Morgunblaðið - 22.08.1981, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.08.1981, Blaðsíða 22
HVAD ER AÐ GERAST UM HELGINA? 22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1981 Af Islandsmiðum á Esjuberg Sérstakir fiskrétt- ir framreiddir í tilefni 195 ára af- mœlis Reykjavíkur f TILEFNI 195 ára afmælis Rcykjavíkurborgar verður Hótel Esja með sérstakt fiskhlaðborð á EsjuberKÍ á sunnudaK í hádegi ok um kvöldið. Þar verða framreidd- ir sérstakir og nýstárlejfir fisk- réttir sem unnir eru úr hráefni sem fólk notar lítið i dajj. eins og blálönKU ok karfa. ýmist reyktu, Kröfnu eða ofnbökuðu. Þá verða einnÍK fleiri fiskteKundir hafðar á boðstólum eins ok t.d. ufsi ok smokkfiskur. Sjómannalög verða leikin undir borðhaldi og verður matsalurinn sérstaklega skreyttur með hlutum frá sjávarsíðunni af tilefninu. Að sögn Einars Olgeirssonar, hótelstjóra, er þetta gert m.a. vegna óska BÚR þess efnis að veitingahúsin gerðu eitthvað til að kynna fiskrétti og reyna að búa til nýja rétti. „Mannstu gamla daga?“ heitir skemmtidagskrá þar sem gömul og hugljúf lög eru rifjuð upp og hefur fólk tekið þessu afskaplega vel, að sögn Einars. Þá sagði Einar að Esjuberg væri sérstaklega „dubbað" upp um helgar og reynt að miða borðhald við fjölskylduna og m.a. væru börnum 10 ára og yngri gefið ókeypis að borða með foreldrum sínum. Að lokum gat Einar þess að ætlunin væri að vera með ein- hverjar nýjungar annað veifið í allan vetur. LEIKLIST: FERÐALEIKHÚSIÐ, sem einnÍK starfar undir nafninu The Summer Theatre, hefur í sumar haldið sínar árlegu sýningar á Light Nights að Fríkikjuvegi 11, í Reykjavík. Sýningarkvöld eru fjögur í viku, það er á fimmtudags-, föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöldum og hefjast sýningarnar klukkan 21.00. Light Nights sýningarnar eru sérstaklega færðar upp til skemmt- unar og fróðleiks enskumælandi ferðamönnum. Efnið er allt íslenskt, en flutt á ensku, að undanskildum þjóðlagatextum og kveðnum lausa- vísum. Meðal efnis má nefna: þjóð- sögur af huldufólki, tröllum og draugum, gamlar gamanfrásagnir og einnig er lesið úr Egilssögu. Á milli atriða eru sýndar skyggnur af verkum þekktra listamanna og leik- in islensk tónlist af hljómplötum. Leiksviðsmyndin er gömul íslensk baðstofa. Allt talað efni er flutt af Kristínu G. Magnús, leikkonu. Þetta er tólfta árið sem Ferða- leikhúsið færir upp leiksýningar fyrir enskumælandi ferðamenn í Reykjavík og einnig hefur leikhúsið haldið sýningar víða erlendis, bæði í Bandaríkjunum og á Edinborgar- hátiðinni í Skotlandi, — og á sl. ári frumflutti ferðaleikhúsið nýtt ís- lenskt barnaleikrit á ensku, er nefnist The Storyland, í West End, London. Siðasta sýning á Light Nights á þessu sumri verður þann 30. ágúst. REYKJAVÍKURVIKA 81: Eitthvað fyrir alla FJÖLBREYTT atriði verða á dagskrá Reykjavikurviku um helgina. Skólahljómsveit Ár- bæjar ok Breiðholts leikur við Slökkvistöðina kl. 13.30 á laug- ardag. Klukkan 14.00 verður fræðslusýning á Slökkvistöð- inni. Klukkan fjórtán verður lagt af stað í Fjölskylduferð i Saltvík frá Árseli. Klukkan fimmtán hefst útihá- tíð þroskaheftra við Þróttheima. Frá klukkan 13.00—17.00 verða siglingar í Nauthólsvík. Kynning á Strætisvögnum Reykjavíkur verður á Kirkju- sandi og þar mun fara fram nákvæmnisakstur bifreiðastjóra SVR. Tónleikar verða í Tónabæ i klukkan 16.00. Bara flokkurinn leikur. Á sama tíma sýnir Þjóð- i dansafélag Reykjavíkur þjóð- ! dansa á Miklatúni. Á sunnudag verður mikið um að vera á Kjarvalsstöðum. Her- dís Þorvaldsdóttir og Gunnar Eyjólfsson flytja ljóð klukkan 15.00. Magnús Pétursson leikur á píanó. Leifur Blumenstein mun flytja erindi um endurbyggingu og viðhald gamalla húsa á veg- um Reykjavíkurborgar klukkan 15.30. Vísnavinir halda tónleika klukkan 16.00. Sigfús Halldórsson og Frið- björn Jónsson söngvari skemmta klukkan 16.45. Valtýr Pétursson segir frá kynnum sínum af Kjarval og Þóra Kristjánsdóttir sýnir verk hans klukkan 17.15. Mál þeirra verður túlkað á táknmáli. Klukkan 21.00 verða haldnir útitónleikar á Miklatúni. Þá leika Mezzoforte og Haukur Morthens. MYNDLIST: Sýning á verkum þriggja listamanna í Listmunahúsinu KLUKKAN 14.00 i dag verður opnuð í Listmunahúsinu sam- sýning þeirra Tove ólafsson, Þorvaldar Skúlasonar og Kristjáns Daviðssonar. í sýningarskrá segir m.a. um listamennina: „Þó sitthvað sé líkt með þessum listamönnum eiga þau þó ýmislegt sameigin- legt m.a. að vera trú köllun sinni, skapa listaverk sín út frá eigin brjósti óháð markaðskröf- um og tískustefnum hvers tíma...“ Tove er fædd árið 1909 i Kaupmannahöfn. Hún lauk námi árið 1938 við höggvaradeild Listaháskólans í Kaupmanna- höfn. Tove bjó í Reykjavík á árunum 1945—53, en fluttist þá aftur til Danmerkur. Hún sýnir hér í fyrsta sinn síðan 1953. Þorvaldur er fæddur árið 1906. Stundaði nám í Noregi og París. Hefur hann haldið margar sýn- ingar og tekið þátt í mörgum samsýningum og hafa nokkur verka hans verið til sýningar á Sumarsýningu Norræna hússins. Kristján Davíðsson er fæddur 1917. Hann stundaði nám hér á landi og síðar í Bandaríkjunum. Siðar stundaði hann fram- haldsnám í París og London. Þess má geta hér í lokin að Flugleiðir fluttu að kostnaðar- lausu verk Tove Ólafsson frá Kaupmannahöfn til íslands. Sýningin er opin þriðjudaga til föstudaga frá kl. 10—18, laugardaga til sunnudaga frá kl. 14—18. Lokað er á mánudögum. MYNDLIST: „Leikið með Ijós og skugga“ Finnsk kona með textilsýningu í Gallerí Langbrók Á FIMMTUDAGINN 20. ágúst kl. 18.00 opnar finnska veflista- konan Agneta Backlund textil- sýningu i Gallerí Langbrók, á Bernhöftstorfu. Sýninguna nefn- ir hún „Leikið með ljós og skugga“. Verkin á sýningunni eru um 30 talsins, öll unnin á siðasta ári. Flest eru verkin smá umfangs (mineaturer) og upphieypt (relif). Verkin eru abstrakt (óhlutbundin) en túlka skynjun listakonunnar á náttúrunni og árstíðunum. Agneta Backlund hefur verið hönnuður hjá hinu þekkta finnska fyrirtæki, Marimekko, en starfar nú með sjálfstæð verkefni á eigin vinnustofu. Hún kemur hingað sem styrkþegi íslensk-finnska menningarsjóðsins. # „Kona með geit“. eitt verka Tove á sýningunni. Gömul hús til sýnis NÝLEGA hlaut húsið Tjarnar- gata 33 viðurkenningu umhverf- ismálaráðs Reykjavíkur fyrir vel gerðar endurbætur á gömlu húsi. Eflaust langar marga til-að sjá hvernig staðið hefur verið að verki og því hefur verið ákveðið að gefa borgarbúum kost á að skoða það ásamt tveimur öðrum húsum sem gert hefur verið við á vegum Reykjavíkurborgar, þ.e. húsin Tjarnargötu 20 og „Líkn“ í Árbæj- arsafni, áður Kirkjustræti 12. Húsin í Tjarnargötu verða opin sunnudaginn 23. ágúst frá kl. 13—15 og þar verður staddur Leifur Blumenstein byggingar- fræðingur, sem hefur haft yfir- umsjón með verkinu. Hann flytur svo erindi um viðgerðir og endur- byggingu gamalla húsa í eigu Reykjavíkurborgar á Kjarvals- stöðum kl. 15.30. Húsið „Líkn“ verður opið á sunnudaginn á sama tíma og safnið frá kl. 13.30 til kl. 18.00. TÓNLIST: Orgeltónleikar í Dómkirkjunni ORGELTÓNLEIKAR verða I Dómkirkjunni á sunnudag kl. 18.00. Gústaf Jóhannesson leikur á orgel kirkjunnar í 30 til 40 mínútur. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. MYNDLIST: Sýningu Gunnars í Eden aö Ijúka Málverkasýningu Gunnars Halldórs Sigurjóns- sonar í Eden í Hveragerði lýkur n.k. sunnudags- kvöld. Um 40 myndir eru á sýningunni, málaðar í olíu, akrýl og oliupastel og eru flestar málaðar á þessu ári. Þetta er niunda einkasýning Gunnars, auk þess sem hann hefur tekið þátt í samsýningum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.