Morgunblaðið - 22.08.1981, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.08.1981, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1981 Leikið gegn Nígeríu í dag: Magnús Bergs bætist í hópinn Trausti meiddur og leikur ekki í DAG kl. 14.00 leika íslendinKar landsleik í knattspyrnu Ke«n NÍKeriumönnum. betta er íyrsti landsleikur þjoöanna. Lið Ník- eríu er vel þekkt í afrískri knattspyrnu ok hlaut Afríkubik- arinn 1980. Liðið er svo Kott sem Silvanus Okpala búið að tryKKja sér rétt til þátttoku í úrslitakeppni IIM-keppninnar á Spáni á næsta ári. Að undanförnu hefur liðið verið á keppnisferðalaKÍ í Evrópu ok kom hinKað til lands i Kærdat? frá Enjjlandi. Fyrir skömmu lék Aloy Atvegbu liðið við Norðmenn ok gerði jafntefli, 2—2. Leikmenn liðsins húa yfir mikilli knattleikni. en ekki yfir miklum hraða. að sögn norskra blaða. Islenska landsliðið í knatt- spyrnu hefur fengið stóra skelli í síðustu leikjum sínum, enda við sterka mótherja að etja. Spurn- ingin er sú hvort að okkur takist að standa í Nígeríumönnum. Síð- asti sigurleikur íslensks landsliðs í knattspyrnu á Laugardalsvellin- um í Reykjavík var 30. júní árið 1977. Þannig að segja má að tími sé til kominn að vinna þar lands- leik í knattspyrnu. Nú mun vera ljóst að Magnús Bergs hefur fengið leyfi hjá félagi sínu Borussia Dortmund til að koma heim og leika landsleikinn. Allt bendir til þess að Magnús geti líka leikið gegn Dönum á miðviku- dag. Trausti Haraldsson í Fram meiddist á móti KR á fimmtudag og leikur hann að öllum líkindum ekki með í dag. — ÞR. Sjá íþróttir bls. 23 KR-dagurinn á morgun: 30 ár liðin frá fyrsta knattspyrnuleiknum á grasi KR-dagurinn Sunnudaginn 23. ágúst 1981 er í 5. sinn efnt til svo kallaðs KR-dags. Á KR-daginn vill félag- ið kynna starfsemi sína og hvetur alla áhugamenn um íþróttir til að koma í heimsókn á félagssvæðið við Frostaskjól. Kynntar verða 6 af 11 íþróttagreinum. sem félagið leggur stund á. Þá munu KR-kon- ur sjá um kaffi- og veitingasolu i besta ga'ðaflokki. en verðlagi verður mjog í hóf stillt. Félagar í KR rúm- lega 5000 KR er það íþróttafélag landsins, sem hefur flestar íþróttagreinar á stefnuskrá sinni. Þrátt fyrir óskir ýmissa aðila hefur félagið ekki séð sér fært, á sl. 10 árum, að taka upp iðkun fleiri íþróttagreina. Stafar þetta einfaldlega af því að bæði íþróttahús félagsins eru notuð af KR-ingum frá klukkan 17—23 hvert kvöld, svo og um helgar. Starfandi deildir í KR óska sífellt eftir auknum tímafjölda í íþrótta- húsunum til frekari æfinga. Á meðan ekki er hægt að verða við öllum óskum þeirra sem fyrir eru í félaginu er ekki ástæða til að fjölga íþróttadeildum eða iðkend- um í öðrum íþróttagreinum. Fé- lagar í KR eru rúmlega 5.000, þar af eru virkir félagar taldir 2.724. Tölur þessar eru úr síðustu skýrslu, sem gerð var haustið 1980. Framkvæmdir KR hefur nýlega lokið við gerð 3 grasvalla, sem allir eru samteng- dir svo betri nýting og ending náist. Auk þessa hefur verið gerð- ur nýr og mjög stór malarvöllur. Völlur þessi er flóðlýstur, svo þar geta farið fram æfingar allan ársins hring. Kostnaður við gerð vallanna er kr. 1.250.000 (gkr. 125 milljónir). KR hefur haft í huga að byggja nýtt hús undir féiagslega starf- semi. Var farið fram á að Æsku- lýðsráð Reykjavíkur leigði hluta fyrirhugaðs félagsheimilis fyrir ýmsa starfsemi ungra og aldna íbúa vesturbæjarins. Æskulýðsráð hafnaði samvinnu, að minnsta kosti í náinni framtíð. Virðist áhugi þeirra ekki vera mikill fyrir tómstundastarfi yngri og eldri borgara í þessu elsta íbúðahverfi borgarinnar. Hins vegar hefur borgarstjórn og æskulýðsráð ekki talið eftir sér að sópa ótöldum milljónum í slíka starfsemi í hinum nýrri borgarhverfum. Hvers eiga íbúar vesturbæjarins að gjalda? Þar búa þó trúlega hlutfallslega fleiri eldri íbúar en í öðrum borgarhverfum. Vonandi rætist úr áður en alltof langt um líður. Vegna mikilla húsnæðiserfið- leika lyftingadeildar félagsins, en leiguhúsnæði þeirra „Jakaból" í Laugardal er að hruni komið, hefur KR ákveðið að hefja sem fyrst byggingu lyftingahúss við suðurenda núverandi malarvallar. Húsið, sem þegar hefur verið teiknað, verður um 450 m*. Þar sem bygging þessa 3. íþróttahúss félagsins er mjög brýn og nauð- synleg, má búast við að hún hafi forgang og að félagsheimilið verði því að bíða enn um sinn, þó vonandi ekki of lengi. Þá mun KR ljúka framkvæmd- um við nýjan skíðaskála í haust, en nauðsynlegt var talið að byggja annan skíðaskála í Skálafelli vegna mikillar aðsóknar skíða- manna í hið frábæra skíðaland félagsins. Takmarkið er síðan að koma skíðalyftu upp á topp Skála- fellsins, e.t.v. á árinu 1982. Geta má þess að 20 ár eru liðin síðan KR byggði fyrstu varanlegu skíða- lyftu landsins, en hún var tekin í notkun árið 1961. Eignir félagsins eru verulegar og um sl. áramót var kostnaðar- verð íþróttasvæða ásamt fasteignamatsverði húseigna kr. 9.000.000, eða gkr. 900 milljónir. Skuldir félagsins voru á sama tima kr. 925.000, eða 92,5 milljónir gkr. Álíta má að byggingarkost- naður eigna félagsins á núvirði væri gkr. 2,0—2,5 milljarðar. 30 ára afmæli gras- valla á íslandi Svo skemmtilega vill til að liðin eru 30 ár síðan fyrsti opinberi knattspyrnuleikurinn fór fram hérlendis á þar til gerðum gras- velli. Leikurinn fór fram 18. júlí 1951 á félagsvæði KR. Meistara- flokkur KR lék þá gegn norska I deildar liðinu Váleringen. KR sigraði 3—2. í tilefni þessa 30 ára afmælis er ákveðið að heiðra leikmenn félagsins frá vígslu- leiknum á KR-daginn. Það er eftirtektarvert að íþróttafélag skuli vera fyrsti aðili hérlendis til að koma sér upp fullkomnum æfinga- og keppnis- grasvelli. Til gamans má geta þess að fyrsti knattspyrnuleikurinn á Laugardalsvelli fór fram árið 1957. Sýnir þetta vel hverju áhugi og vilji samhentra einstaklinga getur komið til leiðar, án þess að byggja alla sína tilveru á kröfugerð til opinberra aðila. KR er 82 ára síungt félag. Félagið hefur vaxið úr litlu stráka-fótboltafélagi í öflugt íþróttafélag fyrir alla. Tilgangur félagsins hefur þó alla tíð verið hinn sami, en hann er að skapa íþróttamönnuni sem besta aðstöðu til iðkunar líkamsíþrótta og glæða áhuga almennings fyrir gildi þeirra. • Magnús Bergs • Trausti Uaraldsson Sigurlið KR frá fyrsta opinbera grasvallaleik í Reykjavik, er grasvellir félagsins voru vígðir. Fremri röð frá vinstri: Hörður F., Helgi, Bergur, Guðbjörn, Steinn. Aftari röð: Ólafur, Ari, Hörður ó., Sigurður, Steinar, Gunnar. Nigería er á góðri leið með að vinna sér rétt til þátttöku í HM á Spáni Knattspyrna í Nígeríu Upphaf knattspyrnu i Nigeriu verður við komu skoskra trúboða til landsins á siðasta tug 19. aldar, er þeir settust að í Calab- ar-héraði og stofnuðu skóla m.a. í Duke Town, Creek Town og fleiri horgum. Kenndu þeir nemcndum sinum knattspyrnu með þeim árangri, að skipulögð keppni hófst í kringum aldamótin. Þá höfðu sjómenn, sem dvöldu um lengri eða skemmri tíma i aðalhöfnum landsins, t.d. Lagos, Port Harcourt, Warri, Burutu og viðar mikil áhrif á útbreiðslu fþróttarinnar i landinu með þvi að kynna hana hafnarverka- mönnum og oðrum ibúum strand- héraðanna, er þeir styttu sér stundir með knattleikjum, annað- hvort innbyrðis eða með þátttöku innfæddra. Þáttaskil urðu svo í síðari heimsstyrjöldinni, þegar mikill herafli bandamanna tók sér ból- festu í Nígeríu og hafði knatt- spyrnu að aðalíþróttagrein. Efndu þeir til keppni, bæði innbyrðis og við innlend félög, sem voru þó að mestum hluta skipuð leikmönnum af evrópsku bergi brotnir. Má nefna félög eins og Lagos FC, Services Eleven, Lagos Utd., Casu- als FC og fleiri, sem léku undir stjórn Knattspyrnusambands Lagos og nágrannabyggða og sett höfðu verið á laggirnar 1932. Knattspyrnusamband Nígeríu var síðan stofnað 1945 og gaf landstjórinn, Sir Arthur Frede- rick Richards, bikar, „Landstjóra- bikarinn", til keppni um meistara- titil landsins og var keppnin háð með líku formi og enska deilda- keppnin. Þessi keppni varð lyfti- stöng knattspyrnu í landinu og er henni haldið áfram í svipuðu formi enn í dag, að öðru leyti en því að eftir stjórnarskrárbreyt- ingu 1955 nefnist keppnin Meist- arakeppni Nígeríu. Erlend samskipti hófust snemma eftir að Knattspyrnu- sambandið var stofnað að undir- lagi fyrsta formanns þess, Mr. Derby Allen, sem stóð fyrir minn- isstæðri keppnisferð til Englands og fyrsta landsleiks Nígeríu, sem háður var í Freetown 9. október 1949 gegn Sierra Leone. Einnig gekkst hann fyrir þvi, að Níger- íska Knattspyrnusambandið gekk í FIFA. I forsæti sambandsins situr nú N.M. Okwechime, ofursti, sem á að baki mikla reynslu í íþróttamálum landsins og var einn af fyrstu Nígeríumönnum, sem útnefndur var FIFA-dómari. Nígería er nú vel þekkt i afrískri knattspyrnu og vann Afríkubikar- inn 1980 og er nú á góðri leið með að vinna sér sæti í úrslitakeppni Heimsmeistarakeppninnar á Spáni 1982. Ferð liðsins til Evrópu núna er liður í undirbúningi fyrir þá keppni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.