anna, og sneri sér þá umsvifalaust að því að hefja baráttu þeirra á nýtt og hærra svið. Nýkjörinni borgarstjórn líður seint úr minni ganga fatlaðra til Kjarvalsstaða haustið 1978, en þá einstæðu aðgerð skipulagði Magnús. Þessa dagana leitar ein ákveðin mynd í sífellu á huga minn. Þjóðviljamenn héldu hóf til að kveðja ritstjóra sinn, sem var að Minning: Magnús Kjartansson fyrrverandi ráðherra setjast í ráðherrastól. Þegar þau hjónin Kristrún og Magnús höfðu kvatt samkvæmið, hélt ég einnig á braut. Sumarnóttin var eins og þær gerast fegurstar í Reykjavík. Veislustaðurinn var miðja vegu milli heimilis míns og heimilis þeirra og við gengum heim á leið. Mér varð litið við og sá þessi glæsilegu hjón ganga hlið við hlið út í sumarnóttina. Og þannig sé ég þau nú fyrir mér, samstillt og glæsileg. Það gilti einu hvort staðið var í fylkingarbrjósti í sveit íslenskra sósialista, komið fram fyrir hönd ríkisins eða glímt við þjakandi sjúkdóm, saman stóðu þau hjónin, glæsileg, sterk og hlý. Ég bið allar góðar vættir að vernda Kristrúnu og Ólöfu, dóttur þeirra hjóna, og fjölskyldu þeirra alla. Adda Bára Sigfúsdóttir Því hefur verið haldið fram, að einungis þeir sem sjálfir þurfa að ganga i gegnum einhver mikil andleg eða líkamleg áföll skilji vandamál slikra til fullrar hlítar. En þeir hinir sömu eru ekki alltaf færir um að vekja athygli sam- borgara sinna og samlanda á því óréttlæti og misskilningi er slíkir iðulega mæta í umhverfi sínu. Jafnframt eru þeir margir er hirða lítt að bera vandamál sín á torg og heyja sína baráttu í einrúmi, auglýsa hana hvorki né fela. Þá virðist það og vera viðtekin regla, að því minni sem þjóðfélögin eru og fólk því ein- angraðra því meiri eru fordóm- arnir gagnvart slíku fólki og því erfiðara á það með að finna sér starfsvettvang við hæfi. Og þó er nóg um heilbrigt fólk og góðhjart- að sem er reiðubúið til aðstoðar en verður stundum óforvarandis á að setja þetta fólk á ranga hillu. Sá er hér ritar hefur ósjaldan lesið viðtöl við mikilmenni úti í hinum stóra heimi, fólk sem hefur náð langt í lífinu og situr í háum virðingarstöðum. Hann hefur tek- ið eftir því, að er þeir sem festa viðtölin á blað uppgötva máski að viðkomandi væri að einhverju leyti fatlaður hefur það gefið þeim tilefni tii að geta þess sérstaklega. En slík viðhorf verða að teljast meinloka hjá viðkomandi þótt vel sé meint, því að það hefur sýnt sig að njóti fatlaðir rétts skilnings og meðhöndlunar, — njóti að því leyti jafnréttis á við heilbrigða, hafa margir þeirra engu minni möguleika á því að gerast virkir þjóðfélagsþegnar og þeir sem eru fullkomlega heilbrigðir. Þannig þurfa menn hér ekkert að undrast né slá á lær sér því að hér er um fullkomlega eðlilegan hlut að ræða. Annað mál er, að stundum hefur það jafnvel verið fötluninni að þakka að heimurinn hefur eignast mikilmenni er hafa koll- varpað fyrri hugmyndum vísinda- manna um virkjunarmöguleika mannsheilans, sem hefur orðið heilbrigðum til góða og jafnvel ýtt við uppfyndingamönnum. Það erfiðasta við fötlun er að sitja eftir og vera kurteislega og vorkunnsamlega ýtt til hliðar þótt viðkomandi hafi til að bera í senn gáfur og hæfileika til að leysa ótal verkefni jafnvel og betur en heil- brigðir. Slíkt reynir ótvírætt meir á hinn fatlaða en meinið sjálft. Því er jafnréttindi til náms og starfa og þar með að gerast virkur í þjóðfélaginu hin alltyfirgnæf- andi ósk hins fatlaða manns. Þetta skildi Magnús Kjartans- son sennilega flestum íslending- um betur því að mikil munu þau viðbrigði hafa verið að setjast svo að segja úr ráðherrastól í hjóla- stól. Finna um leið vanmatið er slíkum mætir í þessu fámenna þjóðfélagi. Viðbrögð Magnúsar Kjartans- sonar urðu þau, að sennilega mun barátta hans fyrir jafnrétti fatl- aðra í ræðu og riti skila sér betur og halda nafni hans lengur á lofti en flest annað er hann tók sér fyrir hendur og hér var þessi gáfumaður þó hvergi meðalmaður svo sem alþjóð veit. Fyrir þessi heilbrigðu viðhorf og einarðlegu baráttu Magnúsar Kjartanssonar ber mikillega að þakka og sérstaklega að minnast í dag er hann er til moldar borinn langt fyrir aldur fram að því er manni finnst. Hann var í fremstu röð þeirra er ruddu brautina til skilnings á því að fatlaðir biðja ekki um önnur forréttindi en skilning og jafnrétti til mann- sæmandi lífs. Blessuð veri minning þessa hug- umstóra og baráttuglaða manns. Bragi Ásgeirsson Aldrei bjóst ég við því að mín biði að standa yfir moldum Magn- úsar Kjartanssonar sem var hátt í tuttugu árum mér ýngri maður. Ég hefði kunnað betur við að hann hefði staðið yfir mínum. Hann var að sumu leyti meiri vinur minn en ég átti skilið, en það var af því að hann hafði leingi þekt mig af bókum, þar sem ég er skárri en hversdagslega. Hann las á úngl- íngsárum ádeilubækur mínar um eymd og volæði íslendínga til lífs og sálar, samfara einhverskonar evangelískri miklun á móral sem í því var falinn að vera aumastur allra. Magnús hefur sjálfur lýst því hvernig þessi samhljómur verkaði á hann. Eftilvill tók hann aldrei rökrétta afstöðu til stöðu minnar sem rithöfundar eftir að íslendíngar voru orðnir fínir menn og hættir að vera bakkabræður og bera sólskinið í hripum inní gluggalausa moldarkofann sinn. Margir af skoðanabræðrum okkar fornum halda því fram að sumir höfum við svikið „hugsjónina"; eða öllu heldur að fátæktin sem var styrkur íslendínga hafi svikið okkur. í fátækt sinni voru íslend- íngar stórir og ég vona og bið að það sé ekki okkur Magnúsi Kjart- anssyni að kenna að við höfum smækkað í samræmi við þann forníslenska formála sem segir: margur verður af aurum api. En það hlægir mig að við höfum báðir lifað þá stóru tíð, nútímann, að fimmeyríngar urðu einskis virði og gull þaðanaf billegra, en at- ómbomban hefur komið í staðinn fyrir trúna á krossinn — og það í tvöföldum skilníngi: semsé bomba þessi á í senn að bjarga kommún- ismanum frá kapítalismanum og kapítalismanum frá kommúnism- anum. Svona lángt komst semsé heimurinn í vísdómi á okkar dögum, Magnús. Altíeinu eru bakkabræður forfeður vorir orðnir vitrir menn; þeir sem áður báru sólskinið í hripum inní glugga- lausan kofa sinn, bera núna myrkrið inní húsið gegnum þessar ógurlegu rúður búðargluggastíls- ins; og í fegurstu kirkju húsa- meistarans góða, að Hjarðarholti í Dölum, hafa þeir nú útrýmt smáu fínu rúðunum sem tempruðu ljós guðshússins, en sett búðarglugga í staðinn til að gleypa sólina. Með nokkrum hætti var tukthúsið við Skólavörðustíginn orðið siðferði- legt höfuðból ríkisins um skeið og mér liggur við að segja ríki ljóssins í samanburði við ýmsar aðrar heldristofnanir; að minsta kosti kapítal og patent þeirra stjórnmálamanna sem höfðu völd- in en skorti hæfileika til að svara fyrir sig á prenti. Þú fékkst Skólavörðustíg 11 fyrir pennann þinn en ég féll á því prófi einsog öðrum. Að vísu var á lægri dómstigum uppkveðinn yfir mér tukthúsdómur, en þegar málið kom fyrir hæstarétt var Eggert Claessen þar réttarforseti og plantaði dómsskjalinu undir nas- irnar á dómsbræðrum sínum alt- aðþví þegjandi að ég hygg; og náði það ekki leingra. En aldrei þorðu þessir menn að líta á mig á götu uppfrá því heldur krossuðu strít- una í tæka tíð ef þeir sáu mig áleingdar. Því miður fór ég aldrei „inn“. En Magnús settu þessir dreingir í tukthúsið fyrir ritsnilld hans og sá sérstaki heiður var ævinlega eitt af öfundarmálum minum gagnvart honum. Það var erfitt hugsandi höfundi að sýna aungva tilburði með að draga sig til beinalagsins austur í Evrópu á okkar æskudögum. Því þó svipuð tíðindi hafi orðið í fornsögum, þá var atburður einsog rússneska byltíngin að viðbættu stríðinu milli þeirra bræðra Hitl- ers og Stalíns, og raunar upphóf- ust sem bandamenn, atburður sem kallaði á slíka hugarhræríngu og spennu að það var ekki hægt fyrir aðra en sveitarómaga og sýsluþrot að setjast útá vegg, halla keifunni og glotta meðan þessir hugsjóna- menn líkframleiðsluiðnaðarins voru í stuði. Ég fletti fram og aftur síðustu bók Magnúsar Elds er þörf og undrast að svo fjölmenntaður og alhliða meistari ritaðs stíls, og átt hefur þátt í aldahvörfum sem skift hafa sköpum um gæfu þjóð- arinnar, skuli vera að kveðja. Endurminníng slíkra manna er samt hughreysting og vonarljós þeim sem á eftir koma, vegna þess að krafa þessara manna um sið- ferðilega viðreisn þjóðar sinnar var þeim dýrmætara markmið en frami þeirra sjálfra, og þeir lögðu einsog Magnús, stórfeldar einka- fyrirætlanir sínar fyrir róða þó þeir hefðu fyrirsjáanlega náð þar mikilsverðum markmiðum. Magn- ús var svo artaður að honum varð vandséð hvar hann skyldi helst einbeita hug sinum. Ósérplægni lundarlagsins og hugsjón félags- hyggjunnar mörkuðu honum stefnu. Hann hafði tilamunda í fyrstu ætlað sér að gerast verk- fræðíngur, því hann hafði mikið næmi sem eðlisfræðíngur og töl- fræðíngur. En þegar kom til háskólanáms sneri hann sér að málfræði og bókmentum — alt Jóni Helgasyni að kenna, einsog hann sagði. Ég hef heyrt hann hafi verið vel skáldmæltur maður en ekki flíkað því; en sem stjórn- málamaður hefur hann stýrt ein- hverjum besta penna okkar í blaðamensku og ritgerðasmíð. Hann hafði á valdi sinu klassíska islenska kaldhæðni, og svo rök- snjall um leið og vel máli farinn að ég hef heyrt um aungvan stjórnmálamann á íslandi sem haft hafi roð við honum í kapp- ræðu. En leitun var á hugljúfari og skemtilegri félaga. Alvara, skap, gamansemi, samfara þekk- íngu á óskyldustu málefnum, alt var þetta á valdi þessa töfrandi gáfumanns. Magnús hafði frá bernsku van- ist við rammíslenskt og fjölbreytt túngutak heima hjá sér. Ekki má undan fella að minnast þess hver þarfamaöur hann var íslenskunni á Alþíngi þegar ein- hverjir höfuðhleypíngar komu upp með fáránlegar tillögur um breyt- íngar á túngunni, og vildu láta lögleiða. Einusinni komust þeir svo lángt að þeir höfðu undirbúið stjórnarskrárbrot á Alþíngi með einhverjum bjánagángi útaf staf- setníngu. Eitt af verkum Magnús- ar var að koma í veg fyrir þessa ósvinnu. Margar rökræður áttum við Magnús saman um túnguna og stundum í blöðunum þegar okkur leiddist. Það er mikill sjónarsvift- ir að þessum glæsilega alþýðlega höfðíngja á besta aldri, og tregt túngu að hræra. Halldór Laxness

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.