Morgunblaðið - 22.08.1981, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.08.1981, Blaðsíða 40
4 krónur 4 krónur eintakið jilpirjproPiliPiiP eintakið LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1981 Rís stærsta lax- eldisstöð Evrópu í Vogunum? Eignarhluti ís- lensku aðilanna 53% en þeirra erlendu 47% ÁKVEÐIÐ hefur verið að setja á stofn risavaxna laxeldisstöð í Vogunum. Er talið að stöðin verði sú stærsta sinnar teg- undar í Evrópu. Fjárfestingar- félag íslands og erlent fyrir- tæki standa að stöðinni, að því er fram kemur í nýútkomnu töluhlaði Suðurnesjapóstsins. Þar segir ennfremur að gert sé ráð fyrir að íslensku aðilarn- ir muni eiga 53% í fyrirtækinu en þeir erlendu 47%. Ekki er vitað hverjir erlendu aðilarnir eru. Þeir sem standa að laxeldis- stöðinni telja Vogana heppi- legasta staðinn og hafa sótt um land undir væntanlega starf- semi í grennd við Stapann. Þar er ætlunin að byggja gífurlegan laxastiga, lón og tjarnir ásamt öllum nauðsynlegum mann- virkjum. Talið er að Vogarnir hafi orðið fyrir valinu þar eð hægt er að nota heita vatnið frá Hitaveitu Suðurnesja auk þess sem ennþá er miklu landrými óráðstafað þar. Suðurnesin eru talin heppileg að því leyti að þar fellur til mikið af úrgangi, sem er gott til laxafóðurs. Segir í Suðurnesjapóstinum, að stöðin verði hafbeitarstöð, sem þýðir að seiðin verða alin upp þangað til þau ná ákveð- inni stærð, en þá ganga þau í sjó fram. Þegar laxinn verður kynþroska gengur hann aftur á uppeldisstöðvar sínar. Ef næst að endurheimta 7% af sleppt- um seiðum er allur kostnaður greiddur. Algengt mun vera að endurheimta 10%, ef svo er, þá er afkoma laxastöðvarinnar talin góð. Talið er að endurheimtan í Vogunum ætti að geta orðið með bezta móti, eins og segir í Suðurnesjapóstinum. Vogarnir liggja utarlega við Faxaflóann, flóinn er breiður og netaveiðum þar að mestu lokið, þegar lax- inn gengur upp að landinu. Mál þetta hefur verið lagt fyrir hreppsnefnd Vatnsleysu- strandarhrepps, en hún hefur ekki enn tekið ákvörðun. í gærkvöldi var fundur með land- eigendum, og var vonast til að samningar næðust við þá um þetta mál. Engar vaxtalækkan- ir um mánaðamótin - segir Jóhannes Nordal Seðla- bankastjóri og segir verðbólgu- þróunina ekki gefa tilefni til slíks Er viðskiptaráðherra var spurð- ur um hugsanlega vaxtalækkun, sagði hann: „Það hafa engar ákvarðanir verið teknar um það.“ „Verðtryggðu lánin dýrasta lánsformið.“ Sjá miðopnu. EKKI mun koma til vaxtabreyt- inga nú um mánaðamótin, að þvi er Jóhannes Nordal Seðlabanka- stjóri sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær, er hann var spurður hvort Seðlabankinn undirhvggi nú vaxtabreytingar um næstu mánaðamót. Jóhannes Nordal sagði, að með tilliti til þróunar verðb<')lgu að undanförnu teldi Seðlabankinn ekki aðstæður til lækkunar vaxta. ekki að sinni að minnsta kosti. Er hann var spurður hvort útlit væri fyrir vaxtala'kkun siðar. til dæmis um mánaðamótin október-nóvem- ber. sagði hann ekki hægt að segja til um það nú. það væri ekki hægt að gera fyrr en séð yrði hver verðbólguþróunin yrði. I Morgunblaðinu í gær var á hinn bóginn haft eftir Steingrími Hermannssyni, sjávarútvegsráð- herra og formanni Framsóknar- flokksins, að hann útilokaði ekki vaxtalækkun um mánaðamótin. „Ég hef alltaf verið þeirrar skoð- jnar, að vextir eigi að lækka með hjaðnandi verðbólgu," sagði Steingrímur, „en ég hef ekki séð .illögur um það. Ríkisstjórnin er á jessari almennu skoðun, að vextir aigi að lækka a.m.k. í takt við lækkandi verðbólgu, og jafnvel komi til greina ef útlitið er sæmilegt, að þeir ryðji að ein- hverju leyti brautina." Ljúsm. Mhl.: GunnlauKur RúKnvaldssun. AlþjóðaraUið: Aðeins 5 af 12 bílum komust á leiðarenda ÓIIÖPP settu svip á fyrsta keppnisdag Alþjóða Ljómarallsins i gær. 12 bilar hófu keppnina i ga'rmorgun. en aðeins 5 komu i mark i gærkvöldi. Samkvæmt síðustu tölum hafa bræðurnir ómar og Jón Ragnarssynir örugga forystu, næstir koma Hafsteinn Hauksson og Kári Gunnarsson, bræð- urnir Gunnlaugur og Ragnar Bjarnasynir voru í þriðja sæti, Norðmennirnir Haugland og Bohlin voru fjórðu og í fimmta sæti voru bræðurnir Birgir og Hreinn Vagnssynir. Gunnlaugur og Ragnar höfðu um tíma náð forystu af þeim Omari og Jóni, en glötuðu henni vegna bilunar á einni sérleiðinni. A myndinni má sjá ítalann Garvelli við bíl sinn, en hann varð fyrstur úr leik í gærmorgun, er hann velti bílnum á ferjuleið á Laugarvatni. Sjá nánar um keppnina á miðopnu. Kauptaxtar launþega: Kaupmáttur í júlí hinn lægsti í 5 ár KAUPMÁTTUR kauptaxta laun- þega i júlímánuði sl. var hinn lægsti i a.m.k. síðustu 5 ár skv. nýjum útreikningum, sem gerðir hafa verið á vegum Kjararann- sóknanefndar og Morgunblaðið hefur aflað sér uppJýsinga um. Kaupmáttur kauptaxta launþega var í júlí 104.3 stig og hefur ekki verið lægri en nú. þótt leitað sé aftur til ársins 1977 til saman- hurðar. Kaupmáttur kauptaxta laun- þega hefur lækkað frá því í júlí í fyrra en þá var hann 105,6 stig. Þennan sumarmánuð árið 1979 var kaupmátturinn 113,2 stig, árið 1978 var hann 113,3 stig og í júlí 1977 var hann 117 stig. Kaupmátt- ur kauptaxta launþega er því 12,7 stigum lægri nú en á miðju sumri 1977. Hér er miðað við „alla“ laun- þega, eins og Kjararannsókna- nefnd skilgreinir þá. Sama sagan er hjá flestum einstökum starfs- hópum. Kaupmáttur kauptaxta opinberra starfsmanna hefur lækkað stöðugt og var í júlí sl. 18,1 stigi lægri en í júlí 1977. Kaup- máttur landverkafólks innan ASÍ er 10,4 stigum lægri en 1977. Einungis tveir starfshópar hafa bætt kaupmátt sinn örlítið frá því í fyrra. Kaupmáttur kauptaxta iðnaðarmanna er 2,5 stigum hærri en í júlí í fyrra og verkamanna 1,6 stigum hærri en í fyrra. Hins vegar er kaupmáttur verkakvenna 0,1 stigi lægri en í fyrra. Kaup- máttur þessara starfshópa er hins vegar mun lægri nú en 1979, 1978 og 1977. Ef miðað er við kaupmátt tíma- kaups verkamanna er kaupmátt- urinn 1,3 stigum hærri á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en hins vegar 2,7 stigum lægri en á fyrsta ársfjórðungi 1979. Þess ber að geta, að 1979 jukust áhrif bónus- vinnu á greitt tímakaup verulega, en það þýðir að um er að ræða aukið vinnuálag og aukið persónu- legt framlag verkamannsins, þannig að þróun kaupmáttar tímakaups gefur tæpast rétta mynd af þróun kaupmáttarins á undanförnum árum. Afleiðing stefnu Reagans: 20% lægri verðbólga hér STEINGRÍMUR Hermannsson formaður Framsóknarflokks- ins sagði í viðtali, sem birtist í Morgunblaðinu í gær: „Gengið hefur nú breyst lítið og á það verulegan þátt í hjöðnun verð- bólgunnar og staðreyndin er sú að 1% gengisbreyting veldur u.þ.b. 1% verðbólgu á ári.“ Eins og menn muna, varð talsvert „gengissig í einu stökki“ síðustu dagana í desember sl., áður en ríkisstjórnin ákvað að „setja gengið fast“, síðan lækk- aði gengið um 4% 1. juní sl. Þá hefur það gerst í gengismálum á þessu ári, að vegna efnahags- stefnu Ronald Reagans Banda- 1% gengissig þýðir 1% hækkun verð- bólgu segir Steingrímur Hermannsson ríkjaforseta, hefur verð á ís- lenskum útflutningsafurðum, sem seldar eru fyrir dollara, hækkað í krónum um 20%. Er hér um meginhluta allra sjávar- afurða landsmanna að ræða. Þá hækkaði fiskverð í Bandaríkjun- um um 10% í vor og á árinu hefur saltfiskverð hækkað um 20%. Miðað við stöðu fiskvinnslunn- ar er Ijóst, að 20% hækkun á dollar hefur dregið mjög úr þörfinni fyrir gengisfellingu. Má með hliðsjón af orðum Stein- gríms Hermannssonar leiða að því rök, að verðbólga hér á landi væri allt að 20% hærri nú en raun ber vitni, ef þjóðarbúið hefði ekki notið góðs af efna- hagsráðstöfunum Ronald Reag- ans og stefnu hans í efnahags- málum. í grein, sem Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson forstjóri Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna ritaði í Morgunblaðið 13. ágúst sl., segir, að útflutningsatvinnuveg- irnir geti ekki tekið á sig hækk- un kaupgjaldsvísitölunnar um næstu mánaðamót nema hún verði bætt með gengissigi. Jafn- framt ber að hafa í huga, að 1. október nk. á nýtt fiskverð að taka gildi. Nýjustu tölur um hag iðnfyr- irtækja benda til þess að þau séu rekin með 8—9% tapi og stjórn- völd hafa ekki orðið við óskum iðnrekenda um lækkun á gengi krónunnar til að bæta stöðu þeirra á Evrópumörkuðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.