Morgunblaðið - 22.08.1981, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.08.1981, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1981 Flótti Tolstojs í fang dauðans. Arið 1883 kom ný og annarleg persóna í líf Tolstojfjölskyldunnar — Vladimir Chertkov. Næstu ár háðu hann og Sonja grimmilega og heiftuga baráttu um allt sem viðkom rit- höfundinum, skrif hans, dagbæk- ur, ást hans og aðdáun — og síðast en ekki hvað sízt erfðaskrá hans. Svo ótrúleg illska var í samskipt- um þeirra, svo ótrúlegum tökum náði Chertkov á Tolstoj, að það verður að teljast með óiíkindum. Sonja tók nærri sér að finna hvílíkt vald þessi maður náði á Tolstoj, og hún greip til þess að loka sig inni í herbergi sínu og neita að borða. Tolstoj, sem hafði ekki sýnt konu sinni teljandi umhyggju í langa hríð, virðist hafa brugðið nokkuð og skrifaði henni bréf og sagði: - „1. Eg mun ekki láta dagbækur mínar í neinna hendur, heldur hafa þær hjá mér og mér einum. 2. Eg mun taka dagbækur þær sem Chertkov hefur undir höndum til baka og koma þeim fyrir í bankageymslu. 3. Ef þú hefur áhyggjur af því að eitthvað það sé ritað í þessar bækur sem síðari tíma ævisagna- ritarar kynnu að nota gegn þér, þarftu ekki að hafa áhyggjur af því. Þótt fyrir komi að misskiln- ingur hafi orðið og hann hafi birzt í skrifum mínum í dagbókunum segir það ekki nema brot af sannleikanum um samband okkar. Afstaða mín til þín og álit mitt á þér er sem hér segir: Eg elskaði þig ungur maður, og elska þig enn, þrátt fyrir að ýmsar ástæður hafi komið upp sem hafi haft neikvæð áhrif á samband okkar. Ástæðan fyrir því að sam- band okkar hefur kólnað var í fyrsta lagi að ég dró mig lengra og lengra út úr hinu raunverulega lífi og var ekki nema að nokkru marki þátttakandi í því, og þú hefur af margvíslegum ástæðum, sem mér eru skiljanlegar, þó að ég sætti mig ekki við þær, ekki getað afborið þetta. Önnur ástæða þessa er að í gegnum tíðina hefur þú orðið æ argari í lund, einráðari og skortur á sjálfsstjórn hjá þér hefur verið áberandi. Eg geri mér þetta ljóst og það er ástæðan fyrir að ég tjái ekki tilfinningar mínar til þín lengur, en alls ekki að þær séu ekki fyrir hendi. Þriðja ástæðan, og sú vegur hið mesta, er hrapal- leg — og hvorugu okkar um að kenna — að við höfum svo gerólík lífsviðhorf og lífsskilningur okkar fer hvergi saman, hvorki varðandi tengsl við fólk né hvernig lífinu skuli lifað — að ég nú ekki tali um ólík viðhorf til eigna, sem ég lít á að séu af hinu illa, en þú lítur á sem nauðsynlegt skilyrði til að hægt sé að lifa. Ég hef sætt mig við lífsmáta sem er mér erfiður til að þurfa ekki að skiljast við þig, en samtímis þessu hefur þú tekið þetta sem tilslökun við sjónarmið þín og misskilningurinn milli okkar hefur orðið æ djúpstæðari. Kjarni málsins er, að þrátt fyrir allan þennan ágreining hef ég alltaf elskað þig og virt...“ Draumfarir Sonju hinar erfiðustu Þann 23. september 1910 héldu Tolstojhjónin upp á 48 ára gift- ingarafmæli sitt. Tolstoj féllst á beiðni Sonju, að tekin væri af þeim mynd saman. Dóttir þeirra Sasha, sem segja má að hafi verið sjúklega hrifin af föður sínum, var bæði afbrýðisöm og reið. Hún kærði sig ekki um að heimurinn sæi mynd af móður hennar (sem var klædd í hvítan silkikjól eins og gyðja) hvar hún stæði við hlið föður hennar og héldi um hönd hans „eins og hún ætti eitthvað með það“. Nýliðinn atburður hafði orðið til að illvilji hennar í garð móðurinn- ar varð enn heiftugri. I einhverju fáti eða hugsunarleysi hafði Sonja tekið tvær myndir úr vinnustofu Tolstojs — önnur af Chertkov — og hin af Söshu með föður sínum — og hafði sett myndir af sjálfri sér og föður Tolstojs í staðinn. Grunur Sonju um að Tolstoj hefði gert nýja erfðaskrá fór vaxandi um þessar mundir og sömuleiðis jókst hatur hennar og afbrýði í garð Chertkovs. Hún varð sannfærð um að eiginmaður hennar stæði í hæsta máta ósið- legu sambandi við lærisveiri sinn og hún skrifaði eiginmanni sínum ofstopafullt og öfgakennt bréf, þar sem hún vitnaði til orða í gömlum dagbókum, þar sem hann hafði verið að velta fyrir sér tilfinning- um í garð karlmanna. Ef Tolstoj vék sér frá var hún stöðugt sannfærð um að hann væri að fara til „ástarfunda" við Chertkov. Draumfarir hennar voru erfiðar, martröð nótt eftir nótt og eina nóttina stökk hún fram úr rúminu og þóttist hafa heyrt hvísl og stunur í Chertkov og Tolstoj í hennar eigin herbergi. Tolstoj var mjög órótt þegar hún sagði honum drauma sína, en hann hryllti við þeirri kröfu henn- ar að þau tækju aftur upp líkam- leg mök, sem þau höfðu ekki haft árum saman. Þessi krafa Sonju varð til þess að hann fór fyrir alvöru að undirbúa flótta sinn frá Yasnaya Polyana. Hann gerði Söshu að trúnaðarvini sínum og bað hana að skýra Chertkov frá áformum sínum. Aðfaranótt 27. október var <0 | s, íðasta myndin af þeim saman, Lev ok Sonju, tekin á 48. brúðkaupsdegi þeirra Sonja ákaflega eirðarlaus. Hún svaf laust, vaknaði hvað eftir annað og sá fyrir sér eiginmann sinn og Chertkov í hinum fjöl- breytilegustu ástarleikjum. Henni fannst hún heyra hlátur Chert- kovs og fór fram í ganginn. Allt var kyrrt í húsinu, allir voru í svefni. Það var hálf kalt í gangin- um og þegar hún heyrði ekkert hljóð úr herbergi Tolstojs gerði hún sér grein fyrir því að hún hafði enn á ný haft óbærilega martröð. Leitað að nýrri erfðaskrá Hvar hún stóð þarna í náttklæð- um sínum og með grátt hárið laust um axlir sér datt henni allt í einu í hug, að einhvers staðar í húsinu hefði verið samin ný erfðaskrá þessa nótt. Hún skundaði inn í vinnuherbergi Tolstojs. Hann svaf í næsta herbergi og vaknaði við umganginn. „Ég heyrði dyrnar opnast og fótatak," skrifaði hann í dagbók sína daginn eftir. „Ég sá ljós í vinnuherberginu og heyrði einhvern ganga þar um. Það var Sonja Andreyevna að leita, kannski að lesa ... Aftur fótatak og síðan var dyrunum lokað gæti- lega og hún fór út... Ég reyndi að sofna aftur, en gat það ekki. Ég lá og bylti mér í klukkustund eða svo... kveikti á kerti og settist upp í rúminu. Dyrnar á svefnher- bergi mínu voru opnaðar. Sonja Andreyevna kom inn og spurði: „Hvernig líður þér.“ .. Ándúð mín .. viðbjóður minn færðist í aukana. Ég hóstaði. Tók æðaslög- in. 97. Ég gat ekki legið þarna lengi og skyndilega tók ég loka- ákvörðunina ... að fara.“ Sonja fór út og inn til sín og yfirkomin af þreytu féll hún í djúpan svefn. Hún heyrði ekki meira fótatak né hljóð í húsinu þessa nótt og Tolstoj fór fram úr og skrifaði henni bréf, þar sem hann sagði meðal annars: „Brottför mín mun valda þér harmi. Mér þykir það leitt, en gerðu það fyrir mig að reyna að skilja og trúa að ég gat ekki brugðist við á annan veg. Staða mín hér í húsinu er orðin óþolandi. Auk þess get ég ekki þolað þetta lúxuslíf, sem ég hef verið látinn lifa og það sem ég geri er það hið sama og gamlir menn á mínum aldri gera gjarnan: að hverfa á braut til að fá að verja síðustu ævidögunum í friði og einveru. Ég þakka þér fyrir þau fjörutíu og átta ár sem þú hefur deilt með mér og ég bið þig að fyrirgefa mér það sem ég hef gert á hluta þinn, og af öllu hjarta fyrirgef ég þér það sem þú hefur mótgert mér.“ Hann tók síðan kertið sér í hönd, fór í náttslopp og fór að vekja lækni sinn, dr. Makovitsky. „Ég hef ákveðið að fara í burtu," sagði hann. „Þú verður að koma með mér. Ég ætla að fara upp og bið þig koma líka, en reyndu að forðast að vekja Sonju Andrey- evna. Við tökum ekki nema það allra nauðsynlegasta með okkur. Sasha mun koma á eftir að nokkrum dögum liðnum og getur þá fært okkur það sem kynni að vanta." Tolstoj klæddi sig síðan, vakti Söshu og þau settu niður í litla tösku. Eina áformið sem Tolstoj hafði var að fara til Marya Nikolaevna-klaustursins í Kal- uga-héraði. Makovitsky gerði ekki tilraun til að telja honum hug- hvarf, og það þótt í hlut ætti veikburða 82 ára gamall maður sem nokkrum sinnum hafði fengið aðkenningu að slagi og því gat ekki beinlínis verið að því heilsu- bót að hann færi nú út í kaldan rakann októbermorguninn. Sólin var að koma upp þegar Sasha og Varya horfðu á Tolstoj og Makovitsky leggja upp frá járnbrautarstöðinni og þá tók við klukkutíma ferð í óupphituðum járnbrautarklefa. Loks kom lestin Kafli úr bók Anne Edwards um Sonju, konu Leo Tolstojs inn á stöðina og Tolstoj og læknir- inn paufuðust upp í hana og von bráðar hélt hún áfram för sinni. Tolstoj var að yfirgefa Yasnaya Polyana í síðasta sinn. Hann var að fara í suðurátt og sömu leiðina og Anna Stephanova hafði farið og endað líf sitt skömmu síðar. — En á sögu hennar byggði hann Önnu Kareninu. Sonja vaknaði klukkan ellefu og hún fór umsvifalaust til herbergis eiginmanns síns. Þegar hún fann hann ekki þar hraðaði hún sér í bókaherbergið þar sem voru fyrir Sasha, Bulgakov og Varya. — Hvar er pabbi? hrópaði hún og þaut í áttina að Söshu. — Hann er farinn. — Hvað meinarðu ... farinn burt... Hvenær þá? — í gærkvöldi. — Sasha mín! Það getur ekki verið, sagði Sonja og var sýnt að hún trúði ekki eigin eyrum. — Ég segi þér aðeins sannleik- ann. — Segðu mér hvert hann fór? sagði Sonja biðjandi. — Ég veit það ekki, sagði Sasha og hörfaði frá móður sinni. — Hann sagði mér ekkert, lét mig bara fá þetta bréf til þín. Með trylltum handtökum reif Sonja upp umslagið. Hún las aðeins upphafsorðin: Brottför mín mun valda þér harmi... og síðan hljóðaði hún upp yfir sig — guð minn, guð minn — hvað er hann að gera mér? Hún grýtti frá sér bréfinu og þaut út úr herberginu. Örskammri stund síðar kom Seymon Nikolaevitsj þjótandi inn og hrópaði að greifynjan hefði hlaupið út úr húsinu og stefni niður að tjörninni. — Farið á eftir henni, sagði Sasha skipandi við ritara Bulgakovs og flýtti sér sjálf að klæða sig í stígvéi. Bulgakov hljóp yfir garðinn og á eftir honum komu nokkrir þjónar og loks Sasha. Bulgakov kom auga á Sonju milli trjánna og samtímis því að Bulgakov kom að tjörninni stökk Sonja framhjá honum. Hún kom auga á þá sem eltu hana, hafði engar vöflur á en stökk hljóðandi út í tjörnina. Tjörnin var djúp og um leið og Sonja sökk stukku Sasha og Bulgakov á eftir henni og þeim tókst að ná henni og halda henni á floti og fleiri komu síðan að og tókst að draga þau að landi. Sem hún var studd í áttina að húsinu, grét hún sárlega, en veitti ekki mótspyrnu. Þegar inn kom var hún sett í þurr föt og síðan bjuggust flestir við að hún myndi leggjast niður og hvíla sig. En öllum til ólýsanlegs angurs kom hún von bráðar aftur niður og skipaði Vanya að aka til Yasenkis og spyrja stöðvarstjór- ann hver hefði verið áfangastaður Tolstojs. Skömmu síðar fékk Sasha bréf frá föður sínum, þar sem hann lætur í ljos vanlíðan sína og angur vegna þess sem hann hafði gert, en hann reynir eftir beztu getu að skýra það, og þurfti þó ekki að leggja hart að sér þegar Sasha var annars vegar. Sasha fór til fundar við föður sinn í klaustrinu þann 30. október og eftir að hafa sagt honum að Sonja hefði komizt á snoðir um það, hvar hann væri niðurkominn, hvatti hún hann til að fara með sér í burtu. Tolstoj uxu ferðalög í augum og Sasha hafði á tilfinn- ingunni að „pabbi sjái eftir að hafa farið að heiman". Engu að síður hélt hún áfram að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.