Morgunblaðið - 06.08.1981, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.08.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 1981 23 Kanadíska kvikmyndin „Mindscape„ er meðal þeirra mynda er sýndar verða á Grafiskum KvikmyndadöKum. En í dagskrá Grafísku Kvik- myndadaganna segir svo: „Það sem fyrst og fremst greinir grafísku kvikmyndina frá öðrum tegundum kvikmyndalistar er sú sérstaka tækni sem notuð er við gerð slíkra kvikmynda: í stað þess að mynda 24 ramma samfellt á sekúndu, eins og gert er í venju- legum kvikmyndum, þá er við grafíska kvikmyndagerð aðeins myndaður einn og einn rammi í einu og kvikmyndavélin stöðvuð milli ramma. Þegar þessir ramm- ar eru sýndir í venjulegri kvik- myndasýningarvél (24 rammar per. sek.) þá mynda þær samfellda hreyfingu, þ.e. verða lifandi. Hvað innihald snertir er ekki um eins skörp skil að ræða á milli grafískra kvikmynda og annarra kvikmyndagreina. Þó er líklega óhætt að fullyrða að grafíska kvikmyndin byggi meira á innri tjáningu en umfjöllun á ytri veruleika, þótt slíkt sé alls ekki algiit. Margar af hvassari per- sónulegum ádeilumyndum eru ein- mitt grafískar og ein frægasta ádeilumynd sem gerð hefur verið „Nágrannarnir", eftir Norman McLaren er einmitt grafísk. Sú mynd hlaut Óskarsverðlaunin 1959. Þekktasta og vinsælasta tegund grafískra kvikmynda er eflaust teiknimyndin sem allir þekkja. Það listform var fullkomnað af Walt Disney. Teiknimyndir eru yfirleitt eina tegund grafískra kvikmynda sem almenningur kannast við. Það myndform er aftur á móti ekki nema smá angi af mörgum greinum á grafíska kvikmyndatrénu. Með Grafískum Kvikmyndadög- um í Reykjavik mun reynt að gefa lærðum og leikum nánari innsýn inn í þessa listgrein sem býður upp á afar viðtæka tjáningar- möguleika." Nánar verður sagt frá dagskrá Grafísku Kvikmyndadaganna i blaðinu um helgina. Mikill skortur á dagmömmum fyrirsjáanlegur á næstunni FYRIRSJÁANLEGUR er mikill skortur á dagmömm- um á næstunni að því er segir i fréttatilkynningu frá Félagsmálastofnun Reykja- víkurborgar. Þar segir enn fremur að, ef undanskilin eru Fella- og Seljahverfi í Breiðholti. séu of fáar dag- mömmur í öllum hverfum horgarinnar. Og þar sem nú fer i hönd sá tími þegar eftirspurn eykst eftir dag- vistun og búið er að mestu að ráðstafa öllum plássum á dagheimilinum og leikskól- um þyki rétt að vekja at- hygli á þessum skorti á dagmömmum. Á biðlista er verulegur hópur barna auk þess, sem vitað er að eftirspurnin eykst stórlega í ágúst og september. Hér er um að ræða börn á ýmsum aldri, þó fyrst og fremst kornabörn og fram til 3ja ára aldursins, og svo skólabörn úr yngstu bekkjum grunnskólans. Er t.d. áberandi hve mikið er spurt eftir dagvistun fyrir börn, sem sækja Melaskólann. Brennu-Njálssaga frumsýnd í dag KVIKMYNDIN Brennu-Njáls- saga verður frumsýnd i Háskóla- biói i dag fimmtudag. en við sama tækifæri heldur hljómsveit- in Þeyr tónleika i bióinu. Brennu-Njálssaga er verk kvik- myndatökumannsins og listmálar- ans Friðriks Þórs Friðrikssonar. Kvikmyndin verður aðeins sýnd við þetta eina tækifæri og af því tilefni hefur Friðrik valið þá leið, að fá hljómsveitina Þey til að sjá um alla tónlist við kvikmyndina og verður tónlistin flutt á meðan á sýningu myndarinnar stendur. Við sama tækifæri verður kynnt frumútgáfa nýs hljóðfæris, sem nefnt hefur verið „Fourier" og hannað er af Guðlaugi Óttarssyni iiðsmanni Þeys. Hljóðfærið er skírt í höfuðið á franska stærð- fræðingnum Jean Baptiste Fouri- er, en ásamt forngrikkjanum Pý- þagóras lagði hann grundvöllinn að stærðfræðiiegri skiigreiningu tóna og hljómlistar. Að sýningu myndarinnar lok- inni verða haldnir hljómleikar þar sem hljómsveitin Þeyr mun láta í sér heyra undir hugtakinu „Tón- list frá Trans-Plútó". Auk þess kemur fram á tónleikunum hljómsveitin Kamarorghestar, sem frumsýna mun nýjan Rokk- kabarett. Einnig er ráðgert að þriðja hljómsveitin komi fram á tónleikunum, en nafn hennar verður ekki látið uppi fyrr en á sjálfum tónleikunum. Þeim tilmælum er beint til þeirra sem hefðu hug á að taka börn til dagvistar að hafa sam- band við umsjónarfóstrur með dagvistun barna á einkaheimil- um sem allra fyrst. Þær eru til viðtals í síma 27277 alla virka daga milli kl. 13—14 og í síma 85911 á þriðju- dögum—föstudags kl. 9—10. © INNLENT + Faðir okkar, Jón G. G. Pótursaon, vélstjóri, andaðist aö Hrafnistu mánudaginn 3. ágúst. Börn hins lótna. lengi og uppskar jafntefli eftir 119 leiki og 13 tíma taflmennsku. Eftir velgengni íslensku þátttak- endanna daginn áður höfðu áhorfendur tekið við sér og flestir þeirra hurfu á braut frá Hamrahlíð- arskólanum í þeirri vissu að vígi Helmers væri fallið. En það fer ekki allt sem ætlað er og á endanum tókst Norðmanninum að halda gjör- töpuðu tafli: Svart: Helmers, Noregi Ilvítt: Margeir Pétursson Svartur hótar 28. — Hcd8 og hvítur verður því að láta til skarar QltríAsr 28. e4 — Hdd8 29. Dg4! (Afar sterkur leikur. Ef nú 30. — Rd4 þá 31. Ba5!) 29. - Ha8 30. Be3 - Rb4? (Nauðsynlegt var 30. — Rd4 31. Bxd4 — cxd4, þó hvítur standi betur.) 31. IIxc5! — Dgfi 32. Dxgfi — hxg6 33. Hxe5 - Bffi 34. Hxb5 - Rxd3 35. Ildl - Hxa2 36. IId5 - Hxd5 37. exd5 - Re5 38. dfi - Rd7 39. Rc5 - Ha7 40. Re4 - Ha8 41. Ilbl (Rétta framhaldið hér, eða í næsta leik, var Kg2 með auðunninni stöðu.) 41. - KÍ8 42. Kfl? - Hal! 43. Hxal — Bxal 44. Ke2 — Ke8 (Nú ætti staðan að vera jafntefli, því kóngur hvíts er of langt frá frípeðinu á d6.) 45. BÍ4 - Rf6 46. Rc5 - Rd5 47. Kf3 - Rxf4 48. gxf4 - f6 49. Refi - Kd7? (Nauðsynlegt var 49. — f5 50. Rc5 — Bf6 og skákin er sennilega jafntefli.) (í heiftarlegu tímahraki missir hvítur af vinning: 51. f5! — gxf5 52. Rxg7 - Kxd6 53. Kf4! - Ke7 54. Kxf5 — Kf7 55. Re6 og vinnur auöveldlega. Eða: 51. f5! — g5 52. h5 — Kxd6 53. Rxg7 — Ke7 54. h6 — Kf7 55. Re6 - Kg8 56. Kg4 - Be5 57. Kh5 - Kh7 58. Rf8+ - Kg8 59. Kg6! og vinnur.) 50. — Kxd6 51. Rxgfi — f5. Jafntefli. 11. umferð: Kristiansen — Hansen 1-0 Helmers — Guðmundur 1-0 Höi — Margeir 1-0 Schussler — Rantanen 1-0 Helgi — Ornstein 'A-'A Heim — Raaste '/l-Y.! Helgi samdi snemma og einnig varð fljótt sýnt um sigur Kristian- sens yfir Hansen. Heim virtist hafa betur í lokastöðunni, en það hefur e.t.v. haft eitthvað að segja að Raaste þurfti jafntefli til að ná áfanga að alþjóðlegum titli. Skák þeirra Helmers og Guð- mundar var rakin í Mbl. í gær. Margeir náði betri stöðu gegn Höi, en missti síðan tökin í tímahraki eftir að hafa hafnað vænlegum leiðum. Schussler sýndi loks klærn- ar og sigraði Rantanen. Sú skák stóð til kl. 1.30 um nóttina, því áður þurfti Finninn að Ijúka biðskák sinni við Kristiansen. Rantanen hafði því teflt í 16 tíma þennan dag, en þess má geta að í lögum FIDE stendur að miðað skuli að því að keppendur þurfi ekki að sitja við skákborðið í meira en sjö tíma á dag. Vissulega var þó fremur um sjálfskaparvíti hjá Finnanum að ræða, þvi hann þæfði skák sína við Kristiansen allt þar til auðsýnt var að ekkert var úr stöðunni að hafa. PermaGlass bílabón Glansandi brynvörn STÖÐVARNAR ONE STEP POLYMER SEALANT Perma Glass er ný tegund af bílabóni, ólík þeim sem fyrireru á markaðinum. í fyrsta lagi bindst Perma Glass lakk- efnum og myndar harða húð sem ver viðkvæmt bíllakkið gegn tjöru, salti, ryði og öðrum skaðvöldum. í öðru lagi myndar Perma Glass góða gljááferð sem endist margfalt lengur en eldri gerðir bílabóns. Reyndu Perma Glass Polymer Sea- lant á bílinn þinn næst þegar þú bónar. VerÖ kr. 54.40

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.