Morgunblaðið - 22.08.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.08.1981, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1981 Neskaupstaður: Mokfiskirí ínm a tirði Trillurnar komnar á síld Ncskaupstað. 21. áKÚst. MIKIL fiskÍKenKd hefur verið hér í Norðfirði að undanförnu ok rótfiska trillurnar hæði á línu og handfæri. auk þess sem þær hafa fengið upp i 8 tunnur af síld i netin. I>á hafa togararnir fiskað mjöK vel frá áramótum ok koma yfirleitt með fullfermi að eftir nokkurra daga útivist. Fyrir nokkrum dögum sáust vaðandi síldartorfur um allan fjörð og fengu menn síldina á stöng við bryggjurnar, en nú hefur verið slæmt veður og lítið sézt til síldarinnar. Þó hafa trillurnar verið að fá hana í net og komizt mest í 8 tunna afla, en síldin er enn of mögur til að saita hana og því hefur hún verið fryst í beitu. Vegna þessa bíða stærri bátarnir enn átekta, en munu sennilega byrja veiðarnar þegar síldin verð- ur söltunarhæf. Annars virðist enginn undirbúningur fyrir síldar- söltun vera hafinn hér enn. Þá hafa trillurnar rótfiskað hér inni á firði og er það mikil breyting frá síðustu árum. Bát- arnir hafa verið að fá allt upp í hálfa lest af ýsu á línuna og mun slikt einsdæmi nú í langan tíma. Togararnir hafa einnig aflað fá- dæma vel það sem af er árinu og hér er því landburður af flestum tegundum fisks og unnið eins og mannskapur og lög leyfa. _ Ásgeir „Skýrslan". kvikmynd um pólitík og þrýsti- hópa gerð á næsta ári JÓN Hermannsson hjá ísfilm hefur i hyggju að framleiða kvikmynd eftir handriti Kjart- ans Ragnarssonar. Að sögn Jóns er ekki enn búið að gera fjárhagsáætlun fyrir verkefnið og því ýmislegt enn i lausu lofti varðandi það, en myndin yrði væntanlega gerð á næsta ári. Kjartan Ragnarsson lagði frum- ritið að handritinu, sem um ræðir, inn hjá sjónvarpinu fyrir nokkr- um árum, en engin ákvörðun var þá tekin um kvikmyndun þess og hefur Kjartan nú umskrifað hand- ritið, en það fjallar um fiskvernd- unarmál í víðu samhengi og ber vinnuheitið „Skýrslan". Leikstjóri verður Lárus Ýmir Óskarsson, en framleiðandinn Jón Hermanns- son, eins og áður sagði. „Þetta verður leikin mynd í fullri lengd um þrýstihópa og pólitík," sagði Jón í samtali við Mbl. Kekkonen ræðir við forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, og Dr. Kristján Eldjárn. Kekkonen f ór í gær — Fékk f jóra laxa Kekkonen og ólafur Jóhannes- son, utanrikisráðherra, ræðast við á flugvellinum. LjÓHm. Mbl.: Guöjón. URHO KEKKONEN Finnlands- forseti hélt frá Islandi áleiðis til Finnlands í gær, en hann hafði þá skömmu áður komið frá Blönduósi, en hann hefur að undanförnu verið að veiðum í Víðidalsá. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið hefur aflað sér, fékk Kekkonen fjóra laxa í ánni, en hann var þar við veiðar í fjóra daga. Kekkonen var hér í einka- heimsókn, en hann hefur komið til íslands mörg undanfarin ár til að veiða lax. Skömmu áður en Kekkonen hélt af landi brott hitti hann að máli forseta Is- lands, Vigdísi Finnbogadóttur, Dr. Kristján Eldjárn fyrrver- andi forseta og ólaf Jóhannes- son utanríkisráðherra. Veiðar EBE-skipa við Jan Mayen: Færeyingar beðnir um að taka ekki við loðnunni Danir telja sig hafa heimild frá EBE til að veiða 80 þúsund tonn íslandsmótið: IBV vann KA 1:0 ÍBV sigraði KA 1:0 i 1. deild íslandsmótsins i knattspyrnu i gærkvöldi. Leikið var i Vest- mannaeyjum. ÍBV var sterkari aðilinn, eink- um í f.h. Leikurinn var fjörugur og bauð upp á mörg marktækifæri, 4:2 hefði gefið réttari mynd af gangi leiksins. Sigurmark ÍBV skoraði Ómar Jóhannsson á 19. mínútu með fallegu skoti eftir góðan undirbúning Sigurláss Þor- leifssonar. ÍBV hefur 17 stig eftir 15 leiki en KA 16 stig eftir 16 leiki. Víkingur er efstur með 21 stig. LANDSSAMBAND íslenskra út- vegsmanna hefur óskað eftir þvi við sjávarútvegsráðuneytið. að það fari þess á leit við Færeyinga, að þeir veiti ekki þeirri loðnu viðtöku. sem skip. sem verið hafa að ólöglegum veiðum við Jan Mayen. leggja þar upp. Skip þessi, sem eru frá Dan- mörku. Færeyjum og trlandi. telja sig hins vcgar vera í fullum rétti. því Danir hafa ekki viðurkennt miðlínu við Jan Mayen og er deila þeirra við Norðmenn um það óútkljáð mál. „Með því að Færeyingar kaupa loðnu af þessum skipum, þá gera þeir þeim þetta mögulegt, því það er varla hægt að gera þetta arðbært með því að sigla með þessa loðnu til Danmerkur. Það tæki þá a.m.k. helmingi lengri tíma en að sigla með loðnuna til Færeyja og þar með yrði úthaldið helmingi styttra," sagði Kristján Ragnarsson, framkvæmda- stjóri LÍÚ, í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Þetta er mjög þýð- ingarmikið og við teljum að við eigum nokkuð inni hjá Færeyingum, vegna þess að þeir fá það mikil veiðiréttindi hjá okkur. Þeir megi þannig ekki stuðla að því að eyði- leggja fyrir okkur loðnustofninn. Ef skipin komast upp með að veiða loðnuna, þá er það mjög ískyggilegt og rýrir aflamöguleika okkar, vegna þess að við ætlum að vernda þennan stofn, við ætlum ekki að ofveiða hann. Það kemur til með að þýða það, að allt sem þessir aðilar veiða, verðum við að draga frá því sem við fiskum," sagði Kristján Ragnarsson. „Ég hef talað við Landsstjórnina í Þórshöfn og spurt um hvort þeir ætli að taka við þessari loðnu, en þeir kváðust ekki búast við því, vegna þess að hærra loðnuverð væri í Hirsthals og myndu því skipin varla vilja landa í Færeyjum, nema í undantekningartilvikum,“ sagði Jón B. Jónasson, skrifstofustjóri í sjáv- arútvegsráðuneytinu, í gær. Jón sagði að enn hefðu ekki fengist svör frá Norðmönnum, um hvað þeir ætluðu að gera vegna veiða danskra, færeyskra og írskra skipa við Jan Mayen, en sem kunnugt væri viður- kenndu Danir ekki miðlínu á milli Jan Mayen og Grænlands, en þeir telja sig hafa heimild frá Efnahags- bandalagi Evrópu til að veiða 80 þúsund lestir á svæðinu. í samtali við Morgunblaðið sagði Sigurður Kristjónsson, skipstjóri á Skarðsvík, að skipin sem telja sig vera að veiðum í landhelgi Græn- lands, hefðu verið langt fyrir innan miðlínu milli Jan Mayen og Græn- lands. „Enda segja skipstjórarnir á þessum skipum að þeir vilji enga miðlínu þarna, þeir segja það í talstöðina," sagði Sigurður. Hann sagði að þær fréttir hefðu borist frá skipunum að þau hefðu fiskað vel. I>oðnuna á svæðinu sagði Sigurður vera misjafna, loðnan sem veiddist vestan við Jan Mayen væri mjög góð, stór og falleg, fiskurinn norðaustan við eyjuna hefði hinsvegar verið frekar smár, en loðnan væri ekki mjög feit, um 14%. Kjartan Ólafsson, ritstjóri Þjóðviljans: 2% svigrúm í kjarasam ningum vegna hækkunar hjóðartekna í FORYSTUGREIN Þjóðviljans í gær, sem skrifuð er af Kjartani Ólaíssyni ritstjóra og varaformanni Alþýðubandalagsins. er fjallað um kröfugerð í næstu kjarasamningum. Þar segir svo meðal annars: „Og nú er landið farið að rísa ú ný. Viðskiptakjörin hafa þokast lítið eitt til réttrar áttar og framleiðslan i landinu i hámarki. Með þetta í huga má ætla, að í ár vaxi þjóðartekjur á mann um a.m.k. 2%.“ Forystugrein Þjóðviljans verður ekki skilin á annan veg en þann, að höfundur hennar telji launþega eiga að njóta góðs af þeirri hækkun þjóðartekna á mann, sem hann tíundar. Miðað við aukningu þjóðartekna yrði þá grunnkaupshækkun á þessu ári um 2%, en eins og kunnugt er renna almennir kjarasamningar út 1. nóvember næstkomandi. Morgunblaðið leitaði upplýs- inga hjá Þjóðhagsstofnun í gær og spurðist fyrir um það, hvort hún hefði sent frá sér útreikn- inga, sem sýndu að þjóðartekjur á mann myndu hækka um 2% á þessu ári. Var af stofnuninni vísað til þess, að af hennar hálfu hefði verið á það bent, að líklega myndi þjóðarframleiðsla standa í stað á árinu. Hins vegar mætti búast við 1% hækkun þjóðar- tekna í heild, sem þýddi, að þjóðartekjur á mann versnuðu ekki, heldur stæðu í stað. Þetta álit hefði stofnunin gefið út fyrr á árinu og það hefði ekki breyst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.