Morgunblaðið - 22.08.1981, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.08.1981, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. ÁGÚST 1981 27 nauða í honum og þennan dag var farið að gera áætlanir um að halda til Búlgaríu eða til Kákasus. Sasha kveið því að Sonja myndi veita þeim eftirför. En sá kvíði var ástæðulaus því að Sonja hafði ekki bragðað vott né þurrt eftir að eiginmaður hennar fór og var alltof veikburða til að leggja í ferðalög. Börn hennar óttuðust um líf hennar og skrifuðu föður sínum bréf þar að lútandi. í bréfi frá Ilya segir: „Pabbi minn ... Sasha segir þér án efa hvað gerðist þegar þú varst farinn en ég óttast að frásögn hennar sé nokkuð einhliða og þess vegna ákvað ég að skrifa líka. Þarflaust er að taka fram að við ætlum ekki að áfellast einn né neinn. En við verðum að hafa það efst í huga að sefa og hughreysta mömmu ... Hún talar um það stöðugt að hún hafi ekkert lengur til að lifa fyrir og ástand hennar er svo aumkunarvert að ekkert okkar getur talað við hana ógrátandi... Líf hennar er vissu- lega í mikilli hættu. Við óttumst að hún grípi til hörmulegra ráða eða hitt gerist, að hún hreinlega veslist upp úr sorg og söknuði. Eg held að það síðara gerist og þess vegna fannst mér við yrðum að segja þér þetta. Ég veit hversu sársaukafullt lífið hér var þér ... en þú leizt á það líf eins og kross ... Ég harma að þú skulir ekki geta þorið krossinn á leiðar- enda. Þú ert 82 ára og mamma 67. Þið hafið lifað saman lífinu og hefðuð átt að deyja með sóma ... Ég hvet þig ekki til að snúa heim hið snarasta, því að ég veit að þú getur ekki gert það. Én fyrir sök hugarróar mömmu ... skrifaðu henni, reyndu að gefa henni færi á q k^/onja og Tolstoj heima á Yasnaya Polyana. að styrkja sig og verði svo guðs vilji.“ Sonja sendi sjálf bréf til Tol- stojs, þar sem hún bað hann lengstra orða annað hvort að hitta sig eða koma aftur heim. Þann 31. október svaraði hann henni og sagði að það væri sér „ógerning- ur.“ Og endaði bréf sitt svo: „Vertu sæl, kæra Sonja, megi guð vera með þér. Lífið er ekki okkur gefið til að við förum með það að eigin geðþótta. Kannski eru þeir mánuðir sem eftir eru og okkur ætlaðir mikilvægari en allir þeir mánuðir, sem við höfum lifað nú þegar og verjum þeim vel. L.T.“ Þann 1. nóvember skrifaði Tolstoj í dagbók sína: „Sasha var yfirkomin af kvíða um að Sonja myndi veita okkur eftirför svo að við lögðum af stað til Kákasus." Til þess að blekkja Sonju hafði flókið plan verið búið til og ferðaleiðin öll hin snúnasta svo að erfiðara yrði að rekja slóð þeirra. Satt bezt að segja hafði flótti Tolstojs frá Yasnaya Polyana vak- ið alheimsathygli og fréttamenn komu úr öllum áttum til að skrifa um málið. Fundur sem gæti dregið til dauða Dagurinn var kaldur og vindur- inn gnauðaði nöturlega, þung ský veltust um himininn. Vegna leið- arinnar sem þau höfðu ákveðið varð Tolstoj og fylgdarlið hans að skipta margsinnis um lestir. Klukkustundum var eytt í að bíða eftir lestum á óhrjálegum járn- brautarstöðvum og þegar þau komu á þriðju stöðina, Ástapovo, var ljóst að Tolstoj var kominn með háan hita. Stöðvarstjórinn bauð honum hí- býli sín og Makovitsky og Sasha hjálpuðu honum til sængur. Snemma morguns þann 2. nóv- ember fékk Sonja skeyti frá rússn- eskum fréttamanni sem tjáði henni, að Tolstoj hefði veikzt af lungnabólgu og fór fréttamaður- inn fram á að mega eiga við frúna einkaviðtal. Börn hennar sáu að ekkert myndi geta stöðvað móður þeirra í að fara til Astapovo og þau féllust því á það að fara með henni. Síðdegis þann dag lagði Sonja af stað með börnum sínum Ilya, Andrey og Misha, Tönju, systur sinni og Rastayev læknk Ákveðið var að segja Tolstoj ekki frá því að Sonja væri komin til Astopovo. Það voru börn henn- ar, sem ákváðu þetta fyrir hana. Sonja sneri sér undan eftir að hafa hlustað á orð barna sinna og axlir hennar skulfu, en síðan sneri hún sér að þeim og sagði titrandi röddu að hún féllist á þetta vegna þess hún vildi ekkert það gera sem gæti valdið dauða föður þeirra. Tolstoj var mjög veikur, en hafði oft meðvitund á milli og þegar Makovitsky viðurkenndi fyrir honum að Tanya hans væri í Ástapovo sagðist Tolstoj vilja hitta hana. Jafnskjótt og hún kom inn í þröngt sjúkraherbergið spurði hann: — Hver er hjá Sonju? — Andrey og Misha, svaraði hún, sannleikanum samkvæmt, en lét ekkert uppskátt um að þau væru í Astapovo. — Hvað gerir hún? Hvernig hefur hún ofan af fyrir sér? — Þú ættir ekki að tala, vinur minn. Þú kemst bara í geðshrær- ingu. Rödd hans var að bresta, en samt hélt hann áfram: „Svaraðu mér, svaraðu mér! Hvað gæti verið mér mikilvægara en að vita það? Er hún heilbrigð? Tanya sagði honum, að móðir hennar væri við góða heilsu og biði þess eins að vera kölluð á hans fund og að hún myndi ekki koma fyrr en hann bæði um það. Tolstoj varð þögull og Tanja fór aftur til móður sinnar. Sonja lét rigna yfir hana spurningum um samræður þeirra og um hvaða fólk hefði verið hjá honum. Hún varð mjög æst, þegar Tanja sagði henni, að Chertkov hefði verið þarna, en hins vegar sefaðist hún þegar Tanja margendurtók fyrir hana, hversu áfjáður Tolstoj hefði verið í að vita um líðan hennar. Sonja var í hjarta sínu sannfærð um að hann vildi sjá hana og það væru Chertkov og Sasha sem kæmu í veg fyrir það. Skömmu síðar var henni afhent skeyti frá Tolstoj, sem reyndar hafði fyrst verið sent til Yasnaya Ployana. Þar stóð: „Vegna þess að hjarta mitt er afar veikt myndi fundur milli okkar geta riðið mér að fullu, en nái ég heilsu kann að gilda öðru máli. L.T.“ Einhvern veginn komst þetta skeyti í hendur fréttamanna og texti þess gekk á þrykk út. Harmþrungin og utan við sig af sorg og mæðu reyndi Sonja að ganga sér til heilsubótar, en hvarvetna voru einhverjir sem röskuðu ró hennar og voru fréttamenn þar ekki barnanna beztir. Að lokum eigraði hún í kvöl sinni og í hálfgerðum flótta að húsi stöðvarstjórans, en þar mein- aði Sasha henni inngöngu. Sonju fannst staða sín svo yfirgengilega niðurlægjandi að vera vísað út úr þeirri vistarveru, sem maður hennar hafðist við í, í augsýn fjölda manns, að hún sárbændi Söshu um að leyfa sér að minnsta kosti að koma inn í ganginn. Eftir miklar fortölur féllst Sasha á það, en dyrnar að her- berginu, þar sem hinn sjúki lá voru henni algerlega lokaðar. Næstu dagana á eftir húkti Sonja meiripart daganna í þröng- um ganginum. Fréttirnar sem bárust úr sjúkraherberginu voru ekki uppörvandi: Heilsu Tolstojs fór hnignandi dag frá degi. Að kvöldi 6. nóvember bylti hann sér í rúminu og teygði sig eftir ábreiðunni sem ofan á hon- um var, en það var þjóðtrú að slíkar hreyfingar boðuðu, að við- komandi væri að „búast til brott- farar". Næsta morgun var hann orðinn meðvitundarlaus og Mako- vitsky vissi að hann átti ekki langt eftir ólifað. Börn hans, að Söshu frátalinni, sátu í næsta herbergi og klukkan þrjú þann næsta dag, krafðist einn læknanna þess að Sonja fengi að koma inn; hjart- sláttur hans var þá orðinn mjög veikur. Læknirinn staðhæfði, að það væri fráleitt með öllu að ætla að meina eiginkonu að vera við dánarbeð manns síns. Misha og Andrey fóru að ná í hana. Hún stóð í dyrunum og tárin runnu niður náfölt andlit hennar; hún var ásýndum eins og barn sem misst hefur fótfestuna og veit ekki hvert það á að snúa sér. Hún greip undir hönd sonar síns og gekk framhjá Söshu og Tönju og lækninum. Chertkov hafði farið fram í eldhúsið þegar hann sá að hún var að koma inn. I herberginu logaði á einu kerti, sem gaf ekki mikla birtu í þessu drungalega herbergi. Hún gekk að rúminu, hallaði sér yfir hann, kyssti hann á ennið og fleygði sér á hnén við hlið hans: „Fyrirgefðu mér, fyrirgefðu mér,“ snökkti hún lágt. Hún hallaði sér nær honum, sannfærð um að hann gerði sér grein fyrir návist hennar. Einn af læknunum óttaðist að kæmist Tolstoj skyndilega til meðvitundar gæti það gert endanlega út af við hann, ef hann sæi hana við rúmið og bað hana því að fara úr herberginu í bili, og það gerði hún. Hún stóð í ganginum næstu klukkutímana og neitaði að fara á braut. Klukkan 5.30 gekk hún inn í herbergið, þá voru börn hennar þar, stóðu við rúmið, Chertkov var farinn, fjölskyldan var loksins ein þessa stund. Sonja kraup við rúm.hans og sagði: „Ég hef aldrei elskað neinn annan en þig.“ Andardráttur Tolstojs varð æ veikari og fáeinum sekúndum síð- ar tók hann síðasta andvarpið. Makovitsky sté fram og lokaði augum hans. Sonja stóð upp, grét hljóðlega og hallaði sér yfir lík- ama manns síns og hvíldi höfuð sitt við brjóst hans. Ekki einu sinni Sasha dirfðist að grípa fram fyrir hendur henni. (Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi lauslega.) Sonya: The Liíe oí Countess Tolstoy eítir Anne Edwards. llt«. Ilodder ok Stouhton. C hertkov, erkifjandi Sonju. Japanskur karlmaður. 25 ára búddisti, sem hefur bókalestur og veiðar sem helztu áhugamál: Takaharu Koizumi. 94-120 Nagafusamachi, Ilachioji. Tokyo. 193 Japan. Sextán ára japanskur skólapiltur. Sadavoshi Takcda, 1392 Midarekawa, Tendo-shi, Yamagata. 994 Japan. Tvítugur piltur írá Ghana: Anthonv Bimpong. O. S.A. P. O. Box 370. Cape Coast. Ghana. Fimmtán ára japönsk skóla- stúlka, sem hefur borðtennis að helzta áhugamáli: Yoko Funahashi, 1132 Akama Fujioka-machi, Shimotsuga-gun, Tochigi 349-13, Japan. Finnsk 21 árs stúlka skrifar á ensku og óskar eftir pennavinum hér á landi. Hún hefur mörg áhugamál, tónlist, póstkortasöfn- un, kvikmyndir, bílar, prjónaskap- ur o.fl.: Marina Ekqvist, Smedjeviksvágen 23 A3, 00200 Ilelsinki 20. Finland. Ellefu ára norsk stúlka hefur frímerkjasöfnun og tónlist að helztu áhugamálum: Ueide Elise Heldal. Boneslia 15, N-5064, Straumgrend, Norge. Scxtán ára piltur frá Ghana skrifar. Hefur áhuga á tónlist, frímerkjasöfnun og minjagripa- söfnun: Joseph Randolph c/o Mr. Paul Turkson, P.O.Box 60. Cape Coast, Ghana. Þá koma hér nofn fjögurra fimm- tán ára stúlkna frá Uganda. Þær hafa allar sama heimilisfang; P.O.Box 18, Lugazi, Uganda. Þær heita: Rosemary Nabokalu, Tónlist og lestur eru hennar helztu áhugamál. Irene Ssali, Skáldsagnalestur og tónlist eru hennar helztu áhugamál. Esther Mulyagonga, Skáldsagnalestur og tónlist eru hennar helztu áhugamál. Loy Mulyagonga. Skáldsagnalestur er hennar helzta hugðarefni. Jarðfræðistúdent frá Perú skrifar langt bréf á ensku þar sem fram kemur að hann hefur lesið sér mikið til um land vort og sögu. Hann óskar eftir bréfasambandi við íslenzkt kvenfólk: Carlos A. Leon, S.S. General Garzon 1074, Lima 11, Perú. Fimmtán ára stúlka í Uganda, með söng og dans að áhugamálum: Vicky Mugwanya. P.O. Box 18. Lugazi — Uganda. Onnur fimmtán ára stúlka frá Uganda sem helzt hefur áhuga á skáldsögum og tónlist: Connie Kadoma, P.O. Box 18, Lugazi—Uganda. Þriðja 15 ára stúlkan frá Ug- anda, hefur frímerkjasöfnun að helzta áhugamáli: Arayo Mary Goretti, P.O. Box 18. Lugazi — Uganda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.