Morgunblaðið - 22.08.1981, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.08.1981, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1981 21 IINN væri sleginn út í þeirra eigin forvali. Það er tími til kominn, að minna á það sem vel hefur verið gert, þó ekki væri annað en sigursamningana í Osló 1. júlí 1976. (Eða bað Geir Hallgrímsson um sjónvarpsviðtal á 5 ára afmæli þessara samninga 1. júní sl.?) Það er tími til kominn, að minna á, að verk sem þessi eru meira virði en fjölmiðlaglamur, sýndarmennska og sjálfumgleði. Það er tími til kominn, að minna á orð skáldsins, að „kyrrlát önn skal klungrin erja“. Það er tími til kominn, að minna á, að það er ekki aðeins vaxandi hópur okkar sjálfstæð- ismanna sem telur endurkjör Geirs Hallgrímssonar flokksnauð- syn, heldur og vaxandi hópur ýmissa annarra, sem telur endur- kjör Geirs Hallgrímssonar í Sjálf- stæðisflokknum þjóðarnauðsyn. Það er tími til kominn, að við áttum okkur á, að nú skiptast menn á Islandi ekki bara eftir hinum gömlu flokkslínum, heldur og ekki síður í tvennt: Annars vegar þá sem fremur vilja sýnast en vera og svífast fás í því efni, svo og stuðningsmenn þeirra, og hins vegar þá sem heldur vilja vera en sýnast og þá sem það kunna að meta. Það er tími til kominn, að yfiriætisleysi, hófsemi og heilindi séu metin að verðleikum og þeir menn valdir til æðstu trúnaðar- starfa, sem hægt er að treysta, bæði í hópi skoðanabræðra og meðal andstæðinga. Gísli Jónsson Það er tími til kominn, að hrinda áralöngum rógi sem hefur umlukt okkur eins og linnulaus þokusúld, því að aftur rennur lygi, þá sönnu mætir. Það er tími til kominn, að skiptast á skoðunum hreint og opinskátt og láta til skarar skríða. Mál er að rógi og bakmælgi linni. Rekum fjölmæli af foringja okkar. Það er tími til kominn, að vinir og stuðningsmenn Geirs Hall- grímssonar um land allt myndi með sér samtök til þess að stuðla að endurkjöri hans. Það er flokks- nauðsyn og þjóðarnauðsyn á svikaöld, þegar traust í mann- legum samskiptum fer þverrandi og samkomulag eða sætt heldur ekki stundinni lengur. Það er tími til kominn, að hefja baráttuna og halda henni til streitu. 15.8. 1981. Verðtryggðu lánin dýrasta lansformið UNDANFARIÐ ár hafa verð- tryggð lán verið óhagkvæmasta lánsformið fyrir viðskiptavini banka, nema ef vera skyldi lán, sem verið hafa á dráttarvöxtum. Vextir og verðbætur af verð- tryggðu íáni frá 1. september 1980 til jafnlengdar í ár svara til ársvaxta, sem eru 53,2%. Víxil- lán, sem endurnýjuð eru á 2ja mánaða fresti, hefðu borið vexti, sem svara til 40,8% og skulda- bréfalán (áður vaxtaaukalán) bæri vexti, sem væru 47,9%. Hafa þá allar vaxtatölur verið um- reiknaðar í eftirágreidda árs- vexti og eru því fullkomlega sambærilegar. Verðtryggt lán ber 2,5% nafn- vexti og á þessum tíma, sem áður er nefndur, hefur lánskjaravísital- an hækkað um 49,4%. Vextir og verðbætur, sem greiddar eru af þessu láni eru því 53,2%, en þetta er dýrara lánsform en nokkurt annað, sem þekkist í bankakerf- inu. Víxlar eru ekki keyptir af bönkum í dag nema í hæsta lagi til þriggja mánaða. Geri maður hins vegar ráð fyrir, að tekið sé víxillán og það síðan endurnýjað á 2ja mánaða fresti, sem er ekki óal- gengt, svara forvextirnir til 38,9% ársvaxta og hafa þá margfeldis- áhrif verið tekin með í reikning- inn. Er þá ekki tekið tillit til gjaldskrár banka, lántökugjalds eða stimpilgjalds, heldur er hér aðeins um samanburð á vöxtunum sjálfum að ræða. Vaxtaaukalánin, sem nú heita skuldabréfalán, bera nú 44% vexti og er þá gert ráð fyrir að greitt sé af þeim tvisvar á ári, sem er algengt. Þessi síðastnefndi samanburður er ekki fullkomlega raunhæfur, þar sem nafnvextir eru ekki sam- bærilegir. Víxlar eru með forvöxt- um, en hin lánsformin tvö eru með eftirágreiddum vöxtum. Þá fara ársvextirnir og eftir því, hversu oft vextir eru greiddir. Þegar hins vegar reiknað er með mismun þessara vaxtagreiðslna, kemur út sá samanburður, sem getið er í upphafi þessarar fréttar. En hvernig verða lánskjör mið- að við þessi þrjú lánsform næstu 12 mánuði? Því er erfitt að svara, þar sem verðbólgan þennan tíma er óráðin gáta. Minnki verðbólgu- hraðinn, má gera ráð fyrir, að LOÐNUVEIÐIN hefur ver- ið mjög treg að undan- förnu og síðan um helgi hefur aðeins eitt skip til- kynnt um afla, Örn, sem var með 530 lestir. Yfirnefnd verðlagsráðs sjávarútvegsins fundaði í gær um loðnuverð, en ekki náðist samkomulag og Seðlabankinn lækki vexti, aukist hann hins vegar, hækka vextirnir. Ef gengið er út frá óbreyttum vöxtum bera víxlar 38,9% árs- vexti, miðað við að endurnýjun fari fram á 2ja mánaða fresti, og skuldabréfalánin bera þá 44% vexti miðað við tvær greiðslur á ári. Verði verðbólgan hins vegar 30% verða vextir og verðtrygging verðtryggðra lána 33,3%, í 40% verðbólgu 43,5%, í 50% verðbólgu 53,8%. Svo að vextir og verðtrygg- ing verðtryggðra lána verði ná- kvæmlega hin sama og vextir skuldabréfalánanna, sem áður hétu vaxtaaukalán, verður verð- bólgan á næstu 12 mánuðum að vera 40,8%. verður næsti fundur yfir: nefndarinnar á mánudag. í gær landaði að minnsta kosti eitt danskt loðnuskip, ísafold, afla í Færeyjum og þar er viðmiðunarverð á loðnu rétt rúmir 66 aurar (69 aurar danskir), en verð- ið hækkar eða lækkar eftir fitumagni og þurrefnisinni- haldi loðnunnar. Loðnuveiðin mjög treg <(ei, „Tjökkum bilinn upp, andsk. alltaf þarf eitthvað svona að gerast á sérleið.“ „Tjakkaðu hraðar, þetta er örugglega öxullinn.“ „Þetta gengur vel, hentu draslinu i skottið.“ It ómars og Jóns Ragnarssonar sýnist :n hann skilar sinu. refsistig, það voru þeir ómar og Jón, Hafsteinn og Kári og Haug- land ásamt félaga sínum, Bohlin. Sérleiðin sem næst kom var yfir Kjöl, sem skiptist í tvær leiðir. Á þeirri fyrri náðu Gunnlaugur og Ragnar á Escortinum besta tím- anum, en Ómar og Jón nældu í annað sætið. Á seinni leiðinni urðu hlutverkaskipti með þessu „bræðra-pari“, Ómar ók eins og hann ætti lífið að leysa og fékk 34 sekúndum betri tíma en Gunn- laugur og Ragnar, sem áetluðu greinilega að ná ómari þrátt fyrir óhappið í upphafi. Þegar hér var komið voru Hafsteinn Hauksson og Kári Gunnarsson í öðru sæti yfir heildina. Á Kili duttu nokkrir kappar út, Eggert Sveinbjörnsson 1. 2. 3. 4. 5. og Tryggvi Aðalsteinsson á Mazda RX 7, lentu utan vegar á nokkrum hraða og brutu spyrnu. í Skoda 130 RS Jóhanns Hlöðverssonar og Jakobs Ólafssonar brotnaði gír- kassi og fór hann „alveg í mauk“, þar með lauk þeirra þátttöku. Stýrisendi í BMW Þorsteins Ingasonar og Sighvats Sigurjónss- onar gaf sig. Að lokum datt SAAB þeirra Guðna Arnarsonar og Ævars Halldórssonar út, er stýrisvél losnaði og gerði akstur of hættu- legan að mati þeirra. Á Þverárfjalli voru tvær sér- leiðir, þar söxuðu Gunnlaugur og Ragnar á forskot Ómars og Jóns, með því að ná besta tíma á annarri en mjög svipuðum á hinni leiðinni. Má því segja að horfur séu á harðnandi keppni um fyrsta sætið, þó svo að tímamismunur sé ennþá nokkur á bílum í fyrstu fjórum til fimm sætunum. Staðan sem Mbl. fékk síðast í hendur er hér að neðan. 24,54 refsimín. 30,18 refsimín. 38,59 refsimín. 44,44 refsimín. 112,27 refsimín. Tölur hér að ofan eru ekki alveg öruggar, sérlega ekki hjá öku- mönnunum sem neðstir teljast. Upplýsingar hafa verið fengnar gegnum Gufunes-radíó og gætu hafa skolast til vegna margra milliliða. Ómar Ragnarsson / Jón Ragnarsson, Renault 5 Hafsteinn Hauksson / Kári Gunnarss., Escort 2000 Gunnlaugur Bjarnas. / Ragnar Bj., Escort 2000 John Haugland / Jan Bohlin, Skoda 130 RS Birgir Vagnsson / Hreinn Vagnss., Cortina Opel Kadettinn fékk slæma útreið i veltunni, grind og yfirbygging skekktust. gluggar brotnuðu allir utan einn, en ökumennirnir Carvelli og Giraudo sluppu ómeiddir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.