Morgunblaðið - 22.08.1981, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.08.1981, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1981 15 Piaget, kenningin og hagnýtingin C.M. Charles: Litla kverið um Piaget Þýðandi: Jóhann S. Ilannesson Útgefandi: Námsgagnastofnun „L’application, c’est le diable," er haft eftir Jean Piaget og mætti þýða eitthvað á þessa leið: Hag- nýtingin er komin úr neðra. Það þarf engan að furða, þótt Piaget hafi lýst vanþóknun sinni á hag- nýtingu kenninga sinna í margvís- legu skyni. Það er ýmsum erfið- leikum bundið að hagnýta niður- stöður náttúruvísinda og á ekki síður við um mannvísindi á borð við sálarfræði, þar sem allar kennisetningar og niðurstöður eru meiri vafa undirorpnar en í nátt- úruvísindum. Það vill því gjarnan verða svo, að fjölbreytilegar álykt- anir eru dregnar af kenningum í sálarfræðum og stangast stundum á í grundvallaratriðum, og er engum ljóst, hvort kenningin styð- ur eina ályktunina fremur en aðra. Það leikur ekki á tveim tungum, að svissneski sálfræðingurinn, Jean Piaget, er merkasti kenn- ingasmiður um þroska barna og unglinga, sem uppi hefur verið á þessari öld. Hann hefur nánast einvörðungu smíðað kenningar og gert tilraunir til að lýsa og skýra vitsmunaþroska barna og ungl- inga. Hann hefur að vísu ekki beitt við tilraunirnir þeirri töl- fræðitækni, sem viðtekin er í engilsaxneskri sálfræði, heldur leyft sér að draga ályktanir af tilraunum á börnum sínum meðal annarra um eðli vitsmunalífs. Kenningakerfi Piaget beinist sér- staklega að vitsmunalífi barna og unglinga og hvernig það breytist með aldrinum. Hann hefur minna fjallað um tilfinningaþroska og þroska og breytingar skynfæra barna. Eitt meginatriði hjá Piaget er, að hann skiptir þroskanum í fjögur stig: 1) skyn-hreyfistig, 2) innsæisstig (nákvæmara væri raunar að segja foraðgerðastig), 3) stig hlutlægrar rökhugsunar, og 4) stig formlegrar rökhugsunar. I þessu kveri er ekki fjallað um fyrsta stigið. Gjarnan eru gefin upp meðaltalsaldursmörk fyrir þessi stig. Þau eru: 1) 0—2ja ára, 2) 3ja—7 ára, 3) 7-11 ára, 4) 11—15 ára. En það ber að taka skýrt fram, að þessi aldursbil eru meðaltöl og annað ekki, og geta verið breytileg frá einum einstakl- ingi til annars. Það eina, sem er ófrávíkjanlegt í þessari flokkun, er, að hvert barn gengur í gegnum þau í þessari röð, og engu þeirra er mögulegt að sleppa úr. Hér er ekki tóm til að lýsa einkennum hvers stigs, en upplýsingar um þau má finna í kverinu. Þroski orsakast af tvennum meðfæddum hæfileikum: samlög- un og aðhæfingu, svo að notast sé við þýðingar Sigurjóns Björnsson- ar. Þessi hugtök eru gjarnan skýrð þannig af Piaget, að aðhæfing sé sú tilhneiging lífverunnar að laga sig að umhverfinu, en samlögun sú tilhneiging að laga umhverfið að sér, gerð sinni og þörfum. Nú eru þetta vart fullmótaðar skilgrein- ingar og yrði að slípa þær nokkuð, áður en þær verða nothæfar í kenningasmíð, en þær eru sæmi- lega ljósar. í Litla kverinu skil- greinir höfundur náskyld hugtök, og notar þýðandinn heitin skipu- lagning og aðlögun sem heiti á þeim. Skilgreiningarnar eru þess- ar: „Skipulagning felst í því að nýta einfaldar athafnir — svo sem að horfa á, snerta, nefna — sem efnivið í flóknari hugsunarform." Með aðlögun er átt við þá sífelldu breytingu á einstaklingnum, sem samskipti hans við umhverfið hafa í för með sér.“ Seinni skil- greiningin er sæmilega skýr, en hefði höfundurinn ekki mátt vanda sig svolítið betur við þá f.vrri? Þótt Piaget geri ráð fyrir þess- um tveimur tilhneigingum sem meðfæddum, þá hefur hann leitt hjá sér deiluna um áhrif erfða og umhverfis, sem staðið hefur meðal sálfræðinga drýgstan hluta aldar- innar. I sem fæstum orðum sagt, gerir hann ráð fyrir, að samspil erfða og umhverfis sé nauðsynlegt skilyrði vitsmunaþroska. Þessar tvær tilhneigingar, sem hér hafa verið nefndar, valda ekki vits- munaþroska án þess að komast í snertingu við umhverfið, og um- hverfið eitt saman stjórnar ekki þroska heldur einungis í samspili við áskapaðar hneigðir. Hvorugt telst vera grundvöllur hins og hvort tveggja nauðsynlegt. Þetta er ekki sérlega frumleg hugsun, en svo undarlegt sem það nú er, þá hefur það verið átak að setja hana fram með þessum hætti innan sálarfræðinnar. Munurinn á þroskastigum er í mörgum atriðum ekki stigsmunur heldur eðlismunur. Það, sem átt er við þessu, er, að hugsun barna er í mörgum grundvallaratriðum ólík hugsun fullorðinna. Þau ganga að öðrum forsendum vísum en full- orðnir. Þroski á sér ekki stað með því, að barnið viðar að sér sífellt nýrri þekkingu og bætir henni við þekkingarforðann, sem fyrir er. Það, sem gerist, er, að börn skilja hluti með nýjum hætti, þegar þau komast á nýtt stig, vegna þess að 'hugtökin, sem það beitti áður, eru ófullnægjandi, og ný hafa komið til sögunnar. Þetta kemur berlega í ljós í tilraunum Piaget með skilning á hugtakinu magn. Ef sama magni af vökva er hellt úr víðu glasi í grannt, þá segja ung börn, að meiri vökvi sé í granna glasinu en því víða, jafnvel þótt þau hafi horft á, þegar vökvanum var hellt úr einu glasi í annað. Það hefur hæð vatnsborðsins til marks um magnið og skeytir engu um, Arnaldur ræður þegar yfir mikilli tækni, og sem gítarleik- ari stendur hann á vegamótum, þar sem vinnusvið hans er að færast frá smærri tón- verkum, til átaka við stór og erfið viðfangs- efni.%k þegar kemur að því að leika tónverk í stærri formunum, kemur fleira til en tæknilegir erfiðleikar. í stað einfaldrar og samstæðrar laggerðar í stuttu tónverkunum, koma flókin vinnubrögð með stef, marg- breytileiki í formi og túlkun, sem gerir margfalt meiri kröfur til hljóðfæraleikarans en litlu lögin. Þennan mun geta hlust- endur fundið, því það reynir einnig meira á hlustendur að fylgjast með tónasamsetningum í löngu og flóknu tónverki en stuttu lagi í einfaldri gerð. Arnaldur ræður þegar yfir mik- illi tækni og sem gítarleikari stendur hann á vegamótum, þar sem vinnusvið hans er að færast frá smærri tónverkum, til átaka við stór og erfið viðfangsefni. Þegar því lýkur verður fróðlegt að hlýða á leik hans. Bókmenntir eftir GUÐMUND II. FRÍMANNSSON þótt ekkert hellist niður og engu sé bætt við. Fleiri dæmi eru rakin í þessu kveri og fleiri dæmi eru til í verkum Piaget. Helzta hættan við kver af því tagi, sem hér um ræðir, er, að þau gefi villandi mynd af viðfangsefni sínu. Af einhverjum ástæðum virðist þörf á því, þegar vísinda- legar kenningar eru hagnýttar, að þær séu fyllilega öruggar, í þeim séu engin vafamál og þær taki til nánast allra þátta viðfangsefnis síns, ekkert undanskilið. Auk þess rata stórmenni á borð við Piaget gjarnan í þá ógæfu að eignast fylgismenn. Vill þá stundum fara svo, að veruleikinn stenzt kenn- ingunni ekki snúning, allt er klárt og skýrt í hennar ljósi. Ég hef það fyrir satt, að Piaget hafi ekki farið varhluta af þessu. Þetta kver gefur nokkuð góða en yfirborðslega mynd af meginþátt- um kenninga Piaget. Það er yfir- leitt lipurlega skrifað og prýðilega þýtt. En annmarkalaust er það ekki. Nokkrir agnúar eru á þýð- ingunni. Til að mynda ofnotar þýðandinn endinguna ,,-hyggju", þýðir „artficialist explanations" með „gervihyggju" en ekki því orði, sem blasir við: gerviskýr- ingar. Sama á við um orðið „siðferðishyggja" sem þýðingu á „moralistic explanations". En yf- irleitt er þýðingin lipur og vel læsileg. Það verður vart sagt, að höfund- urinn forðist þær hættur, sem verða á vegi allra, sem vilja draga hagnýtar ályktanir af kenningum í vísindum. Hann lætur líta svo út, sem kenningin sé miklu áreiðan- legri og ítarlegri en hún í rauninni er, og hvergi leynist vafamál. Má sem dæmi taka, hvernig höfund- urinn fjallar um málnotkun. Það lítur út fyrir, að Piaget hafi sinnt rannsóknum á þessu sviði til jafns við önnur, og þarf ekki að lá neinum, þótt hann fái þá hugmynd af lestri þessa kvers. En því er öðruvísi farið. Ég hef fyrir satt, að almennt sé talið, að niðurstöður Piaget um sjálfhverft tal barna séu rangar. Þær niðurstöður eru frá því snemma á ferli Piaget, og er það í eina skiptið, sem hann hefur gert nákvæma rannsókn á tungumáli barna. En það hefði mátt ætla, að tungumálið hefði verið höfuðviðfangsefni Piaget af því, að hann hefur einbeitt sér að vitsmunaþroska barna og þróun rökhugsunar. En Piaget svarar þessum viðbárum, á mjög hæpn- um rökum raunar, að rökhugsun þróist óháð hæfileikanum til að skilja og beita tungumáli. Það hefði kannski brotið í bága við tilgang kversins að geta gallanna á kenningunni. Á þessu kveri eru líka aðrir gallar. Ein málsgreinin, þar sem verið er að fjalla um rifrildi á ^Þetta kver gefur nokkuð góða en yfir- borðslega mynd af meg- inþáttum kenninga Piaget. Það er yfirleitt lipurlega skrifað og prýðilega þýtt. En ann- markalaust er það ekki.M milli barna á aldursskeiðinu 4—7 ára, hljóðar svo: „Kennurum ber að minnast þess vel að rifrildið getur orðið afdrifaríkt fyrir börn á þessu þroskastigi. Þau greina ekki alltaf til fulls á milli orða og raunveruleika. Uppnefni og illyrði valda djúpum sársauka og ber af fremsta megni að leggja að börn- um að forðast ^glíkt orðbragð." (bls. 7). Hvort málsgreinin lýsir því, sem gerist í raun, eða þvi, sem kennarar halda að gerist, er ekki ljóst. En það, sem er kostulegast er að hún er í kafla, sem fjallar um helztu niðurstöður Piaget. Það ætti að sjálfsögðu að blasa við hverjum lesanda, að þetta eru engar niðurstöður úr rannsóknun- um, heldur sjálfsagðir hlutir öll- um kennurum, sem eru starfi sínu vaxnir. Það er eiginlega öllum gert rangt til með að fella málsgrein á borð við þessa undir kafla, sem heitir „Helstu niðurstöður", Piag- et vegna þess, að þetta leiðir með engu móti af kenningunni, og kennurum vegna þess, að það þarf engin vísindi til að þeir skilji sjálfsagða hluti. Furðar nokkurn, þótt Piaget verði hugsað í neðra, þegar minnzt er á hagnýtingu. Lyktarlaus Ijósaolía frá Skeljungi gefur skært Ijós og nægan híta Ljósaolia er steinolía sérstaklega hreinsuð til notkunar á lampa og ofna. Hún er mjög hrein og tær og gefur því jafnan góðan loga, og það þarf sárasjaldan að hreinsa olíuverkið. En það sem e.t.v. er mest um vert; maður losnar við gömlu stein- olíubræluna. Gott loft, gott Ijós, góður hiti. Ljósaolían fæst í 4ra lítra brúsum á öllum afgreiðslustöðum Skeljungs, en er jafnframt fáanleg í 10 og 25 lítra ílátum. Olíufélagið Skeljungur h.f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.