Morgunblaðið - 22.08.1981, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.08.1981, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1981 25 Skáklíf blómstrar í Danmörku ÁRANGUR Bent Larsen er ekki leniíur það eina sem Danir hafa af að státa i skáklistinni. Þeir hafa nú eignast marga titilhafa oif fjölda unjfra og efnilegra skákmanna. Siðast en ekki sist eru nú haldin mörg alþjóðleg skákmót i Danmörku á ári hverju. þar sem upprenn- andi meistarar fá tækifæri til að klifa upp metorðastigann. Nú í sumar hafa verið haldin þar þrjú öflug alþjóðleg mót, fyrst Politiken-mótið í Kaup- mannahöfn sem var opið og mjög fjölmennt. siðan hið ár- lega stórmót i Esbjerg og loks nýtt mót í Svendborg á Fjóni. Að auki fór hið árlega opna unglingamót fram eins og venjulega. Þar sem þegar hefur verið fjallað um Politiken-mótið í Mbl. skal vikið beint að stórmeistara- mótinu í Esbjerg. Það mót vakti sérstaka athygli fyrir þá sök að Lars Karlson frá Svíþjóð náði þar öðrum áfanga sínum að stórmeistaratitli og sigraði á mótinu með umtalsverðum yfir- burðum. Úrslit urðu þessi: 1. Karlsson (Svíþjóð) 8‘A v. af 11 mögulegum. 2. Csom (Ung- verjal.) 7'k v. 3.-4. Mestel og Keene (báðir Englandi) 7 v. 5. Mortensen (Danmörku) 6 v. 6— 7. Jansa (Tékkóslóvakíu) og Hoi (Danmörku) 5'k v. 8. Farago (Ungverjal.) 5 v. 9. Jakobsen (Danmörku) 4'k v. 10. Iskov (Danmörku) 3‘k v. 11.—12. N. Fries-Nielsen (Danmörku) og Nicholson (Englandi) 3 v. I B-flokki sigraði ungur Dani, Bjarke Kristensen með 7‘k v. af 11 mögulegum. Hann náði áfanga að alþjóðlegum meistara- titli. Annar varð Indverjinn Ravikumar með 6‘A v. Fyrirfram töldu flestir afar ólíklegt að nokkrum alþjóða- meistara tækist að ná stórmeist- aralágmarkinu á Esbjerg-mót- inu, en sem kunnugt er hækkaði FIDE þetta lágmark árið 1978. Þegar frá byrjun var hins vegar sýnt hvert Lars Karlsson stefndi og eftir níu umferðir hafði hann hlotið átta vinninga og þegar tryggt sér efsta sætið, en vantaði enn hálfan vinning í stórmeist- araáfangann. í næstsíðustu umferð tapaði hann fyrir Mestel, en í þeirri síðustu hafði hann vaðið fyrir neðan sig og samdi stutt jafn- tefli við Hoi með hvítu. Áður hefur Lars Karlsson einu sinni náð stórmeistaraárangri, það var í Hradec Kralove í Tékkóslóvakíu árið 1979, en vegna þess að mótin voru ekki nægilega löng þarf hann að ná áfanga einu sinni enn til þess að hljóta titilinn og uppfylla það skilyrði FIDE að stórmeistara- árangri sé náð í a.m.k. 24 skákum. Strax á eftir Esbjerg-mótinu fékk Lars Karlsson tækifæri til að ná þriðja áfanganum, en það var einmitt í Svendborg. Hann þurfti að ná sjö vinningum úr níu skákum og að sjö umferðum loknum hafði hann hlotið fimm og hálfan vinning og átti að tefla við tvó Dani í síðustu umferðun- um. Honum nægði því að vinna aðra hvora skákina, en það tókst honum ekki og þeim lyktaði báðum með jafntefli. Síðasti áfanginn verður því að bíða betri tíma, en það hlýtur aðeins að vera tímaspursmál hvenær að því kemur. Úrslitin á Svend- borg-mótinu urðu þessi: 1. Far- ago (Ungverjal.) 7'k v. 2. Karls- son (Svíþjóð) 6'k v. 3. Jansa (Tékkóslóvakíu) 6 v. 4. Donner (Hollandi) 5 v. 5. 0st-Hansen (Danmörku) 4'k v. 6. Sloth (Danmörku) 4 v. 7. Iskov (Danm.) 3‘k v. 8.-9. Bednarski (Póllandi) og Poulsen (Dan- mörku) 3'k v. 10. Pedersen (Danmörku) 2. v. Ungverski stórmeistarinn Ivan Farago bætti um betur eftir slakan árangur sinn í Esbjerg. Hann hefur verið í mjög góðu formi það sem af er þessu ári og varð t.d. efstur ásamt Portisch á ungverska meistaramótinu í ár þar sem Skák eftir MARGEIR PÉTURSSON allir sterkustu skákmenn lands- ins tóku þátt. Sloth, núverandi heimsmeistari í bréfskák, var nálægt því að ná alþjóðlegum áfanga, en mistókst í lokaum- ferðunum. Á opna danska unglingamót- inu sigraði Frakkinn Prie örugg- lega, hlaut 7'k v. af 9 möguleg- um. Sá er fyrir fram hafði verið álitinn sigurstranglegastur, Willie Watson frá Englandi, varð annar með 6'k v. Af þessum mótum tóku ís- lenskir skákmenn aðeins þátt í Politiken-mótinu og er það mið- ur, en vonandi taka Danir við sér næsta ár og bjóða íslendingum á þessi mót. Árlega fara nú fram í Skandinavíu fjölmörg alþjóðleg mót og Islendingar mega stór- lega gæta sín ef þess er ekki gætt að sterkustu og efnilegustu skákmennirnir fái nægilega æf- ingu og þjálfun með þátttöku í sterkum mótum. Það hve ís- lensku þátttakendurnir í úrvals- flokki á Norðurlandamótinu voru mistækir er marktæk bend- ing í þá átt. Að lokum kemur hér ein skák frá Svendborg-mótinu. Hvitt: Bednarski (Póllandi). Svart: Farago (Ungverja- landi). Frönsk vörn. 1. e4 - e6, 2. d4 - d5. 3. Rd2 - Rf6, 4. e5 - Rfd7, 5. Bd3 - c5, 6. c3 — Rc6, 7. Re2 — cxd4, 8. cxd4 - f6, 9. exf6 - Rxf6. 10. Rf3 - Bd6. 11. 0-0 - Db6, 12. Rc3 - 0-0. 13. Be3 - Bd7. 14. Hel Rétta leiðin til að mæta því afbrigði sem svartur beitir í þessari skák hefur löngum verið talin 14. a3 og síðan 15. b4. 14. - Hac8.15. Hcl - Kh8.16. Re5?! Hvítur hefur vafasamar til- færingar á mönnum sínum. 16. a3 stóð enn til boða. - Be8. 17. Ra4 - Da5,18. Bd2 - Dd8. 19. Rxc6? - Hxc6, 20. Hxc6 — Bxc6, 21. Rc5 Hvítur hefur ranglega talið þennan leik sinn, en hann var hvort eð var kominn í vandræði. T.d. 21. Bg5? — Bxa4, 22. Dxa4 - Bxh2+!, eða 21. h3 — Bb8, og síðan 22. — Dd6. 21. — Re4!, 22. Bxe4 — dxe4, 23. Rxe6 - Dh4. 24. g3 - Dh3. 25. Be3? 25. Rxf8 gekk ekki vegna 25. — e3, en 25. Rg5 — Df5, 26. Be3 var nauðsynlegt, þó staða svarts sé unnin eftir 26. — Bd5! 25. — Dxe6 og hvítur gafst upp. Biblíuhátíð að Kjarvals- stöðuni í dag í TILEFNI nýrrar Bibliuút- gáfu verður Bibliuhátíð í dag að Kjarvalsstöðum klukkan 14.00. Þar mun biskup íslands, herra Sigurbjörn Einarsson. afhenda forseta íslands, Vig- disi Finnbogadóttur. eintak hinnar nýju Bibiliu. Dagskráin hefst með því að ungt fólk leikur nokkur lög frá ýmsum tímum. Að afhendingu Biblíunnar lokinni syngja þær Marta Guðrún Halldórsdóttir, Hildigunnur Halldórsdóttir og Hildigunnur Rúnarsdóttir nokk- ur lög. Síðan flytur kirkjumála- ráðherra, Friðjón Þórðarson ávarp. Hannes Pétursson les stutta kafla úr Biblíunni og Halldór Vilhelmsson og Gústaf Jóhann- esson flytja hluta úr Biblíuljóð- um eftir Dvorak. Hermann Þorsteinsson flytur lokaorð og athöfninni lýkur með almennum söng. Ný eyðublöð fyrir öku- skírteini NÆSTU daga verða tekin í notk- un ný eyðublöð fyrir ökuskirt- eini. Eyðublöðin eru bleik að lit, en að öðru leyti eins og fyrri eyðublöð að því undanskildu, að á þau eru rituð á frönsku orðin ökuskírteini og Island svo og þjóðernismerkið IS. Breyting þessi mun auðvelda ferðamönnum notkun ökuskírt- eina erlendis. raöauglýsingar — radauglýsingar — raðauglýsingar \ vinnuvélar ■ ■■■■ Körfubifreið til sölu í því ástandi sem hún er. Uppl. í síma 10028 kl. 9—17 virka daga. húsnæöi i boöi Atvinnuhúsnæði Gott húsnæði, t.d. fyrir léttan iðnað eða verslun. Bjartur og skemmtilegur, 450 fm salur án súlna með lofthæð 4,5 m er til leigu. Auk þess skrifstofuhúsnæði og aðstaða, samtals 280 fm. Húsnæöinu má skipta í tvo hluta. Uppl. í síma 19157. tilkynningar íþróttahús K.R. tekur til starfa 1. september nk. Þau íþróttafélög og fyrirtæki er leigðu íþróttasali þar sl. starfsár og hyggja á tíma næsta vetur vinsamlega endurnýi umsóknir sínar strax eða í síðasta lagi 26. ágúst nk. íþróttahús K.R. Tilkynning frá Stofnlána- deild landbúnaðarsins Umsóknir um lán vegna (ramkvæmda á árinu 1982 skulu hafa borist Stofnlánadeild Landbúnaðarins fyrir 15. tept.mber næstkomandi. Umsókn skal tylgja teikning og nákvæm lýsing á framkvæmdinnl, þar sem meðal annars er tilgreind stærö og byggingarefni. Ennfremur skal fylgja umsögn héraösráöunautar, skýrsla um búrekstur og framkvæmdaþöii, svo og veöbókarvottorö. Þá þurfa aö koma fram í umsókn væntanlegir fjármögnunarmöguleik- ar umsækjanda. Eldri umsóknir falla úr gildi 15. saptambar næstkomandi, hafi deildinni eigi borist skrifleg beiönl um endurnýjun. Reykjavík, 19. ágúsl 1961. Búnaöarbankl íslands. Stofnlánadetld Landbúnaöarins. Raufarhöfn Almennur stjórnmálafundur veröur haldinn í félagsheimilinu nk. sunnudagskvöld 23. ágúst kl. 21.00. Ræöumenn: Ólafur G. Einarsson, formaöur þingflokks Sjálfstæöis- flokksins. Halldór Blöndal alþlngismaöur og Vigfús Jónsson, bóndi. Stiórnin. Þórshöfn Almennur stjórnmálafundur veröur haldinn í kaffistofu Hraöfrysti- stöövarinnar kl. 4 nk. sunnudag 23. ágúst. Ræöumenn: Ólafur G. Einarsson, formaöur þlngflokks Sjálfstæöis- flokksins. Halldór Blöndal, alþingismaöur og Vigfús Jónsson, bóndi. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.