Morgunblaðið - 22.08.1981, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.08.1981, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1981 ÁSPRESTAKALL: Messa í Laug- arneskirkju kl. 11. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BREIDHOLTSPRESTAKALL: Guösþjónusta kl. 11 árd. í Breiö- holtsskóla. Organleikari Daníel Jónasson. Sr. Lárus Halldórsson. BÚSTADAKIRKJA: Messa kl. 11 árd. Prestur sr. Jón Bjarman. Organleikari Guöni Þ. Guömunds- son. Sóknarnefnd. DÓMKIRKJAN: Kl. 11 messa. Ferming og altarisganga. Fermd verður : Hólmfríöur Kristjánsdóttir frá New York, p.t. Rauðalæk 29, Reykjavík. Dómkórinn syngur, Gústaf Jóhannesson leikur á orgel- ið. Sr. Hjalti Guömundsson. Kl. 18.00 orgeltónleikar. Gústaf Jó- hannesson leikur á orgel Dómkirkj- unnar í 30—40 mín. Aögangur ókeypis og öllum heimill. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Messa kl. 10 árd. Prestur sr. Þorsteinn Björnsson. GRENSÁSKIRKJA: Guösþjónusta kl. 11 árd. Altarisganga. — Nk. GUÐSPJALL DAGSINS: Lúkas 19.: Jesús nra'tur yfir Jerúsalem. fimmtudagskvöld verður almenn samkoma kl. 20.30. Sóknarprestur. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Þriöjud. 25. ágúst kl. 10.30. Fyrirbæna- guðsþjónusta: Beðiö fyrir sjúkum. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Karl Sigurbjörnsson. KÓPAVOGSKIRKJA: Guösþjón- usta í Kópavogskirkju kl. 11 árd. Sr. Árni Pálsson LAUGARNESKIRKJA: Messa kl. 11 í umsjá Ásprestakalls. Sóknar- prestur. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Frank M. Halldórsson. FÍLADELFÍUKIRKJAN: Safnaöar- guösþjónusta kl. 14. Almenn guös- þjónusta kl. 20. Ræöumaður Hild- ing Fageberg frá Svíþjóö. DOMKIRKJA Krists konungs Landakoti: Lágmessa kl. 8.30 árd. Hámessa kl. 10.30 árd. Lágmessa kl. 2 síöd. Alla rúmhelga daga er lágmessa kl. 6 síðd., nema á laugardögum, þá kl. 2 síðd. FELLAHELLIR: Kaþólsk messa kl. 11 árd. HJALPRÆÐISHERINN: Bæn kl. 20 og hjálpræöissamkoma kl. 20.30. Ræðumaður Rannveig María Niels- dóttir. KIRKJA JESÚ KRISTS hinna síö- ari daga heilögu (Mormónar, Skólavöröustig 46): Samkoma kl. 14. NÝJA POSTULAKIRKJAN; Hóa- leitisbr. 58: Messa kl. 11 og kl. 17. KAPELLA St. Jósefssystra í Garðabæ: Hámessa kl. 2 síöd. VÍÐIST ADASÓKN: Guösþjónusta kl. 11 árd. Sr. Siguröur H. Guð- mundsson. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30 árd. Alla rúmhelga daga er messa kl. 8 árd. KÁLFATJARNARKIRKJA: Messa kl. 2 síöd. Sr. Bragi Friðriksson. KEFLAVÍKUR-, NJARÐVÍKUR- PRESTAKALL: Messa í Innri- Njarðvíkurkirkju kl. 11 árd. Kirkju- kór Keflavíkurkirkju syngur. Organ- isti Siguróli Geirsson organisti. Sr. Ólafur Oddur Jónsson. REYNIV ALL AKIRK J A: Messa kl. 14. Sr. Gunnar Kristjánsson. Einingunum raðað á flutningavagn, sem síðan flytur þær á Veggjaeiningar reistar með krana. (Ljosm. Ilelid Bjarnason.) byggingastað. Fyrstu einingahúsin frá Loftorku í Borgarnesi BorKarnesi. 18. áKÚst. FYRR á þessu ári hóf Loftorka sf, í Borgarnesi framleiðslu á steinsteyptum húseiningum. Nýlega voru fyrstu húsin frá fyrirtækinu úr þessum einingum reist, fyrsta húsið í Borgarnesi og síðan tvö hús á Akranesi, allt íbúðarhús. Fréttaritari Mbl. leitaði upplýsinga hjá Konráð Andréssyni, framkvæmdastjóra Loftorku sf. um þessar nýjungar. Aðdragandi þess að hann fór að huga að þessari framleiðslu var sá, að með stóraukinni notkun timbureininga við íbúðarhúsabyggingar, hefði minni steypusala frá steypu- stöð fyrirtækisins verið óhjákvæmileg og því hafi hann farið að athuga sinn gang og komið auga á þennan mögu- leika. Konráð tók sé ferð á hendur og kynnti sér fram- leiðsluaðferðir erlendis og í fyrra keypti hann mót frá Finnlandi og hóf framleiðslu eininga í verksmiðjuhúsi Loft- orku í Borgarnesi sl. vetur. Þrátt fyrir að framleiðslan fari fram í ófullnægjandi bráðabirgðahúsnæði hefur hún gengið vel og er mikil eftir- spurn eftir henni. Hefur Loft- orka nú ráðist í byggingu sérstaks húss fyrir framleiðsl- una, 720 fermetra verksmiðju- húss, sem að sjálfsögðu er byggt úr steinsteypueiningum fyrirtækisins. Þegar fram- leiðsla verður hafin í nýja verksmiðjuhúsinu eykst fram- leiðslugetan úr u.þ.b. tuttugu venjulegum einbýlishúsum á ári, sem hún er nú, í um þrjátíu hús á ári. Framleiðslan fer þannig fram að í mótið, sem liggur lárétt, er stillt upp stærð einingarinnar og í mótið koma síðan gluggar, járn og lagnir eftir þörfum og síðan er steypt í mótið. Þá er einingin látin standa yfir nóttina og flutt í geymslu morguninn eftir. Þeg- ar búið er að steypa einingar í allt húsið eru þær fluttar á byggingarstað þar sem kaup- andinn hefur sinn grunn til- búinn og smiðir frá Byggingar- félaginu Borg hf. setja húsið upp, en þeir annast jafnframt gluggasmíðina. Loftorka sf. hefur gengið til samstarfs við fjóra aðra fram- leiðendur steinsteyptra ein- inga, þ.e. Sigurjón Ólafsson, Blönduósi, Húsiðn, Húsavík, Brúnás hf., Egilsstöðum og Ashamar sf, Vestmannaeyjum, um verkfræðiþjónustu, hönn- un, innkaup og kynningu fram- leiðslu fyrirtækjanna. Fyrir- tækin hafa nú kynnt sameigin- lega nýja tegund af stein- steyptum „týpuhúsum" úr ein- ingum undir vörumerkinu NÝ- HUS, en Loftorka sf. er þó alltaf tilbúin til að framleiða einingar eftir óskum hvers og eins kaupanda. Markaður fyrir framleiðslu Loftorku sf. er aðallega Vest- urland en þó er ekkert vanda- mál að flytja einingarnar um lengri veg ef um það er að ræða. Ljóst er að þessari nýjung hefur verið vel tekið og hús reist hérlendis og erlendis með þessari byggingaraðferð hafa reynst mjög vel. Bygg- ingaraðferðin er útbreidd víða erlendis. Verksmiðjuframleiðslan gerir það að verkum að hús byggð úr þessum einingum eru mikið ódýrari en hús steypt upp með venjulegum hætti og það sem meira er, húsin eru talsvert ódýrari en timburhús. Sem dæmi má nefna að 183 fm einbýlishús í Borgarnesi, af- hent uppsett, tilbúið undir tréverk og málningu með miðstöðvar- og neysluvatns- lögnum, kostar nú kr. 410.000. Undanþeginn er grunnurinn sem kaupandi sér um sjálfur. Virðist hér um hagstætt verð að ræða, sérstaklega þegar litið er til ýmissa kosta þessar- ar byggingaraðferðar miðað við íslenskar aðstæður. Kaup- endur þurfa svo ekki að kaupa húsin svona mikið búin, þeir geta keypt einingarnar berar ef því er að skipta. HBj. 28611 Opið í dag 2—4 Austurbrún 4ra herb. rúmlega 110 fm jaröhæó í þríbýlishúsi. Góöar innréttingar. Nýtt tvöfalt gler. Jörfabakki 4ra herb. 90 fm íbúö á 3. hæð. Þvottaherb. í íbúðinni. Engjasel Óvenju falleg 3ja—4ra herb. um 100 fm íbúð á 3. hæö. Ásamt bílskúr í byggingu. Hraunbær 3ja herb. íbúð á 1. hæð. Mánagata 2ja herb. ósamþykkt kjallara- íbúö í þríbýlishúsi. Mjög snotur íbúö. Verö aöeins 230 þús. Skúlagata 3ja herb. kjallaraíbúð í stein- húsi. Laus strax. Verö 320 þús. Frakkastígur 2ja herb. samþykkt íbúð á 2. hæö í járnvöröu timburhúsi. Verö 270 þús. ’Hús og eignir Bankastræti 6 Lúðvik Gizurarson hrl I _J n . HÚSEIGNIN I m Opiö frá 9—4 MÍMISVEGUR 3ja herb. íbúð á jarðhæð. Ca. 75 fm. BALDURSGATA 3ja herb. risíbúö. Sér inngang- ur. Sér hiti. HÖFUM KAUPANDA aö einbýlishúsi í Hverageröi. Skipti á glæsilegri íbúö vió Hæðargarð í Reykjavík koma til greina. HRAUNBÆR 3ja herb. íbúð á 3. hæð. Bein sala. REYNIMELUR Góð 2ja herb. íbúö á 3. hæð, ca. 60—65 fm. Verö 420 þús. ÆSUFELL 4ra—5 herb. íbúö á 6. hæð. Bílskúr fylgir. NYBYGGING VIÐ ÞÓRSGÖTU Höfum til sölu íbúöir í glæsilegu fjórbýlishúsi, sem seljast og afhendast tilbúnar undir tréverk og málningu. Um er að ræöa tvenns konar íbúðir: 80 fm. íbúð; eldhús, baöherb., svefn- herb., borðstofa og stofa. Sér geymsla og bílageymsla á jarð- hæð. Verö 680 þús., þar af eru lánuð 180 þús. Hins vegar 90 fm.: 2 stofur, eldhús, svefnherb., baðherb. og borðstofa. Bílageymsla og sér geymsla á jarðhæð. Verö 770 þús., þar af eru lánuð 220 þús. Sameign veröur fullfrágengin. Teikningar á skrifstofunni. RAÐHÚS Fokhelt raðhús í Seljahverfi. HÖFUN MJÖG FJÁR- STERKAN KAUPANDA aö 3ja til 4ra herb. íbúð í vesturbæ. ÓSKUM EFTIR ÖLLUM STÆRÐUM FASTEIGNA Á SÖLUSKRÁ. Þétur Gunnlaugsson, lögfi Laugavegi 24, símar 28370 og 28040. HUSEIGNIN Lóð fyrir einbýlishús óskast keypt, þarf aö vera á Reykjavíkursvæöinu eöa á fallegum staö í næsta nágrenni þess. Tilboö sendist Mbl. sem fyrst, merkt: „Lóö — 1907“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.