Morgunblaðið - 22.08.1981, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.08.1981, Blaðsíða 33
fclk í fréttum MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1981 33 Krókur á móti bragði + Barnastjarnan Tatum O’Neal hefur fengið fyrir- skipun um það frá föður sínum, Ryan O’Neal, að slíta sambandi við rokk- söngvarann Rex Smith tafarlaust. Tatum, sem er sautján ára, segist tilbúin til þess, en aðeins með því skilyrði að faðir hennar slíti sambandinu við Farrah Fawcett. Vaxmynd af McEnroe + Birni Borg hefur verið velt af stalli á Madame Tussaud-safninu í London í kjölfar ósigurs hans á Wimbledon í sumar. Sig- urvegarinn, John McEn- roe, var viðstaddur þegar vaxmynd af honum var afhjúpuð í safninu nýlega. McEnroe fannst styttan nokkuð lík sér en sagði þó að þessi McEnroe væri óvenju þögull miðað við fyrirmyndina. Lausn á húsnæðisvandamálinu + Ensku hjónin Julie og Tim Hayes voru búin að leita að ibúð í marga mánuði án árangurs og voru að þvi komin að gefa upp alla von þegar fasteignasali i London bauðst til þess að lána þeim þennan bústað til bráðabirgða. Þetta er fjogurra sæta bíll með oliukyndingu, og útsýni er í allar áttir! Guðmundur Björgvinsson opnar málverkasýningu í Safnahúsinu á Selfossi í DAG kl. 14.00 opnar Guð- mundur Björgvinsson myndlist- arsýningu i Safnahúsinu á Sel- fossi. Þar mun hann sýna myndir gerðar á síðastliðnum fimm ár- um unnar með eftirtöldum efn- um: Pastellitum, prentlitum tússi, svartkrít og olíulitum. Mest áberandi eru raunsæjar pastelteikningar af erótískum toga þar sem „mannskepnan er sýnd frosin og strönduð, innilok- uð og ófær um að láta í ljós innstu tilfinningar sínar" og „þar sem frjómagni og lífshvöt kynlífs er afneitað" eins og einhver komst að orði þegar hann var að geta sér til um hvað listamaðurinn ætlaði sér ekki að segja með þessum myndum. Ennfremur eru þarna all- nokkrir hausar valinkunnra manna, til dæmis Picassós, Kjarvals, Thors Vilhjálmssonar, Laxness, Ásgeirs Erlendssonar o.fl. Að lokum sakar ekki að geta þess að ein myndin er af rauðu handklæði, önnur af Alþingi íslendinga, enn önnur af vísi- tölufjölskyldunni. á ljóshraða o.s.frv. Guðmundur hefur alla tíð haft byggðastefnuna í heiðri að eigin sögn, og hefur sýnt með jöfnu millibili í sjávarþorpum um- hverfis landið. En nú er það semsagt Selfoss. Sýningin í Safnahúsinu verður opin kl. 14—22 dagana 22., 23., 24., 29. og 30. ágúst. Hafnarstjóm fjallar um nýjan pylsuvagn SÓTT hefur verið um heimild til borgarráðs um að reka pylsuvagn annað hvort á Granda eða við BÍIR eða á Laugavegi við Kjörgarð. Borgarráð taldi ekki unnt að verða við erindinu, hvað varðar Laugarveginn, en hefur vísað því til meðferðar hafnarstjórnar. Aukafundur verður í hafnar- stjórn í næstu viku og verður þar rætt um hvort pylsuvagn verður staðsettur á Granda eða við BÚR í framtíðinni. Landspítalalóð — bygging 7. Tilboð óskast í innanhússfrágang á 2. og 3. hæð ásamt hluta 1. hæöar í miöhluta byggingar 7 á lóð Landspítalans í Reykjavík. Þessir húshlutar eru um 2070 fm. Verktaki skal leggja rafmagns-, skolp-, vatns-. loftræsi-, ioft- og gaslagnir í húshlutann. Hann skal setja upp veggi og hangandi loft, mála og leggja gólfefni og smíða hluta af innréttingum og setja upp sérsmíöaðar innréttingar. Verkinu skal að fullu lokið 15. júlí 1982. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgar- túni 7, Reykjavík gegn 3000,- kr. skilatryggingu. Tilboö verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 8. september 1981, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.