Morgunblaðið - 22.08.1981, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.08.1981, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1981 39 „Ætlum að reyna að fá Norðurlandamotið í golfi“ - spjallað við Frímann Gunnlaugsson formann GA „Golfið er nú einu sinni þannig íþrótt að þeir sem vilja geta iðkað það fram á grafarbakkann. En þá á ég við aö þaö þarf enginn að hætta í golfinu aldursins vegna, en það þurfa hinsvegar iðkendur í mörgum íþróttum að gera jafnvel þó þeir séu á besta aldri frá sjónarhóli golfmanna. Máli mínu til stuðnings vil ég nefna að hjá okkur í GA eru 15—20 manns yfir sextugt sem stunda golfið af miklum eldmóöi og ekki minni áhuga en þeir sem yngri eru.“ Þannig fórust Frímanni Gunnlaugssyni, formanni Golfklúbbs Akureyrar, orð í upphafi spjalls sem undirritaður blm. átti nú nýverið við hann, en gefum nú Frímanni orðið á ný. „Allt í toppstandi á 50 ára afmælinu“ „Golfklúbbur Akureyrar var stofnaður árið 1935 og var fyrsti völlur klúbbsins þar sem Slipp- stöðin stendur nú. Árið 1946 var svo flutt um set og var þá farið á völlinn sem stóð við Þórunnar- stræti. Á 7. áratugnum voru svo höfð makaskipti við Akureyrarbæ á þeim velli og jörðinni Jaðri. Við makaskiptin var gerður samning- ur milli GA og bæjarins á þá leið að bærinn skyldi sjá um að fjármagna uppbyggingu á 18 holu golfvelli að Jaðri. Bærinn hefur staðið við alla gerða samninga og hafa samskiptin við þá verið í alla staðj. mjög góð. Framkvæmdir hófust svo þar árið 1966 og var svo 9 holu völlur opnaður þar árið 1970. Um leið og þessi 9 holu völlur var opnaður var ekki sagt „punktur og basta" eins og oft vill verða þegar einhverjum áfanga er náð, heldur hefur verið haldið áfram af miklum krafti við upp- byggingu vallarins. Á þessum tíma hefur orðið geysileg fjölgun í klúbbnum hjá okkur og er nú 9 holu völlur hvergi nærri nógu stór fyrir meðlimi klúbbsins sem eru nú nálægt 300 talsins. Fyrir þrem árum var svo hafist handa við 9 holur til viðbótar og er ætlunin að þær verði teknar í notkun helgina 22.-23. ágúst á minningarmóti um Ingimund Árnason. Þessar 9 holur sem bætast nú við eru ekki mjög langar en það er mannamál að þær séu þeim mun erfiðari. Síðastliðinn vetur hófust svo franfkvæmdir við nýbyggingu sem er áföst við golfskálann. Þessum byggingarframkvæmdum miðaði fremur hægt framan af sumri vegna illrar veðráttu en við vonum að þessi viðbygging verði orðin fokheld nú í september. Árið 1985 verður klúbburinn 50 ára og er stefnt markvisst að því að þá verði völlurinn og allt sem honum viðkemur komið í toppstand. „Nýbreytni í félagsgjöldum“ Á sumrin höfum við hér í vinnu nokkra menn til að annast völlinn og þá vil ég einnig geta þess að allur sá tækjabúnaður sem við höfum yfir að ráða í sambandi við völlinn er í okkar eigu, og er hann margra tuga þúsunda virði, og það hlýtur hver og einn að sjá að það er erfitt að halda klúbbnum og vellinum gar.gandi nema því að- eins að leggja há félagsgjöld á meðlimi. Félagatalan hefur varið ört vaxandi undanfarandi ár og hafa ■* félagarnir verið mjög já- kvæðir með að greiða þessi gjöld og held ég að það sé einkum vegna þess að þeir sjá að unnið er mikið við völlinn. Við höfum tekið upp nýbreytni í sambandi við félags- gjöldin og hefur hún mælst mjög vel fyrir. Þessi nýbreytni er í því fólgin að fyrsta árið í GA borga meðlimir 'A af fullu gjaldi, annað árið % og svo fullt gjald eftir það. Þetta gerum við vegna þess að þegar einstaklingur er að byrja að æfa golf þarf hann að kaupa sér áhöld sem eru dýr og það getur einnig farið svo að honum líki enganveginn í golfinu og hætti fljótlega. Á þennan hátt höldum við að við gerum öllum jafnt undir höfði hvort sem þeir eru að byrja eða hafa verið í golfi til fjölda ára. Svo ég víki aðeins að þeim sem byrja að iðka golf, þá hvetjum við þá alltaf til að fara á námskeið því það tr mjög erfitt að lagfæra vitleysur sem maður hefur vanið sig á í fyrstu. í þessu sambandi höfum við fengið Þorvald Ás- geirsson golfkennara hingað á hverju sumri í 2—3 vikur til að halda námskeið. Aðsóknin að þessum námskeiðum hefur verið góð og fólk hefur verið mjög ánægt með þau. „Vissar siðareglur gilda í golfinu“ Það má eiginlega segja að í golfinu gæti vissrar sérstöðu mið- að við aðrar íþróttir og á ég þá við að það byggist á mikið meiri vináttu en margar aðrar íþróttir. Þú ferð með félögum þínum í golf og ert þá með þeim í tvo til fjóra tíma í senn eða þar um bil og því kynnist þú þeim mjög vel. En þegaf þú leikur golf verðurðu að kunna vissar siðareglur mjög vel og gjöra svo vel að fara eftir þeim í einu og öllu. En ef það gengur ekki þá er þér refsað. Þetta tel ég vera mikið uppeldisatriði fyrir alla og þá einkum og sér í lagi fyrir ungt fólk. Það hefur oft verið sagt að það sé aðeins á færi efnaðs fólks að iðka golf. En þetta held ég og reyndar veit að er einber misskiln- ingur eftir að hafa farið í gegnum spjaldskrá félagsins. Það ber mik- ið á því að innivinnandi fólk sé í golfinu og er þar mikið um verslunar- og skrifstofufólk að ræða en einnig er mikið af iðnað- arfólki svo og fólki úr öllum stéttum og á öllum aldri. „Æfum inni yfir veturinn“ Við norðanmenn erum yfirleitt mun verr settir en þeir á Suður- landinu á vorin og á ég þá við ástand valla en við erum yfirleitt 2—3 vikum á eftir með að fá upp leikhæfa velli. Þetta veldur því þó ekki að við sitjum aðgerðarlausir á meðan þeir fyrir sunnan spila af krafti því við höfum haft aðstöðu til inniæfinga í golfskálanum og hafa menn, en einkum þó þeir yngri, verið duglegir að færa sér hana í nyt, en margir iðka einnig aðrar íþróttir yfir veturinn til að halda sér við líkamlega. En snúum okkur nú örlítið að því sem flestir stefna að, en það er keppni. Það er talsvert mikið um mót á vegum GA enda mikill fjöldi iðkenda sem hlýtur að leiða til þess að meiri þörf er fyrir mót. Það er nú einu sinni þannig að þegar út í keppni er komið er hugarfar þeirra sem leika allt annað en þegar þeir eru að æfa sig. Þeir reyna þá auðvitað að leika eins vel og þeim er unnt því úrslitin eru fest upp á vegg fyrir augum allra. En í sambandi við mót hérna fyrir norðan þá eru þau mjög mörg og held ég að það séu mót um hverja helgi allan seinni hluta sumarsins. Svo eru að sjálfsögðu mót út um landið sem kylfingar verða að sækja, en það eru mót sem gefa stig til landsliðs og eru þessi mót alls tíu talsins, og fer eitt þeirra fram hjá okkur. Mér telst svo til að það sé keppni 34 daga (af 135 dögum) frá maí fram í september hjá okkur. í GA gildir sú regla fyrir keppendur þegar þeir fara á mót sem gefa stig til landsliðs að þeir sem verða í 1.—5. sæti fá ferðakostnað sinn grei- ddan að fullu en þeir sem hafna í 5.—10. sæti fá helming greiddan. Þetta finnst okkur mjög sann- gjarnt því talsvert er um að menn sæki þessi mót og noti þá ferðina einnig sem „skemmtiferð", en þeir lenda þá yfirleitt ekki í einhverju af sætum og verða því að gjöra svo vel að borga brúsann sjálfir. Þetta hefur mælst mjög vel fyrir og hafa aðrir golfklúbbar fetað í fótspor okkar í þessum efnum. „Miðnætursólarmót“ Að lokum langar mig að nefna *að völlurinn okkar er annar völl- urinn á landinu sem er 18 holur og gefur það óneitanlega möguleika á að halda hér „stórmót". Við höfum reyndar hugsað okkur að reyna að fá Norðurlandamótið næsta sumar til okkar en það er óvíst vegna þess að þær 9 holur sem verða teknar í notkun í ár verða líklega ekki undir það búnar að taka við slíku móti. Það hefur komið til tals að halda hér alþjóð- legt mót sem einkum yrði fyrir i fólk sem ferðast mikið um og „safnar golfvöllum" þ.e. safnar kortum af þeim völlum sem það hefur leikið á. Það mætti hugsa sér að slíkt mót yrði jafnvel nefnt „miðnætursólarmót", sagði Frí- mann að lokum. - jor. • Frímann Gunlaugsson formaður Golfklúbbs Akur- eyrar. „Höfum spilað á öllum þrem völlum félagsins44 - sögöu þeir Jón Sólnes og Jón Guðmundsson Á FERÐ sinni um golfvöllinn rakst undirritaður á vel þekkta Akureyringa um árabil en það voru þeir nafnarnir Jón Sólnes og Guðmundsson. Það var ekki beint hægt að sjá að þeir félag- arnir hefðu lagt að baki bestu æviárin því þeir voru eldhressir og leyndi áhuginn sér ekki. Blm. vatt sér að þeim þegar þeir voru að leggja af stað og átti við þá stutt spjall. Þeir sögðust hafa leikið golf frá 1938 og hefðu þeir því leikið á öllum þremur völlum golfklúbbs- ins frá upphafi, og Jón Sólnes bætti við að þeim hefði farið aftur á öllum völlunum. Nú í dag leikum við alltaf saman og reynum við að fara á hverjum degi ef við mögu- lega getum og leikum þá yfirleitt 9 holur í senn og svo tökum við einnig þátt í mótum. Við höfum farið saman á golfvöllinn í u.þ.b. 20 ár „og er alltaf spilað uppá blákalda peninga og ef ég hefði ekki farið út í að spila úppá peninga við nafna þá væri ég vafalaust efnamaður," sagði Jón Sólnes, hló við og dró upp bók þar sem hann sýndi undirrituðum bókhald yfir þessi veðmál allt aftur til ársins 1967. Þeir sögðu að það væri alltaf reiknuð út staðan eftir hvern hring og væri það mjög illa séð af ekki væri borgað strax. Okkur finnst alltaf jafngaman í golfinu og ætlum að halda því áfram svo lengi sem við getum staðið á fótunum, sögðu þeir um leið og þeir lögðu af stað. - jor Jón Sólnes og Jón Guðmundsson. Þeir hafa leikið uppá peninga allt frá árinu 1967.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.