Morgunblaðið - 22.08.1981, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.08.1981, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1981 Bróöir okkar, RUNÓLFUR RUNÓLFSSON frá Hólmi í Landbroti, lést í Landspítalanum þann 20. þ.m. Ólöf Runólfsdóttir, Ragnheiður RUnólfsdóttir, Valdimar Runólfsson. + Maðurinn minn, W.W. RIFNER, lést í sjúkrahúsinu í Fíladelfíu 19. ágúst 1981. Ingunn Ingimundardóttir Rifner. + Móöir okkar, tengdamóöir og amma, ÁGÚSTA H. HJARTAR, Safamýri 50, lést í Landspítalanum aö morgni 21. ágúst. F.h. aðstandenda, Birna Björnsdóttir. Eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóöir, ELSA DAGMAR RUNÓLFSDÓTTIR, Skólabraut 21, er látin. F.h. aöstandenda, Andrés Hjörleifsson. t Sambýlismaöur minn og bróöir okkar, SIGURDUR GUNNAR BJÖRGVINSSON, Austurnesi v/Skildinganes, sem lést í Landakotsspítala 14. ágúst sl., veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 24. ágúst kl. 15. Sigrún Einarsdóttir, Jóhannes Björgvinsson, Asgeir Björgvinsson, Hjördís Jónsdóttir. + Móðir okkar og fósturmóöir, GYDA GUÐJÓNSDÓTTIR, verður jarösungin mánudaginn 24. ágúst frá Hólskirkju í Bolungavík kl. 2 e.h. Guöjóna Kriatjénsdóttir, Ásgeröur Kristjénsdóttir, Ester Hallgrímsdóttir. + Þökkum auösýnda samúö vegna andláts og útfarar fööur okkar, tengdaföður, afa og langafa, SVEINS J. ÁSMUNDSSONAR bifreiöarstjóra, Dalbraut 27. Ellen Sveinsdóttir, Ástvaldur Kristmundsson, Jóhann H. Sveinsson, Hulda Randrup, Pétur Sveinsson, Áslaug Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Maöurinn minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, JÓN KRISTJÁNSSON fró Kjörseyri, Hraunbsa 132, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 25. ágúst kl. 1.30. Ingigeróur Eyjólfsdóttir, Georg Jón Jónsson, Dagmar Brynjólfsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Úlfar Benónýsson, Elfa K. Jónsdóttir, Höröur Haróarson, Sigríöur Jónsdóttir og barnabörn. Matthím Angantýs- son - Minningarorö Fæddur 15. september 1939. Dáinn 18. júní 1981. Þann 25. júní síðastliðinn var æskuvinur minn, Matthías Ang- antýsson, jarðsunginn í Lekkevika við Skjeberg í Noregi. Andlát hans bar að með skjót- um hætti og kom ættingjum og vinum á óvart, því allir er til þekktu vonuðu að hann hefði náð sér að fullu eftir langvarandi og lífshættulegan lömunarsjúkdóm, sem fyrirvaralaust greip hann heljartökum haustið 1967, og sem hann barðist gegn með ótrúlegu þreki í 4 ár, uns hann öðlaðist viðunandi heilsu á ný. Þrátt fyrir óbilandi trú hans á lífið og æðruleysi gagnvart forlögunum, vissi hann ásamt sínum nánustu, að sjúkdómur þessi gat skyndilega heltekið hann á ný og þá svo leiftursnöggt, að dauðinn yrði ekki umflúinn. Læknavísindin stóðu ráðþrota gegn þessari ógn, sem að því er best var séð átti rætur sínar að rekja til tveggja alvarlegra slysa, er Matthías hafði orðið fyrir á lífsleiðinni, hið síðara stuttu áður en hann lamaðist. Þrátt fyrir þetta var Matthías óþreytandi til hinstu stundar að strjúka burt kvíðann úr brjóstum vina og vandamanna með glað- værð sinni og lífsþrótti og vísaði á bug ógn og afleiðingum sjúkdóms- ins. En kallið kom þegar allt lék í lyndi og traust framtíð blasti við. Að kveldi fimmtudagsins 18. júní lést hann í bíl sínum á leið frá vinnu tii heimilis síns í Lokkevika, þar sem ástkær eiginkona beið hans. Matthías fæddist á Siglufirði þann 15. september 1939 og hefði því orðið 41 árs á þessu sumri. Hann var sonur hjónanna Korn- elíu Jóhannsdóttur og Angantýs Einarssonar og ólst upp í glaðvær- um hópi 6 eftirlifandi systkina, en þau eru: Sigríður, Þórunn, Björg- vin, Ólöf, Jóhann og Aðalheiður. I bernsku kynntist hann upp- gangstímum og síðar hruni at- hafnalífsins á Siglufirði og þeirri bitru lífsreynslu fjölda manna, er skyndilega urðu atvinnulausir og sátu uppi með verðlausar húseign- ir, er þeir höfðu unnið hörðum höndum að byggja yfir sig og sína, í trausti þess að silfur hafsins yrði stöðug uppspretta atvinnu og auðs. Á 16. aldursári fluttist hann með fjölskyldu sinni til Vest- mannaeyja, árið 1954, þar sem við kynntumst, er hann hóf nám í gagnfræðaskólanum. Hann flutti með sér ferskan andblæ lífsgleði, kátínu og alúðar þess manns, sem lært hefur að velferð mannlífsins er ekki sprottin af fallvöltum veraldarauði einum saman, heldur miklu fremur af þeim andlegu verðmætum, sem gerir mönnum Ijúft að gefa öðrum af sjálfum sér, án þess að ætlast til nokkurs í staðinn. í rótgróinni velferð atvinnulífs- ins í Vestmannaeyjum, þar sem vinnufúsar hendur hafa löngum búið betur en við bjargálnir, með þeim önnum er skerða næði til mannlegra tjáskipta, átti Matthí- as drjúgan þátt í að opna augu mín og vina okkar fyrir þessum auði andans. En sá, sem gefur án kröfu um endurgjald og vill ekki að lífið sé eintómur saltfiskur, er oftar en ella misskilinn og hlunnfærður. Eg veit að margir gengu á lagið í samskiptum við Matthías á lífs- leiðinni, sumpart vegna þess að þeir skildu ekki lífsviðhorf hans og vináttu, eða skorti viljastyrk til þess að endurgjalda viðmót hans, í baráttunni við þá freistingu að fá eitthvað fyrir ekki neitt. Stærstu sigra sína vann Matthí- as með því að hallmæla aldrei öðrum fyrir ódrenglyndi eða and- stöðu, og undirmálum annarra og óhróðri sneri hann jafnan upp í góðlátlegt grín. Að námi loknu stundaði Matthí- as sjómennsku, en árið 1957 varð hann fyrir alvarlegu slysi á togar- anum Bjarna Ólafssyni. Um svipað leyti brustu glæstar framtíðarvonir hans, er slitnaði upp úr stuttu en ástríku hjóna- bandi, er hann hafði stofnað til á Akranesi. Þaðan lætur hann eftir sig mannvænlegan son, Björgvin Sævar, nú 22 ára. Er Matthías hafði náð heilsu að nýju, stundaði hann ýmis störf, bæði til sjós og lands, en um sumarið 1963 slasað- ist hann öðru sinni mjög alvarlega í bílslysi, ásamt bróður sínum. Þrátt fyrir svo óblíð örlög, glataði hann aldrei lífsþrótti og glaðværð, og er hann náði heilsu á ný, lauk hann námi í Stýrimanna- skólanum vorið 1966. Sumarið 1967 varð hann skipstjóri í Vest- mannaeyjum og töldum við, sem til þekktum, að þar með hefði stytt upp þau dimmu él illra forlaga, sem svo óvægilega höfðu á honum dunið á síðustu árum, en það fór á annan veg. Um haustið 1967 lamaðist hann skyndilega og var honum í fyrstu vart hugað líf. Eins og áður segir, var lömun þessi talin stafa frá þeim slysum, er hann hafði orðið fyrir, og þótt svo bati fengist, gæti hún komið aftur án fyrirvara. Það tók Matt- hías fjögur löng ár að ná viðun- andi heilsu á ný. Með óbilandi trú á lífið hélt hann til Noregs til framhaldsnáms í sjómannafræð- um og lauk prófum vorið 1974. Það sama ár andaðist Angantýr Ein- arson, hans ástkæri faðir. Þá var það einnig árið 1974 að Matthías giftist eftirlifandi eiginkonu sinni, Marid Moltenberg, en við það snerist hugur hans frá siglingum og vann hann ýmis störf í Noregi, meðal annars sem deildarstjóri í stórverslun og lagði stund á versl- unarfræði með vinnu sinni. Árið 1975 bauðst honum hið besta starf í uppgripavinnu við olíuborpalla Norðmanna, og vann hann þar til dauðadags. Þótt svo þeim hjónum hafi ekki hlotnast sú blessun, sem börn eru foreldrum sínum, lögðu þau sam- hent traustan grundvöll að fram- tíð sinni og höfðu nýlokið samn- ingum um kaup á yndisfögru húsi í Lokkevika, er kallið kom. Með söknuð í huga kveð ég minn hugljúfa æskuvin og veit að glað- værð hans og blítt viðmót mun bíða okkar allra handan móðunn- ar miklu. Blessuð sé minning Matthíasar. Eiginkonu, móður, syni og systkinum og öllum vinum og vandamönnum sendi ég alúðar samúðarkveðjur með bæn um blessun hins almáttuga og huggun í sárum harmi og söknuði. Guttormur Einarsson Margrét Loftsdótt- ir Bala - Minning Hún andaðist að Sjúkrahúsi Selfoss 12. ágúst sl., 82 ára að aldri. Margrét var fædd að Neðra-Seli í Landsveit 27. janúar 1899, dóttir hjónanna Lofts Jak- obssonar og konu hans, Önnu Þorsteinsdóttur, sem þar bjuggu. Á æskuheimili sínu í hópi kærra foreldra og systkina fékk hún það veganesti, sem best dugði henni gegnum árin. Húsmóðurstarfið á stóru sveita- heimili krefst mikils og þar naut Margrét sín vel, því að hún var með afbrigðum mikil starfsmann- eskja. Margir minnast hannyrða hennar og handbragðs, sem var mjög fagurt, og stór sá hópur, sem notið hefur handverka hennar, þegar hún af örlæti sínu miðlaði bæði ættingjum og vinum af þeim. Árið 1921 giftist hún Árna Sæmundssyni frá Lækjarbotnum í Landsveit og byrjuðu þau búskap að Snjallsteinshöfðahjáleigu í Landsveit, sem nú nefnist Ár- bakki. Þar bjuggu hjónin í 17 ár og eignuðust börnin sín 8, en af þeim komust 6 þeirra til fullorðinsára, en þau voru: Lovísa Anna, Sæ- mundur, sem drukknaði 1944, Sig- ríður Theódóra, Svafa Þuríður, Guðlaugur og Rut. Árið 1938 fluttust þau að Bala í Þykkvabæ, þar sem þau hafa búið + Þökkum af alúö öllum vinum fjær og nær auösýnda samúö viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og afa, HELGA P. BRIEM, fyrrv. sendiherra. Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki Borgarspítalans, delld A-7. Doris M. Briem, Álfheiður Sylvia Briem, Magnús Pélsson, Helgi Briem Magnússon, Péll Briom Magnússon, Doris Sigríöur Magnúsdóttir, Sæunn Sylvia Magnúsdóttir. síðan. Þar var meira umfangs en áður var og þar opnuðust áður óþekktir möguleikar fyrir þeim hjónum, enda leið ekki langur tími, þar til þau fundu, að heimili þeirra var í Þykkvabænum. Maður Margrétar er mikill kirkjuvinur og var hún mikill stuðningsmaður hans í því heilla- starfi, enda unnu þau sameigin- Iega að öllum þeim félagsmálum, sem þau töldu horfa til góðs. Margrét var mjög gestrisin og góð heim að sækja, enda munu margir minnast þess, að henni látinni. Ein er sú yndisleg æskuminn- ing, sem aldrei gleymist, að koma austur að Bala á vorin og dveljast sumarlangt hjá nákomnum ætt- ingjum og vinum. Þar kynntist ég fyrst þeim vinnubrögðum, sem mótuðu síðar mitt ævistarf. Þegar ég að leiðarlokum hug- leiði líf og starf Margrétar Lofts- dóttur í Bala og flyt kveðju allra okkar vandamanna, koma mér í hug ljóðlínur skáldsins, sem fædd- ist í Landsveit: -I’ví var jafnan súl afi ykkar arni alltaf sama ró vid misjöfn kjör. Kleóin hlý. sem bros á vörum barni, bljÚK ok hóglát var meö þér i för.M Sigríður Th. Sæmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.