Morgunblaðið - 02.09.1981, Síða 5

Morgunblaðið - 02.09.1981, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 1981 5 Sænsk-finnskur gesta- leikur í Þjóðleikhúsinu tJr „Konurnar á Niskavouri“, sænsk-finnska gleðileiknum sem Þjóðíeikhúsið tekur til sýninga nú næstu helgi. FYRSTA sýning Þjóðleikhússins á þessu leikári verður næstu helgi, þegar Sænska leikhúsið i Helsinki kemur i fyrsta skipti með gestaleik til íslands. Leik- húsið kemur með alþekktan finnskan gamanleik, „Konurnar á Niskavouri“ eftir finnsku skáldkonuna Hellu Woulijoki. Leikurinn verður fluttur á sænsku. Hella Woulijoki er í hópi þekkt- ustu rithöfunda Finna og meðal annars kunn af samstarfi við Bertholt Brecht, en það var frá henni sem hann fékk hugmyndina að leikritinu um Puntila og Matta. Þetta er í fyrsta skipti sem Sænska leikhúsið í Helsinki kem- ur með gestaleik til íslands, en ein þekktasta leikkona hússins, May Pihlgren, var gestur Þjóðleikhúss- ins og Norræna hússins fyrir tveimur árum. Ýmsir þekktustu sænskumæl- andi leikarar Finna taka þátt í þessari sýningu. í hópnum eru 27 manns með leikhússtjórann Dr. Carl öhman í broddi fylkingar; leikstjórinn, Kaisa Korhonen, og leikmyndateiknarinn, Thomas Gripenberg, eru einnig með í hópnum. Sýningar geta aðeins orðið tvær, laugardaginn 5. og sunnu- daginn 6. september kl. 20.00. Miðasala hefst fimmtudaginn 3. sept. kl. 13.15. FYRSTI vinnudagur Gunnars Bergsteinssonr, hins nýskipaða forstjóra Landhelgisgæslunnar var í gær. Enda þótt Gunnar hafi tekið við nýju starfi þá þurfti hann aðeins að færa sig um eina hæð, til að komast inn á forstjóra- skrifstofu Landhelgisgæslunnar, þvi Sjómælingar ríkisins, scm Gunnar hefur veitt forstöðu eru í sama húsi. Það varð lika svo, að Gunnar kom við á sinni gömlu skrifstofu hjá Sjómælingum klukkan átta i gærmorgun, ekki aðeins til að heilsa upp á mannskapinn heldur líka til að gæta skyldustarfa sinna. því Gunnar er ennþá settur forstjóri Sjómælinga ríkis- ins til áramóta, hvað svo sem síðar verður. Hvernig fannst Gunnari að taka við hinu nýja starfi sínu? Gunnar Bergsteinsson. nýskipaður forstjóri Landhelgisgæslunnar. ásamt einkaritara sínum. Lilju Laxdal, á sínum fyrsta starfsdegi. Hér er mér fátt ókunnugt „Hér á skrifstofunni er mér fátt ókunnugt, því ég hef unnið hjá Landhelgisgæslunni áður. Fyrst var ég á varðskipunum eða í kringum 1950 og síðar við sjómæl- ingar og fulltrúi Landhelgisgæsl- unnar til ársins 1970. Eftir að ég fór til Sjómælinga ríkisins, þá hef ég komið við hér á skrifstofunni öðru hvoru, því þessar tvær stofn- anir eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta, sem þurft hefur að ræða.“ Hvað var það sem olli því að þú sóttist eftir starfi forstjóra Land- helgisgæslunnar? „Þar eð ég hef áður unnið hjá Landhelgisgæslunni þá hef ég fengið áhuga á störfum hennar, auk þess sem þetta er umfangs- meira starf en ég hef áður verið í.“ Hvað er svo framundan? „Störf Landhelgisgæslunnar - segir Gunnar Bergsteinsson nýskipaður forstjóri Land- helgisgæslunnar markast af lögum um hana frá árinu 1967 en síðan fer það eftir fjárveitingum Alþingis til stofn- unarinnar, hve langt er farið út í að ná þeim markmiðum, sem stofnuninni eru sett.“ „Störf Landhelgisgæslunnar eru margþætt og þörfin fyrir hana hefur aukist eftir því sem land- helgin hefur stækkað. Við þurfum fyrst og fremst að gera öðrum þjóðum ljósan eignarrétt okkar, auk þess sem ýmsar tillögur, sem koma fram á Hafréttarráðstefn- unni hafa áhrif á störf Landhelg- isgæslunnar, til dæmis eftirlit með ferðum erlendra rannsókn- arskipa, sem fengið hafa leyfi hjá íslenskum stjórnvöldum, til rann- sókna innan efnahagslögsögu okkar." Eru einhverjar breytingar fyrir- hugaðar, hjá Landhelgisgæslunni, Gunnar? „Það er ekki gott að segja svona í byrjun úthalds. En mér líst ágætlega á þetta starf og þekki margt af góðu fólki sem vinnur hjá „gæslunni" en auðvitað byggir Landhelgisgæslan ekki aðeins á því, sem ég geri heldur því sam- starfsfólki, sem ég hef, gerðum þess og framkomu.“ í fullum gangi í Öll herraföt og stakir jakkar meö 15% af- slætti. verzlunum samtímis Útsölur okkar hafa ávallt slegið í gegn og nú sem áður bjóðum við viðskiptavinum okkar ótrúlega mikið úrval af nýjum og nýlegum fötum fyrir börn, unglinga, herra og dömur. Herraullarbuxur Dömuullarbuxur Kakhi buxur Fínflauelsbuxur nú 290,- nú 250,- nú 190,- nú 250,- Einstætt tækifæri sem enginn hefur efni á aö láta fram hjá sér fara. afsláttur TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS yS^KARNABÆR G ARB0 ##B0N AP ARTE#B0N ANZA KARNABÆR mm LAUGAVEGI 66 GLÆSIBÆSAUSTURSTRÆTI 22

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.