Morgunblaðið - 22.08.1981, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.08.1981, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1981 37 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL 10—11 FRÁ MÁNUDEGI Allt vín er manninum stórhættulegt, en bjórinn er vágestur sem við verðum að halda í hæíilegri fjarlægð, segir bréfritari. Fólk sem fer í heimsóknir á spítalana missir alveg af sögunni. Einnig hafa sjúklingarnir oft gaman af þeim. Um bjórinn og léttu vín- in — svar til Jónasar Bindindismaður hringdi og gerði eftirfarandi athugasemd við pistil um bjórinn er birtist í Velvakanda í gær: „Alveg er ég hissa á Jónasi þessum, sem heldur því fram að ef bjór sé seldur hömlulaust hér á landi myndu drykkjusiðir þjóðarinn- ar batna. Hvernig stendur á að menn eru að hlaupa með svona lagað í blöð án þess að hafa kynnt sér málin minnstu vit- und. Veit Jónas ekki hversu miklu böli og áþján bjórinn hefur valdið í nágrannalöndum okkar, og þar er hann víða þjóðfélagsvandamál út af fyrir sig. Á sviði áfengismála eigum við íslendingar við ærinn vanda að stríða, því drykkjuskapur er hér mikill — en við erum sem betur fer lausir við þá tegund sídrykkjuskapar sem bjórþamb- ið er. Ekki er ég alfarið á móti því sem Jónas heldur fram um léttu vínin. Ef til vill gæti það orðið til bóta eins og hann heldur fram, að reyna að beina fólki fremur inn á neyslu þeirra en sterku vínanna — þau eru það skárra af tvennu illu, þó auðvit- að sé það ekki nema stigs munur. Hvoru tveggja er mann- inum stórhættulegt eins og dæmin sanna, því þeir sem ánetjast alkóhóli á annað borð gera það jafnt hvort sem það er í léttu víni eða sterku. En allt um það. Bjórinn er sá vágestur sem við verðum að bera gæfu til að halda í hæfilegri fjarlægð — og ég vona svo sannarlega að við Islendingar berum gæfu til þess.“ Vondur tími fyrir mið- degissögu Kona í Árbænum hringdi og bað Velvakanda fyrir eftirfar- andi athugasemdir: „Fólk er afskaplega óánægt með tímsetn- ingu miðdegissögunnar í útvarp- inu,“ sagði hún. „Ég skil ekki hvers vegna var verið að færa hana til því þessi tími, frá kl. 14.30 til 15 hentaði svo mörgum. T.d. fólki á sjúkrahúsum sem er að fá heimsóknir milli 3 og 4, það missir af sögunni, en margir sjúklingar hafa einmitt gaman af að fylgjast með framhalds- sögum. Þá vildi ég vekja athygli á hve þetta er dásamleg saga sem hann er að lesa, hann Einar Bragi, „Á ódáinsakri" — þýðing- in er svo góð og varfærnisleg, og alveg einstök. Ég vil hins vegar lýsa andúð minni á Praxis, sem er nú mikið búið að skrifa um.“ Sextugur: Sr. Andres Ólafs- son Hólmavík í dag er séra Andres Ólafsson á Hólmavík sextugur. Hann er Vest- firðingur, fæddur á ísafirði 22. ágúst 1921. Foreldrar hans voru hjónin Ólafur Jón, trésmíðameist- ari á ísafirði, Gestsson, sjómanns í Haukadal í Dýrafirði, Jónssonar og Guðrún Guðnadóttir, bónda í Vatnsfjarðarseli í Reykjafjarðar- hreppi, Jónssonar. Séra Andres hefi ég þekkt frá því að við vorum báðir að alast upp á okkar kæru æskustöðvum vestur á ísafirði. Örskammt var milli heimila okkar við norður- fjöruna hjá Fjarðarstræti, þaðan sem róið var til fiskjar út á Djúp. Foreldra séra Andresar minnist ég með hlýhug, sömuleiðis Gunn- ars, húsameistara, bróður hans, sem dó um aldur fram. Verkin bera Gunnari fagurt vitni, t.d. Borgarspítalinn og Hólmavíkur- kirkja, sem hann teiknaði. Hólma- víkurkirkja er sérstaklega fagurt guðshús. Ólafur trésmiður og frú Guðrún áttu kærleiksríkt heimili, og þar var grundvöllurinn lagður. „Kenn þeim unga þann veg...“ segir heilög ritning. Til kirkjunnar lá leiðin. Þaðan komu þau áhrif, sem síðar mótuðu lífsferil og köllun séra Andresar. Séra Andres gekk í Menntaskól- ann á Akureyri og varð stúdent 1942. Embættisprófi í guðfræði lauk hann við Háskóla Islands vorið 1947. Hann vígðist til Stað- arprestakalls í Steingrímsfirði 11. júlí 1948 og hefur alla tíð síðan verið prestur á Hólmavík. Hann var skipaður prófastur í Stranda- prófastsdæmi 15. ágúst 1951 og gegndi því embætti, þar til próf- astsdæmið var lagt niður með lögum og sameinað Húnavatns- prófastsdæmi 1. júlí 1971. Séra Andres hefur með höndum auka- þjónustu í Árnesprestakalli, þar sem enginn prestur er þar til þjónustunnar. Þangað norður er oft erfitt að fara, ekki síst á veturna þegar snjóa tekur. Þann 14. okt. 1949 kvæntist séra Andres Arndísi Stefáníu Bene- diktsdóttur, hinni ágætustu konu, dóttur Benedikts bónda Finnsson- ar. Synir þeirra eru Hlynur, tann- læknir í Reykjavík, kvæntur Björgu Sigurðardóttur, og Bene- dikt, sem er viðskiptafræðingur í Reykjavík. Séra Andres Ólafsson er virtur og vinsæll kennimaður. Hann er farsæll maður í lífi og starfi og hefur þjónað prestakalli sínu öll þessi ár af dugnaði og mikilli samviskusemi. Páll postuli segir á einum stað í bréfum sínum til vinar: „Stunda þetta, ver allur í þessu.“ Þetta er í sem stystu máli hægt að segja um starfsferil séra Andresar. Hann er sívakandi í starfi og leggur sig allan fram til að vinna verk sín sem best. Mikil er snyrtimennska séra Andresar, eins og öllum má ljóst vera, sem kynnast honum. Sjálfur er hann háttvís og ljúfmannlegur í allri framgöngu sinni. Allt er það svo snyrtilegt, sem að honum snýr og hann fer höndum um. Ætíð er hann hress og glaður, þegar mað- ur hittir hann. Skemmst er að minnast samverustundanna hátíð- isdaginn 28. júní á Akureyri, þegar þau hjónin komu með kór- félögum frá Hólmavík til að taka þátt í sönghátíðinni, og þegar minnisvarði fyrstu kristniboðanna var afhjúpaður við Gullstein 19. júlí. í vinahópi er séra Andres hrókur alls fagnaðar. Þó er hann vissulega alvörumaður sem leitar á djúpmiðin um það sem manninn varðar mest, líf og sáluhjálp. „Djúpt í Guðs og mannsins mynd,“ — segir Jónas Hallgrímsson að eilífi neistinn liggi. Það er verk sálusorgarans að komast þangað fyrir vandamálin Og glæða þar eilífa neistann. Séra Andres og frú Arndís eiga fagurt heimili. Þau eru samtaka í umhyggju sinni og góðvild til sóknarbarna sinna, og taka vel á móti hverjum, sem að garði ber. Til þeirra hugsa nú margir með þakklæti og góðum óskum um leið og séra Andresi er óskað til hamingju með merkisafmælið. Við hjónin þökkum gömul og ný kynni og sendum séra Andresi bestu afmæliskveðjur. Séra Andres og frú Arndís eru um þessar mundir á ferðalagi erlendis. Adressa þeirra er: Hotel Rosa, Porto Roz, Jugoslavia. Pétur Sigurgeirsson Steingrimur Hermannsson: SR borgar oft fullt eins mikið og aðrir í gjöld „ÉG SAMÞYKKTI þetta eftir að stjórn Sildarverksmiðja rikisins hafði fjallað um málið, og óskað eftir þessari samþykkt samhljóða,“ sagði Steingrímur Hermannsson sjávarútvegsráðherra í samtali við Morgunhlaðið. er undir hann voru bornar fréttir um að SR greiði uppbót á hráefni síðasta árs og noti sér þannig aðstöðumun, sem ríkisfyrirtækið hefur framyfir einkafyrirtæki. „Ég er sammála því sem Þor- steinn Gíslason sagði í Morgunblað- inu, SR borgar gjöld og oft fullt eins mikið og aðrir og verksmiðjurnar eru upphaflega settar á fót sem nokkurskonar samvinnufyrirtæki ríkis, útgerðar og sjómanna. Mér finnst ákaflega eðlilegt, að einhver hluti hagnaðar renni tii þeirra sem þar landa,“ sagði Steingrímur. Spurningu um skattfríðindi SR svaraði Steingrímur þannig, að um öðruvísi skattgreiðslu væri að ræða, annar háttur væri hafður á, „en það er alls ekki rétt að SR greiði endilega lægri opinber gjöld en aðrir, þannig, að það er ekki hægt að kalla það skattfríðindi. Ég veit heldur ekki betur en ýmsir kaupend- ur loðnu hafi yfirborgað loðnuna verulega síðastliðinn vetur. Jafnvel ýmsar verksmiðjur, sem ekki töldu sig hafa efni á að greiða slíkt og kvörtuðu mjög undan því að þeir fengju ekki loðnu af þeim sökum," sagði Steingrímur Hermannsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.