Morgunblaðið - 22.08.1981, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.08.1981, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1981 3 „VIÐ BRUGÐUM hart við hér á Seyðisfirði er okkur var ljóst að þetta feigðarflan brezku ungl- inganna yfir Vatnajökul stæði til. bað stóð á endum að við náðum upp i Hvannalindir i þann mund. sem leggja átti i jökulinn og eftir nokkurt þóf tókst okkur að koma i veg fyrir leiðangurinn.1* sagði Sigurður Helgason. sýsiumaður Norður- Múlasýslu er Morgunblaðið innti hann eftir afskiptum hans af þessu máli. „Málsatvik voru annars þau að síðastliðinn þriðjudag um klukk- an 15 kom Arnar Jensson, lög- reglumaður á Egilsstöðum, hingað niður á Seyðisfjörð og lét okkur vita af því að brezku unglingarnir ætluðu sér að fara yfir jökulinn og tjáði mér að menn hefðu af því miklar áhyggjur að illa gæti farið. Seyðisfjörður var símasam- bandslaus þennan dag og þvi kom hann niður eftir til að láta okkur vita af þessu, en okkur var okkur mjög kunnan fjallamann, Völund Jóhannesson, sem kall- aður hefur verið Fjallkóngur Austfjarða og án hans hefðum við líklega aldrei komizt á leið- arenda í þokunni og dimmviðr- inu um nóttina. Aðrir í ferðinni voru Arnar Jensson, Sveinbjörn Sveinbjörnsson og sonur minn Stefán. Við fórum þetta á lög- reglubílnum frá Egilsstöðum og vorum komnir upp í Hvanna- lindir um 4 leytið um nóttina. Þegar við komum á staðinn voru leiðangursmenn að byrja að tygja sig af stað og voru harð- ákveðnir í að leggja á jökulinn. Sá sem stjórna átti ferðinni yfir jökulinn, Rayward að nafni, tjáði okkur að hann hefði komið til landsins gagngert til að stjórna þessum leiðangri og ætl- aði sér ekki að hætta við hann, þrátt fyrir tilmæli okkar. Hann taldi upp ótal afrek sín í fjall- göngum og jöklaferðum, en þáð kom svo í ljós við nánari sam- ræður að hann hafði aldrei farið yfir Vatnajöklul og þekkti lítið Er ánægður með að haf a borið gæf u til að stöðva jökulgöngu brezku unglinganna - segir Sigurður Helgason sýslumaður Hópurinn, sem fór I Ilvannalindir til að stöðva leiðangursmenn. Ljósmynd Völundur Jóhannesson. alveg ókunnugt um þessar fyrir- ætlanir. Ég bað Arnar og full- trúa minn, Sveinbjörn Svein- björnsson, að fara upp á Egils- staði og hringja í nokkra aðila vegna þessa máls, meðal annars Slysavarnafélagið, brezka sendi- ráðið og dómsmálaráðuneytið og ræða síðan við nokkra aðila á Egilsstöðum. Þeir komu síðan aftur hingað á Seyðisfjörð um klukkan 19 og þá ákvað ég að ekki væri eftir neinu að bíða, við skyldum fara upp í Hvannalind- ir til að freista þess að stöðva leiðangurinn, enda höfðu þeir sem rætt var við verið því fylgjandi að svo yrði gert. Þó óttuðumst við að vísu að þegar hefði verið lagt upp í leiðangur- inn og reyndum því að ná talstöðvarsambandi við hann, en það gekk ekki. Ég áleit að slæmt veður, þoka og kuldi hefði komið í veg fyrir að lagt hefði verið á jökulinn, svo við lögðum af stað. Við lögðum því af stað klukk- an 21 um kvöldið og fengum með til hans. Síðan ræddum við einnig við aðalleiðsögumann hópsins, Brian Nebghan, og hann tók strax miklu skymsam- legar á málinu og viðurkenndi það þegar, að fyrst við kæmum svona margir og með svona mörg skilaboð frá ábyrgum aðilum, að við værum að koma til þeirra í góðum tilgangi og sagði að hann mæti það mikils hve mikla tillitssemi við sýndum með því að aðvara þá við ferðinni. Þessir aðalmenn leiðangursins héldu síðan með sér fund og tilkynntu okkur síðan að þeir hefðu ákveð- ið að hlýða þessum tilmælum um að fara ekki yfir jökulinn, þrátt fyrir að þeir álitu að þessi ótti væri ástæðulaus. Jafnframt sögðust þeir meta mikils þá fyrirhöfn, sem við höfðum lagt á okkur til þess að koma þessum aðvörunum til þeirra. Við sáum nú ekki útbúnað þeirra, en höfðum fengið upplýs- ingar um að hann væri ekki nógu góður. Við töluðum þarna við ungan íslending, sem fara átti þessa ferð og sagði hann okkur að leggja hefði átt af stað í þann mund sem við komum, að ferðin hefði þegar verið skipulögð í smáatriðum og reiknað hefði verið með að vera 7 daga yfir jökulinn. Því er ekki að neita, að við erum mjög ánægðir yfir því að hafa náð að stöðva. þennan leiðangur, því nú hefur hitastig fallið um 10 stig síðan leggja átti í hann, svo vafalítið hefðu leið- angursmenn lent í vandræðum vegna þess. Ég vil þá taka það fram að þáttur Arnras Jensson- ar, lögreglumanns, í þessu máli er mjög veigamikill. Hann hafði komið auga á að þessi leiðangur var varasamur og kemur síðan af eigin hvötum til að láta mig vita um þetta. Hefði hann ekki gert svo, hefði ég ekkert vitað hvað til stóð, þar sem Seyðis- fjörður var símasambandslaus og blöðin höfðu enn ekki borizt til okkar. Það kom síðan aðeins í minn hlut að taka endanlega ákvörðun miðað við þær upplýs- ingar sem fengizt höfðu og ég sé ekki neina ástæðu til að hrósa mér sérstaklega fyrir þetta. Ég hefði aldrei getað komið í veg fyrir þetta hefði ekki þáttur þeirra Arnars og Völundar kom- ið til,“ sagði Sigurður að lokum. Vesturland og Vestfirðir: Hellirigning ofan í flatt hey og vélbundna bagga Frá Elínu Pálmadóttur. hlaóamanni Morx- unblaðsins á BolunKarvik. 21. á^úst 1981. BÆNDUR fengu rækilega ofan i heyin sín I vatnsveðri, sem gekk yfir Vesturland upp úr hádegi á fimmtudag. Um norðanvert Vesturland og Vestfirði mátti hvarvetna sjá fólk á túnum, jafnvel i vatnsgöllum, að hamast við að reyna að bjarga heyjum sínum, flötum eða vélbundnum i höggum. Þegar líða tók á daginn sást hve mikið hafði orðið bleytu að hráð, og liggur á túnum, þvi regnið var mikið og kom mjög snögglega. Bændur á þessum slóðum máttu síst við þessu eins og heyskapur hefur gengið í sumar. Katrín, húsfreyja á Hólum í Reykhólasveit, var nýkomin inn, vonsvikin yfir að fá alla þessa rigningu ofan í heyið, rétt í þann mund sem hægt var að fara að taka saman, þegar fréttamaður Morgunblaðsins renndi þar í hlað. Hún sagði, að daginn áður hefði verið sólskin og eini þurrk- dagurinn í langan tíma, og hefðu bændur vonast til að geta náð upp heyjunum, ef þurrt yrði fram á kvöld á fimmtudeginum. Vegna þessa vonda vors var spretta svo lítil að ekki var hægt að hugsa til þess að hefja slátt fyrr en um verslunarmannahelgi, og þá náð- ist svolítið upp, en síðan hefur verið stöðugur óþurrkur þar til á miðvikudag. En sá dagur dugði ekki einn. Handan Þorskafjarðarheiðar, á Kirkjubóli í Langadal, hafði byrj- að að rigna eftir hádegi, og aðvörun ekki komið um regnið fyrr en um hádegið. Fram eftir degi vann fólk við að bjarga heyinu, en var um það bil að hætta upp úr miðjum degi. Þar hafði verið svo mikið sólfar og þurr vindur fram eftir sumri, að gras brann og ekki fór að spretta fyrr en kom fram á heyskapartíð. Var ekki hægt að byrja slátt fyrr en eftir verslunarmannahelgi, en síðan höfðu verið stöðugir óþurrkar þar til á miðvikudag. Svipaða sögu segja flestir á þessum slóðum. Við Djúpið liggur mikið hey flatt á túnum eftir þessa miklu rigningu. Víða á Vesturlandi hafa menn einnig víða fengið rigningu ofan í vél- bundnu baggana, sem verja sig illa. Nú í dag, föstudag, er að þorna upp, og ef til vill verður hægt að byrja aftur að þurrka þetta hey. Nákvæmnisakstur bifreiðastjóra Vagnstjórar SVR keppa i dag i góðakstri i miðstöð SVR á Kirkjusandi. Lagðar verða fyrir þá ýmsar þrautir og munu þeir sýna leikni sina fyrir áhorfendur. Keppnin hefst klukkan 15.00. Ljósm. Emilia. Ólympíuskákmótið 1982: A Islenzka liðið hef ur æf ingar IIIÐ 25. Ólympiuskákmót karla og 10. Ólympiuskákmót kvenna vcrður haldið i nóvember 1982 i horginni Lucerne i Sviss. Stjórn SÍ hefur þegar valið hóp karla og kvenna til æfinga fyrir mótið, og hefur Ingi R. Jóhanns- son fallizt á að stjórna æfingum karla. I hóp karla hafa eftirtaldir verið valdir: Friðrik Ólafsson, Guðmundur Sigurjónsson, Helgi Ólafsson, Margeir Pétursson, Jón L. Árnason, Haukur Angantýsson, Ingi R. Jóhannsson, Jóhann Hjartarson, Elvar Guðmundsson, Karl Þorsteins, Jóhannes G. Jónsson, Ingvar Ásmundsson, Magnús Sólmundarson og Björn Þorsteinsson. í hóp kvenna hafa eftirtaldar verið valdar: Sigurlaug R. F'riðþjófsdóttir, Guðlaug Þor- steinsdóttir, Áslaug Kristinsdótt- ir, Ólöf Þráinsdóttir, Svana Sam- úelsdóttir, Birna Norðdahl, Ebba Valvesdóttir og Anna S. Bene- diktsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.